Tíminn - 29.09.1981, Blaðsíða 14
Þriöjudagur 29. september 1981
14
heimilistíminir
Hvad kostar slátrid?
— sala hafin á slátri í
mörgum verslunum
■ Nú þessa dagana er byrjaö aö
selja slátur i mörgum verslunum.
Slátriö er yfirleitt selt fryst, 5
slátur saman i kassa. 1 slikum
kassa eru 5 sviðnir og sagaöir
sviöahausar, 5 lifrar, 10 nýru, 5
þindar, vambir og hálsæðar.
Hjá afurðasölu SIS kostar slátr-
ið 220 kr. 5 slátur i kassa. Hver
kassi er um 25 kiló aðþyngd. Það
er selt í Afurðasölunni og einnig i
verslunum.
Hjá Sláturfélagi Suðurlands
verður slátrið selt i verslunum i
Glæsibæ og við Háleitisbraut, en
þar verður aðalslátursalan hjá SS
á Reykjavikursvæöinu. Þar verð-
ur blóðið selt fryst, en annað sem
tilheyrir slátrinu ófryst. Það er
samt ekki hægt að fá minna en 5
slátur, sem kosta kr. 211. Sérstakt
tilboðsverð er á rúgmjöli, sem
kostarkr. 18.50 2 kg., Haframjöli,
sem kostar kr. 23.551900 g og heil-
hveiti, sem kostar kr. 18.95 2 kr.
Ég hringdi i nokkrar verslanir
til að spyrjast fyrir um slátursöl-
una og annað henni tilheyrandi. t
KRON Norðurfelli hófst slátur-
sala i siðustu viku, en litil sala
hefurenn verið islátrinu. Verðá 5
slátrum þar er 220 krónur. Rúg-
mjöl 2 kg kostar 16.40, hveiti 10
lbs. 30.60, haframjöl 1900 grömm
25,10, rúsinur 500 g kr. 23.40, og
sláturgarn kr. 19.00.
t Vörumarkaðnum kostar slátr-
ið kr. 235, 5 slátur. Rúgmjöl kost-
ar þar kr. 18.15 2 kg, heilhveiti kr.
17.10 2 kg., haframjöl 2 kg., kr.
19.90. Einnig fást þar 6 kr á kr.
44,35. rúsinur 1 kg. kr. 39.50, og
sláturgarn kr. 15.90.
AKB.
Sláturgerð
■ Það er gamall siður að gera
slátur að hausti, enda nauðsyn
hjá forfeðrum okkar að nýta allan
mat og geyma yfir veturinn. Þá
var slátrið sýrt og geymt þannig.
Nú eru það frystikisturnar, sem
geyma slátrið.
t innyflum og blóði dýra er mik-
ið af lifsnauðsynlegum steinefn-
um og vitaminum auk eggja-
hvituefna. 1 blóðinu er mikið járn
og lifrin er lika járnrik, auk þess
eru i henni nauðsynleg vitamin.
Enda þótt eitthvað af næringar-
efnunum tapist við langa suðu og
mismunandi geymslu, er óhætt að
segja, að fáar fæðutegundir hafa
jafn mikið næringargildi.
t 100 g af blóðmör eru 12 mg af
járni og 30 ae af Bl vitamini. I
lifrarpylsu eru um 5 mg af járni
og 30 ae af B-vitamini. Einnig er i
slátrinu kalk og fosfór. 1 100 g af
blóðmör eru 318 hitaeiningar og i
lifrarpylsu 100 g eru 265 hitaein-
ingar. Slátrið er þvi mjög orku-
rikur matur.
Við blóðmörsgerð er rétt að
hafa þetta i huga:
Gætið að þvi að hræra vel i
blóðinu og geyma það aldrei leng-
ur en i 1-2 daga nema i frysti.
Blandið vatni og salti saman við
blóðið. Blandið mjöli og mör sið-
an vel saman við blóðið. Sniðið 5
keppi úr hverri vömb og hálffyllið
aðeins keppina. Frystið keppina
strax og saumað hefur verið fyrir
eða látið þá i sjóðandi vatn og
sjóðið i 3 klukkustundir. Þá er
öruggt að slátrið sé gegnsoðið og
allur gerlagróður dauður. Blóð-
mör má blanda á ýmsan hátt, t.d.
rúgi og haframjöli, rúgi og hveiti
eða rúgi og fjallagrösum. Við
lifrarpylsugerð eru lifur og nýru
þvegin, himnur og allt slim tekið
af þeim, skorin i bita og hökkuð
tvisvar til þrisvar i hakkavél.
Salti og m jólk hrært saman við og
mjöli ogmör bætt út i. Lifrarpyls-
an þarf ekki að sjóða eins lengi og
blóðmör.
Auðveldasta og besta aðferðin
til geymslu á slátri er án efa
frysting. Hægt er að frysta slátur
ósoðið eða hálfsoðið.
Margir vega aldrei efnin i blóð-
mör eða lifrarpylsu heldur láta
tilfinningu ráða um þykkt slátur-
hrærunnar. Flestir þeir, sem eru
að byrja i sláturgerð, vilja þó
hafa uppskrift við höndina.
Blóðmör.
1 1 blóð
2 dl vatn
1 1/2 matskeið salt
500 g rúgmjöl,
300 g haframjöl
500-700 g mör
12-15 vambakeppir.
Lifrarpylsa
450 g lifur (1 lifur)
100 g nýru (2 nýru)
3 dl mjólk eða kjötsoð
1/2 matsk. salt
100 g haframjöl
100 g hveiti,
300 g rúgmjöl og/ eða heilhveiti
200-400 g mör.
Sérstakir f rystipokar
■ Plastprent h.f. hefur nýverið
hafið framleiðslu á frystipokum
eftir tilraunir með sérstakt
plastefni, sem ætlað er fyrir
matvæli og springur ekki i
frosti. Plastefnið, sem frysti-
pokarnir eru framleiddir úr,
stenst ýtrustu gæðakröfur, sem
gerðar eru til efna, er komast i
snertingu við matvæli. Það er
samþykkt af bandariska mat-
vælaeftirlitinu (FDA). Plastefni
þetta hefur þann eiginleika að
verða hvorki stökkt né springa
við frystingu.
Plastpokarnir eru framleiddir
i tveimur stærðum. Sú minni er
svokölluö fjölskyldustærð, snið-
inmeð þaðihuga að passa fyrir
fjölsky ldumáltiðina.
Limmerkimiðar fylgja hverri
frystipokarúllu og þolir limið
frostið, svo framarlega sem
miðarnir eru settir á fyrir fryst-
ingu. Ekki er að efa að þessir
nýju frystipokar koma sér vel
við frystingu vetrarforðans.
Innmatur er hollur
— nokkrar uppskriftir með innmat
■ Héreru svo nokkrar uppskrift-
ir aö réttum úr innmat.
Lifrarbuff
500 g lifur
100 g fita
500 g kartöflur,
1 laukur
salt, pipar engifer.
1/2 bolli mjólk
1 bolli heilhveiti
Lifrin, kartöflurnar og laukur-
inn saxað. Heilhveiti og krydd
sett i og þynnt með mjólkinni.
Brædd feitin sett i. Hrært saman
og mótaðar þunnar kökur, steikt
eins og lummur. Borið fram með
steiktum lauk og hrásalati.
Nýrnasmásteik
400 g nýru
6 matsk. hveiti.
1 tsk. salt,
4 gulrætur,
75 g smjörliki
3/4 1 soð eða vatn,
pipar 1/4 tsk.
Nýrun eru skorin i sundur og
hvert nýra skorið i 4 hluta. Gul-
ræturnar eru skornar i bita. Salti
og pipar blandað i hveitið og nýr-
unum velt upp úr þvi. Steikt á
pönnu. Sett i pott ásamt gulrótun-
um, soðinu hellt yfir og soðið i 2-3
stundarfjórðunga. Sósan jöfnuð
með hveitinu. Borið fram með
kartöflustöppu, og soðnum
sveskjum.
Fyllt hjörtu
5 hjörtu,
1 tsk. salt
1/4 tsk. pipar,
1 epli
10-15 sveskjur
5 sneiðar reykt flesk
75 g smjörliki
4 dl vatn,
1 1/2 dl. rjómi
hveiti 3 matsk.
sósulitur, berjahlaup
Hjörtun eru þvegin vel og sinar
og æðar klippt burtu. Eplið
flysjað og skorið i bita. Flesk-
sneiðarnar settar inn i hjörtun,
þari2-3sveskjur (i hvert hjarta),
sem steinarnir hafa verið teknir
úr, einnig eplabiti. Saumað
saman eða fest með kjötprjóni.
Steikt vel og siðan soðið þar til
hjörtun eru orðin meyr. Þá eru
þau tekin upp úr og sósan jöfnuð.
Soðin i 10 min. Þá er rjóminn og
berjahlaupið sett i. Þegar hjörtun
eru borin fram,eru þau skorin i
sneiðar. sósunni helltyfir og borið
fram með kartöflum og græn-
metissalati.