Tíminn - 29.09.1981, Blaðsíða 24

Tíminn - 29.09.1981, Blaðsíða 24
VARA HL.UTIR Mikið úrval Sendum um land allt. Kaupum nýlega Opid virka daga bíla til niðurrSs ®-*9 ' ^;a“Pr Simi (91) 7- 75-51. (91) 7-80-30. Oaga ÍO lb HEDD HF. SkfKópaUvo|i 20 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag Oo Fjórhjóladrifnar dráttarvélar 70 09 90 ha. Kynnið ykkur verð og kosti BELARUS Guðbjörn Guðjónsson htild verslun ÍSLAND EIGNAÐIST NORSKT UÓÐSKALD segir Þorgerður Ingólfsdóttir sem giftist norska skáldinu Knut Ödegard ■ „Það er algjör misskilningur að Island sé að missa mig. Island hefur öllu heldur eignast norskt ljóðskáld,” sagði Þorgerður Ingólfsdóttir i viðtali við Timann, þegar hún var aö þvj spurð hvor sú breyting yrði nú á högum hennar, eftir að hún giftist norska ljóðskáldinu Knut ödegard, að hún flyttist af landi brott með manni sinum. Vigsluathöfnin fór fram við mikinn glæsibrag 2. á- gúst sl. og það var biskupinn yfir Islandi sem gaf brúðhjónin saman. Þorgerður segir okkur að þar hafi ekki verið um venjulega hjónavigslu að ræða, heldur hafi athöfnin verib hámessa með altarisgöngu og tilheyrandi. — Hvað verður nú um uppeldis- barn þitt Hamrahliðarkórinn, sem þú hefur stjórnað frá stofnun hans 1967? „Það verður ekkert um hann. Viö erum nú að koma frá Skál- holti, þar sem við höfum verið við æfingar og upptökur fyrir Rikis- útvarpið i 5 daga. Við gerðum stórferð um Vestur-Þýskaland i sumar og héldum þar 12 konserta á tveimur vikum. Þö að litið sem ekkerthafi verið fjallað um þessa ferð Hamrahliðarkórsins i islenskum fjölmiölum, þá fékk kórinn svo sannarlega mikla og góða umfjöllun i stórblööum þýsku pressunnar. Gagnrýnin var vægast sagt glæsileg, enda lá mikil vinna að baki þessari för.” ,,Búum i Noregi og á íslandi” — Nú segir þú að Island hafi eignast norskt ljóðskáld. Fela þau orð þin það i sér að þið ætlið að vera búsett hér á landi? „Við verðum búsett i báðum löndunum. Það er nú svo skemmtilegt að maöurinn minn er svo mikill lslendingur i sér, að hann hefur dvalið hér á landi ár- lega siðustu 11 árin. Knut er for- stjóri menningarmála i Suður- Þrændalögum og hefur hann gegnt þvistarfi i þrjú ár. Nú heíur hann hins vegar fengið þriggja ára rikisstyrk sem ljóðskáld og getur þvi að vild skipt tima sinum milli landanna. Ég hef fengið eins árs leyfi frá minu fasta starfi, sem kennari við Tónlistarskól- ann i Reykjavik og ætla ég að verja þessu ári mér til endur— menntunar og vitaminsgjafar fyrir sálartetur mitt. Ég verð einnig i launalausu leyfi frá kórn- um, en þegar ég kem heim, mun ég að sjálfsögðu taka upp æfingar meö honum. Kórinn er búinn að hafa svo mikið að gera upp á sið- kastið að honum veitir ekki af smáhvild. Ég er nú á förum til Noregs, þar sem ég mun syngja á fjölmörgum tónleikum i næsta mánuði. Ég mun syngja mikið á Norrænni menningarhátið i Þrændalögum sem er aö hefjast innan örfárra daga.” ,,Lifir og hrærist með listagyðjunni” — Þú verður sem sagt ekki verkefnalitil, þó þú verðir i leyfi frá þínu fasta kennslustarfi? „Nei, ég verð svo sannarlega ekki verkefnalaus. Það hefur verið mikið annriki hjá mér, og okkur hjónum báðum nú i sumar, og þar verður engin breyting á nú næstu mánuði. Annars verður þetta allt svo skemmtilegt þegar maður tekur þátt i lifi og starfi manns sem lifir og hrærist með listagyðjunni. Þótt verkefnin séu bæði stór og mörg, þá eru þau svo skemmtileg, að maður firinur minna fyrir álaginu.” —AB Þriðjudagur 29. september fréttir Nýtt land hættir í þrjár vikur Akveðið var I gær að fresta útgáfu Nýs lands um þrjár vikur, og var sú skýring gef- in á frestuninni að hún væri tilkomin af fjár- hagsástæðum. Að sögn forráðamanna blaðsins á að nota þessar þrjár vikur til þess aö reyna að treysta fjárhag blaðs- ins, en takist það ekki verður endanlega hætt við útgáfuna. Ekki tókst að ná i þá Vilmund Gylfason rit- stjóra Nýs lands og Helga Má Arthúrsson ritstjóra og ábyrgöar- mann blaösins i gær til þess að afla nánari upplýsinga um stöðu mála hjá Nýju landi. —AB Banaslys á Akur- eyri Ung stúlka, ólöf Rún Hjálmarsdóttir, Glerárgötu 16, Akur- eyri, lést i umferðar- slysi á föstudags- kvöldið. ÓlöfRúnvarágangi norður Skarðshlið, i mjög slæmu skyggni og vondu veðri. Jeppabifreið ók suður Skarðshliðina og öku- maður hennar sá ekki Ólöfu Rún fyrr en rétt áður en slysið varð. Talið er að Ólöf Rún hafi látist samstundis. —Sjó. Fannst látinn í flæðarmálinu á Neskaupstað Sjómaður fimmtugt „Knut lifir og hrærist með listagyöjunni,” segir Þorgerður Ingólfsdóttir. Tfmamynd — G.E. u m lát- fannst mn i flæðarmálinu, rétt við höfnina á Nes- kaupstað, snemma á sunnudagsmorguninn. Lögreglan á Nes- kaupstað taldi liklegt að maðurinn hafi fall- ið milli skips og bryggju, er hann var á leið um borö i skip sitt um nóttina. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu, þar sem ekki hafði náðst til ættingja hans þegar blaðið fór i prentun. —Sjó. dropar Funda- fargan ■ Nú hefur verið upplýst að til þess að ákvarþa siðasta búvöruverð þurfti sex-manna nefndin að halda 35 — þrjátfu og fimm — fundi á timabii- inu 12. ágúst til 18. september. Mun mála sannast að viðllka fundar gleði er ekki að finna hjá nokkurri annarri is- lenskri nefnd. Af „mann”- virðingum ■ Sjaldan hefur á islandi nokkurri skepnu og tæpast uokkrum mauui heldur verið sýnd jafn- mikil virðing og rostungnum ViUa, sem kom til landsius um helg- ina. Eins og kuuuugt er kom hanu tillandsins sem sér- stakur gestur forsætis- ráðherra og Flugleiða h.f. Eitthvað varþaö svo að bögglast fyrir mönnum hvernig ætti aö koma Villa áfram til heimahag- anna sem eru við austur- strönd Græulands, en menn dóu ekki ráðalaus- ir. Varðskip sótti VUIa til Keflavikur i gær og tók svo kúrsinn á Grænland. 1 föruueyti rostungsins voru sex útlendir læknar, hópur blaöamanna og starfsmaður frá Hafrann- sóknastofnun. Það væri óskandi aö hægt væri að hafa svona mikið við alltaf þegar mannslifin eru i húfi. Dugnaðar- forkur Helgi I Það hefur vakið nokkra athygli aö uudaii- förnu, aö sifellt stærri hlutiaf erlendum fréttum útvarpsins samanstendur af pistlum frá fréttaritur- að um búsettum i útlöndum. Auðvitað er hér um mis vandaðar frásagnir að ræða en ekki er sfður misjafnt hversu duglegir fréttaritararnir eru koma pistlum siuum aö Frá sumum heyrist sára- sjaldan jafn vel þótt stór- tiðindi séu að gerast f næsta nágrenni við þá, en aðrireru meðlanga pistla allt að þvi daglega og oft um hluti sem litlu máli skipta. Til dæmis liöur vart sá dagur að ekkisé útvarpað löugum frásögnum Helga Péturssonar frá Banda- ríkjunum og hafa menn á orði að hann sé mun af- kastameiri en þeir á fréttadeildinni sem hafa erlenda fréttaöflun að aðalstarfi. Þaö fylgir jafnframt sögunni að enginn fréttaritari út- varpsins komist f launum þangað með tærnar sem Helgi hefur hælana... Krummi... sér það haft eftir skipu- lagsstjóra rikisins að ..Akureyringar þurfi að huga að landvinningum”. Þetta erkannski spurning um lifsrými?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.