Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 2. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G E ins er verðugt að kanna hvort Seðlabankinn geti tekið upp samstarf við seðlabanka í þeim ríkjum þar sem íslensku bank- arnir eru umsvifamiklir,“ var meðal þess sem Geir H. Haarde forsætis ráðherra sagði á ársfundi Seðlabankans á föstudag. Þessi mál eru í vinnslu en fátt gefið um stöðuna. RÝMKAÐ FYRIR BANKANA Stjórnvöld hafa þó þegar hrundið í framkvæmd ýmsum aðgerðum til að rýmka um fyrir bönkum. Seðlabankinn ákvað á dögunum að draga út bindiskyldu þeirra auk fleiri aðgerða. Sumir hafa óskað þess að Seðla- bankinn lækkaði stýrivexti. For- dæmi séu um slíkt erlendis. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, benti á það í grein á dögunum að Frederic Mishkin, einn stjórn- enda seðlabanka Bandaríkjanna, hefði sagt að til þess að grípa til slíkra aðgerða þyrftu menn að hafa áunnið sér trúverðugleika í baráttunni við verðbólgu. Verð- bólga hefur verið vaxandi hér, þrátt fyrir hækkandi vexti. ÆTLA AÐ HLAUPA UNDIR BAGGA „[R]íkissjóður hefur mikinn fjár- hagslegan styrk og getur tekið að láni verulegar fjárhæðir ef á þarf að halda,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni á föstudag. Hann tjáði sig þó ekkert nánar um það, en fullyrti að ríkis- sjóður og Seðlabankinn myndu hlaupa undir bagga ef upp kæmi alvarleg staða í bankakerfinu. Friðrik Már Baldursson, próf- essor við Háskólann í Reykja- vík, nefndi á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina að ríkissjóður kynni að geta tekið 4- 500 milljarða króna að láni. Hins vegar er óvíst hvaða kjör ríkið gæti fengið, en trygginga- álag þess er mjög hátt um þessar mundir. Svo hátt að viðmælendur Markaðarins hafa talað um okur- kjör. Sturla Pálsson, yfirmaður Al- þjóðasviðs Seðlabankans, útilokar þó ekki að hægt sé að fá fé að utan á góðum kjörum. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, seg- ist ekkert geta frætt lesendur Markaðarins um erlendar lántök- ur ríkissjóðs, upphæðir eða kjör. „Stefna í þessum efnum var kynnt fyrir tveimur árum og við höfum hægt og bítandi verið að styrkja gjaldeyrisforðann.“ Í hitteðfyrra var tekið erlent lán að upphæð einn milljarður evra til fimm ára. SAMKOMULAG VIÐ SEÐLABANKA Til er viljayfirlýsing norrænna seðlabanka um að þeir komi hver öðrum til bjargar, lendi banki í greiðsluþroti. Forsendur þessa samstarfs hafa raunar breyst frá því að Finnar urðu aðilar að evrópska myntbandalaginu. Seðlabankinn gæti einnig reynt að gera gjaldeyrirskiptasamninga við stórar fjármálastofnanir líkt og Evrópska seðlabankann, þann bandaríska eða þann breska. Ekki hafa áður verið gerðir gjaldeyris- skiptasamningar við þessa seðla- banka, né samningar um sérstak- an stuðning, eftir því sem næst verður komist. Unnið er að þessu nú. Merrill Lynch hefur einnig nefnt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. GJALDEYRISFORÐINN STERKUR Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði á ársfundinum að gjaldeyris- forðinn hefði aldrei verið stærri og eigið fé bankans aldrei meira. „Á móti er bent á að bankarnir hafi stækkað mikið og því sé forð- inn hlutfallslega minni en áður, eins og það er orðað. Rétt er að athuga að bankar hér sem ann- ars staðar reka starfsemi sína á eigin ábyrgð og þurfa að sýna fyrirhyggju og trausta áhættu- stýringu,“ sagði hann og bætti því við að fjármögnunarstaða bank- anna væri síst lakari en sambæri- legra erlendra banka. „Þeir þurfa því ekki að leita á óhagstæða lána- markaði á undan öðrum. Hinu er ekki að neita að heildarskuldir þjóðarbúsins eru of háar og má rekja þær til ákvarðana fjármála- fyrirtækja og annarra fyrirtækja á markaði.“ ENDURSKOÐUN PENINGASTEFNUNNAR Seðlabankinn hefur um langt skeið haldið stýrivöxtum háum. Yfirlýst markmið bankans er barátta gegn verðbólgu. Hún hefur aukist þrátt fyrir háa vexti. Háir vextir hafa líka haldið gengi krónunnar háu. Það hefur aftur haft í för með sér eftirspurn eftir íslenska gjald- miðlinum. Hins vegar virðist þetta samband ekki endilega vera fyrir hendi nú. Geir H. Haarde lýsti því yfir á ársfundi Seðlabankans að tíma- bært væri að fá bæði innlenda og erlenda sérfræðínga til að meta hvernig til hefði tekist með pen- ingastefnuna, þegar hægst hefði um. Ben Bernanke, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, var harð- lega gagnrýndir fyrir það í enda fyrrasumars að láta hjá líða að bregðast við merkjum um sam- drátt í einkaneyslu í skugga van- skilaaukningar á svokölluðum undirmálslánamarkaði í Banda- ríkjunum og vísbendingum um yfirvofandi lausafjárþurrð, sem batt aftur hendur skuldsettra fjárfesta. Vísaði hann til þess að hlut- verk seðlabankans væri að halda verðbólgu niðri. Henry Paulson, fjármálaráð- herra landsins, gerðist jafnvel svo djarfur að neita að bregðast við þrengingum í hópi fjárfesta sem teflt höfðu djarft á fjár- málamörkuðum með ódýrt láns- fé að vopni. Þau gátu sjálfum sér um kennt að hafa málað sig út í horn, líkt og Associated Press- fréttastofan hafði eftir honum á sínum tíma. Svipaða sögu var að segja um fasteignalánafyrir- tækin, sem sum hver höfðu lánað meir en viðskiptavinir gátu stað- ið undir. Seðlabankinn dró í land með haustinu enda aðstæður í efna- hagslífinu orðnar slíkar að sam- dráttur í einkaneyslu gæti ógnað bandarísku efnahagslífi. Seðlabankar nokkurra af stærstu hagkerfum hins vest- ræna heims hafa nú ítrekað tekið höndum saman til að auka magn peninga í umferð, bæði í formi millibankalána með lægri vöxtum en gengur og sérstakra lánalína á góðum kjörum, auk þess sem fjármálafyrirtækjum beggja vegna Atlantsála hefur gefist kostur á að sækja sér sér- stök neyðarlán til þrautavara ef í harðbakkann slær. Bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti grimmt, þar af þrisvar á þessu ári. Þeir standa í 2,25 prósentum og spá fjármála- sérfræðingar því að þeir muni fara neðar, jafnvel standa ná- lægt einu prósenti um næstu ára- mót. Seðlabankar í Bretlandi og á evrusvæðinu hafa hins vegar verið tregir til, sérstaklega sá síðastnefndi. Mál manna er að seðlabanka- stjórar Bandaríkjanna og Bret- lands hafi brugðist seint við vá- boðum, jafnvel gert illt verra, að mati vikuritsins Fortune. Því til sönnunar hefur gengi Banda- ríkjadals fallið hratt samhliða snarpri lækkun stýrivaxta og gengi breska pundsins gefið lítil- lega eftir en evran styrkst. Heldur er farið að hitna undir sæti Bernankes og ekki útilokað að nýr maður taki við skútunni þegar tímabili hans lýkur eftir tvö ár, að sögn blaðsins. - jab SEÐLABANKASTJÓRINN Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýndur fyrir að bregðast of seint við váboðum í bandarískum efnahagslífi. MARKAÐURINN/AP Viðbrögðin komu of seint 15 12 9 6 3 0 100 105 110 115 120 125 130 135 140 145 150 155 160 mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars V E R Ð B Ó L G A , V E X T I R O G G E N G I U N D A N F A R I Ð Á R 6 5 4 3 2 1 0 Apríl 2007 Apríl 2008 Svíþjóð Noregur Evru-svæðið Bretland Bandaríkin Þ R Ó U N S T Ý R I V A X T A Reynt að semja um fjárhagslegt bakland erlendis Seðlabankinn ræðir við erlenda seðlabanka og fleiri um samning um gjaldmiðlaskipti. Einnig stendur til að taka erlent lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson og Ingimar Karl Helgason fóru yfir viðbrögð erlendra seðlabanka og Seðlabanka Íslands í heimi alþjóðlegra hræringa. ■ Verðbólga ■ Stýrivextir Seðlabankans ■ Gengi krónunnar Með vaxandi verðbólgu eru verðtryggðir skuldabréfasjóðir góður og traustur fjárfestingakostur. Glitnir býður fjóra slíka sjóði sem fjárfesta bæði í ríkistryggðum sem og öðrum skuldabréfum. Kynntu þér kosti skuldabréfasjóða Glitnis. Hver þeirra hentar þér best? Árleg nafnávöxtun m.v. sl. 12 mánuði skv. www.sjodir.is. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Sjóður 1, 5, 7 og 11 eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Glitnir sjóðir er rekstrarfélag sjóðanna. Nánari upplýsingar er að fi nna á www.glitnir.is. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.GLITNIR.IS/SJODIR EÐA HJÁ EIGNASTÝRINGU GLITNIS Í SÍMA 440 4900 NÚ ERU TÆKIFÆRI Í VERÐTRYGGÐUM SKULDABRÉFUM 11,0% MEÐALLÖNG SKULDABRÉF Fjárfestingatími 1-3 ár SJÓÐUR 1 13,1% MEÐALLÖNG RÍKISSKULDABRÉF Fjárfestingatími 1-3 ár SJÓÐUR 5 11,9% LÖNG RÍKISSKULDABRÉF Fjárfestingatími 2-4 ár SJÓÐUR 7 9,4% LÖNG FYRIRTÆKJABRÉF Fjárfestingatími 2-4 ár SJÓÐUR 11

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.