Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 2. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR F Y R S T O G S Í Ð A S T Erna Kaaber athafna- og veitingakona á veitingastaðnum Fish & Chips við Tryggvagötu 8 segir frá degi í lífi sínu þegar hún hringdi í fisksalann með öndina í hálsinum. D A G U R Í L Í F I . . . Ernu Kaaber, veitingakonu á Fish & Chips 7.00 Ég er enn sofandi og veit ekkert í þennan heim né annan. 8.00 Ég vakna við klukknahljóm. Dríf mig á fætur og vökva naggrísina. Hringi í grænmetissalann og panta kryddjurtir. Næ í blöðin og fæ mér léttan morgunverð yfir lestrinum. Skelli mér í snöggt bað. 9.00 Er mætt niður á Fish and Chips og byrja að undirbúa daginn. Kíki á tölvupóstinn. Verð að setja sósur, salöt og súpu í forgang og svara pósti seinna. Ég hef gleymt farsímanum heima. 11.00 Ég uppgötva mér til hryllings að kokkurinn hefur gleymt að panta fisk í gærkvöldi. Ég hringi í fisksalann með öndina í hálsinum enda opnum við eftir hálftíma. Prinsinn reddar þessu fyrir mig á mettíma og litla systir rýkur af stað til að sækja fiskinn. 11.30 Litla systir kemur lafmóð inn úr dyrunum með spriklandi ferskan fiskinn. Kokkurinn tekur til við að skera fenginn. Ég anda örlítið léttar og opna fyrir gestum dagsins. 13.00 Fundur um framtíðarmöguleika. Spennandi horfur á næstunni og mikið rými fyrir sköpun. 14.30 Sest niður til að svara póstinum. Er rétt byrjuð þegar ég er kölluð fram í afgreiðslu. Eftir ítrekaðar árangurslausar tilraunir til að svara póstinum gefst ég upp og ákveð að gera það eftir lokun. Viðskiptavinurinn verður að ganga fyrir og viðmælendur mínir hlíta því lögmáli. 18.00 Hvað varð um allar klukkustundirnar á milli tvö og sex? Búið að vera vitlaust að gera og ég er illa undirbúin fyrir kvöldgestina. Ég set allt á fullt og næ að undirbúa mig á mettíma. Fæ mér fisk á salatbeði til að endurnýja orkuna. 20.00 Er farin að finna fyrir verkjum í fótum og baki enda hef ég ekki sest niður lengur en í sjö mínútur samfellt frá því klukkan níu í morgun. Drekk meira vatn og klára að afgreiða fyrirliggj- andi pantanir. 21.05-23.20 Loka hurðinni og klára að afgreiða síð- ustu gesti. Geng frá. Svara tölvupósti. Skrifa hjá mér hvað hvað ég þarf að gera á morgun. Skelli öryggikerfinu á. Fer út í kalt kvöldloftið. 23.30-24.00 Gef naggrísunum spínat og jarðaber. Bursta tennur og næ mér í bók um næringarfræði til að lesa. (Líkaminn er dásamleg efnaskipta- maskína hugsa ég þegar ég finn heilann dæla út melatóníni....). GÓÐGÆTIÐ FRAMREITT Erna Kaaber átti í stökustu vandræðum að svara tölvupósti og lét kúnnana ganga fyrir. MARKAÐURINN/ARNÞÓR BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um nýtt deili- skipulag og breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi og breytingum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík. Úlfarsárdalur, útivistarsvæði Tillaga að deiliskipulagi fyrir almennt útivistarsvæði í Úlfarsárdal. Almennu útivistarsvæðin eru beggja vegna árinnar og mynda skil á milli verndarsvæða og aðliggjandi byggingarsvæða í dalnum. Á svæðunum er gert ráð fyrir fjölbreyttri aðstöðu til útivistar s.s. hverfisleikvöllum, boltavöllum, skíða- og sleðabrekkum, skólagörðum o.fl. Á svæðunum eru skógræktarsvæði og settjarnir og um þau liggja stofn- og tengistígar og mannvirki sem tengjast útivist á svæðinu. Á íþróttasvæði fyrir miðjum dalnum er gert ráð fyrir uppbyggingu með innanhús æfingaaðstöðu, keppnis- og æfingavöllum, knatthúsi og tilheyrandi bílastæðum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Fossvogur, breyting á skilmálum Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir raðhús í Fossvogshverfi, skipulag sem samþykkt var í borgarráði Reykjavíkur 6. febrúar 1968. Í skilmálum sem eru í deiliskipulagi er ekki heimilt að gera glugga á göflum raðhúsa en með breytingu þessari verður það heimilt þar sem aðstæður leyfa og mun byggingarfulltrúi meta hverja umsókn fyrir sig. Nánari útskýringar á breytingu má sjá í texta kynningargagna. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs þar sem heimilað verður að koma fyrir fyrirlestrar – og kvikmyndasölum neðanjarðar. Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á texta í greinargerð. Í kaflanum “Almennt” komi textinn “Ráðgerð er íbúðabyggð með allt að 250 íbúðum auk skrifstofu- verslunar- og þjónustubyggðar á lóðinni þ.m.t. kvikmyndahús, ráðstefnusalir og fleira”. Kafli “Bílastæði/bílageymslur” fái heitið “Bílastæði, bílgeymslur og starfsemi neðanjarðar” og í lokamálsgrein kafla komi “Byggingareitur fyrir bílakjallara, kvikmyndahús og aðra starfsemi neðanjarðar samsvarar lóðarmörkum Höfðatorgs og heildarstærð lóðar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 2. apríl 2007 til og með 14. maí 2008. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 14. maí 2008. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 28. mars 2008 Skipulagsstjóri Reykjavíkurur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.