Tíminn - 18.10.1981, Side 16

Tíminn - 18.10.1981, Side 16
16 Sunnudagur 18. október 1981 ■ Ég var staddur í Nýlistasafninu um daginn að skoða sýningu. Þá kom til mín maður og sagði: „What is a nice man like you doing in a place lika this?" Ég segi það satt, ég varð hálfhvumsa við, en maðurinn tók upp þráðinn á öðrum stað. „Þú ert blaðamaður?" Ég gat ekki þrætt fyrir það. „Segðu mér þá: Hvernig er að vera mella?" Mér var ekkert um þessa nafngift gefið. „Rólegur maður. Það sem ég átti við var að blaðamenn skrifa hvaða rusl sem er, bara til að fá kaupið sitt á réttum tima. En við þurfum ekki að kalla það mellu. Við getum kallað það... M." Þessi maður var Einar Guðmundsson, rit- höfundur. ■ Einar Guömundsson er llkastil hvorki þekktasti né vinsælasti rit höfundur þjóöarinnar en hann hefur veriö aö I rúm tiu ár, gefiö út nokkrar bækur sem allar hafa átt þaö sameiginlegt aö vera ger óllkar flestum öörum bókum. „Sé söguþræöinum , gefiö á hann”, sagöi Guöbergur, „ruglast kerfiö og snýst I margbrotinn skáld skap, viötalsefni mjög hátíölega þegar allt kemur til alls. Svo þegar hann fer aö tala er röddin lág, svo lág aö ég á oft I erfiöleikum meö að greina oröaskil. Stundum hikar hann lengi og hugsar máliö. Lifandi fæddur drengur Ég spyr hann aö þvi hver hann sé, og ætlast til þess aö hann segi mér aö hann hafi verið lokaður inni skáp öll bernskuárin og skrifi þess vegna eins og hann gerir. Freud sem sé. „Númer eitt, þá var ég lifandi fæddur drengur, eins og sagt er. Annaö sé ég ekki aö komi málinu viö. Jú, ég fæddist I Reykja-' vík, er Reykvikingur i húö og hár, og sex ára gamall fór ég I skóla i fyrsta sinn, eins og lög gera ráö fyrir. Ég býst viö aö ég hafi verið mjög venjulegur krakki: ég fór I sömu ieiki, framdi sömu stráka- pör, og las sömu bækur og aörir krakkar. Annars er þetta ekki timi sem ég hugsa mikið um, en ég skar mig alla vega ekki aö ráöi úr. Hvað viltu meira, á ég aö rekja fyrir þig karllegginn? Nei, ég var ekki lokaöur inní skáp.” — Þú hefur fariö sem leiö ligg- ur gegnum skólakerfiö? „Já, ég var kominn alla leiö I Verslunarskólann þegar ég hætti — itæka tiö. Hoppaði af færiband- mu. Þá var ég staöráöinn I aö skrifa bækur en þaö leið aö visu langur timi áöur en ég gat gert það á þann hátt sem ég vildi. Reyndar hafði ég I upphafi mestan áhuga á aö skrifa leikrit, leikrit og kvikmyndahandrit. Þá gekk yfir mikill filmuáhugi og þaö bárust hingaö myndir sem voru utan þessa venjulega kvik- myndaramma, en þaö voru engir möguleikar á aö hrinda neinu i framkvæmd. Og smátt og smátt rjátlaðist þessi áhugi af mér. En eftir sem áöur langaöi mig aö vinna aö ritstörfum — hvers vegna veit ég ekki.” SUM-arar gáfaðri en þeir rithöfundar sem gengu lausir — Hvernig byrjaöiröu? „Ja, fyrst skrifaöi ég næsta heföbundnar sögur — meö sögu- þræöi”, segir hann og glottir. — Hvers konar sögur voru þetta? „Þaö man ég ekki. Þær fóru i geymslu. En ég var ekki_nema um tvitugt, hálfgeröur ungíingur. Ætli þetta hafi ekki veriö ungl- ingasögur...” sem stendur fastur i hænu- haus lesandans.” Ekki veit ég hvort Einar Guömundsson er til I aö skrifa undir þetta, en bækur hans eru að I minnsta kosti fjarskalega lausar viö söguþráö. Og ýmislegt annaö sem þykir skraut i bókum... Nokkru siðar situr Einar Guömundsson mannþrönginni á CaféMokka: „Éger hissa á sjálfum mér. Viötal! Ég slaufaöi einu svona um daginn, mætti bara ekki á fyrirfram ákveönum tíma. Maöur veröur aö reyna aö varöveita þetta frelsi sem maður hefur puöaö við aö afla sér. En svona gengur þetta. Heyröu. Eigum viö ekki aö koma eitthvert annaö? Hér er enginn friður.” Og viö förum á Kirnuna. Einar smeygir sér úti eitt horniö, sýpur áfergjulega á kaffibollanum sinum. Hann tekur hlutverk sitt sem

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.