Tíminn - 18.10.1981, Qupperneq 26
Sunnudagur 18. október 1981
gærdagsmenn
Sultarlistamaðiirinn
Franz Kaf ka
■ Max Brod, sá er „sveikst” um
aðkoma'Verkum Kafkas á eldinn
að honum látnum.
■ Fæðingardagur tilgreindur
fyrir næstum hundraðárum, þ. 3.
júli 1883. Drengur af Gyðingaætt-
um, kaupmönnum nýkomnum til
Prag tilað ávaxta sittpund. Aöur
en ósköpin dundu yfir, þegar Gyð-
ingar héldu sig enn geta orðið
sjálfsagður hluti af Evrópuhá-
menningu. Móðirin samt ekta
„yiddishe mama”, blið, við-
kvæm, sigjöful eins og sonurinn.
Faðirinn harður tappi, ekki gef-
inn fyrir að hugsa tvisvar, skildi
ekki afkvæmið. Fjölskyldan bjó i
gettóinu i gamla bænum i Prag,
þar sem voru allra handa
straumar umleikis, skáld og
listamenn, kaffihús og knæpur,
menning á gömlum merg. Franz
litli þar alinn upp i skugganum af
ævagamalli dómkirkju, eins kon-
ar bjargi aldanna, ofteins og þess
gæti i bdkum hans að hann hafi
litið séö til sólar. Hann gekk i
skóla og endaði uppi sem lögfræð-
ingur, starfaði hjá tryggingafé-
lagi við að bæta tjón sem verka-
menn unnu á sjálfum sér i' vél-
kjöftum. Mat afskorna fingur til
fjár, eins og aðrir beyglaöa bila.
Óttalegur kramakriki. Með
berkla eins og þá var plagsiður.
Gaf upp öndina á einu af þessum
yfirfullu heilsuhælum i Mið-Evr-
ópu áriö 1924, rúmlega fertugur
að aldri. Bjó alla sina hundstið i
Prag, þar standa enda mörg
kennileiti úr bókum hans, höllin,
dómshúsið, niddir steinkumbald-
ar: lokaður og loftlaus heimur
þessarar fornu borgar.
Málfræðilegur
öryrki
Túlkunum á verkum Franz
Kafka ægir saman, mörgum
hverjum af stærri gerðinni. Um
hvað er hann alltaf að skrifa?
Hvert er hann aö fara? Við hvað
er hann hræddur? Guð? Andskot-
ann? Sumir segja hann vera mál-’
fræöilegan öryrkja: mæltan á
þrjár tungur, — tékknesku, jidd-
isku ogþýsku. En skrifandi öll sin
verk af illri nauðsyn á þýsku.
Kafka skrifar i dagbækur si'nar:
„í gær fann ég að ég elskaði
ekki móður mina eins og hún á
skilið og eins og ég gæti, einfald-
lega vegna þess að þýskan stend-
ur i veginum. Gyðinga-móðir er
engin „Mutter”, þaö að kalla
hana „Mutter” gerir hana hlá-
lega...i augum Gyðingsins.
„Mutter” er sér-þýskt fyrirbæri,
það felur ósjálfrátt i sér kristinn
■ Samtímahöfundar Kafkas i
Prag voru margir hverjir farnir
aðskrifa á sinu móðurmáli. Með-
al þeirra var Jaroslav Ilasek,
höfundur Góða dátans Svejk.
glæsileika og jafnframt kristinn
kaldrana. Gyðingamóöir sem er
kölluð „Mutter” verður þvi ekki
aðeins hláleg, heldur einnig und-
arleg... Ég held að það séu ein-
ungis minningarnar úr gettóinu
sem halda Gyðinga-fjölskyldunni
saman, þvi orðið „Vater” á engan
veginn við Gyðinga-faðirinn held-
ur” (Fært i dagbók 24. okt. 1911.)
Þannig er Kafka likt og margir
stórlaxar orðsins á tuttugustu öld
málfarslegur utangarðsmaður. 1
því liggur bæði styrkur hans og
snara. En Gyðingar uppvaxtar-
ára hans i Evrópu urðu að laga
sig eftir fjöldanum, verða menn-
ingarlegri en menningarstólpam-
ir, borgaralegri en borgararnir,
kaþólskari en páfinn til þess að
halda velli, öölast rétt til þátt-
töku.
Yfirgengilegur
faðir
Fleiri túlkanir: Já, vitaskuld
sálfræði/ævisögulegt innsæi,
duldimar og fóbiurnar. Hinn ekki
alltof sterki einstaklingur hróp-
andiá lifsrými innan fastmótaðr-
ar gyðinglegrar fjölskyldugerðar.
Kaf ka átti allt sitt lif við ram man
reipaðdraga— föður sinn.Faðir-
inn varð fyrirhonum holdgerving
æðra valds, utan dóms og laga,
máttugur.drottnandi, imynd þess
afls sem drottnar og refsar. Enda
fann strákur alltaf til vanhæfis
sins, einkum og sérilagi gagnvart
veikara kyninu, var kominn á
fremsta hlunn með að giftast tvi-
vegis, en fannst hann bara ekki
vera maður til. Skáldfaðir hans
Kierkegaard hinn danski átti
sama djöful að draga. Máski var
þetta hárrétt hjá honum. Hann
var vita heilsulaus, og hafði knýj-
andi þörf til að skrifa og láta sér
liða illa, enda kvalinn af óræðu
samviskubiti, héltsig hafa brugð-
ist umheiminum.
Þannig var allt hans innra líf —
það sem ekki laut að tryggingun-
um, semhann hlýtur að hafa rækt
af stakri samviskusemi, en með
hálfum huga — lif andlegrar og
likamlegrar vanliðunar helgað
ritstörfum. Samt lét Kafka ekki
mikið frá sér fara meðan entist.
Aðeins fáeinar fabúlur i timarit-
um, tvö litil söfn með prósabrot-
um og smásögum: Betrachtung-
en (skoðun) og Ein Hunger-
kunstler (sultarlistamaður).
Sprengjan Kafka féll eftir andlát
höfundarins. Maöurinn var
■ Kafka um það leyti er hann
skrifaði Málaferlin 1914.
■ Kafka ásamt heitmey sinni,
Felice Baver, sem hann trúlofað-
ist i tvigang en kvæntist aldrei.
■ Faðirinn voidugi, Hermann
Kafka.
óframfærinn, en faldi þó ekkert
fyrir pappirnum, en óaði kannski
við að koma upp um sig með þvi
að birta stærri verk, full af brot-
um úr hans eigin ævi.
Heilladrjúgur
tvískinnungur
A dánarbeði bað hann vin sinn
Max Brod, miðlungsrithöfund, að
koma þvi sem eftir hann lá úr
skúffunni og á eldinn. Max, sem
allar götur siðan hefur verið tal-
inn einn velgjörðarmaður æðri
lista, skirrtist viö, bölvaður
hrappurinn, og rauk i næsta Ut-
gefanda. Næstu árin eftir dauða
Kafkas komu þvi stórvirki hans,
skáldsögurnar Siotiðog Málaferl-
in, og eilitið litilvægara verk,
Amerika. En hefði Kafka raun-
verulega viljað að handritin
eyddust á eldi loganda, hefði hann
þá ekki einfaldlega átt að skreið-
ast fram úr rúminu og... Hér er
heilladrjúgur tviskinnungur.
Aukinheldur má leiða að þvi
getsökum að tregðu Kafka til að
gefa út eigin verk hafi það valdið
að honum hafi fundist hann vera
afskiptur,utangarðs eins og nú er
sagt, málleysingi eins og áður var
á drepið. Menn hrópuðu vist ekki
beint húrra fyrir þýskunni á þess-
um árum í Prag, rithöfundar þar i
borg voru farnir að skrifa kjarn-
miklar bækur á eigin tungu — til
að munda Jaroslav Hasek, höf-
undur Göða dátans Sveijk, sem
drakk sig útúr á hverju kvöldi um
þessar mundir. Kafka skrifar i
bréfi um:
...hið ókleifa varðandi það að
skrifa ekki, skrifaá þýsku ellegar
þá einhverju öðru tungumáli —
já, það er hægt að tilgreina hið
fjórða: hið ókleifa varðandi það
yfirleitt að skrifa.”
Listamaðurinn
utan við allt
Kafka áleit sig vera afskiptan,
einmana og misskilinn.Tilfinning
sem virðist vera miðlæg í siðari
tima bókmenntum þýskum, allt
frá „Sturm und Drang” til Gunt-
ers Grass: þetta vafstur um ein-
staklinginn gegn fjandsamlegu
umhverfi sem hann ber litla sem
enga ábyrgð á. Einkum skín þetta
i gegn i bókmenntum sem fjalla
um tima nasista. (Sumir hafa þó
gerst andsnúnir slikum viðhorf-
um af fádæma karlmennsku, svo-
sem Bertholt Brecht, enda
kannski nóg volað). Thomas
Mann lagði út frá gjánni milli
listamanns og borgara, hóf lista-
manninn upp sem guðlega veru á
kostnað hversdagsmannsins. Slik
viöhorf gera Hitlerum þessa
■ Gamli bærinn I Prag séður af Karlsbrúnni. Sögur Kafka draga mikið dám af þessum sérkennilega
borgarhluta meökirkjum, höllum.gömlum steinkumböldum ogþröngum götum.