Tíminn - 28.11.1981, Page 7

Tíminn - 28.11.1981, Page 7
Laugardagur 28. nóvember 1981 7 Hver mun vekja athygli á þessari hættu ef íslendingar gera það ekki? Hver á að berj- ast fyrir að þessari stefnu verði breytt? Það verða íslendingar að gera sjálfir. Getum ekki unað þróun mála En hvað eiga Islendingar að gera? Hvað eiga Islendingar að gera með alla þessa kafbáta hérna i kringum sig, vopnaða eld- flaugum með kjarnaoddum? Hvað eiga þeir aö gera þegar Bandarikjamenn segja orðið i sinum rikjum: Við viljum ekki hafa þetta hjá okkur. Það er mik- ið betra að hafa þetta á kafbátum úti i norðri, þarna við ísland. Hvað eigum við að gera þegar við horfum upp á alla þessa rúss- nesku kafbáta sem hér eru i kringum Island, vopnaðir eld- flaugum með kjarnaoddum? Þá er jafnvel að reka upp á land i Sviþjóð. Hvað eigum við að gera þegar Norðurlöndin segja: Við viljum hafa kjarnorkuvopnalaust svæði hjá okkur, við viljum ekki eiga von á svona árás á okkur. Það verður bara að hafa þetta á kafbátum þarna út við Island. Hvaðeiga lslendingar að gera við þvi núna? Sjá menn ekki hvert þetta stefnir? íslendingar verða auð- vitað að láta til sin heyra i þessu máli. Þaö er alveg útilokað fyrir okkur hér úti i hafi að una slikri þróun mála. Það er þess vegna min skoðun að Þórarinn Þórar- insson ritstjóri Timans hafi hitt naglann nákvæmlega á höfuðið þegar hann sagði: Islendingar eiga að krefjast þess að sett verði upp ráðstefna þjóðanna þar sem rædd verði afvopnun á Norður-- Atlantshafi. Nú skal ég fyrstur manna við- urkenna það að það er nú ekki lik- legt að af slikum tillöguflutningi yrði mikill árangur á stuttum tima. Ég skal fúslega viðurkenna það að afvopnunarviðræður yfir höfuð hafa ekki borið svo mikinn árangur að við þyrftum að reikna með þvi að við gætum i einhverj- um hvelli friðað Atlantshafiö hérna i kringum okkur. Málin snúa ekki þannig. Hins vegar erum viö i þeirri stöðu að við hljótum að vekja athygli á þvi að lifi þessar- ar þjóðar er stefnt i voða með þessum vigbúnaði öllum hér i kringum okkur. Og það gengur ekki að þessi vigbúnaðarstefna hinna landanna og risaveldanna taki þá stefnu að færa þetta allt yfir i hafið hérna i kringum okk- ur. Og það er alveg sama þó að við lýsum Island kjarnorku- vopnalaust. I slikri styrjöld yrði auðvitað skotið á þessa kjarn- orkuvopnuðu kafbáta. Og ég ætla ekkert að reyna að rekja það hvaða áhrif það kynni að hafa á fiskimiðin við lsland að fá ein- hverjar slikar sprengjur hér eða bara hvað eitt óhapp i einum svona kafbáti, þegar þeir eru nú komnir kannske hundruðum samanhérna við landið, hvaða á- hrif það kynni að hafa á lifsaf- komu islensku þjóðarinnar. Eða hvort að yfir höfuð yrði byggilegt á þessu landi eftir slikt. Og þá kemur auðvitað spurn- ingin: Hver mun vekja athygli á þessari hættu ef Islendingar gera það ekki? Hver á að hafa frum- kvæðið i þvi að berjast fyrir þvi að þessari stefnu verði breytt? Það verða Islendingar að gera sjálfir. Islendingar verða þess vegna að hefja sina raust á málþingi þjóðanna og lýsa þvi yfir að þeir geti á engan hátt unað þessari þróun mála. Þessi þróun mála stefni allri tilveru islensku þjóö- arinnar i hættu, hvorki meira né minna. Við eigum að kefjast þess að það verði haldin ráðstefna um afvopnun á Norður-Atlantshafi. Viö eigum jafnvel að boða til hennar sjálfir. Við getum skýrt það út að það er framkvæmanlegt að friða Norður-Atlantshafið. Það er framkvæmanlegt vegna þess að eftirlitsstöðvar er auðvelt að setja upp sem fylgjast nákvæm- lega meðferðum kafbáta um haf- ið. Þessar eftirlitsstöðvar gætu vel verið undir alþjóðastjórn, og þær gætu tilkynnt allar niðurstöð- ur reglulega til alþjóðastofnunar, sem reglulega gæfi öllum upplýs- ingar um ferðir þessara kafbáta sem vita vildu. lslendingar gætu að talsverðu leyti annast slikt eft- irlit sjálfir, enda eiga þeir allt i húfi. Við eigum allt á hættu Það kann að vera að mönnum þyki það nú ekki liklegt að það verði hægt að fylgjast mikið með þessu. En ég fullyrði það að það er ekki langt i það að það verður hægt að fylgjast mjög náið með ferðum allra kafbáta hér i kring, vegna þess að einnitt með þeirri þróun sem nú er að verða i geim- visindum og með geimskutlunni, þá verður komið hér upp yfir okk- ur gervihnattaneti, sem með inn- rauðri myndun mun geta fundið þessa báta nánast alla, og fyigst með þvi hvað er að ske. Það er taliöað það sé ekki langt i það að slikt gervihnattanet geti kortlagt nánast allar auðlindir jaröarinnar. Að slikt gervihnatta- net muni geta fylgst, ekki bara með fiskistofnunum við tsland, heldur göngum stofnanna, og það verði hægt að gefa það upp hvar þorskurinn er hverju sinni, á hvaða leiö hann er og hér um bil hvað þeir eru margir. Þess vegna held ég aö það sé ekkert langt i það aö við getum með slikum tækjum fylgst nákvæmlega meö ferðum um Atlantshafiö. Þess vegna held ég aö slikt eftirlit sé raunhæft. Og ég er alveg sannfæröur um það að það er algjörlega úti- lokað fyrir tslendinga að una þessari þróun eins og hún er núna að verða i vigbúnaði þar sem þessar þjóðir i auknum mæli vilja losna við þennan vigbúnað hjá sér og færa hann yfir i hafið hérna i kringum okkur. Það kann að vera að einhver segi: Já, við erum nú ekki nema 230 þúsund manns, og ekki ráðum við gangi heimsmála. Jafnvel þó við krefðumst slikrar ráðstefnu þá er ekki mikils árangurs að vænta, og kannske þýðir þetta ekki neitt. Við getum engum ógn- að. En við gætum kannske sann- fært einhverja vegna þess að þessi kjarnorkuvigbúnaður, svo geigvænlegur sem hann er núna, hann er ekkert einkamál risa- veldanna,þaðerlangtí frá. Hann er mál alls mannkynsins. Hann er mál smáþjóðanna, ekki siður en stórþjóðanna. Og ég er þeirrar skoðunar að einmitt smáþjóðirn- ar verði að taka höndum saman og knýja risaveldin til afvopnun- ar. tslendingar eiga sjálfir að taka frumkvæði i þessum málum. Þeir eiga að krefjast afvopnunar á Norður-Atlantshafi og þeir eiga að gera öllum þjóðum grein fyrir þeirri gifurlegu hættu sem nú stefnir að tilveru islensku þjóðar- innar með þeim vigbúnaði sem er 1 kringum okkur. Ég held að það mikið sé i húfi að það verði ekki lengur beðið og Islendingar eiga fyllilega að treysta sér i þann málflutning sem fyrir höndum er einmitt i þessu dæmi. Sagan sýnir' það og þarna erum við vissulega að tala fyrir rödd lifsins. byggt og búið í gamla daga Ingólfur Davíðsson skrifar - 336. þáttur ■ Hvaða karlmannahópur er þetta — og hvar? Þekkir einhver þessar myndir? ■ Hér gefur að lita þrjár myndir og óskar Þjóðminja- safnið upplýsinga um tvær þeirra. önnur er gömul hóp- mynd i sérkennilegu umhverfi milli gamalla timburhúsa á brekkubrún. Vænir reyniviðir að baki. Hugsanlega garð- veislufólk á Akureyri, og þó varla, þvi að ekkert sést kven- fólkið! Hin myndin sýnir reisulegt hús og bryggju undir brattri hlið. Hamrabeltin e.t.v. aust- firsk. Gæti þetta verið á Seyð- isfirði? Þriðju myndina tóku enskir grasafræðingar i Grimsey sumarið 1934, og sýnir hún gamlan bæ. En hvaða bæ, og hverjir bjuggu þar? Rekavið- ur reistur við skemmuvegg, fiskirár með spyrðuböndum milli mæna húsanna. Hátt er eldavélarrörið! Liklega hefur oft gneistað i eldavélinni af særeknum sprekum og brakaö i þeim. Undirritaður man vel reka- viðarrár lagðar yfir bæjar- sundin á Árskógsströnd og matarleg fiskböndin þéttsett á þeim. Smáfiskur var etinn sig- inn, en sumt þó hert og kallaö bútungur. Hann var sérlega ljúffengur. Stærri fiskur flatt- ur til herðingar, eða i salt. öll fjárhús voru reft rekavið. Fyrstu kynni min, þá ungl- ings, af Grimseyingum voru þau, að þeir komu með bjarg- fuglaegg i koffortum og salt- aðan fugl til sölu. Ofan úr hliðinni á Arskógs- ströndsést Grimsey stundum i hillingum. Fróðlegt væri að fá að láni myndir af gömlum bæjum i Grimsey. Núna eru húsin i Grimsey næsta ólik þessum gamla bæ. ■ Hvaðan er þessi mynd? (frá Seyðisfirði?) ■ Gamail bær i Grimsey 1934.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.