Tíminn - 29.11.1981, Blaðsíða 24

Tíminn - 29.11.1981, Blaðsíða 24
Sunnudagur 29. nóvember 1981 á erlendum bókamarkaði Arianna Stassinopoulos: Maria Calls. Hamlyn 1981. Óperusöngkonan grlska Maria Callas lést 1977 fyrir ald- ur fram, aöeins 53 ára gömul. Likast til var hún mesta, alla vega eftirsóttasta söngkona eftirstriösáranna — hún var pri'madonnan og þaö hlutverk fór henni býsna vel. Ferill hennar á sviöi og i fáeinum kvikmyndum var meö ein- dæmum sigursæll en kannski og þvi miöur var hún þekktust úr dálkum slúöurblaöa fyrir mikiö og heitt skap og storma- samt ástarsamband sitt viö Aristotle Onassis, skipakóng- inn griska. En sigrarnir i einkalifinu voru vistsmávægi- legri — hún átti i eilifu striði viö rödd sem kom og fór, viö drottnunarsama móöur og siö- ast olli hjónaband Onassis og Jackie Kennedy henni ómældri hugraun. Þetta er ævisaga af „menneskjan bak við mýtuna” tæinu, um hina raunverulegu Callas bak við fortjald frægðarinnar. Ekki verður betur séö en að höf- undinum Stassinopulos hafi tekist ágæta vel upp. ' V <*nrk nf undt dil IiumIs vnUilaimiui. tiuls John Barth: Letters. Granada 1981. Viö vitum i raun ósköp litiö um John Barth þennan. Hann er fimmtugur Bandarikja- maöur af austurströndinni, hefur getið sér orö fyrir nokkrar skáldsögur sem ekki hefur rekiö á fjörur okkar, aukinheldur er hann prófessor i „skapandi skriftum” viö há- skóla þar vestra. Hér höfum viö mikla bók, „Letters”, sem ku vera nýjasta og veiga- mesta skáldsaga Barths, ógnarmikilaö vöxtum og æriö tyrfin. Hún byggistuppd bréf- um sem sex persónur auk sögulegs höfundar senda sin i milli, fram og til baka og stundum alls ekki. Þetta er form sem gefur höfundinum býsna frjálsar hendur, enda læturhann flest vaöa, bókin er mjög fjörlega og kimilega skrifuö á köflum, þótt upp- bygging og framvinda kunni aö vefjast fyrir mörgum les- ara. Og stundum er keimurinn af bókinni eins og Barth sé að safna saman dæmum um sem flest stflbrigöi fyrir kúrs i skapandi skriftum svo mörg- um stilbrögðum ægir þarna saman og stundum aö þarf- lausu. FÁLLACI Coufageous and shocking... o love ofíaii of fietce politicol and emotional possíon Oriana Fallaci: A Man. Hamlyn 1981. Maöurinn hennar Orinönu Fallaci, Alekos bók- arinnar, var i raun og veru griski andófsmaöurinn og sósialistinn Alexander Panagouiis, sem eitt sinn reyndi aö ráöa haröstjórann Papadopoulos af dögum var slöan dæmdur tildauöa, en tók út refsinguna i fangeísi þar sem hann var beittur hræöi- legustu pyntingum. Panagoulis var látinn laus 1973, en dó þremur áðum siöar i æöi vafasömu bilslysi. Þessi þrjú ár var Oriana Fallaci lifsförunautur hans. ,,A Man” fjallar um ævi Pangoulis, um ástir þeirra Oriönu, áhrif sem hann hafði d lffsviöhorf henn- ar og siöan hinn sára missi sem fráfall hans var. Þetta er ákaflega persónuleg og opin- ská bók, skrifuð meö blóöi og tárum og uppfull af sársauka. Sannkölluö kraftbirting. Fyrir þá sem ekki vita er Oriana þekktust fyrir beinskeytt við- töl viö valdsmenn. The Realists I’OK'JRAITSOI I KiHT NOVOJSTS C.P. Snow: The Realists. Papermac 1980. Realistarnir er ein af siðustu bókum C.P. Snow lávarðar, sem lést fyrir eigi alllöngu, fyrst útgefin 1978. Hér dregur þessi ágæti húmanisti upp sjálfstæöar myndir af átta rit- höfundum, sem hann telur vera mesta af húmanistum 19du aldarinnar. Aöhans mati sameinaöi realisminn i sinni bestu mynd glöggt skynbragö á umhverfi og mikið sálfræöi- legtinnsæi. Menn getimikiö af realistunum lært, einkum lýs- ingum þeirra á gangi manns- hugans, þeir hafi skrifað margt það frumlegasta, fyllsta og dýpsta sem nokkru sinni hafi verið sett á blaö. Hinir átta realistar Snows eru Frakkarnir Stendahl, Blazac og Proust. RUssarnir Tolstoy og Dostojvski. Flestum gleymdur Spánverji, Benito Galdos aö nafni. Og Engil- saxarnir Henry James og Charles Dickens. Myndir Snows eru dregnar öruggum dráttum, lifandiog læsilegum, þarfersaman mátuleg blanda af rýni i verk höfundanna og lifshlaup þeirra. Agætis inn- gangur aö þessum höfundum frá blómaskeiði hinnar miklu, alltumfaðmandi skáldsögu. ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og menningar. menningarmál ■ Páll Pampichler Pálsson ■ Dorriet Kavanna ■ Kristján Jóhannsson Symfon voru sungin ••• Symfón voru sungin ■ Þótt prentarar færu I verkfall og blööin hættu aö koma út hélt lifið i borginni áfram eins og ekkert heföi i skorist. Sinfóniu- hljómsveitin tviefldist og spilar nú viku eftir viku i stað hálfsmán- aðarlega eins og áður. Hinn 12. nóvember, vel fyrir verkfall, hélt hún óperutónleika, þar sem Dcæriet Kavanna og Kristján Jóhannsson sungu italskar ariur, en Páll P. Pálsson stjórnaði. Allir mundu að sjálfsögöu eftir sigrum þeirra Kavanna og Kristjáns i fyrra, og barist var um miöa þótt tónleikarnir væru endurteknir, auk þess sem þau sungu á Akur- eyri. Eftir aö hljómsveitin hafði leik- iö forleikinn að Linda di Chamonunix eftir Donizetti lauk Dorriet Kavanna sundur munni og tók glæsilega ariuúr sömu óperu. Kavanna hlýtur aö vera einsdæmi I söngkvenna hópi: sérkenni hennareru háu tónarnir, en henn- ar eiginlega rödd byrjar ofan við tónsvið venjulegra söngkvenna, og hún er alveg ótrúlega fim i „kóloratúrsöng” sinum. En ekki er þó minna um vert, aö röddin er ■ Viku seinna, hinn 19. nóvember, voru enn tónleikar. NU stýröi Reinhard Schwarz frá Vfnarborg tónsprota, en Michael Ponti lék einleik á pianó. A efnisskránni voru 3 verk, Tengsl eftir Atla Heimi Sveinsson, 3. pianókonsert Prókoffjefs og Rinarsinfonia Schumanns. Tengsl samdi Atli Heimir árið 1969, og þau voru frumflutt árið eftirá Listahátiö. Tónskáldið seg- ir nú, að verkið sé fyrst i röð fjögurra sem myndi eina griöar- stóra sinfóni'ska heild, hin eru lágfiölukonsert flautukonsert og „Flower Shower” eöa blóma- regn. Siðan hafi tekið viö nýir hlutir á tónskáldaferli hans. Um þessa eftiráskýringu er ástæðu- einmg skemmtileg á neöri nótun- um — Kavanna hefur hratt og sérkennilegt vibrató” sem gerir röddina sérlega lifandi. Hún er semsagt frábærsöngkona, og hef- ur auk þess mjög skemmtilega framkomu, enda var hún leik- kona áöur en hún snéri sér aö sönglistinni, eins og áöur hefur komið fram i' fjölmiðlum. Næst söng Kristján ariu Ur La Favorita eftir Donizetti. Ef menn hefðu ekki vitað hvers Kristján er megnugur hefðu þeir vafalaust baulaö hann niður, þvi hann olli sannarlega miklum vonbrigðum meö söng sinum. Þetta stafaði víst af þvf að hann var kvefaður, eða svo tjáðu mér a.m.k. kunnug- ir, en Kristján er sagöur alvöru- litill i viöskiptum sinum viö veðr- ið hér i Reykjavik. Sem betur fór gerðu tónleikagestir þó ekkert vanhugsaö, eins og aö baula Kristján Jóhannsson niöur, sem þó frammistaða hans i þessari fyrstu arfu hefði fyllilega verð- skuldaö, en hinu veröur ekki neit- aö, að „óglatt var þó mörgu sprundi” eins og segir i rimunni. Nú héldu tónleikarnir áfram, meö forleik, tveimur arium og ■ Reinhard Schwarz einum dúett eftir Bellini: Kavanna var glæsileg, en Kristján fór batnandi, án þess þó aö lyfta sér verulega. Það gerði hann hins vegar rækilega eftir hlé, i ari'u Ur Tosca eftir Puccini, ogfögnuöu núallir, sem áöursátu meö niöurdregnu hjarta. Þvi allt er gott sem endar vel. Sumum þóttu að visu þessir tónleikar nokkuö langdregnir og einhæfir, þvf sumar þessar ariur eru meira til aö sýna snilli söngvara en að leggja rós viö tá tónlistargyöjunn- ar, og aö auki voru ariumar flest- ar, aðrar en hin áðurnefnda úr Tosca, fremur viö hæfi hátóna- akróbatikur Dorriet Kavanna en hetjutenórs Kristjáns. Einar Jóhannesson tók þó eftirminni- lega glæsilega sóló i balletttónlist úr I Vespri Siciliani eftir Verdi, eins og til aö hvila eyru manna, og tónleikunum lauk með dúett úr Rigolettó. Þau Kristján Jóhanns- son og Dorriet Kavanna eru óvenjulega glæsilegir söngvarar og þaö verður gaman að fylgjast með ferli þeirra i framtiðinni, vonandi leggja þau oft leiö sina hér um, en þá verður Kristján endilega aö læra aö nota trefil. ■ Michael Ponti. og organ troðin laust aö deila, en hitt get ég ekki samþykkt að Tengsl „endi i spurn — heimti áframhald”, eins og einnig segir i skránni. Hvort tveggja er, aö verkið lokast um sjálft sig og endar eins og það byrjaöi, þannig aö þar er engin spurn — hringur er lokað form — og áframhald heimtar það alveg örugglega ekki, heldur heimta eyru þeirra.sem framarlega sitja a.m.k. hvfid og „harmóni”. Sum- ir töldu sig ekki hafa notið pianó- konsertsins sem á eftir kom vegna timabundinnar (?) heyrnarskerðingar af völdum þeirra skella og bresta, sem Tengsl prýöa. Sem betur fer eru Tengsl ekki meðal betri verka tónskáldsins. Hver tilgangurinn með verkinu var skal látið ósagt, hafi hann veriö annar en aö klippa saman „collage” úr tónlistar-tizkuritum 7. áratugarins. En ég minnist þess einmitt frá þeim árum að ungskáld hér i bæ öfunduöust yfir hugviti listamanns nokkurs i Ut- löndum sem á pianótónleikum haföi gengið inn á sviðið, gubbað á flygilinn og gengið út. Sergei Prókoffjef (1891-1953) var griöarlega afkastamikiö tón- skáld, og meðal meira en 100 verka samdi hann 8 konserta, 5 fyrir pianó og 3 fyrir fiðlu. Af öll- um þessum konsertum mun 3. pianókonsertinn i C-dúr heyrast langoftast, enda mun hann vera annar af tveimur 20.-aldar pianó- konsertum sem langlifi er spáð — hinn er pianókonsert Bartóks. 1 öllum verkum Prókoffjefs skipt- ast á lýrik og gamansemi, og 3. konsertinn hefst með löngu og fljótandi einleiksstefi i klarinettu, sem hljómsveitog pianó taka siö- an upp. En yfirleitt er konsertinn þó af hinu taginu, og i höndum pianistans Michels Ponti frá Bandarikjunum var konsertinn fyrst og fremst ógurleg fimleika- sýning i pi'anói, svo ég minnist varla annars eins. Fyrir vikiö fóru hinir lýriskari kaflar kon- sertsins aö mestu forgörðum, og tónlistarlega varö hann að „glæsilegri hringhendu um hundaþúfu” — efninu var fómað fyrir umbúöirnar, eða kannski féll þaö i' skugga umbúöanna. Ekki vildu áheyrendur láta svo flinkan pianista sleppa án auka- lags, og þá tók hann La Campanella, sem allir þekkja, nema nú virtust vera miklu fleiri og erfiöari nótur en þvi en áöur — þetta sam semsagt þyngri Utgáfa af laginu fyrir lengra komna. Dæmalaust glæsilega af hendi leyst. Enginn vafi er á þvi að stjórn- andinn Reinhard Schwarz er kunnáttusamur stjórnandi. Þrátt fyrir það mistókst honum að inn- blása Rinarsinfóniu Schumanns lifi, hún varö einhvern veginn óáhugaverður þembingur i flutn- ingi hans og hljómsveitarinnar. Tónskráin segir, að þessi sinfónia sé sterkur og hljómmikill leikur að formi og lit i tónum — en þvi miður hálfdatt hún á rassinn að þessu sinni. Siguröur Steinþórsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.