Tíminn - 29.11.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.11.1981, Blaðsíða 10
10 mmm Sunnudagur 29. nóvember 1981 ■ Herleiddir Armenar leiddir til slátrunar af Tyrkjum. Myndirnar eruóskýrar, enda teknar snemma á öldinni viö óhagstæö skilyröi. Frelsisbarátta Armena — eftir Robert Mazmanian, útlægan Armeniubúa ■ Armcnsk „herdeild”. Tyrkir kvöddu Armena I herinn en þaö var blekking ein, til þess aö smala Armenum saman svo auöveldara yröi aö útrýma þeim. ■ Armenia er eitt elsta og sögu- frægasta landið i Mið-Austurlönd- um. Þaö náði allt frá strönd Svartahafsinnins til Kaspiahafs- ins og suður til Miðjarðarhafs, og Armenar höfðu búið þar frá ó- munatið. Þeir eru indó-evrópskir og eru ein elsta þjóðin og ága sér einna elstu menningu i Mið-Aust- urlöndum. Listaverk þeirra en allmörg þeirra hafa staðist tim- ans tönn, bera vitni um snjallt handbragð hinnar sérstaklega rikulegu menningu fortiðarinnar. Saga landsins getur um löng timabil þjóðlegrar staðfestu og sjálfstæöi sem oft var rofið vegna erlendra yfirráða og undirokun- ar. Þó að ibúarnir þyrftu æði oft að þola velheppnaðar innrásir ó- vinaherja, tókst þeim siðar- nefndu hvorki að hefta hina skap- andi andagift þeirra né trufla framlag þeirra til heimsmenn- ingarinnar. Eftir fall hins sjálfstæða arm- enska konungsrikis, og styrjaldar milli Tyrkja og Persa, Rússa og Persa, Rússa og Tyrkja, var Armenia innlimuð i annars vegar Tyrkland og hins vegar i RUss- land. Armenar lifðu ekkert svo slæmu li'fieftiraðRUssar yfirtóku land þeirra sem heitir nú Soviet Armenia. Þeim leyfðist að halda áfram að vera Armenar og tala sitt eigið tungumál, armensku, sem er indó-evrópskt mál. Einnig héldu þeir kirkjum sinum og trú sinni. Svo er enn þann dag i' dag, Armenar hafa haldið menningu sinni og halda áfram að vera Armenar, þóttþeir þurfi að gegna vissum skyldum við Rússa. T.d. erskyldai'armenskum skólum að læra rUssnesku og einnig annað smávægilegt. En aðra sögu er að segja um þann hluta Armeniu sem lenti i höndum Tyrkja. Arm- enar sem þar bjuggu áttu um sárt að binda. Þeir áttu erfitt um vik að lifa eðliiegu lifi, þeir þurftu að taka upp tyrknesk nöfn og voru beinli'nis neyddir til að vera Tyrk- ir. Og skólarnir voru ekki lengur armenskir, heldur var tekið upp tyrkneskt fyrirkomulag. Allir urðu að lúta múhameðstrU án undantekningar, og kirkjur þeirra voru gerðar að moskum. En það skal tekið fram að Armen- ar eru Ortodox (rétttrúaðir) og tóku krisna trU árið 301. Þessi afskipti Tyrkja af Arm- enum skapaði mikið vandamál og vaktimikla reiði Armena og hjá þeim vaknaöi stór spurning. Spurning til allra. Spurningin um Armeniu. Hvað verður um okkur og land okkar? Hvenær verður mál okkar tekið fyrir hjá alþjóð- legum dómstólum? Strið milli Armena og Tvrkja Strið milli Armena og Tyrkja byrjaði snemma á 19. öld, er þeir fyrrnefndu þurftu ávallt að berj- ast til að halda sjálfstæði sinu og þeirsiðarnefndu reyndu að leggja undir sig alla Litlu Asiu. Tyrkir eiga uppruna sinn að rekja til Mongóliu. Þeir hófu bUferlaflutn- inga I von um að komast á heitari slóöir, til Miðjarðarhafsins. Þeir fóru þúundum saman, ef ekki milljónum og nefndu sig Tyrkja, eftir foringja sinum Ataturk. Þeir höfðu náö bólfestu i Mið Austurlöndum á 14. öld með þvi að hertaka mörg lönd og drepa milljónirmanna. Það fólk sem lét lifið af völdum Tyrkja fyrirfinnst ekki i' dag né menning þeirra, hvorki á þeim slóöum er Tyrkir fóru um né annars staðar. Byzantia var annaö stærsta landið i Litlu Asiu, en þvi miður eru fbúar landsins ekki lengur á meðal vor, svo mikið ágætis fólk sem átti margar frægar söguper- sónur. Hluti af öðrum þjóðum, svo sem Armenar, sem búa langt frá hertekna föðurlandinu, voru lang erfiðastir viðureignar fyrir Tyrki. Þvi ekki tókst þeim að Ut- rýma þeim að fullu, enda voru (og eru) Armenar samhentir mjög. Þeir börðust heiftarlega til að halda sjálfstæöi sínu og landi sem olli Tyrkjum miklum erfið- leikum en þeir voru ekki lengi aö finna lausn. Lausnin var sú að út- rýma öllum Armenum. Eða eins og tyrkneski rithöfundurinn Mustafa Nedim oröar þaö i bók sinni, (The Inner Fact of the Turkish Revolution, pub. AUepo, Syria) að öllum Armenum skuli Utrýmtaf þessari jörö. Þar segir hann frá leynifundi Tyrkja þ. 18. feb. 1915 : ,,Við verðum að berjast mun heiftúölegar en við gerðum i Adana 1909, og rífa Armena al- gjörlega frá rótum sinum. Við megum ekki skilja neinn eftir á lifi i þvi' landi. Við verðum að binda endiáalltsem tengistnafn- inu Armenia. Við eigum þegar i striöi við þá og er það gullið tæki- færi. Við búumst ekki viö neinni málamiðlun stórveldanna enda á ekki og mun ekki heyrast til harmkvæla þeirra né neitt að fréttast um atburöina. En ef svo skyldi fara, yrði það hvort sem er of seint til að eitthvaö yrði gert í málinu enda væru allir dauðir.” Ein og hálf milljón drep- in Þessi leynifundur var sem sagt haldinn þann 18. feb. 1915 og verk- ið unnið þann 24. aprflsama ár. Þann dag voruein og hálf milljón Armena drepnir að meötöldum börnum, konum og gamalmenn- um. Á sama tima börðust um 250 þús. armenskir hermenn sem sjalfboðaliðar viö hlið Rússa og voru sem sagt fjarri heimaslóð- um og veittist Tyrkjum þvi ekki svo ýkja erfitt að koma saklausu fólki og óafvitandi fyrir kattar- nef, á svo ógeðslegan hátt sem raun ber vitni. Sumir voru brenndir á báli, börn voru skotin fyriraugunum á foreldrunum eða þau flutt til annars lands, hálf- nakin yfir auðnir án matar og drykkjarvatns. A þennan hátt var eins og áður segir, ein og hálf milljón Armena drepnir. öðrum var bjargað af Rússum eða þeir sjálfir börðust hetjulega gegn Tyrkjunum og björguðu þannig sjálfum sérfrá dauða sem öðrum er þeir gátu komið til hjálpar. Eftir þessa viðureign náðu Tyrkir stórum hluta Armeniu og siðast háðu þeir strið við Armena árið 1920. Sá hluti sem Tyrkir náðu ekki lenti undir yfirráðum Rússa eins og áður segir. Þegar hér er komið við sögu er striðinu lokið af Tyrkja hálfu en ekki af hálfu Armena. Þeim varð ekki útrýmt, og verður varla héð- anaf enda eru um sex millj. Arm- ena búsettir Ut um allan heim. Þeir eru „sama” fólkið og byggði hina fornu Armeniu og hafa sömu lifsvenjur. Hjá þeim rikir sterk þjóðerniskennd og þeir standa saman og þeir gleyma aldrei skyldum sinum gagnvart föður- landinu og móðurmálinu. Þeir styrkja armenska skóla, félaga- samtök og kirkjur sem fyrirfinn- ast viða og styrkja að auki arm- enska heri sjálfboðaliða. Og þeir munu aldrei gefa Tyrkjum tæki- færi fyrirætlana sinna á útrým- ingu. Þeir munu berjast fyrir nafni sinu, halda á lofti sögu feðra sinna og einhvern tima frelsa föð- urlandið úr höndum útlending- anna. Málstaður Armena vek- ur athygli 1 löndum svo sem Frakklandi og Bandarikjunum vekur þetta ó- réttlæti gagnvart Armenum at- hygli. ,,Við erum að missa þolin- mæðina, þeim (þ.e. Armenum) mun verða svarað á viðeigandi hátt”, sagði hershöfðinginn Ken- an Evran eftirað armenskur her- foringi hafði skotið tyrkneskan diplómat f Genf þ. 9. júní í ár i hefndarskyni eftir að Tyrkir höfðu komið fyrir þrem sprengj- um áeinni viku (28.maitil 5. júni ’81) i armenskri menningarmið- stöð og tveim kirkjum i Paris. Tyrkneskur uppreisnarher mú- hameðstrúarmanna sagðist bera ábyrgð á sprengingunum. En armensku samtökin voru fljót að leiðrétta bamaleg orð Kenan Evran. Samtök i Los Angeles, Kalifornfu ogSan Franciscofóru i mótmælagöngur og kröfðust þess að menningarsýningu sem tyrkn- eska rikisstjórnin vildi setja upp i tilefni af 100 ára afmæli Kamal Ataturk, tyrkneskum uppreisnar- manni gegn Armenum. I Paris fóru um 20.000 manns i mótmæla- göngu og 2.000 i Marseille gegn sprengjuárásum Tyrkja i Paris. Og mótmælafundur var haldinn fyrir framan tyrkneska konsúlat- ið i Lyon. Þegar armenskur terroristi beinir skotvopni sinu að „sekum” Tyrkja sem hefur undirbúið út- rýmingu Armena, hefur hann samt sem áður hugmyndafræði- lega og siðferðilega ástæðu að baki sem rökstyður hann sem terrorista. Sama máli gegnir um uppreisnarmenn eins og Pale- stfnumenn, Ira og Baska sem berjast við óvini sina. I þeirra til- feDi á terrorismi rétt á sér. En það tekur Ut yfir allan þjófabálk þegar Tyrki reynir að drepa páfann án nokkurrar pólitiskrar eöa hugmyndafræðilegrar á- stæðu. Þaö getur ekki kallast terrorismi heldur einfaldlega glæpur unninn með köldu blóöi. Nú hefur hafist ný þróun i arm- enskri sögu til verndar mannrétt- indum á öllum sviðum, þ.e. al- þjóðlegum, pólitiskum, menning- ar- og þjóðlegum. 60 ára bið i von um Urlausn virðist nú i sjónmáli. Armenar voru til mörg þúsund árum f. Kr. og munu lifa. Og þeir vonast til að endurheimta föðurland sitt innan tiðar. Robert Mazmanian

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.