Tíminn - 29.11.1981, Blaðsíða 31

Tíminn - 29.11.1981, Blaðsíða 31
Sunnudagur 29. nóvember 1981 31 myndaði hann traust tilfinninga- sambönd við það fólk sem hann unni, mestanpart konur. Hann elskaði konur en gamnaði sér við karlmenn.... Næsta kvikmynd Montys var ekki stjórnað af neinum aukvisa, sem séAlfred Hitchcock, og hét I Confess. Þar lék Monty kaþolsk- an prest sem kemst í vandræði er hann heyrir í skriftastólnum að eitt sóknarbarnanna játar á sig morð en siðar fellur grunur á hann sjálfan. Atti hann að bregð- ast skriftaheiti sinu eða láta taka sig af lffi fyrir glæp sem hann hafði ekki framið? Svona óleys- anlegt vandamál höfðaði m jög til Montys og hann lék prestinn óað- finnanlega. Þar næst kom að From Here to Eternity, stórmynd mikilli, þar sem Monty lék á móti Burt Lan- caster, Deborah Kerr og Frank Sinatra — Zinnemann var leik- stjóri myndarinnar sem gerð var eftir sögu James Jones. Einnig i þessari mynd lék hann mann sem er kvalinn af vandamáli sem hann getur ekki leyst. Og afleið- ingin var auðvitað snilldarleikur. Um þetta leyti var Montgomery Clift orðinn eftirsóttasti leikari I Hollywood. Vinsældir hans slógu allt út, jafnvel goð eins og Brando og James Dean. Samband Brandos og Montys var reyndar alla tið heldur stirt — þeir dáðu hæfileika hvors annars en féll ekki persónulega. Þeir voru gjarnan spyrtir saman i eitt og taidir fremstir ,,nýju ieikaranna” sem fylgt hafði nýr leikstill, og þeirkepptu innbyrðis. Stöku sinn- um myndaðist trúnaður á milli þeirra og einu sinni hafði Brando svo miklar áhyggjur af þvi að Monty væri að drekka sig f hel að hann kom i sjaldgæfa heimsókn, þeir ræddust einslega við og Monty fullvissaði hann um að allt væri i stakasta lagi. Brando fór fýluferð. Eftir að hafa leikið i heldur misheppnaðri mynd sem ítalinn DeSica leikstýrði,Indiscretion og an American Wife, tók Monty til við Raintree County — týpiska ameriska stórmynd sem átti að höggva i sama knérunn og Gone With the Wind. Hann lék þar öðru sinni á móti Elizabeth Taylor og ■ Úr The Defector fór vel á með þeim þó bæði gerðu sér ljóst að myndin yrði aldrei talin til tíðinda. Svo gerðist það eitt sinn að Taylor hélt veislu og bauð Monty auðvitað. Hann var þá illa farinn af drykkju og eitur- lyfjaneyslu, var farinn að missa úr heilu dagana og drakk linnu- laust i vinnunni. Er hann var að aka burt missti hann allt vald á bil sínum, ók út af og billinn ger- eyðilagðist. Fyrir einhverja dynti' örlaganna lifði Monty af en eftir þetta var hann ei nema hálfur maður. Hann var mjög lengi að ná sér, vinstri helmingur andlits hans var eftir þetta lamaður að mestu og honum þótti hann vera lemstraður bæði á sál og likama löngu eftir að sárin voru gróin. ,,Nú hófst”,segir einn þeirra sem þekktu hannvel, „langdregnasta sjálfsmorð sem sögur fara af. Það tók hann tiu ár að drepa sig að fullu.” Þrátt fyrir slysið heimtaði Monty að ljúka tökum á Raintree County og siðan hóf hann leik i The Young Lions, frægri mynd sem gerð var eftir sögu Irwin Shaws. Þarna lék Monty með keppinaut sinum Marlon Brando i fyrsta og eina sinn en þeir sáust þó aldreisaman á hvita tjaldinu. Véladeild Sambandsins Ármúla3 Reykjavik Simi 38900 Bændur! 1 vetur munum við getað útvegað ELTEX, merki í lömb. ELTEX-merkin eru gerð úr þunnri álplötu, með bogn- um járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokað. ELTEX-merkin fás+ áletruð (2X4 stafir) samkvœmt pöntun, með tölu- stöfum og/eða bókstöfum. (sjá mynd) Einnig munum við eiga merkjaraðir á lager — 1—200, 1—300, 1—400 og 1—500. Bœndur! Vinsamlega pantið merkin sem fyrst og ekki seinna en 15. janúar n.k., á varahlutalager okkar. ■ Úr The Misfits Myndin gerist i seinni heims- styrjöld, Marlon lék þýskan her- mann en Monty friðelskandi Gyð- ing sem er dreginn út i styr jöldina frá nýfenginni unnustu og sagt að drepa menn. Sjálfum fannst hon- um að leikur sinn i hlutverki þessa manns, Noah að nafni, væri það besta sem hann hefði nokkurn tima gert, en ekki voru allir sam- mála, sem olli honum miklum vonbrigðum. Hann var að gera endalausar tilraunir með leik sinn, reyndi að leika úr fjarlægð og fyrst og fremst með likama sinum, andlitsdráttum og augun- um sem alltaf brunnu skært, en þetta skildu ekki allir. Monty brotnaði enn frekar niður. Næst komu þrjár myndir sem Monty var ekki mjög ánægður með enda þótt hann, að venju, legðisig allan fram og gæfi hlut- verkunum allt það sem hann átti til. Lonelyhearts, Suddenly Last Summer (með Liz Taylor) og Wild River, sem Elia Kazan leik- stýrði. 1 siðastnefndu myndinni þótti Monty reyndar að honum hefði tekist vel upp. Það var komið árið 1960. Monty féllst á að leika eitt af aðalhlut- verkunum i þeirri frægu mynd, The Misfits — gerð eftir handriti Arthurs Millers með konu hans, sjálfa Marilyn Monroe i aðalhlut- verki, ásamt þeim aldna kappa, Clark Gable, Eli Wallach og Monty. Leikstjóri var John Hu- ston, sá víðfrægi. Er myndin var tekin upp var Marilyn Monroe á siðasta snún- ingi, hún var álika niðurbrotinn karakter og Monty, enda sagði hún: „Monty Clift er eina mann- eskjan sem ég veit um sem er verr leikin en ég sjálf”, og segir það sina sögu. Eftir það lék Monty smáhlutverk i Judgement að Nuremberg öldungis snilldar- lega en siðan lék hann Sigmund Freud i samnefndri mynd Hu- stons um þann fræga sálfræðing. Þessi mynd gerði útslagið um lif eða dauða. Monty var þegar hér var komið sjúkur maður. Það hrjáðu hann alls kyns kvillar og hann var orð- in gloppóttur vegna pilluáts og langvarandi drykkju, átti i mikl- um erfiðleikum meö að læra texta sinn og varð oftar en einu sinni veikur. Þar að auki fór Huston sérlega illa meðhann rak hann á- fram af ofsafenginni hörku og við þvi mátti Monty ekki, eftir töku þessarar myndar, en auðvitað stóð hann sig frábærlega. Eftirmáli myndarinnar var enn andstyggilegri — myndin hafði orðið miklum mun dýrari en til stóð vegna duttlunga i Huston og kvikmyndaverið sem framleiddi myndina, Universal, sá þann kost vænstan að skella skuldinni á Monty. Hann var sakaður um að hafa tafið myndina mjög og vald- ið stórkostlegu fjárhagstjóni, eft- ir mikið málaþóf i mörg ár féll málið auðvitað um sjálft sig. En þá hafði það haft þær afleiðingar að Monty fékk ekki lengur hlut- verk i kvikmyndum, hann var tal- inn óáreiðanlegur og þótt margir leikstjórar vildu fá hann til að leika i kvikmyndum sinum bönn- uðu kvikmyndaverin það jafnan. Þetta gerði útslagið, Monty var deyjandi maður. Frá 1962 tfl 1966 fékk hann engin hlutverk og þessi ár slokknaði lifsneisti hans end- anlega. Liferni hans varð ofsa- fengnara en nokkru sinni fyrr, hann átti sérfastan förunaut sem dró út i kreðsa sem best hefur verið lýst i kvikmyndinni Cruisin’ með A1 Pacino, vinir hans yfir- gáfu hann og svo framvegis. 1966 fékk hann loks tækifæri, þá lék hann aðalhlutverkið i mið- lungsmynd sem hét The Defector. Meðleikurum hans, Hardy Krug- erogRoddy McDowall þótti næst- um pinlegt hversu mikið Monty lagði sig fram, hann kreisti fram allt það sem hann átti til i hlut- verlá manns sem lendir i svarta- galdri kalda striðsins fyrir tilvilj- un — hann lék miklu betur en hlutverkið eða kvikmyndin gáfu tilefni til. Hann vissi að framtið hans var i veði. Það var aðeins farið að hægjast um fyrir honum, hann hafði losnað við þau óheil- brigðuáhrif sem réðu ferðinni áð- ur en hann var orðinn hrak eitt. Hann fékk aldrei aö sjá frumsýn- ingu The Defectors — hann lést aðfararnótt 23. júli 1966. kr.98.- 7307 OfF-ROAD ERONCO kr. 98,- EITT MES.TA URVAL LAIMDSINS AF MÓDELUM kr.69,- kr.84- kr. 42,- Póstsendum fH MtódelbÉ inB SUOURLANDSBRAUT I? \SIMI 37?10 J w.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.