Tíminn - 08.01.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.01.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91 ) 7 - 75-51, (91 ) 7- 80-30. HPnn TTT71 Skemmuvegi 20 tlthULi rar . Kópavogi Mikiö úrval Opið virka daga 919 • Laugar daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR (JJvarahlutir Armúia 24 Simi 36510 dropar Tímamóta- markandi fundur ■ Dropar eru aft þessu sinni alfarið helgaðir borgarmálefnum. Fundargerð af siðasta fundi veiði- og fiskirækt- arráðs: „Þetta gerðist: 1) For- maður óskaði bókað: Þar sem borgarstjórn hefur falið mér formannsstarf I öðru ráði á hennar vegum þ.e. útgerðarráði B.O.R. frá 1. jan. '82 óska ég ein- dregið eftir þvi að vara- formaður veiði- og fiski- ræktarráðs, Kristján Gislason, taki við for- mannsstarfi hér frá sama tima. Þá óska ég þess einnig að varamaður minn i ráð- inu, Hörður Óskarsson, prentari, verði framvegis kvaddur á fundi ráðsins I minn stað frá sama tima. 2) Formaður þakkaði ráðsmönnum fyrir á- nægjulegt samstarf á kjörtimabilinu. 3) Ráðsmenn þökkuðu síðan Eggert (G. Þor- steinssyni) fyrir sam- starfið. Fundi slitið” Amen Réttlætis- barátta ■ Stöðumæla verðir i Reykjavik hafa sent borgarráði hvassyrta kröfu þess efnis að þeir fái „einkennisfatnað til samræmis við stóra hópa opinberra starfsmanna, svo sem vagnstjóra, lög- regluþjóna, brunaverði o.fl.” Stöðumælaverðirnir segjast um árabil hafa beitt sér fyrir þvi gegnum stéttarfélag sitt að ná fram þvi sem þeir tclja „skýlausan rétt okkar”, en án árangurs og þvi snúi þeir sér nú beint til borgarráðs til að „knýja á um þessi hagsmuna- og réttlætismál”. Til rökstuðnings kröfu sinni nefna stöðumæla- verðirnir eftirfarandi: „1. Almenningur hefur margitrekað að meira væri tekift tillit til þeirra starfa, væru þeir ein- kennisklæddir eða betur auðkenndir. 2. Þrýstingur á stéttina nú, vegna fyrr- verandi stöðumælavarð- ar, sem hóf störf hjá S.V.R., sem gæslumaður og fær sem slikur hlifðar- fatnað. 3. Myndaefni og athygli útlendinga. 4. Guttormur Þormar hefur þegar talað máli okkar vift borgarstjóra.” Dropar lýsa yfir stuðn- ingi við þessar réttlætis- kröfur stöðumælavarða. Fram til baráttu! Krummi ... „Atvinnuleysisskráning- ar að komast i fullan gang” æpir Mogginn hróðugur á baksiðu I gær, og ræður sér varla fyrir fögnuði. Það er engu lik- ara en þeir á Morgun- blaðinu séu að byrja á einhverskonar vetrarver- tið þar sem beöiö er með eftirvæntingu eftir næstu aflatölum.... „KANNSKI HAVAÐINN í MIÍSÍKINNIÆSIÞAU UPP — rabbað við Jón Guðmundsson, yfirlögregluþjón á Selfossi, um unglingaóeirðir á þrettándanum ■ „Það fer nú eftir þvi hvaö þú kallar fjör”, svaraði Jón Guð- mundsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi þegar Timinn spurði hann hvort mikið fjör hafi verið á staðnum á þrettándakvöldiö. Aö sögn Jóns byrjaði kvöldiö skemmtilega með myndarlegri blysför frá Tryggvaskála með þátttöku mikils fjölda bæjarbúa. Haldið var á iþróttavöllinn þar sem efnt var til heilmikillar þrettándabrennu. „A iþróttavell- inum var lika alveg frábærilega skemmtileg flugeldasýning, I ágætu veðri. Að visu var nokkuö frost”, sagði Jón. „Að þessu loknu fóru þeir eldri heim, en efnt var til dansleiks fyrir unga fólkið, sem fór fram I friði og spekt fram til klukkan 3 um nóttina. En þegar svo unga fólkið kom út af dansleiknum, byrjuðu skærur á götunni. Fyrst var ráðist á ruslatunnur, þeim hent um koll og rusli dreift um göturnar. Þegar lögreglan fór siðan að hafa afskipti af þessu byrjuðu krakkarnir að henda ölflöskum og grjóti. Einn lögregluþjónn sem var með hjálm á höfði fékk svo þungt högg af grjóti, aö hjálmur- inn brotnaði. En hann var þó þaö mikil vörn, að maöurinn slasaöist ekki neitt að ráði þó höggið væri þungt”, sagði Jón. Engin slys sem talandi er um taldi hann heldur hafa orðið i liði óróaseggj- anna. Hins vegar beygluðu þeir tölu- vert og brutu hverfiljós á þaki lögreglubils úr Reykjavik. En Selfosslögreglan hafði sýnt þá forsjálni að fá sent nokkurt liö til aðstoðar úr höfuðborginni. i kringum 30 unglingar, bæði strákar og stelpur, voru teknir og færöir á lögreglustöðina. Þar er enginn klefi, en Jón sagöi krakk- ana þó fljótlega hafa róast eftir að þau voru færð I hús. Þau hafi sið- an fengið að ganga heim svona eitt og eitt fram eftir morgninum. „Það var reynt að gera eins gott úr þessu og hægt var.” Raunar sagði hann menn vera alveg hissa á þessu ástandi. Að visu hafi verið efnt til óláta áður á þrettándanum. „En ekki neitt i likingu viö þetta. Viö vitum eigin- lega ekki til hvaöa bragöa á að grípa. Viö höfum lika reynt aö- gerðarleysi, en þá var þjóövegin- um lokað með vegatálmunum viö brúna. 1 fyrra var hins vegar allt i lagi, þvi þá var svo vont veður.” Jón sagði þá lögreglumenn vera að velta þvi fyrir sér hvaða ástæður kunni að vera fyrir þessu, þegar unglingar sem alla jafna eru friðsemdar fólk umsnú- ast allt i einu og veröa að hálf- gerðum skril. „Er þaö kannski hávaöinn i músikkinni sem æsir þau svona upp? A.m.k. hefur maður heyrt aö hann geti farið illa með fólk”, sagði Jón. — HEI Jón Guö- munds- son yfirlög- reglu- þjónn á Selfossi Föstudagur 8. janúar 1982 fréttir Engin ákvörðun um gengi eða fiskverð ■ Engar ákvarðanir munu hafa verið tekn- ar hvorki um gengis- skráningu né fiskverö á fundi rikisstjórnar- innar I gær. Er allt eins búist við að gengisskráning verði ekki tekin upp á ný fyrr en eftir helgi i fyrsta lagi. Seðla- bankamenn munu þó farnir að sýna nokkra óþolinmæði og reka á eftir ráðherrum. Sömu sögu er aö segja af fundi yfir- nefndar að ekkert þokaðist i samninga- málum um fiskveröið. Banaslys á Kef lavíkurvegi ■ Banaslys varð á Keflavikurveginum rétt við álverið i Straumsvik um 8 leytið i gærkveldi er tvær fólksbifreiðar rákust saman meö þeim afleiðingum að ökumaður annarrar bifreiðarinnar lést. Bifreiðarnar munu hafa komiö hvor úr sinni áttinni en ekki tókst að afla nánari frétta af atburðinum hjá lögreglunni i gær- kvöldi. — FRI Blaðburðarbdrn óskast Skeiðarvogur Vogar Barðavogur Skipasund. ffotmm Simi 86-300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.