Tíminn - 14.01.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.01.1982, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 14. janúar 1982 6________________________________ stuttar fréttir ■ Garpsdalskirkja í Geiradalshreppi,A-Barö. Höfðingleg gjöf til Garpsdalskirkju KHÓKSFJARÐARNES: Kvenfélag Geiradalshrepps afhenti hinn 20. des. s.l. sóknarnefnd Garpsdalssóknar stórhöfðinglega gjöf, bólstrað- ar sessur og bök i kirkjubekk- ina i Garpsdalskirkju. Sessurnar og sætisbökin voru hönnuð af Jóni ólafssyni, hús- gagnaarkitekt i Kópavogi, sem gaf alla hönnunarvinnu, flutning og uppsetningu i kirkjubekkina. Var sú gjöf til minningar um Eyjólf Hall- „Verkefnaval sjónvarpsins tilviljanakennt og stefnulaust” REYKJAVtK: Leiklistarþing skorar á stjórnvöld að gera sjónvarpinu, öflugasta fjöl- miðli landsins, kleyft að rækja það menningarhlutverk sem þvi er ætlað. Þingið telur að slikt verði best gert með þvi að efla skapandi starf og auka hlut islenskra listaverka i dagskrá. Leiklistarþing bendir á að hlutur islenskrar leiklistar sé innan við 1,5% af leiknu efni sjónvarpsins, að verkefnaval sé tilviljanakennt og stefnu- laust. Enda flýi þaulreyndir starfsmenn stofnunina. Leiklistarþing var haldið i Iðnó og Þjóðleikhúsinu i desember. — Sjó. Miklar breyt- ingar hjá Framsókn á Akranesi AKRANES: „Þessa dagana ræða menn einna mest um sameiginlegt prófkjör allra flokkanna fyrir uppstillingu á lista fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar, en þaðá að fara fram siðustu helgina i janú- ar”, sagði Jón Sveinsson, hdl. á Akranesi er Timinn spurði hann almennra frétta Ur bæjarlifinu. Sagði Jón póli- tiskan áhuga fara vaxandi um þessar mundir eins og venjan er þegar nær dregur kosning- um. I pröfkjörinu á Akranesi er stillt upp 9 mönnum á lista hvers flokks og eru allir flokk- ar bUnir að ganga frá sinum listum. Jón sagði að greinilega verði stokkað nokkuð upp i framboðum að þessu sinni. Breytingar verði þó væntan- lega mestar hjá Framsóknar- flokknum þar sem báðir bæjarfulltrúar hans hætta núna, þeir Dani'el Agústinus- son og Ólafur Guðbrandsson. — HEI freðsson frá Bakka i Geiradal, en hann lést á s.l. hausti. Við hátiðamessu á jóladag þakkaði sóknarpresturinn, séra Valdemar Hreiðarsson gefendum þessar ágætu gjafir og óskaði þeim guðsblessunar. Kirkjan var þéttsetin jafnt ungum sem gömlum kirkju- gestum, enda veður gott og frostlaust eftir langvarandi frost og hriðarveður i desem- ber. -H.J. „Háskólirm mun ekki geta starfað áfram með edlilegum hætti” RE YKJAVtK: „Ljóst er að Háskólinn mun ekki geta starfað áfram með eðlilegum hætti endurskoði fjár- veitingarvaldið og yfirvöld skólans ekki áform sin um að skera fjárveitingu til skólans niður um 23,5% fyrir árið 1982”,segir i ályktun almenns fundar i' Félagi sagnfræði- nema við Háskóla tslands. Svipuð ályktun var samþykkt á fundi Félags verkfræði- nema. Sagnfræðinemar lýstu furðu sinni á tregðu stjórnvaldatilað láta Iláskólanum i té það fjár- magn sem skólinn þarf til að skila þvi hlutverki sem honum er ætlað. Jafnframt skora þeir ástjórnvöld að bregðastskjótt við og leiðrétta fjárveitingar til Háskólans, eins og þær birt- ast i núverandi drögum að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Ella hljöti háskólanemar að bregðast við með viðeig- andi aðgerðum. — HEI Jafnréttis- frædsla á Egilsstöðum EGILSSTAÐIR: Að tilhlutan jafnréttisnefndar Egilsstaða- hrepps fóru þrir fulltrúar frá Jafnréttisráði til Egilsstaða dagana 18.-20. nóvember s.l. Sáu þeirum jafnréttisfræðslu í grunnskólanum fyrir 8. og 9. bekk, auk þess sem þeir sátu borgarafund og fund með odd- vita Egilsstaðahrepps. „Þessi ferð tókst mjög vel að okkar mati”, sagði Berg- þóra Sigmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs. Kvað hún Jafnréttisráð vona aö fleiri slikar ferðir geti fylgt i kjölfarið. Wwám ■ Lækna- og tannlæknadeildarhúsið, sem tekiö veröur aö hiuta I notkun næsta haust. Happdrætti Háskólans: REKSTRARAFGANGURINN AÆTLABOR 19 MILU. ■ Það er sjálfsagt einsdæmi að háskóli skuli hafa verið reistur næreingöngu fyrir happdrættisfé. Sú er staðreyndin hvað Háskóla Islands varðar, og hefur Happ- drætti Háskóla tslands veittskól- anum ómtí:anlegan stuðning i gegnum árin. Uppistaðan i fjár- mögnun framkvæmda og tækja- kaupa háskólans er einmitthapp- drættið. A þessu ári er áætlað að rekstrarafgangur happdrættisins verði um 19 millj. kr., þar af renna tæplega 16 millj. kr. til há- skólans, en rdrnar 3 millj. kr. til rannsóknarstofnana atvinnuveg- anna. Framkvæmdafé úr rikis- sjóði nemur hins vegar um 10.7 millj. kr. á þessu ári. Fjárþörf Háskóla Islands vegna nýbygginga verður mjög mikil á næstu árum. Stafar þetta af þvi' að starfsemin fer fram I leiguhúsnæði viðsvegar um bæ- inn, og er kennt i óhentugu hús- næði. Siðast en ekki sist hefur nemendum f jölgað um 600 sl. þrjii ár, og segir það fljótt til sin. Tvær byggingar má nú sjá risa fyrir starfsemi háskólans. önnur er i þágu læknadeildar og tann- læknadeildar við Landspitalann neðan Hringbrautar. Kennsla á að hefjast á tveimur hæðum næsta haust. Hin er á háskólalóð við Sturlugötu, svonefnt „Hug- visindahiis”. Ef allt gengur að óskum verður unnt að taka hluta þess i notkun siðla árs 1983. Næstu áfangar þar á eftir er að hefjasthanda vestan Suðurgötu i þágu verkfræði- og raunvisinda- deildar. Þá hefur komið fram hugmynd um að reisa fyrir- ■ Hið nýja „Hugvlsindahús” sem verið er aö byggja við Sturlugötu. lestrarsali i samvinnu við Ilá- skólabi'ó, en þeir gætu nýst til kvikmyndasýninga á kvöldin.Eru þau mál nú i athugun. 70% af veltu Happdrættis Há- skólanser varið til vinninga. Mun ekki þekkjast hærra hlutfall hjá neinu öðru happdrætti i veröld- inni, að sögn þeirra sjálfra. Heildarfjárhæð vinninga verður yfir 136 millj. kr. Hæsti vinningur á árinu 1982 verður kr. 200.000 á einfaldan miða og þá kr. ein milljón á trompmiða. Eigi vinnandi alla miða af vinnings- númerinu verður vinningur hans kr. 1.8 milljón. Slikur vinningur kemur eflaust til með að treysta vel fjárhag þess sem slikan vinning fengi, um leið og hann treystir fjármögnun fram- kvæmda við háskólann. _Kás Brunabótafélag Islands 65 ára: „Yfir 90% fasteigna utan Reykja- víkur tryggðar hjá félaginu” Afurðalánin úr dollurum ® „Yfir 90% allra fasteigna utan Reykjavikur eru brunatryggðar hjá Brunabótafélagi Islands og sýnir það traustið, sem félagið nýtur og samkeppnishæfni félagsins i iðgjöldum”, segir i fréttfrá B.l. i tilefni af þvi að hinn 1. janúar s.l. voru 65 ár frá þvi félagið hóf tryggingarstarfsemi sina. Heildariðgjöld Brunabóta- félagsins á reikningsári þvi er lauk i október 1980 eru sögð hafa numið 46 milljónum króna. Á verðlagi ársins 1980 hafi félagið greitt 38 milljónir króna i arð og ágóðahlut frá árinu 1954 og eigið fé félagsins hafi numið 30 milljón- um króna árið 1980. —HEI í krónur á ný ■ Frá 1. jan. s.l. verða öll endur- seljanleg afurða- og rekstrarlán vegna útflutningsframleiðsl- unnar i islenskum krónum og með þeim kjörum sem gildandi eru á slikum lánum, sem nú eru 29% vextir á ári, eða 3,5% grunnvextir og 25,5% verðbótaþáttur, að þvi er fram kemur i frétt frá Seðla- bankanum. Þess er getið að i rauninni hafi þetta verið svo i framkvæmd frá 10. nóv. s.l. þar sem uppgjörsgengi hafi verið hið sama á slikum lánum og það var fyrir gengisfellinguna 10. nóvem- ber. Lán þessi hafa verið i erlendum gjaldeyri, aðallega Bandarikja- dollar frá ársbyrjun 1979, og þau lánakjör þá tekin upp samkvæmt óskum fiskvinnslunnar. Mjög ó- stöðug gengisþróun á gjaldeyris- mörkuðum, einkum á nýliðnu ári,^ hafi hins vegar m.a. leitt i ljós annmarka á þessu fyrirkomulagi. Fiskvinnslan hafi þvi óskað eftir að afurðalánum yrði breytt aftur i hið fyrra horf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.