Tíminn - 14.01.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 14.01.1982, Blaðsíða 18
18 Kvikmyndir og leikhús Fimmtudagur 14. janiíar 1982 kvikmyndahornið ■ Kennslukonan Glendolene (Linda Evans) og Tom Horn (Steve McQueen) hittast fyrsta sinni f kvikmyndinni ,,Tom Horn”. Hetja vest- ursins sem tfmaskekkja TOM HORN Sýningarstaöur: Austurbæjarbió. Leikstjóri: Wiiliam Wiard. Aöalhlutverk: Steve McQueen (Tom Horn), Linda Evans (Glendolene), Richard Farnsworth (John Coble), Slim Pickens (Sam Creedmore). Handrit: Thoraas McGuane og Bud Shrake eftir sjálfsævisögu Tom Horns. Framieiöandi: Fred Weintraub fyrir First Artist, 1979. Söguþráöur: —Tom Horn.gömul hetja i baráttu hvita manns- ins gegn indiánum, og f fleiri striðum i villta vestrinu, flækist inn i Wyoming, skömmu eftir siöustu aldamót. Virtur nautgripa- bóndi, John Coble, þekkir Horn af afspurn og fær hann tii þess aö starfa á vegum samtaka nautgripabænda viö aö útrýma naut- gripaþjófum. Horn tekur verkiö aö sér og gengur fram af fullri hörku, svo aö mörgum þykir nóg um. Hann kynnist ungri kennslukonu, Glendolene, en hún veröur fráhverf honum vegna grimmdar hans i viöureigninni viö þjófana. Svo fer aö lokum, aö nautgripabændurnir vilja losa sig viö Horn, Þegar fimmtán ára drengur, sonur fjárbónda, er skotinn til bana, i bakiö, sjá naut- gripabændur og lögregluyfirvöld til þess, aö Horn er handtekinn fyrir glæpinn. Hann neitar aö svara spurningum um, hvort hann hafi drepið drenginn eöa ekki, er dæmdur tii dauða og hengdur. ■ Tvær siðustu kvikmyndir, sem Steve McQueen lék i áður en krabbameinið lagði hann að velli fyrir rúmu ári, voru. „Tom Horn” og „The Hunt- er”, sem sýnd var i Háskóla- biói i fyrra. I báðum tilvikum lék McQueen utangarðsmenn, sem börðust gegn afbrota- mönnum með óvenjulegum aðferðum, en urðu áður cn yfir lauk eins konar timaskekkja i samtima sinum. Þetta á sérstaklega við um Tom Horn, en myndin er sögð byggð á raunverulegri per- sónu. McQueen gerir þessum byssubófa einstaklega góð skil. Hann er ruddafenginn og grimmur, svo að mjög erfitt er fyrir áhorfandann að öðlast samúð með honum, þegar auðugu nautgripabændurnir, sem réðu hann til óþverra- verkanna, snúast gegn honum og láta hengja hann fyrir ill- virki, sem ýmsir telja að hann hafi ekki framið. Þó er gerð tilraun til þess að gera Horn að harmþrunginni persónu, m.a. með þvi að leggja áherslu á frelsisþrá hans, og með þvi að sýna, að „fina” fólkið, sem dæmir hann til dauða, er ekki siður illgjarnt og ómerkilegt. Tom Horn er forvitnileg mynd, og gefur að ýmsu leyti sannari mynd af „hetjum” vestursins en flestir hefð- bundnari vestrar. —ESJ. ★ Tom Horn * * önnur tilraun * Eilifðarfanginn ★ Hvell-Geiri *¥■ Góðir dagar gleymast ei ★ ★ ★ Stjörnustrið II ★ Jón Oddur og Jón Bjarni ★ ★ örtröð á hringveginum ★ ★ Flótti til sigurs ★ ★ ★ Útlaginn Stjörnugjöf Tímans ★ * * * frábaer • ★ ★ * mjög gód • ★ ★ gód ■ ★ sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.