Tíminn - 14.01.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.01.1982, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 14. janúar 1982 flokksstarfið Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist i Hótel Borgarnesi efri sal föstudaginn 15. þ.m. kl.20.30. Framsóknarfélag Borgarness Framsóknarfélag Sauðárkróks Fundir i framsóknarhúsinu nk. fimmtudag 14. jan. kl.20.30. Frummælendur verða alþingismennirnir, Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Ingólfur Guðnason. Fundurinn er öllum opin. Stjórnin Norðurlandskjördæmi eystra Alþingismenn Framsóknarflokksins I Norðurlandskjör- dæmi eystra halda almenna stjórnmálafundi á eftirtöld- um stöðum: Akureyri: laugardaginn 16. jan. að Hótel KEA (gilda skála) kl. 14.00 Dalvik: laugardaginn 16. jan. i Vikurröst kl. 20.30 óiafsfjörður: sunnudaginn 17. jan. i Tjarnarborg kl. 15.00 Kópavogur Fundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna i Kópavogi verður haldinn 18. janúar kl. 20.30 i Hamraborg 5. Dagskrá: 1. Tilnefning til prófkjörs 2. Fjárhagsáætlun Kópavogs 1982 3. önnur mál Fulltrúar og varafulltrúar fulltrúaráðsins eru boðaðir á fundinn. Stjórnin Borgnesingar Aðalfundur framsóknarfélags Borgarness verður haldinn I Snorrabúð mánudaginn 18. janúar n.k. kl. 21.00 Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Stjórnmálaviðhorfið Frummælandi: Davið Aðal- steinsson alþm. 3. Málefni sveitarstjórnar: Frummælandi: Guömundur Ingimundarson oddviti 4. önnur mál Stjórnin Framsóknarfólk i Reykjavik ath. Inntökubeiðnum i flokksfélögin i Reykjavik er veitt mót- taka á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18 frá kl. 9-19 virka daga og laugardaginn 16. jan. frá kl. 13- 16. Stjórn fulltrúaráðsins Fulltrúaráð framsóknarfélaganna i Reykjavík heldur fund með frambjóðendum flokksins til prófkjörs fyrir væntanlegar borgarstjórnarkosningar i Reykjavik á komandi vori. Fundurinn verður haldinn 21. jan. n.k. og hefst hann kl. 20.30 að Hótel Heklu Rauðarárstig 18 Stjórn fulltrúaraösins Kosningasjóður Tekið er á móti framlögum i kosningasjóö framsóknar- flokksins i Reykjavik alla virka daga á skrifstofunni að Rauðarárstig 18. Stjórn fulltrúaráðsins Framsóknarfélag Garða og Bessastaða- hrepps Fundur um bæjarmálefnin verður haldinn mánudaginn 18. jan. n.k. kl. 20.30 að Goðatúni 2. Mætum vel og stundvislega Stjórnin borgarmál Félagsvistarkort Sendum um allt land Prentsmiðja Suðurlands simi 99-1944 VlOEO- MAkKADURIHH HAH RABÖfíG 10 Höfum VHS myndbönd og original spólur í VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14—18ogsunnudagafrákl. 14—18. 'alurþurfa' AÐ ÞEKKJA MERKIN! ? þú sérb þau í simaskránni yujgEROAH / Þetta umterðarmerkl táknar ll að innakstur er öllum bannaður — einnig þeim sem hjólum aka. tíXERO“ Heildsala Smásala 4t Sportval Skipulag er skyn- semismál ■ Senn liður að lokum fyrsta kjörtimabils (nýs) meirihluta i Reykjavik eftir nær hálfrar aldar samfellda stjórn Sjálf- stæðismanna á borgarmálefn- um Reykjavikur. Þvi er nú fróðlegt að staldra við og i- huga, hvað áunnist hefur á hinum ýmsu sviðum borgar- mála á siðastliðnum fjórum árum. Hefur stjórn og stefna i borgarmálum verið með öðr- um hætti en áður, þannig að eftir þvi verði tekið eða búa Reykvikingar við óbreytt á- stand, þrátt fyrir nýjan meiri- hluta og fögur fyrirheit um betri Reykjavik. Mér sem fulltrúa Fram- sóknarflokksins i skipulags- nefnd Reykjavikur stendur nærri að gera þvi hér nokkur skil, hvað gerst hefur á kjör- timabilinu i skipulagsmálum, einum umfangsmesta og jafn- framt mikilvægasta þætti borgarmála. Samþykkt hefur verið á kjörtimabilinu ný og itarleg á- ætlun um framtiðarbyggð Reykvikinga, sem tekur til næstu tuttugu ára. Um er að ræða hagkvæma byggöar- stefnu, sem ólikt fyrra skipu- lagi gerir ráð fyrir ibúða- hverfum á landi sem að lang- mestu leyti er i eigu borgar- innar. Byggingarsvæðin verða i góðum og eölilegum tengsl- um við þá ibúðarbyggð, sem fyrir er i útjaöri austurhluta borgarinnar, Breiðholts- og Arbæjarhverfi. Gert er ráð fyrir, að fyrstu áfangar fyrir- hugaðrar framtiðarbyggðar nýti aö verulegu leyti núver- andi vegakerfi og þá félags- legu aðstöðu, skóla og aðrar stofnanir, sem fyrir eru i að- liggjandi hverfum. Nú þegar er unnið að skipu- lagi fyrstu áfanga þessarar nýju ski pula gsáætlun ar, annars vegar i Ártúnsholti á milli Vesturlandsvegar og Ar- bæjarsafns, þar sem i vor verður úthlutaö lóðum undir um það bil 400 ibúðir, en hins vegar i Selási, þar sem um 700 ibúðarlóðir veröa byggingar- hæfar á næsta ári. Þá hefur núverandi meirihluti mótað og hrint i framkvæmd heildará- ætlun um þéttingu byggðar vestan Elliðaáa, áræðinni stefnu, sem einkum mótast af þeirri viðleitni, að nýta borgarlandið betur og þá félagslegu aðstöðu, sem fyrir er i eldri hverfum borgar- innar. Þannig er leitast við að sporna gegn óhóflegri og mjög svo kostnaöarsamri útþenslu byggðar. Vegna þeirrar fólks- fækkunar, sem orðið hefur vestan Elliðaáa er ljóst, að öll sú þjónusta, sem fyrir er i grónum hverfum borgarinnar, getur hæglega tekið við þeirri aukningu ibúafjölda, sem ráð- gerð er á þéttingarsvæðum. Þétting byggðar er þvi, ef vel tekst til.eins konar endurhæf- ing borgarhverfa. Á siðastliðnu ári var fyrst úthlutaö lóðum á þéttingar- svæðum, þ.e. vestur af núver- andi Fossvogshverfi svo og á svæðinu umhverfis Oskju- hliðarskólann. A næstunni er áformað að halda áfrain á þessari braut og gefa kost á ibúðalóðum á Laugarási, i Oskjuhlið og á svæðinu milli Suðurlandsbrautar og Miklu- brautar. Þá hafa borgaryfir- völd aukið til mikilla muna um fram það sem áður var.fram- boð lóða undir svonefnt sér- býli, einbýlis- og raðhús á nýj- um byggingarsvæðum. Þannig er markvisst leitast við, að snúa við þeirri öfug- þróun, að Reykvikingar sæki i eins rikum mæli og áður til ná- grannasveitarfélaganna i húsnæðisleit. Reynt hefur verið að stöðva fólksflóttann frá Reykjavik, sem einkum orsakaðist af vafasamri stefnu fyrrverandi meirihluta i skipulags- og húsnæðismál- um. Skipulagsyfirvöldum hefur einnig verið i mun að vel takist til um endanlega gerö og mótun nýrra ibúðarhverfa og sýnt I verki ýmsar nýj - ungar i þeim efnum. I þvi sambandi er rétt aö benda á frumkvæði þeirra að samkeppni meðal arkitekta, sem efnt var til vorið 1980 um húsa- og ibúðagerðir á Eiðs- granda. Hér var á ferðinni ný- stárleg tilraun borgaryfir- valda til þess að auka likur á sómasamlegu umhverfi, við- leitni, sem fróölegt verður að fylgjast með á næstu árum. Þá var á siðastliönu sumri efnt til samkeppni um skipu- lag ibúða- og útivistarsvæöis á milli Miklubrautar og Suöur- landsbrautar, þar sem dómnefnd valdi til nánari út- færslu eina af um það bil tuttugu innsendum úrlausn- um. A næstunni verður úthlut- að lóðum undir ibúðir á svæö- inu samkvæmt verölaunatil- lögunni. Um þessar mundir fer fram samkeppni á vegum borgar- yfirvalda um nýtt útivistar- og iþróttasvæði i Suður-Mjódd i Breiðholti, og i undirbúningi er hugmyndasamkeppni um skipulag Kvosarinnar i Reykjavik. Slikar aðferðir, þegar mikilvæg úrlausnarefni eru annars vegar, verða að teljast stórhuga og sýna svo ekki verður um villst vönduð vinnubrögð borgaryfirvalda i skipulagsmálum. Við skipulag gamla mið- bæjarins hefur heldur ekki verið setið auðum höndum. Þar hafa meðal annars fyrstu deiliskipulagstillögur frá upp- hafi náð fram að ganga, nú siöast skipulag Grjótaþorps, sem velkst hafði i kerfinu um hálfrar aldar skeið. Því veröur varla með nokk- urri sanngirni haldið fram, að skipulagsmál Reykjavikur hafi legið i láginni á kjörtima- bilinu. Þvert á móti hefur núver- andi meirihluti staðið að ýms- um umbótamálum. Skipulags- mál eru afarumfangsmikil og flókinn málaflokkur, sem snertir alla borgarbúa að meira eða minnaleyti.Þau eru þvi oft viðkvæm viðfangs og tiltölulega auðvelt er að af- flytja þauogala á tortryggni i garð skipulagsyfirvalda. Það hlutskipti hafa Sjálfstæðis- menn i borgarstjórn valið sér i rikum mæli, en þeir hafa eins og kunnugt er, á ábyrgðar- lausan máta hamast á móti nær öllum þáttum skipulags- mála á yfirstandanai kjör- timabili. Hlemmtorgi — Simi 14390 Oryggisins vegna Gylfi Gudjónsson, arkitekt,skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.