Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 28. janúar 1982 4 þingfréttir Alkalískemmdir rannsakaðar ■ „Þingsályktunartillaga um alkaliskemmdir i steinsteypu, sem samþykkt var á Alþingi fyrir tæpu ári lenti i félags- málaráðuneyti i stað iðnaðar- ráðuneytis”, sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra er hann svaraöi fyrirspurn frá Birgi tsleifi Gunnarssyni um hvað framkvæmd þessara mála liði. Iðnaðarráðherra sagði að að visu ætti þetta mál að hluta heima i félagsmála- ráðuneytinu, en það var ekki fyrr en hann var farið að lengja eftir ályktuninni að upp komst hvar hún var niður komin. Tillaga þessi kvað svo á um að Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins rannsakaði orsakir alkaliskemmda og at- hugað yrði hvaða leiðir væru vænlegastar til að létta undir með þeim einstaklingum sem verða fyrir fjárhagstjóni vegna slikra skemmda i hús- um sinum. En Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hefur fengið fjárveitingu til að rann- saka alkalískemmdir og sér- fræðingur var ráðinn til starf- ans. Unnið hefur verið að rannsóknum og innan tiðar er áfangaskyrsla um þær væntanleg. Guðmundur G. Þórarinsson sagði að leitt væri til þess að vita að þingsályktunartillagan hefði villst á milli ráðuneyta en ánægjulegt væri að nú er hún komin i heila höfn. Guð- mundur sagði að viðgerðir á alkaliskemmdum gætu fariö fram með ýmsum hætti, en það væri þjóðhagslega hag- kvæmt að vel verði rannsakað hvaða aðferðir reyndust best- ar og fjárhagslega hagkvæm- astar. Ættu margir i erfiðleik- um með eigur sinar vegna þessara skemmda og itrekaöi Guðmundur óskir fyrirspyrj- anda um að iðnaðarráðherra skipi sem fyrst nefnd til að sinna þessu máli og gera til- lögur um til hvaða ráða er vænlegast að gripa. Oó Löggjöf um vöru flutninga á landi ■ Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra mælti s.l. mánudag fyrir lagafrumvarpi um flutningasamninga og ábyrgð við vöruflutninga á landi. Fyrsta grein kveður svo á um að lögin gildi um voru- flutninga á landi með bif- reiöum, enda annist vöruflytj- andi að jafnaði flutning fyrir fleiri en einn aðila i sömu ferð gegn gjaldi. Er lögunum fyrst og fremst ætlað að gilda um þá skipu- lagsbundnu vöruflutninga, sem fram fara með bifreiðum milli landshluta eða byggðar- laga en er ekki ætlað að gilda um vörusendingar, sem hafa upphafs- og ákvörðunarstað innan sama bæjarfélags eða kaupstaöar og fjalla lögin um réttarsamband sendanda, flytjanda og móttakanda á meðan varan er i umsjá flytj- anda. Samgönguráðherra skipaði nefnd til að semja reglur um vöruflutninga á landi árið 1980. Átti nefndin að gera til- lögur að lagafrumvarpi um efniö ef ástæða þætti til og varð niðurstaðan sú að laga- setningin þötti nauösynleg. I athugasemdum viö frum- varpið segir m.a.: „Tildrögin að starfi nefndarinnar voru þau að hér á landi finnast engin lög eða reglugerðir um flutnings- samninga og ábyrgð viðkom- andi aðila við vöruflutninga á landi og tæpast hefur nokkur sú venja skapast i þessum málum, að til lagaigildis teljist. Sú óvissa sem þannig hefur rikt um þessi mál, hefur oft á tiðum valdið deilum, svo aö þeiraðilar, sem þessa þjón- ustu veita og nota óskuðu eftir, að settar yrðu fastmótaðar reglur i þessu efni. Fljótlega kom i ljós i starfi nefndarinnar að slikar reglur yröu ekki settar nema I laga- formi. Tillögur þær aö frum- varpi sem hér liggja fyrir eru samdar á grundvelli tillagna frá Landvara og Fél. isl. stór- kaupmanna sem aftur eru byggðar á reglum um flutn- ingssamninga og flutnings- ábyrgð annars staðar á Norðurlöndum. Jafnframt hefur verið höfð til hliðsjónar norsk og dönsk löggjöf sem jöfnum höndum fjallar um landflutninga innanlands og milli landa. Loks hefur nefnd- in i tillögum sinum leitast við að fella þær að sérstökum að- stæðum hér á landi, þar sem þess er þörf. A það skal bent að tillögurn- ar eru eingöngu miðaðar við flutninga innanlancis en að svo komnu máli a.m.k. eru ekki horfur á að vörur verði fermd- ar hér til útflutnings á bif- reiðar, sem siðan yrðu fluttar sjóleiðis til annarra landa. Um vöruflutninga á bifreiðum milli landa er i gildi sérstakur millirikjasamningur frá árinu 1956 (Covention on the Con- tract for the International Carriage of Goods by Road •CMR) en island er ekki aðili aö honum. Tillögum þeim sem liggja fyrir er skipt i eftirfarandi kafla: I. Gildissvið II. Flutningssamningur III. Abyrgð flytjanda IV. Abyrgð sendanda V. Ábyrgð móttakanda VI. Ýmis ákvæði Kaflaskiptin sýna i stuttu máli um hvaða atriði til- lögurnar fjalla en kaflinn um flutningssamningana er þeirra lengstur og ýtarleg- astur. Telur nefndin aö með þeim tillögum sem hún leggur hér fram, ættu þau deilumál ekki að þurfa að koma upp meðal aöila sem ekki mætti leysa með stoð f þessum tillögum ef að lögum veröa, eða öðrum gildandi lögum”. OÓ fréttir GíTurleg ásókn f að fá að flytja inn fiskiskip síðustu mánuði: AÐ JAFNAÐI EIN UMSÓKN A VIKU! — á síðasta ári fækkaði fiskiskipum um 25, en brúttórúmlestum fjölgadi um 2.000 ■ Þrátt fyrir sifelldar full- yrðingar um stöðuga fjölgun fiskiskipa og samfara þvi minni afla I hlut hvers og eins, þá er staðreyndin þvert á móti sú, að fiskiskipum landsmanna fækkaði um 25 (2,9%) á árinu 1981 og botn- fiskafli á hvert skip jókst að meðaitali um 9% á hvert skip á sama tima. Brúttórúmlestum fiskiskipaflotans fjölgaði aö visu um 2.000 á árinu, sem jafngildir 1,99%, en þrátt fyrir það varð 3,8% aukning á botnfiskafla á hverja brúttórúmlest að meðai- tali. AR FJÖLDI BRL. 1972 84 12.258 1973 93 ‘ 21.818 1974 61 12.683 1975 42 4.746 1976 26 5.734 1977 24 5.791 1978 20 5.638 1979 22 4.371 1980 21 5.175 1981 14 3.637 1982 14 3.460 Á töflunni sjáum við sam- þykkta nýsmiði fiskiskipa eins og hún hefur verið 1. janúar árlega frá árinu 1972, en algengt er að hvert skip komi tvö ár i röð á skrána. Þannig er t.d. reiknað með að þau 14 skip, samtals 3.460 brl. sem samþykkt voru um s.l. áramót verði skráð á næstu tveim árum. — HEI „Aldrei eins mikið verið látið undan þessum þrýstingi og nú” - segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ Þessar upplýsingar koma fram i yfirliti um breytingar á fiski- skipastólnum á siðasta ári, sem sjávarútvegsráðuneytið hefur tekið saman vegna „töluverðs misskilnings sem hefur gætt i fjölmiðlum að undanförnu varð- andi stærð fiskiskipastólsins og fjöldi væntanlegra fiskiskipa” eins og segir i yfirlitinu. Eftirspurn eftir innflutningi fiskiskipa var aftur á móti gifur- leg á s.l. ári. Sérstaklega mun eftirspurn frá þvi i haust hafa veriö meiri en nokkru sinni um mörg undanfarin ár. Undanfarna haust- og vetrarmánuði hefur sjávarútvegsráðuneytið fengið eina umsókn á viku til jafnaðar til umsagnar um innflutning á skip- um. Auk þess hafa óformlegar umsóknir og fyrirspurnir (sem ekki hafa farið lengra) verið jafnaðarlega um ein á dag á þvi timabili. A sama tima liggja fyrir hjá Fiskveiðisjóði Islands a.m.k. 66 umsóknir um innflutning og nýsmiði, sem nema 7.200 brl. (Og mun nú enn hafa fjölgað frá þeirri tölu). Breytingar innan flotans á sið- asta ári voru þær helstar að bát- um fækkaði um 31 niður i 744, samtals 61.844 brl. Skuttogurum fjölgaði aftur á mótium 6 (7 skráð og 1 afskráð), urðu 92 og samtals 44.426 brl. Fjölgunin var annars- vegar skip sem flutt voru til landsins án leyfis stjórnvalda — en fyrir slikt hefur nú verið lokað — og hinsvegar skip er samþykkt voruaf allri rikisstjórninni á fyrri hluta ársins 1981, er fóru til byggöarlaga er áttu við vanda- mál að etja. Þróunin framundan kemur fram i töflu er Siglingamálastofn- un rikisins gerir um hver áramót. Samkvæmt henni hafa aldrei á siðustu 10 árum verið færri skip á „leiðinni” en nú um tvenn siðustu áramót, sem sagt er endurspegla stefnu stjórnvalda. Sú alda skipa- kaupa sem staðið hefur i meira en áratug, sé þvi að fjara út. ■ „Það er af þvi aö menn hafa fundið, að það hefur aldrei eins mikið verið látið undan þessum þrýstingi og núna og þessvegna ganga þeir á lagið”, svaraði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Llú spurningu Timans um, hvernig það megi vera að ásókn I kaup á nýjum skipum hafi aldrei verið meiri en nú. — Ennúklifa útgeröarmenn si- fellt á þvi að útgerð nýrra skipa sé gjörsamlega vonlaus? „Flestir þeir sem eru að biðja um þessi nýju skip eiga litla sem enga peninga og áhætta þeirra þvi ekki mikil. Þegar jafnframt er litið til þess fordæmis — sem átthefur sér stað nú á s.l. ári — að menn hafa fengið 100% lán fyrir skipunum þá finnst þeim það auö- vitað mjög aðgengilegt að freista gæfunnar, sérstaklega þeir sem ekki ætla að bera ábyrgð á þvi og eiga enga peninga til að leggja i skipin sjálfir.” — Er mönnum þá nákvæmlega sama um vaxandi skuldir ár frá ári sem þeir eygja enga mögu- leika á að greiða? „Menn leggja engin veð fram i þessu nema skipin sjálf og eru þvi ekki ineinni áhættu, og það er það sem gerst hefur itrekað, t.d. á Þórshöfn og Djúpavogi.” — I þeim tilfellum ganga þó bæjarfélögin i ábyrgð? „Maður hefði jú haldið það. En þaö er annað að geta sótt aurana i vasa annarra. Hins vegar verður maður var við það að almenning- ur t.d. á Þórshöfn, hefur áhyggjur af þessu. Einnig finnst mér al- menningur átta sig á þvi, að þeg- ar þetta er komið af stað, þá dragast fyrirtækin og bæjarfélag- ið inn i meiri og meiri ábyrgðir. Þórshafnarbúar t.d. draga ennþá eftir sér slóða „Fontsævintýris- ins”, þeim til mikilla erfiðleika. En meðan menn geta farið inn i Framkvæmdastofnun og sótt þangað lán til að velta þessu öllu á undan sér, þá er ekki gott i efni. Meginatriðið að minu mati er, að menn leggi eitthvað af mörkum sjálfir og taki einhverja áhættu.” — HEI Brunabótafélagid stofnar heiöursstödugildi í tilefni 65 ára afmælis félagsins: Alþjódlegu skákmeistar- arnir fá fyrstu launin ■ Brunabótafélag tslands hefur ákveðiö að stofna heiðursstöðu- gilditilaðminnast 65 ára afmælis félagsins. 1 reglum um stöðugildiö segir að „megintilgangur þessa stöðu- gildisersá aðgefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verk- efnum, sem til hags og heilla horfa fyrir Islenskt samfélag hvort sem þaö er á sviði lista, vis- inda menningar, iþrótta eða at- vinnulffs. Þau verkefni koma hér ein til greina, sem kostuð eru af viðkomandi einstaklingi sjálfum. Stjórn B.í. velur þann ein- stakling sem heiðurslaun hlýtur, eftir umsóknum samkvæmt aug- lýsingu. En ef þurfa þykir mun stjórnin njóta álits og umsagnar kunnáttumanna eða sérfræðinga. Þar sem ekki hefur verið ráörúm til umsókna um heiðurs- laun B.t. á árinu 1982, samkvæmt settum reglum, hefur stjórnin ákveðið að veita eftirtöldum aðil- um heiöurslaunin á þvi ári hverj- um i þrjá mánuði. Hauki Angan- týssyni, Helga Ólafssyni, Jóni L. Arnasyni og Margeiri Péturssyni en þeir hafa allir unnið til alþjóö- legs meistaratitils i skák og meö þvi unniö mjög aö eflingu skák- listarinnar hér á landi og aukiö hróöur tslands erlendis”. —Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.