Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. janúar 1982 9 prófkjör ■ ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, Vesturgötu 32, Akranesi. Fædd 18.02. 49 á Hvolsvelli, Rang. Foreldrar: Margrét ísleifsdóttir og Pálmi Eyjólfsson. Gagnfræðingur frá Skógaskóla 1965. Hjúkrunarfræð- ingur frá Hjúkrunarskóla ílands 1970. Starfar við Sjúkrahús Akra- ness og Heflsuvemdarstöð Akra- ness. Er nú húsmóðir að aðal- starfi. Hefur verið i stjórn Vesturlandsdeildar HFl og gegnt öðrum félagsstörfum þar. Er i Skipulagsnefnd Akranessbæjar. Maki: Haraldur Sturlaugsson. Börn: 3, Sturlaugur 8 ára, Pálmi 7 ára og Isólfur 2ja ára. ■ Jón Sveinsson, lögfræðingur, Brekkubraut 10. Fæddur 07.07. 50 i Reykjavik. Foreldrar: Sveinn Jónsson verslunarmaður og Kristi'n Ingvarsdóttir húsmóðir. Stúdentspróf 1971, lögfræðipróf fráHáskóla Islands vorið 1976. Að loknu lögfræðiprófi vorið 1976 hóf Jón störf sem fulltrúi hjá bæjar- fógetanum á Akranesi.en frá 1980 hefur Jón rekið eigin lögfræði- skrifstofu á Akranesi. Jón hefur tekið virkan þátt i félagsstarf i, átti m.a. sæti i stjórn Stúdenta- ráðs H1 á námsárum sinum og hefur gegnt ýmsum störfum innan Framsóknarflokksins, á nú sæti i miðstjórn Framsóknar- flokksins, hefur verið formaður Kjördæmissambands Fram- sóknarmanna i Vesturlandskjör- dæmi og er nú ritstjóri Magna. Frá 1978 hefur Jón verið vara- bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- insá Akranesiog vara þingm aður Framsóknarflokksins i Vestur- landskjördæmi frá 1979. Jón á nú sæti í stjórn HAB. Eiginkona: Guðrún Magnúsdóttir húsmóðir og kennari. Börn: 3, Unnur Ýr, Ingvar Ýmirog Kristín ösp. ■ Stefán Lárus Pálsson, stýri- maður, Deildartúni 10. Fæddur 10.05. 40 að Gilsá i Breiðdal, S,- Múl. Foreldrar: Páll Lárusson húsasmiður og Jóhanna P. Björg- vinsdóttir. Lauk gagnfræðaprófi verknáms frá alþýðuskólanum á Eiðum 1959 og skipstjórnarprófi l.stigs frá Stýrimannaskólanum i Reykjavik 1964. Vann við bústörf, vegagerð, raflinulagnir, tré og máimsmiði, ásamt sjósókn. Fiuttist til Akraness árið 1965. Hefur siðan lengst af verið stýri- maður eða skipstjóri á bátum frá Akranesi siðan. Gerir nú út eigið skip önnu AK-56 ásamt fleirum og starfar þar um borð. Starfaði um skeið sem verkstjóri við tog- araafgreiðslu á Akranesi. Störf i ungmenna og fþróttahreyfing- unni, stéttarfélögum, Kiwanis- hreyfi ngunni, Framsóknar- flokknum, Útvegsbændafélagi Akraness o.fl. Skrifar talsvert i blöð. Eiginkona: Elsa Sigurðar- dóttir. Börn: Sigriður og Pétur. ■ Steinonn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri S.A., Vestur- götu 67. Fædd 03 . 04.51. For- eldrar: Sigurður Sigurjónsson rafvirkjameistari og Guðbjörg Hjálmsdóttir. Lauk gagnfræða- prófi frá Réttarholtsskólanum í Reykjavik vorið 1968. Lauk námi í hjúkrun frá Hjúkrunarskóla Islands i september 1972. Fram- haldsnám i stjórnun og kennslu við Danmarks Sygeplejerskehöj- skole i Arósum veturinn 1975-76. Skrifstofustörf hjá heildverslun 19 68-69. Hjúkrunarfræðingur við S.A. frá okt 1972-des. 1973. Land- spitalinn i 4 mánuði. 15 mánuði við Bispebjerg Hospital f Kaup- mannahöfn. Hóf störf sem hjúkr.forstjóriS.A.í sept. 1976 og starfar þarenn. Hefur tekið þátti nefndarstör f u m innan HjUkrunarfélags Islands, einnig starfað i Vesturlandsdeild HFI og i deild hjúkrunarforstjóra. Maki: Bjarni Vésteinsson, bygginga- fræðingur. Börn: 2, Margrét 4 ára og Sigurður 3ja ára. ■ Þorsteinn Ragnarsson, verk- smiðjustarfsmaður, Garðabraut 19. Fæddur 01.10. 36 i Reykjavik. Foreldrar: Ragnar Þorsteinsson rithöfundur og Guðrún Gisla- dóttir. Lauk námi i blikksmiði á Akranesi 1962. Stundaði sjó- mennsku hjáskipadeild SIS, vann við blikksmíöi i Blikksmiðju Akraness, var verkstjóri hjá Fosskraft og framkvæmdastjóri hjáSkagaprjón hf., starfar nú hjá isl. járnblendifélaginu og hefur eftirlit með reykhreinsibúnaöi verksmiðjunnar. Formaður FUFá Akranesi um árabil. Vara- bæjarfulltrúi fyrir Frjálslynda 1970 og bæjarfulltrúi þeirra 1971- 74. Virkur í leiklistarmálum um fjölda ára. 1 stjórn Karlakórsins Svanir í mörg ár. Eiginkona: Erna Eliasdóttir.Börn: Kristin 17 ára, Björk 14 ára, ElinRagna 11 ára, GuðrUn Lilja 7 ára og Elias Kristján 5 ára. ■ Um helgina fer f ram prófkjör á Akranesi vegna bæjarstjórnar- kosninganna þar í vor. Samkomulag er milli allra flokka um fram- kvæmd prófkjörsins, sem er á vegum þeirra sameiginlega. Þátttakendum er að sjálfsögðu einungis heimilt að kjósa einn flokk og raða nöfnum þess lista/ sem kosinn er. Allir Akurnesingar, sem eru 18 ára eða eldri, hafa heimild til að taka þátt í prófkjör- inu, en kosið er á laugardag og sunnu- dag kl. 10—16 báða daga. Raða verður minnst í þrjú efstu sætin, og nægir í því efni ekki að merkja með krossi, heldur verður að nota tölu- stafi, og þá minnst 1, 2 og 3. Hér á eftir er birtur listi yfir þá, sem eru I framboði í prófkjörinu af hálfu Framsóknar- flokksins. Rétt er að vekja athygli á því, að núverandi bæjarfull- trúar Framsóknar- flokksins — Daniel Ag ústín usson og Ölafur Guðbrandsson — hafa báðir ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. ■ Andrés óiafsson, skrifstofu- stjóri HAB, Vogabraut 56. Fædd- ur 06.09.51 I Lambhaga i Skil .- mannahrepp. Foreidrar: Ólafur Eliasson verkamaður og Ágústa R. Andrésdóttir, verslunar- maður. Gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskólanum á Akranesi, stundaði nám við framhalds- deildir ga gnf ræða skólans. Stundar nú nám við öldungadeild Fjölbrautaskólans á Akranesi. Starfaði sem gjaldkeri í Lands- banka Islands Akranesi 1971- 1980. Er nú skrifstofustjóri hjá HAB. Formaður Atthagafélags Strandamanna og i stjórn Starfs- mannafélags Akraneskaup- staðar. Verið jafnframt i' stjórn Bridgeklúbbs Akraness, Tafl- félags Akraness og störf i tþrótta- hreyfingunni. I stjórn FUF, einn- ig verið formaður félagsins, fyrr- um formaður fulltrUaráðs Fram- sóknarfélagsins á Akranesi, verið i stjórn SVFK og miðstjórn Framsóknarflokksins. Einn af stofnendum Bæjarblaðsins á Akranesi og er i ritstjórn Magna. Eiginkona: Guðlaug Rósa Pétursdóttir. Börn: Ágústa Rósa 10 ára. ■ Bent Jónsson, Vogabraut 16, Akranesi. Fæddur 20.11.27 i Meiri-Hattardal i Norður-ísa- fjarðarsýsiu, og ólst þar upp. Stundaöi i uppvextinum almenn sveitastörf og sjómennsku. For- eldrar: Jón Bentsson bóndi og Guðrún Guðnadóttir. Landspróf frá Laugarvatni 1952. Verslunar- próf úr sam vinnuskólan- um 1953. Starfsmaður Kaup- félags Hvammsfjarðar 1953-54 og Kaupfélags Suður-Borgfirðinga 1954-55. Innheimtumaður hjá Akranesbæ 1956 og lögreglu- maður og siðar lögregluvarð- stjóri á Akranesi 1957-70. Skrif- stofumaður og skrifstofustjóri hjá Haförn hf. á Akranesi frá 1970. 1 stjórn Framsóknarfélags Akra- nessfrá 1954. Nú formaöur. Vara- fulltrúi f Bæjarstjóm Akraness frá 1974. Formaöur Starfsmanna- félags Akranessbæjar 1959-60. 1 stjórn Verslunarmannafélags Akraness 1972-78. 1 stjórn Byggingarsamvinnufélags Akra- ness 1972-78. Eiginkona: Gerður Rafnsdóttir. Börn: Gyða f. 1953, GuðrUnEdda f. 1957, Jón Bjarki f. 1965. ■ Björn Kjartansson, húsa- smíðameistari, Jaðarsbraut 7. Fæddur 09.06. 54 i Reykjavik. Foreldrar: Kjartan Guðjónsson fiskmatsmaöur og Hrefna Björnsdóttir. Gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Akranesi. Nám í hUsasmiöi frá Iönskólan- um og var jafnframt á samning hjá Trésm. Lerki Reykjavik. Aö loknum samningi hjá Lerki unniö hjá Trésm. Guðmundar Magnús- sonar Akranesi og siðan Tré- smiðjunni Akur. Rekur nú sjálf stætt fyrirtæki Trésm. Fjölni á- samt öðrum. t stjórn KKRA. Nú- verandi formaður FUF Akranesi. Eiginkona: Dagbjört Anna Ellertsdóttir. Börn: Hrefna 5ára. ■ Guðrún Jóhannsdóttir, skrif- stofumaður, Bjarkargrund 45. Fædd 16. 07. 44 á Akranesi. Foreldrar : Jóhann Pétursson húsasmiður og Kristin Svavars- dóttir. Lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akranesi 1961. Lauk námi í Húsmæðra- skóla Reykjavikur 1962. Stundar nám við öldungadeild Fjöl- brautaskólans á Akranesi. Stundar skrifstofustörf hjá Tré- smiöjunni Jaðar, Akranesi. Starfaö f Kirkjukór Akraness og Sinawik. Maki: Guðmundur Samúelsson, húsasmíðameistari. Börn: Samúei 18 ára, Jóhann 14 ára og Ingimundur 5 ára. Sameiginlegt prófkjör stjórnmálaflokkanna á Akranesi um helgina: FRAMBIÓDENDUR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS í PRÓFKJÖRINU 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.