Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. febrúar 1982 ilHííiiUlH 7 ■ Reagan og frú taka á móti Mubarak forseta Egyptalands og konu hans. Nýtt kosninga mál Reagans Verkaskipting sambandsríkisins og ríkjanna ■ ÞAÐ ER venja i Banda- rikjunum, þegar nýtt þing hefur störf sin i byrjun janiiar, að for- setinn flytji þvi skýrslu um stöðu rikisins, framtiðarhorfur i málum þess, og lýsi jafnframt helztu íyrirætlunum sinum á komandi ári. Oft er beðið með eftirvænt ingu eftir þessari skýrslu forsetans. Þetta átti við um þá ræðu, sem Reagan forseti flutti i þinginu skömmu fyrir siðustu mánaða- mót. Það duldist ekki neinum, að horfur væru alvarlegar i málum rikisins. Fyrirsjáaniegur var mikill halli á fjárlögum næsta árs, ef ekki væri breytt frá boð- aðri stefnu. Atvinnuleysi hafði stóraukizt. Menn áttu þvi von á, að forsetinn skýrði frá þvi, hvern- ig hann hygðist bregðast við þessum vanda. Einkum var þó búizt við þvi, að forsetinn skýrði frá fyrirætlunum um að draga úr rekstrarhallanum hjá rikinu. Vitað var, að margir helztu ráðgjafar hans og forustu- menn repúblikana á þingi höfðu lagt til, að skattar yrðu hækkaðir og dregið yrði úr fyrirætlunum um vigbúnaðargjöld. Þær spár rættust ekki, að ræða forsetans fjallaði einkum um þessi efni. Hann var fáorður um stöðuna i efnahagsmálum. Hann lét sér eiginlega nægja að segja. að stefna sú, sem hann hefði markað i fjármálum, hefði enn ekki borið tilætlaðan árangur, en hún myndi gera það. Þess vegna yrðu engar breytingar gerðar á henni. Skattar yrðu alls ekki hækkaðir og ekki dregið úr fyrir- huguðum framlögum til vig- búnaðar. Hins vegar yrði haldið áfram að lækka önnur ýtgjöld Reagan var einnig fáorður um stöðu Bandarikjanna á sviði alþjóðamála. Hann taldi þó sitt- hvað hafa miðað i rétta átt. 1 STAÐ þess að ræða helzt um efnahagsmálin og alþjóðamálin, vék Reagan sér að öðru efni, verkaskiptingu milli sambands- rikisins og fylkjanna eða rikj- anna, sem mynda það. A þvi sviði boðaði hann mikla stefnubreyt- ingu. Um þetta fjallaði ræða hans fyrst og fremst. Bersýnilegt þykir á þessu, að Reagan hyggist með þessum hætti draga athyglina frá efna- hagsmálunum og utanrikis- málunum og gera verkaskiptingu sambandsrikisins og rikjanna að aðalmáli þingkosninganna, sem eiga að fara fram næsta haust. Það hefur jafnan verið kenning ■ Reagan Reagans siðan hann hóf veruleg afskipti af þjóðmálum, að sam- bandsrikið væri búið að taka að • sér of mörg verkefni. Verkefni þess væru stöðugt að aukast. Þetta væri röng stefna. Þvert á móti ætti að færa verkefni frá sambandsnkinu yfir tilrikjanna. Það verður ekki annað sagt en að Reagan hafi boðað mikla stefnubreytingu iþessum efnum i ræðu sinni á dögunum. Sam- kvæmt tillögum þeim, sem hann gerði grein fyrir i stórum dráttum, á að færa ekki færri en 40 verkefni, sem sambandsrikið annast nú, yfir til rikjanna. Reagan ætlast ekki til að þetta verði gert i skyndi. Fram- kvæmdin á eiginlega ekki að hefjast fyrr en 1984 eða á þvi ári, þegar næstu forsetakosningar fara fram i Bandari'kjunum. Þangað til á að vinna að undir- búningi breytinganna. Þær eiga svo að gerast i áföngum á næstu sjö árum. Arið 1991 á þessi áætlun hans að vera komin til fullra framkvæmda. Ætlun Reagans mun sú, að þingið failist á hana nú i stórum dráttum. Vafalaust verður mikið rættum þessa fyrirætlun Reagans næstu mánuði. Sennilega tekst honum það með henni að draga verulega athygli frá efnahagsmálunum og utanrikismálunum. Reagan þykir hafa sýnt það nú eins og oftáður, að hann er slyngur áróöurs- meistari. Vafalaust verður mikið deiit um þessar tillögur hans. Menn munu ekki eingöngu skiptast eftir flokkum, heldur engu minna eftir borgum og rikjum. Sum rikin eru þannig stödd, að þau munu fylgj- andi breytingunni, en um önnur riki gildir það gagnstæða. Ekki sizt er búizt við andstöðu i stór- borgum, þar sem þörf er fyrir mesta samhjálp. REAGAN lagði nokkru siðar fram fjárlagafrumvarpið fyrir 1983. Þar er reiknað með 92 millj- arða dollara halla. Tekjurnareru áætlaðar 666 milljarðar dollara, en útgjöldin 758 milljarðar doll- ara. Útgjöld til vigbúnaðar stör- aukast, en útgjöld til ýmissa félagsmála eru skorin niður. Liklegt þykir, að Reagan gangi ekki einsvelaðfá þetta frumvarp samþykkt og fjárlagafrumvarpið fyrir 1982, sem komst nokkurn veginn klakklaustgegnum þingið. Andstaða demókrata mun verða harðari nú en i fyrra. Þá má búast við, að ýmsir flokksbræður Reagans muni verða ófúsir til að fallastáeinsmikinn tekjuhalla og Reagan gerir ráð fyrir. Ýmsir hagfróðir menn halda þvi fram, að jafn mikill tekjuhalli hjá rikinu muni leiða til verð- bólgu, nema gripið verði til þess ráðs að hækka vextina. Af hækkun vaxtanna myndi hins vegar leiða samdrátt i atvinnu- rekstri og aukið atvinnuleysi. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Afgahanistan: Sovétmenn halda borgum og aðal- umferðarædunum ® Diplómatar i Kabúl höfuð- borg Afganistan, sögðu i gær, að nú, tveimur árum eftir inn- rás Sovétmanna i Afganistan væru tvisýnir bardagar á milli innlendra skæruliða og sovéskra hermanna einn dag- legt brauð, og hvorugum aðil- anum hefði tekist að ná yfir- höndinni. Segja þeir að staðan sé i raun sú að Sovétmenn ein- beiti sér að þvi að halda yfir- ráðum sinum yfir stærri borg- um og aðalvegum landsins, en restin af landinu sé i höndum uppreisnarmanna. Herma fregnir frá Kabúl að sovéskir hermenn séu nú að herða á baráttu sinni til þess að ná undirtökunum i barátt- unni við uppreisnarmennina. Fregnir þaðan herma einnig að skæruliðar frá Afganistan haldi þvi fram að þeir h^fi 90% landsins á sinu valdi, eþ þeim fréttum fylgir jafnframt sú skýring að Rússar ættu ekki i neinum vandræðum að kveða uppreisnarmennina niður, ef þeir kærðu sig um. Áætlað er að Sovétmenn séu nú með um 95 þúsund manna herlið i Afganistan og hafa þeir þá aukið \ið sitt um 5 þúsund mannsásl. ári. Þessir 95 þús- und sovéskra hermanna berjast þvi við hlið um 30 þús- und afgahanskra hermanna, gegn um það bil 90 þúsund skæruliðum frá Afganistan. Rússar njósna í Indónesíu ■ Fregnir frá Indónesiu herma að stjórnvöld þar i landi hafi beðið sovéskan diplómat að yfirgefa landið þegar i stað, vegna meintrar þátttöku f njósnum. Sagt er að diplómatinn hafi tekið þátt i á- tökum sl. laugardag, á Jakartaflugvellinum, þegar Sovétmenn reyndu að koma i veg fyrir að lögreglan i Indó- nesiu handtæki forstjóra sovéska flugfélagsins i lndó- nesiu, en hann er einnig ásak- aður um njósnir fyrir Sovét- rikin. Hann mun íljótlega verða leiddur fyrir rétt i Indónesiu. Nýjustu fregnir frá Indó- 1 nesiu herma að stjórnvöld hafi nú i haldi 12 manns, sem allir eru grunaðir um aö hafa stundað njósnirfyrir Sovétrik- in. Er talið að þessir atburðir muni hafa það i för með sér að samband Indónesiuog Sovét- rikjannna verði mun stirðara i framtiðinni en það hefur verið hingað til. ■ ■ 0ryggismálarádstefna út um þúfur í bili? ■ Enn hitnar i kolunum á öryggismálaráðstefnunni i Madrid, vegna áframhald - andi deilna á milli austurs og vesturs um ástandið i Pól- landi. Fregnir þaðan i gær hermdu að allt benti til þess að öryggismálaráðstefnunni yrði frestað um óákveðinn tima. Utanrikisráðherra Sviss gerði það i gær að tillögu sinni að ráðstefnunni yrði frestað um nokkra mánuði, til þess, eins og hann orðaði það ,,að reyna aðforðastað setja það i hættu, sem þegar hefur áunnist.” Talsmaður Bandarikja- manna sagði á fundi með fréttamönnum i Madrid i gær að Bandarikin myndu hvorki styðja né hafna tillögu um frestun ráðstefnunnar nú, heldur vildu þeir biða og sjá hver þróun mála yröi. Hann sagðist sjá i loftinu ógnun frá Sovétblokkinni, um uppistand á fundinum á morgun og i framhaldi af þvi sagðist hann finna aukinn vilja til þess að ráðstefnunni yrði frestað um óákveðinn tima. Varaformaður Einingar fyrir herdómstól ■ Talsmenn stjórnvalda i Póllandi, skýrðu fra þvi i Gdansk i gær að varafor- maður Einingar, samtaka ó- háðu verkalýðshreyfingar- innar i Póllandi, ætti að koma fyrir herrétt á næstunni, á- sakaður um að hafa skipulagt verkfallsaðgerðir eftir að her- lög I Póllandi tóku gildi. Var greint frá þvi að mál hans hefði verið sent til saksóknara herdómstólsins, en ekki hefði enn verið ákveðið hvenær málið yrði tekið fyrir. Varaformaður Einingar er æðsti starfsmaður Einingar til þessa sem ákærður er um að hafa brotið gegn herlögunum i Póllandi. Fregnir frá Gdansk herma að hann hafi þurft að fara á sjúkrahús eftir að hann var fangelsaður vegna hjartaá- falls. Hópur verkamanna og námaverkamanna i Póilandi hefur verið dæmdur af hér- rétti i Póllandi fyrir brot gegn herlögunum og hlutu mennirnir 4 ára fangelsisdóm. Yfirmaður fangelsa i Varsjá segir að rúmlega 4 þúsund manns séu enn i fangelsum. KÍNA: Kinverjar hafa nú gefið út reglugerð sem heimilar erlendum félögum að bora eftir oliu á landgrunni Kina. Umsókn- ir erlendra fyrirtækja hafa ekki fengiö afgreiðslu i 6 mánuði, meðan unnið var að þessari reglugerð. Talið er að yfir 40 félög hafi sótt um leyfi til þess að bora eftir oliu. BANDARIKIN: 1 árlegri skýrslu efnahagslegra ráðunauta Reagan Bandarikjaforseta segir að ekki sé búist við þvi aö takist á þessu ári aðendurreisa efnahag landsins. Reagan hefur sjálfur sagtaðstefna hansaðbindaendiá verðbólgu i Bandarikjunum á nokkrum árum, séeinna réttasvarið við aðsteðjandi erfiðleikum Bandarikjamanna i efnahagsmálum. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR: Formaður Mannréttindadeildar Sameinuðu þjóðanna hefur verið rekinn úr starfi sinu. Hann hefur oftlega gagnrýnt harðlega hve mannréttindi væru fótum troðin i mörgum löndum, S-Ameriku og hefur hann nafngreint löndin, eins og t.d. Argentinu. Talið er að það hafi verið fyrir þrýsting frá þessum löndum, sem formaðurinn var látinn fara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.