Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Séndum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Simi (91) 7 - 75-51, (91) 7 - 80-30. TTT?HU tTT71 Skemmuvegi 20 Ll-Hj-UH r±r . Rópavogi Mikiö úrval Opid virka daga 919 ■ Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 Litið við á Slökkvistöðinni í Öskuhllð FJÖRUTÍU IÍTKÖLL í DAG <$> Fimmtudagur 11. febrúar 1982 ■ „1 dag hefur mikið verið að gera hjá okkur og þrir sjúkra- bilar stöðugt i förum mestan hluta dags i 40 útköllum”, segir Einar Gústafsson aðalvarö- stjóri á Slökkvistöð Reykjavik- ur, en þar litum við Timamenn inn í gærkvöldi til þess að spyrja frétta af erli og ferlí slökkviliðs- manna borgarinnar þessa dag- ana. „baö sem af er árinu hefur sem betur fer ekki verið mikið um stórslys hjá okkur, þvi þau útköil sem þegar eru komin hafa flest verið smá á okkar mælikvarða”, segir Einar. ,,En enginn veit hvenær stórra at- burða er von og við erum þvi viðbúnir með fullskipaða 15 manna vakt allan sólarhring- inn. Slökkviliðsmenn eru nú 64 talsins og er þeim skipt niður á fjórar vaktir og er þetta lið sist of fjölmennt. Þá eru ekki taldir með 15 menn i eldvarnaeftirliti og á verkstæði en alls starfa 79 manns hérna”. Hvernig ganga útköil fyrir sig? „Þegar útkall kemur kviknar á ljósmerkjum hér i húsinu og sýnir t.d. hvitt ljós að um meiri háttar bruna geti verið að ræða, en aðrir litir tákna að óskað sé eftir sjúkrabil o.s.frv. Þá heyr- ist i hátalarakerfi hljóðmerki, sem einnig gefur til kynna eðli útkalls. Ég geri ráð fyrir að al- mennt liöi ekki nema ein minúta - frá þvi að kall berst og þar til við erum búnir að klæða okkur, taka til tæki og komnir út úr húsinu. Gefi tilefnið ástæðu til er hægt að kalla út varalið, — það kostar aðeins tvö handtök aöræsaútheila vaktsem komin verður á staðinn innan litillar stundar”. Er slökkviliöiö i Reykjavlk eins vel búið að tækjum og þú. gætir óskað? „Ég tel að slökkviliðið sé all vel búiöað tækjum, en alltaf má ' setja upp óskalista og fyrst þú spyrö þá mundi ég óska mér þess aö okkur bættist i bifreiöa- kostinn fjórhjóladrifinn dælu- vagn en við eigum einn slikan fyrir, sem oft hefur sannað gildi sitt í okkar oft erfiðu færð hér. Viö erum með okkar miðstöð hér og auk þess stöðina i Ar- bæjarhverfi. Hvort við þyrftum fleiri stöðvar i stækkandi borg? Ég vil hliðra mér hjá að svara þvi, það er fjárveitingarvalds- ins að ákvarða slikt. Hvað um sjúkraflutningana? „Sjúkraflutningarnir eru mikill hluti af okkar daglegu störfum og ég held að við mun- um hafa þá hendi framvegis, þótt ýmsir hafi haft áhuga á aö losna við þá. Erlendis er þetta misjafnt hvaðan sjúkrabila- þjónustu er annað, — sums staðar er þetta likt og hér, en annars staðar eru þetta sérstak- ar stöðvar eða þá að sjúkrahús- in eru sjálf með sjúkrabila”. Við stjórnborð stöðvarinnar hittum við Óskar ólafsson inni- varðstjóra sem verið hefur i slökkviliðinu frá 1943. Skipti- borðið sinnir útköllum fyrir öskjuhliöarstöðina og Arbæjar- stöð og þangað er nú smám saman verið að tengja útkalls- linur frá æ fleiri sjúkrastofnun- um, vörugeymslum, hótelum og stærri fyrirtækjum. Þannig er leitast við að fullkomna eld- varnarkerfi höfuðborgarinnar. Viö skiptiborðið er tengd klukka og segulband, þar sem öll simtöl vegna útkalla eru tek- in upp. „Þannig getum við sannað hvenær kall berst og svarað ásökunum sem stundum koma upp um að við höfum ver- ið lengi á staðinn”, segir óskar. „En oftast kemur á daginn að slökkviliðiö hefur verið sex eða sjö minútur á leiðinni, þegar mönnum finnst við hafa veriö kortér. Ég held að menn geti treyst fullkomlega á að hér halda menn vöku sinni og bregða skjótt við þegar kallið kemur.” —AM Timann'yS vantar \ fólk til blaöburðar i eftirtalin hverfi: ■ Þeir Einar Gústafsson aöalvaröstjóri og óskar Ólafsson innivarðsstjóri við boröiö f óskjuhllöar- stööinni. (Timamynd Róbert). dropar Ekki beðið boðanna ■ Tveir veröandi fcöur biöu saman á fæöingar- deildinni. Annar var aö veröa pabbi i fyrsta sinn, en hinn haföi staöiö f þessum ósköpum sjö sinnum Sá reynsiuminni virtist Iþungum þönkum en eftir mikið japl jaml og fuöur mannaöihann sig upp i aö spyrja þann reyndari: „Hvaö þarf aö iföa langur tfmi áöur en hmmmm... þú veist .... hægt er aö fara aö gera. þúsveist,... hitt..aftur?” Eftir nokkra umhugsun svaraöisá reyndari: „Ja, — þaö fer nú eigin- lega bara eftir þvi hvort konan er ein á stofu eöa ekki”. Árshátíðar- eftirköst B Menn muna kannski eftir þvi aö siöasta föstu- dagskvöld fór ýmislegt I handaskolum i sjón- varpsútsendingunni, — mynd og tal fór ekki sam- an, illskiljanleg hlé voru gerö á útsendingu, hluti kynningar á blómynd gleym dist og fle ira I þ ei m dúr. Eftirmiklar rannsóknir komust Dropar aö skýr- ingunni á þessu öllu sam- an: árshátfö Starfs- mannafélags sjónvarps var haldin kvöldiö áöur. Seinheppnir Þjóðvilja- menn • Eins og oft hefur kom- iö fram lætur Þjóöviljinn sér m jög annt um Ikarus- strætisvagnana margum- töluöu og þykir aö sér vegiö „persónulega” sé oröinu á þá hallaö. Um daginn leiddi Þjóö- viljinn fram á sjónarsviö- ið aldraöa konu og nokkra krakka og lét þau vitna um ágæti vagnanna, en strætisvagnastjóri nokk- ur, sem annig var talaö viö, fann þeim flest tQ foráttu. Til aö bæta upp á sakirnar lét Þjóöviljinn sig svo ekki muna um aö Ijúga þvi upp á Eirik As- geirsson, forstjóra SVR, aö hann heföi sagt aö „mikil og góö reynsla” væri af Ikarus-vögnunum erlendis. Hafi Þjóöviljamenn sfðustu fréttir Reykjavlkur- skákmótið ■ K. Helmers og Friðrik Ólafsson gerðu jafntefli, skák Jóhanns Hjartar- sonar og L. Shamkovic fór í bið, Helgi ólafsson vann A. Kuligowsky, skák D. Sahovic og Margeirs Péturssonar fór I bið, A. Abramovic og G. Forin- tos gerðu jafntefli, L. Schneider vann M. Bajo- vic, L. Alburt vann T. Horvath. A. Adorjan vann K. Kaiszauri, R. Byrne vannK. Bischoff, skák B. Ivanovic og Magnúsar Sólmundarsonar fór i bið, Haukur Angantýsson vann K. Frey, D. Gurevic vann R. Grunberg, skák Elvars Guðmundssonar og B. Kogan fór í bið, Jón L. Amason vann D. Good- man, S. Kindermann vann Róbert Haröarson, skák Jónasar P. Erlings- sonar og C. Höi fór i bið, K. Burger og G. Krahen- buhl geröu jafntefli, T. Wedberg vann Dan Hans- son, skák Stefáns Briem og Guömundar Sigurjóns- sonar fór i bið svo og skák þeirra Leifs Jósteinsson- ar og H. Westerinen og skák þeirra E. Mednis og Asgeirs Þórs Amasonar. D. Firmian vann Sævar Bjarnason, V. Zaltsman vann Július Friöjónsson, G. Iskov og Hilmar Karlsson gerðu jafntefli svo ogþeir Jóhannes Gísli Jónsson og Benedikt Jónasson, þeir Jóhann Orn Sigurjónsson og A. Savage og loks þeir Jó- hann Þórir Jónsson og Karl Þorsteins. Þá vann Zaltsman Július Friö- jónsson. Blaöburðarbörn óskast óðinsgata FreyjugataF Lindargata Simi 86-300 treyst því að Eirikur Iéti þetta óátalið þá hljöta þeir aö hafa oröiö fyrir miklum vonbrigöum þeg- ar hann sendi blaðinu leiöréttingu þess efnis aö hann heföi einungis sagt aö mQíil reynsla væri komin á Ikarus, en hann heföi engar spurnir af því haft hvort hún væri góö! Krummi ... heyriraö gárungarnir hjá SVR taki sér aldrei orðiö. Ikarus I munn án þess aö bæta bókstafnum I bæöi framan og aftan viönafn- iö...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.