Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 11. febrdar 1982 DENNI DÆMALAUSI ,,Hvar áitir þú heima áður en ég fæddist Wilson?" ,,t óverðskuld aðri paradis.” ýmislegt w — s Námskeið í barnagæslu — fyrir unglinga á aldrinum 12 til 17 ára ■ Dagana 10,, 11., 12., og 13. febrúar fer fram námskeið f barnagæslu á vegum byggöar- lagsnefndar II, J.C. Vik, Reykja- vík með aðstoð Rauða kross íslands. Þátttakendur eru 20 tals- ins á aldrinum 12—17 ára. Markmiö námskeiðsins er að gera stúlkur og pilta, sem taka aö sér barnagæslu, hæfari og betur undirbúin, ef óhapp eða slys ber að höndum. Námskeið sem þetta hafa verið haldin á hinum Noröurlöndunum á vegum Rauða krossins. Þaö var á siðastliðnum haust- dögum, að byggöarlagsnefnd II, J.C. Vik, Reykjavik ákvaö að setja á laggirnar slikt námskeið i þvi augnamiði aö auka öryggis- kennd þeirra unglinga sem taka að sér að gæta barna og ekki siöur til þess að auka öryggi barnanna og aöstandenda þeirra. Leitaði nefndin ráða hjá RKI og fékk ómetanlegar undirtektir og stuðning hjá þeim aðilum RKI, sem hlut eiga aö máli. Leiöbein- endurá námskeiði þessu eru bæði á vegum RKt og J.C. Vikur. Kennd er aðhlynning ungbarna, hvernig bregðast skal viö ýmsum slysum, sýnd kvikmynd sem tengist verkefninu, svo eitthvað sé nefnt. Ekki var taliö ráðlegt að aug- lýsa þátttöku i námskeiðinu á opinberum vettvangi, þar sem þetta er algjör frumraun hér- lendis, en takist námskeiöið vel er liklegt aö fleiri slik verði haldin siðar. Að lokum vill J.C. Vik færa full- trúm RKI bestu þakkir fyrir frá- bært framlag þeirra til verkefnis- ins. Námshópar í Listasafni ■ Listasafn tslands hefur nú á ný námshópa fyrir almenning um is- lenska og erlenda myndlist, en sú starfsemi hófst 1976 og mæltist mjög vel fyrir. Námshóparnir veröa meö þvi sniöi, aö fluttir verða fyrirlestrar með litskyggn- um og gefst tækifæri til fyrir- spurna og umræðu um efnið. Þátttöku skal tilkynna i sima 10665 eða 10695. NAMSHÓPAR UM MYNDLIST tslensk myndlist á 20. öld. 11. febrúar — 4. mars. Þann 11. febrúar mun Hörður Agústsson listmálari hefja röð fyrirlestra um islenska myndlist á 20. öld. Mun hann taka fyrir ákveðið timabil i hverjum fyrir- lestri, en þeir veröa fjórir alls. Straumar og setefnur f myndlíst eftir 1945 — 11. mars — 1. april. Þann 11. mars mun Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur hefja röð fyrirlestra um hrær- ingar I myndlist eftir 1945, einkum erlendri. Fyrirlestrar hennar verða fjórir alls. Ef þátttaka veröur góð i þessum tveim námshópum veröur væntanlega framhald á þessari fræðslustarfsemi aö hausti og er þá fyrirhugaö aö bjóða upp á 2—3 námshópa með svipuöu sniði en um önnur efni. Kvikmyndahátíð SÁK ■ Samtök áhugamanna um kvik- myndagerö halda sina árlegu kvikmyndahátið 27. og 28. feb. aö Hótel Loftleiðum. öllum þeim, sem áhuga hafa á kvikmyndagerö, er boöin þátt- taka. Myndir þarf að tilkynna fyrir 25. feb. i simum 91-40056 (Marteinn), 91-31164 (Sveinn) og 92-3177 (Kristinn). Keppt er i tveim aldursflokkum, a) yngri en 20áraogb) 20áraogeldri. Veittir eru nýir veglegir bikarar i hvorum flokki, auk verölauna- peninga. Purrkur Pillnikká Borginni ■ Hljómsveitin Purrkur Pillnikk heldur tónleika aö Hótel Borg, fimmtudaginn 11. febrúar. Þar koma fram, auk Purrksins hljóm- sveitirnar Q4U, Jonee Jonee og Linsubuff Haraldar Hiiditannar. Húsið opnar kl. 21, tónleikarnir hefjast kl. 22. gengi fslensku krónunnar G ugisskráning 4.febrúar 01 — rs andarikjadollar......... 02 — Sterlingspund.............. 03 — Kanadadollar............... 04 — Dönsk króna................ 05 — Norsk króna................ 06 — Sænsk króna................ 07 — Kinnsktmark ............... 08 — Franskur franki............ 0!)— Belgiskur franki........... 10 — Svissneskur l'ranki....... 11 — llollensk florina......... 12 — Vesturþýzkt mark.......... 13 — itölsklira ............... 14 — Austurriskur sch.......... 15 — Portúg. Escudo............ 16 — Spánsku peseti............ 17 — Japanskt yen.............. 18 — írskt pund................ 20 — SDR. (Sérstök dráttarréttindi KAUP SALA 9.542 9.568 17.700 17.749 7.861 7.882 1.2265 1.2298 1.5943 1.5987 1.6532 1.6577 2.1148 2.1206 1.5802 1.5845 0.2362 0.2368 5.0017 5.0153 3.6616 3.6715 4.0168 4.0278 0.00752 0.00754 0.5736 0.5752 0.1389 0.1393 0.0955 0.0957 0.04038 0.04049 14.141 14.180 ’ bókasöfn ADALSAFN — Utlánsdeild, Þingholts stræti 29a, simi 27155. Opið mánud. föstud. kl. 9-21, einnig á laugard. sept. april kl. 1316 AÐALSAFN — Lestrarsalur, Þing- holtsstræti 27, sími 27029. Opið alla daga vikunnar kl. 13-19. Lokað um helgar i mai, júni og ágúst. Lokað júli- mánuð vegna sumarleyfa. SÉRuTLAN — afgreiðsla i Þingholts- stræti 29a, simi 27155. Bókakassar lánaðir skipum, heilsuhælum og stofn unum. SoLHEIMASAFN — Sólheimum 27, simi 36814. Opið mánud.-föstud. kl. 9- 21, einnig B laygard. sept.-april kl. 13-16 BOKIN HEIM — Sólheimum 27, simi 83780 Simatimi: mánud. og fimmtud. kl. 10-12. Heimsendingarþjónusta á bókum fyrir fatlaða og aldraða HLJODBOKASAFN — Hólmgarði 34, simi 86922. Opið mánud.-föstud. kl. 10- 16. Hljóðbókaþjónusta fyrir sjón- skerta. I; HOFSVALLASAFN — Hof svallagölu 16, simi 27640. Opið mánud. föstud. kl. 16-19. Lokað i júlimánuði vegna sumarleyfa. BuSTADASAFN — Bústaðakirkju, sími 36270. Opið mánud. föstud. kl. 9 21, einnig á laugard. sept. april. kl. 13-16 BOKABlLAR — Bækistöð i Bústaða safni, s. 36270. Viðkomustaðir viðs vegar um borgina. bilanatilkynningar Rafmagn: Reykjavik, Kópavogur og Selt'iarnarnes- simi 18230, Hafnar fjörður, sími 51336, Akureyri simi 11414. Keflavik simi 2039, Vestmanna eyjai sfmi 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík, Kopa vogur og Hafnarf jördur, sími 25520, Seltjarnarnes, simi 15766. Vatnsveitubilanir: Reykjavik og Sel tjarnarnes, sími 85477, Kópavogur, simi 41580, eftir kl. 18 og um helgar sími 41575, Akureyri simi 11414. Kefla vik, símar 1550, eftir lokun 1552, Vest mannaeyjar, simar 1088 og 1533, Hafn arf jörður simi 53445. Simabilanir: i Reykjavik, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Hafnarfirði. Akureyri, Keflavik og Vestmannaeyjum tilkynn ist í 05. Bilanavakt borgarastofnana : Simi 27311. Svarar alla virka daga f rá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidög um er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við ti Ikynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa aö fá aðstoð borgarstofnana^ sundstaðir Reykjavik: Sundhöllin, Laugardals 'augin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl.7.20 20.30. (Sundhöllin þó lokuð a milli kl.13 15.45). Laugardaga k 1.7 .20 1 7 .30. Sunnudaga kl.8 17.30. Kvennatimar i Sundhöllinni á f immtu dagskvöldum kl. 21 22. Gufuböð i Vesturbæjarlaug og Laugardalslaug. Opnunartima skipt milli kvenna og karla. Uppl. i Vesturbæjarlaug í síma 15004, i Laugardalslaug i sima 34039. Kopavogur Sundlaugin er opin virka daga k 1.7 9 og 14.30 ti I 20, a laugardög um k1.8 19 og a sunnudögum k1.9 13. AAiðasölu lykur klst. fyrir lokun. Kvennatimar þriðjud. og miðvikud. Hafnarfjöröur Sundhöllin er opin á virkum dögum 7-8.30 og k 1.17.15 19.15 á laugardogum 9 16.15 og á sunnudögum 9 12. Varmárlaug i Mosfellssveit er opin manudaga til föstudaga k1.7 8 og kl.17-18.30. Kvennatimi á fimmtud. 19 21. Laugardaga opið k1.14 17.30 sunnu daga kl.10 12. JSundlaug Breiðholts er opin alla virka Ldaga frá kl. 7.20-8.30 og 17.00-20.30: jSunnudaga kl. 8.00-13.30. áætlun akraborgar Fra Akranesi Kl. 8.30 — 11.30 — 14.30 — 17.30 i april og oktober verða kvöldferðir á sunnudögum.— l mai, júni og septem- ber verða kvöldferðir á föstudögum og sunnudögum. — l júli og ágúst verða kvöldferðir alla daga, nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi k 1.20,30 og fra Reykjavik kl.22.00 Afgreiðsla Akranesi simi 2275. Skrif- stofan Akranesi simi 1095. Afgreiðsla Rvik simi 16050. Simsvari i Rvík simi 16420 Frá Reykjavik K1.10.00 13.00 16.00 19.00 17 útvarp j ■ Lilja Guörún Þorvaldsdótt- ■ Siguröur Skúlason FYRSTA ÁSTIN ■ I kvöld kl. 20.30 veröur flutt leikritiö „Fyrsta ástin” eftir Ivan Turgenjev I leikritsgerö Joan O’Connon. Þýöandi er Asthildur Egilson en Gunnar Eyjólfsson annast leikstjórn. Meö stærstu hlutverkin fara Lilja Guörún Þorvaldsdóttir, Andri Clausen og Siguröur Skúlason. Leikritiö er um einn og hálfur klukkutimi I flutn- ingi. Tæknimaöur: Vigfús Ingvarsson. Vladimir Voldemar er aö rifja upp minningar frá ung- lingsárunum þegar hann dvaldist meö fjölskyldu sinni i sumarhúsi utan viö Moskvu. Honum hafði fundist lifiö ósköp hversdagslegt þar til einn daginn aö fólk flytur I litla skógarhúsiö i nágrenninu. Það er Zasyekina prinsessa og Zinaida dóttir hennar. Kynni takast meö henni og Vladimir og hann fer aö líta lifiö bjart- ari augum. Ivan Sergejevitsj Turgenjev er einn þekktasti rithöfundur Rússa á siöustu öld. Hann fæddist i Orel 1818, kominn af gamalli aöalsætt. Eftir nám I heimspeki og bókmenntum i heimalandi sinu fór hann til Berlinar og var þar viö heim- spekinám i nokkur ár. Siöan gekk hann I þjónustu rikisins en helgaöi sig ritstörfum ein- göngu eftir þritugt. Frá 1855 bjó hann aö mestu leyti I Þýskalandi og Frakklandi þar sem hann lést 1883. Sveitalifiö er kærasta yrkis- efni Turgenjevs, enda lýsir hann þvi af næmum skilningi. Still hans er léttur og ljóörænn framan af ævi en þyngist nokkuö meö aldrinum. Turgenjev skrifaöi jöfnum höndum skáldsögur, frásagnir og leikrit. Þekktasta saga hans er að likindum „Feöur og synir” sem komiö hefur út á islensku. Otvarpiö hefur áöur flutt eftirhann leikritiö „Mánuöur I sveitinni” 1968. útvarp Fimmtudagur 11. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. 7.20 Leik- fimi. 7.30 Morgunvaka. Umsjón: Páll Heiöar Jónsson. Samstarismenn: Einar Kristjánsson og Guörún Birgisdóttir. (8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorö: Bjarni Pálsson talar. Forustugr. dagbl. (Utdr.). 8.15 Veöurtregnir. Forustu- gr. frh.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnna: „Búálfarnir flytja" eftir Valdisi óskarsdóttur. Höfundur les (17). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veuríregn- ir. 10.30 Tónleikar Þulur velur og kynnir. 11.00 Vcrslun og viöskipti. Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. Rætt veröur við Axel Clausen um verslunar- störf i þrjá aldarfjórðunga. 11.16 Létt tónlist. Ýmsir flytjendur. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Dag- stund i dúr og moll. Umsjón: Knútur R. Magnússon. 15.10 „Vitt sé ég land og fagurt” eftir Guömund Kamban. Valdimar Lárusson leikari les (3). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.50 Veðurfregnir. 16.20 Lagiö mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 Siödegistónlekar. Maurizio Pollini leikur Pianóetýöur op. 10 eftir P'rédéric Chopin — Fil- harmóniusveitin i Vin leikur Sinfóniunr. 4 i d-mollop. f20 eftir Robert Schumann; Georg Solti stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Erlendur Jónsson flytur þáttinn. 19.40 A vettvangi. Stjórnandi þáttarins: Sigmar B. Hauksson. Samstarfs- maður: ArnþrUður Karisdóttir. 20.05 Einsöngur i útvarpssal. Agústa Ágústsdóttir syngur lög eftir Franz Schubert. Jónas Ingimundarson leikur með á pianó. Í20.30 Leikrit: „Fyrsta ástin” eftir Ivan Turgenjev. Leik- gerð: Joan O’Connor. Þýðandi: Ásthildur Egilson. Leikstjóri: Gunn- ar Eyjólfsson. Leikendur: Litlja Guðrún Þorvaldsdótt- ir, Andri örn Clausen, Sig- urður Skúlason, Sigurður Karlsson, Margrét Ólafs- dóttir, Eyvindur Erlendsson, Aðalsteinn Bergdal, Jóhann Sig- urðsson, Hjalti Rögn - valdsson, Hákon Waage, 1 Valur Gislason og Briet Héðinsdóttir. 12.00 Roland Cedermark leik- ur á harmonfku. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. I.estur Passiusálma (4) 22.40 An ábyrgöar. Auöur Haralds og Valdis óskarsdóttir sjá um þátt- inn. 23.05 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárllk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.