Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 18
18 Kvikmyndir og leikhús Fimmtudagur 11. febrúar 1982 kvikmyndahornid ■ ■ • Dæmisaga úr Gúlaginu STALKEH Sýningarstaöur: Regnboginn. Leikstjóri: Andrei Tarkovsky. Aðalhlutverk: Aleksander Kaidanovsky (Stalker), Anatoly Solonitsin (rithöfundur), Nikolai Grinko (prófessor), Alisa Freindlikh (eiginkona Stalkers). Handrit: Arkady Strugatsky og Boris Strugatsky, eftir eigin sögu. Myndataka: Aleksander Knyazhinsky. Framleiðandi: Mosfilm 2, 1979. ■ „Allir spyrja mig hvað hlutirnir þýði i kvikmyndum minum. Það er hræðilegt! Listamaður þarf ekki að svara slikum spurningum. Ég hugsa ekki svo djúpt um verk min — ég veit ekki hvað tákn min geta þýtt. Það sem skiptir mig máli, er að þau vekja tilfinn- ingar... Ef þú leitar að mein- ingu missirðu af öllu, sem gerist. Það að hugsa þegar þú horfir á kvikmyndir gerir þér erfiðara að upplifa hana.” Svo segir Andrei Tarkovsky, höfundur kvikmyndanna Solaris, Spegill og nú Stalker, sem sýnd var á kvikmynda- hátiðinni i Reykjavik. En þótt vissulega sé hægt að sökkva sér ofan I myndina sem slika, þá fer ekki hjá þvi að áhorf- andinn hljóti jafnframt að velta þvi rækilega fyrir sér hvað höfundurinn er að fara. Kvikmyndin er að visu nógu merkileg út af fyrir sig án slikra vangaveltna, þvi þar er okkur varpað inn i þá óhugnanlegu framtið, sem kann að blasa við iðnvæddum rikjum ef iðnaðarmengunin fær að leggja lifriki jarðar- innar i rúst. Og kannski er þessi framtið ekki svo f jarlæg, þvi þær rústir iðnaðarþjóð- félags, sem birtast i myndinni, eru ekki sviðsmyndir i eigin- legri merkingu heldur er þetta dauða svæði að finna i Eist- landi. Tarkovsky byggir mynd sina á visindasögu, en breytir henni i veigamiklum atriðum. Sagan sjálf er t.d. látin gerast i Ameriku, en myndin i ónafn- greindu landi. Greint er frá sérstöku bannsvæði, þar sem talið er að loftsteinn eða eitt- hvað þvilikt hafi lent fyrir um tuttugu árum. A þessu svæði er sérstakt herbergi, og þar er talið að fólk geti fengið innstu óskir sinar uppfylltar. Stjórn- völd hafa lokað svæðið af og gæta þess með virgirðingum, varðturnum, flóðljósum og vopnuðum vörðum. Sérstakir leiðsögumenn, sem bera nafnið Stalker, taka að sér að smygla fólki inn á bannsvæðið og leiðbeina þvi að herberginu dularfulla, en leiðin þangað er þyrnum stráð og hættum. Myndin lýsir ferð Stalkers með tvo menn, rithöfund og visindaprófessor, inn á bann- svæðið og að herberginu, sem þeir þó vilja ekki fara inn i þegar á leiðarenda kemur, kannski vegna skorts á trú. Mestur hluti myndarinnar lýsir ferðinni um bannsvæðið aðherberginu margumrædda, og er sá hluti myndarinnar i litum, en hinir kaflarnir sem teknir eru utan bannsvæðis- ins, svarthvltir. Auðkenni iönaðar mengúnarinnar er hins vegar það sama á báðum stöðunum. A ferð sinni stunda þre. - menningarnir heimspekilegar umræður m.a. um trú, list og ólik viðhorf og aðferðir rit- höfunda og vísindamanna. Sú umræða er a.m.k. stundum veikasti þáttur myndarinnar, þar sem oft er fjallað um grundvallarviðhorf þar á meðal til listsköpunar, með mjög almennum orðum. En hvað er svo Tarkovsky að fara annað en að sýna okkur hrikalegar afleiðingar iðnaðarmengunár og heim spekilegar vangaveltur? Jú, bannsvæði likist engu frekar en fangabúðum. Stjórnvöld virðast ekki jafn hrædd við neitt eins og þá von, sem sögurnar um herbergið, þar sem innsta ósk manna er veitt (frelsisóskin?), virðist vekja. Og jiegar litið er á leiðsögumanninn, Stalker, sem fórnar sér til að leiða menn að þessum forboðna stað, þá fer ekki á milli mála að myndin er pólitisk dæmi- saga um Sovétrikin sjálf, þvi Stalker, krúnurakaður og klæddur i larfa er lifandi imynd andófsmannsins úr Gúlaginu, andófsmannsins sem lifirfyrirtrúna á hinafor- boðnu von um betra og frjáls- legra þjóðfélag og getur ekki hætt andófsstarfi sinu þótt það kosti fangelsisvist. Og sú lýsing, sem kona hans gefur undir lok myndarinnar á af- leiðingum starfs hans sem Stalker, er ekkert annað en raunsæ frásögn af hörðum aðbúnaði eiginkvenna andófs- manna þar eystra. Myndin endar á þætti um barn þeirra hjóna. Það hefur ýmsahæfileika,sem venjulegt fólk hefur ekki, getur m.a. hreyft hluti með hugarork- unni. Kannski tilvisun til þess, að með nýrri kynslóð sé von um betri tima. —ESJ. 'Ellas Snæland Jónsson skrifar ★ ★ ★ ★ .★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ Járnmaðurinn Báturinn er fullur Stalker Vera Angi Barnaeyjan Private Benjamin Ævintýrið um feita Finn Glæpurinn i Cuenca Jón Oddur og Jón Bjarni Stjörnugjöf Tímans * * * ‘ frábasr • * + * mjög góö • * * göð • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.