Fréttablaðið - 27.04.2008, Qupperneq 6
6 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR
BANDARÍKIN, AP Tilraunir Baracks
Obama til að beina athyglinni frá
harðvítugum ummælum fyrrver-
andi prests síns hafa borið tak-
markaðan árangur. Á föstudaginn
vakti presturinn sjálfur á ný
athygli á þeim í viðtali þar sem
hann sagði þau hafa verið slitin úr
samhengi.
Obama þarf nú að ná yfirburða-
sigri í næstu prófkjörum Demó-
krataflokksins, sem verða í Indi-
ana og Norður-Karólínu
þriðjudaginn 6. maí. Að öðrum
kosti gætu ofurkjörmennirnir svo-
nefndu misst trúna á honum.
Hillary Clinton tókst að ná
góðum sigri í Pennsylvaníu og
tryggði sér þar með framhald sitt í
prófkjörsbaráttunni eins lengi og
hún sjálf telur sér stætt.
Ummæli prestsins Jeremiahs
Wright spila þar nokkra rullu.
Repúblikanar í Norður-Karólínu
eru farnir að sýna auglýsingar
með þessum illræmdu ummælum
til að draga úr trúverðugleika
frambjóðenda Demókrataflokks-
ins til ríkisstjóraembættis þar, en
þeir hafa lýst yfir stuðningi við
Obama sem forsetaefni flokksins.
Í auglýsingunum er Obama sagður
„of mikill öfgamaður fyrir Norður-
Karólínu“.
Wright segist sjálfur, í fyrsta
viðtalinu sem hann gefur síðan
málið komst í hámæli, vera vanur
því að vera í andstöðu við kerfið,
en nú hafi gömul ummæli úr stól-
ræðum verið tekin úr samhengi og
notuð gegn sér: „Það er nýtt fyrir
mig.“
Obama er engu að síður spáð
nokkuð öruggum sigri í Norður-
Karólínu. Þar er kosið um 115
landsfundarfulltrúa. Honum er
einnig spáð öruggum sigri í Indi-
ana, þar sem kosið er um 72 full-
trúa.
Obama hefur nú þegar tryggt
sér atkvæði 1.724 fulltrúa á lands-
fundi Demókrataflokksins í lok
ágúst, en Clinton hefur vísan
stuðning 1.593 fulltrúa, samkvæmt
talningu fréttastofunnar Associat-
ed Press.
Til þess að hljóta útnefningu
flokksins þarf atkvæði 2025 full-
trúa. Hvorugt þeirra getur tryggt
sér nægan fjölda atkvæða í próf-
kjörum og þarf því að treysta á
stuðning ofurfulltrúanna svo-
nefndu, nærri 800 þingmanna og
forystumanna flokksins sem ganga
óbundnir til atkvæða á landsfund-
inum. gudsteinn@frettabladid.is
Obama reynir að
halda í atkvæðin
Nú er það Barack Obama sem þarf að sanna sig með því að vinna með miklum
mun í næstu prófkjörum til að detta ekki út úr baráttunni gegn Hillary Clinton.
BLAÐAMANNAFUNDUR Á BENSÍNSTÖÐ Barack Obama er nú á fleygiferð um Indiana að safna atkvæðum. Á föstudaginn hélt
hann blaðamannafund á bensínstöð í Indianapolis. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Einn eða fleiri
skemmdarvargar brutu átta
rúður á Ísafirði laust eftir
miðnætti aðfaranótt laugardags.
Lögregla leitar nú vitna að
skemmdarverkunum.
Fyrst voru tvær rúður brotnar í
strætisvagnaskýli og því næst
tvær rúður í verslunarmiðstöð-
inni á Skeiði. Tvær rúður voru
brotnar í sendiferðabifreið á
bílastæði verslunarmiðstöðarinn-
ar, hliðarspegill á bifreið sem stóð
við Árholt og afturrúða á bifreið
við Móholt.
Vitni eru beðin um að hafa
samband við lögregluembættið á
Vestfjörðum. - sgj
Lögregla leitar vitna:
Glerbrjótur
gengur laus
HEILBRIGÐISMÁL „Það er í raun ekki
tekin ákvörðun um höfnun eða
útgáfu á starfsleyfi heldur er
ákveðið að auglýsa að nýju til tólf
ára,“ segir Elsa Ingjaldsdóttir,
framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
eftirlits Suðurlands um afgreiðslu
heilbrigðisnefndar Suðurlands á
starfsleyfisskilyrðum Lýsis vegna
fiskþurrkunar í Þorlákshöfn.
Innsend erindi og starfsleyfi
voru tekin fyrir í nefndinni síðast-
liðinn þriðjudag. Í bókun nefndar-
innar kemur fram að í ljósi þess að
úrskurður umhverfisráðherra frá
10. desember 2007 er einungis til
12. júní næstkomandi samþykki
nefndin að auglýsa starfsleyfið að
nýju með gildistíma til 12 ára. Sé
það í samræmi við samræmdan
gildistíma starfsleyfa allra heil-
brigðiseftirlitssvæða á Íslandi.
Bókunin tiltekur einnig að þær
innsendu athugasemdir sem
þegar hafa borist vegna starfs-
leyfis Lýsis hf. muni nefndi fara
yfir og meta eftir endurauglýs-
ingu.
Starfsleyfisskilyrðin þurfa að
liggja frammi til auglýsingar í
fjórar vikur. Ákvörðun um hvort
Lýsi fái starfsleyfi eftir að núver-
andi leyfi þeirra rennur út er því
frestað um fjórar vikur. „Það var
ákveðið að auglýsa starfsleyfið
óbreytt en með gildistíma til tólf
ára. Það var ákvörðunin.“
Í ákvörðun ráðherra segir að
setja skuli upp þvottaturna enda
fáist til þess leyfi þar til bærra
yfirvalda. Í auglýstum starfsleyf-
isskilyrðum er uppsetning turn-
anna. Turnarnir eru mengunar-
búnaðurinn sem deilt hefur verið
um. „Þetta þýðir að ef leyfið fæst
ekki hjá sveitarfélaginu dettur
þetta ákvæði um sjálft sig þannig
að fyrirtækið er ekki að brjóta á
starfsleyfisskilyrðum.“ - ovd
Heilbrigðisnefnd Suðurlands auglýsir starfsleyfi umdeildrar fiskþurrkunar til tólf ára:
Ákvörðun frestað um mánuð
HAUSAÞURRKUN MÓTMÆLT Fulltrúar
íbúa í Þorlákshöfn afhenda Elsu Ingj-
aldsdóttur undirskriftir 523 íbúa þar sem
starfsleyfi Lýsis er mótmælt. MYND/GKS
SAMTÖK „Hugsunin á bak við þetta
framtak er að nýta mat sem er við
það að renna út, og yrði annars
hent, til að fæða þá sem á þurfa að
halda,“ segir Snorri Páll Jónsson,
einn aðstandenda samtakanna
Matur ekki einkaþotur, sem í gær
buðu gestum og gangandi upp á
ókeypis mat á Lækjartorgi.
Að sögn Snorra eru samtökin
stofnuð að fyrirmynd bandarískrar
hreyfingar sem kallar sig Food not
bombs, eða Matur ekki sprengjur. Í
samtökunum er fólk sem er orðið
þreytt á aðgerðarleysi ríkisstjórn-
arinnar í málefnum heimilislausra,
og kýs að gera eitthvað í málunum.
„Þetta eru beinar aðgerðir. Banda-
ríkin eyða allt of miklu fé í stríðs-
rekstur, og að sjálfsögðu er nafnið
Matur ekki einkaþotur afar viðeig-
andi hér á landi í ljósi atburða síð-
ustu vikna,“ segir Snorri.
Samtökin fengu gefins mat frá
hinum ýmsu verslunum, sem með-
limirnir elduðu síðan ofan í hvern
þann sem vildi á Lækjartorgi. „Við
fengum mun meiri mat en ég bjóst
við og það er hreint til fyrirmyndar
hjá verslunareigendum að taka þátt
í þessu.“
Að sögn Snorra munu samtökin
reyna að halda uppteknum hætti
næstu laugardaga, svo framarlega
sem verslanir halda áfram að
útvega þeim fríar matvörur. - kg
Samtökin „Matur ekki einkaþotur“ buðu almenningi upp á ókeypis mat í gær:
Nýta mat sem ella yrði hent
ÓKEYPIS Meðlimir samtakanna elduðu
ofan í vegfarendur á Lækjartorgi.
Finnst þér rétt hjá Láru Ómars-
dóttur fréttamanni að segja
upp starfi sínu?
Já 51,3%
Nei 48,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Þarf að efla mannréttindaskrif-
stofu Reykjavíkur?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN