Fréttablaðið - 27.04.2008, Blaðsíða 10
10 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
MARKAÐURINN
á www.visir
alla daga
Þ
að er tilhneiging okkar að fara að stóla of mikið á hyggju-
vit stjórnmálamanna og frumkvæði ríkisvaldsins þegar
erfiðleikar blasa við í efnahagslífi þjóðarinnar. Þegar allt
er í blóma er rík krafa um að einstaklingar fái frið fyrir
löggjafarvaldinu til orða og athafna. Í þrengingum vilja
hins vegar sífellt fleiri að hið opinbera beiti sér með markvissum
hætti, jafnvel með íþyngjandi aðgerðum fyrir allan almenning, til
að draga úr afleiðingum niðursveiflunnar.
Þannig hefur það verið í gegnum hagsögu síðustu tveggja alda.
Skattheimta, reglugerðagleði og vald ríkisins hefur aukist í kjölfar
samdráttar í efnahagslífi þjóða og stríðsátaka. Einstaklingar virð-
ast missa sjálfstraustið þegar erfiðleikar blasa við og eru frekar
tilbúnir til að fórna frelsinu fyrir ímyndað öryggi.
Tilhneiging í þá átt birtist í ræðu formanns bankaráðs Lands-
bankans á miðvikudaginn. Björgólfur Guðmundsson sagði í ræðu
sinni á aðalfundi bankans að Íslendingar ættu að koma sér upp
þjóðarsjóði sem hefði tekjur af auðlindum lands og hugviti þjóð-
arinnar. „Þjóðarsjóði sem myndi verja efnahagslífið og hagstjórn-
ina fyrir svipuðum áföllum og þeim sem hafa dunið á okkur síð-
ustu mánuði. Að mínum dómi ættu stjórnvöld að huga að stofnun
slíks sjóðs jafnhliða því sem þau kanna með hvaða hætti öðrum
má stuðla að stöðugleika í íslensku efnahags- og atvinnulífi,“ sagði
Björgólfur.
Það er vissulega virðingarvert að formaður bankastjórnar leggi
fram hugmynd til að auka hér stöðugleika og horfi til framtíðar í
þeim efnum. Hins vegar er hugmyndin ekki góð.
Í fyrsta lagi leggur Björgólfur til að auknar byrðar í formi skatt-
heimtu verði lagðar á einstaklinga í ákveðnum greinum. Sjávarút-
vegur virðist alltaf vera ein þeirra atvinnugreina sem menn horfa
til þegar það vantar fleiri krónur í opinber verkefni. Ef svona sjóð-
ur á að hafa tekjur af hugviti þjóðarinna mega í raun allir aðrir
eiga von á íþyngjandi gjaldtöku í þágu þjóðarsjóðs.
Í öðru lagi er óljóst hvernig nota eigi svona þjóðarsjóð til að
verja efnahagslífið. Eiga stjórnendur hans að vera með inngrip
á gjaldeyrismarkað? Eiga þeir að dæla peningum í opinber verk-
efni þegar hægist um í efnahagslífinu? Á sjóðurinn jafnvel að vera
virkur þátttakandi á hlutabréfamarkaðnum?
Í þriðja lagi byggist forsenda sjóðsins á því að opinberir aðilar
hafi hér ríkara hlutverk í þróun efnahagsmála en að skapa almenn-
ar leikreglur um efnahagsstjórnina. Menn verða að hafa mikla trú
á getu stjórnmálamanna til að taka skynsamlegar ákvarðanir við
erfiðar aðstæður til þess að það gangi upp. Einnig að þeir falli ekki
í þá freistni að þjóna skammtímahagsmunum fyrir kjördag í stað
langtímahagsmuna þjóðarinnar allrar.
Það tók mörg ár að vinda ofan af því sjóðakerfi sem íslensk
stjórnmál byggðust á í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Efna-
hagsumgjörðin á Íslandi er í megindráttum í lagi þó mikið sé deilt
um gagnsemi íslensku krónunnar. Stólum ekki aftur á hyggjuvit
stjórnmálamanna og frumkvæði ríkisvaldsins til að leysa úr okkar
málum. Frumkvæði einstaklinganna sjálfra er miklu líklegra til
árangurs eins og Björgólfur Guðmundsson hefur sjálfur sannað.
Stólum á okkur sjálf í staðinn fyrir stjórnmálamenn:
Óþarfur
þjóðarsjóður
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR
Verkin tala
Bætt kjör aldraðra og öryrkja eru eitt af forgangs-málum núverandi ríkisstjórnar. Á fáeinum mán-
uðum hafa verið teknar ákvarðanir sem munu skila
öryrkjum og öldruðum umtalsverðum kjarabótum.
Fyrstu stóru áfangarnir skiluðu sér til lífeyrisþega
um síðustu mánaðamót en þegar kjarabæturnar verða
að fullu komnar til framkvæmda nemur andvirði
þeirra 9 milljörðum króna á ári. Og þetta er bara byrj-
unin.
Framsóknaráratugur glataðra tækifæra
Ríkisstjórnarseta Framsóknarflokksins 1995-2007 á
mestu uppgangstímum í íslensku efnahagslífi
einkenndist af stöðugri vanrækslu á þessu sviði.
Samtök lífeyrisþega þurftu að standa í dómsmálum til
að fá ráðherra Framsóknarflokksins til að virða
grundvallarmannréttindi. Greiðslur frá Trygginga-
stofnun ríkisins sem hlutfall af lágmarkslaunum
verkafólks lækkuðu stöðugt framan af framsóknar-
áratugnum. Þegar Framsókn hrökklaðist loks úr
ríkisstjórn 2007 var þetta hlutfall ekki enn orðið
jafnhátt og það var áður en Framsókn hóf ríkisstjórn-
arþátttöku sína 1995. Með öðrum orðum: Framsóknar-
flokkurinn náði ekki á uppgangstímum að verja hag
aldraðra og öryrkja. Alþýðuflokknum tókst betur upp
árið 1995 - eftir sjö samdráttarár. Fátt sýnir betur
áhugaleysi Framsóknarflokksins í velferðarmálum.
Hækkun lífeyris um 7,4%
Um áramótin hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um
3,3 prósent. Í framhaldi af samningum Alþýðusam-
bands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, þar sem
lægstu laun voru hækkuð sérstaklega, var ákveðið að
hækka bætur lífeyrisþega til samræmis við meðaltals-
hækkun lægstu launa, sem áætluð var um það bil 7
prósent á árinu. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga
hafa því hækkað um 7,4 prósent á þessu ári eða um
9.400 krónur til þeirra sem aðeins fá óskertar
greiðslur úr almannatryggingum.
Lágmarksframfærsluviðmiði flýtt
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í
tengslum við samningana var einnig kveðið á um
mótun lágmarksframfærsluviðmiðs vegna lífeyris-
þega, sem á meðal annars að taka tillit til hækkunar
lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum. Félags-
málaráðherra hefur kallað eftir að þetta viðmið liggi
fyrir eigi síðar en 1. júlí nk. Hagsmunasamtök
lífeyrisþega hafa lengi barist fyrir því að lágmarks-
framfærsluviðmiðið verði viðurkennt.
Fjölþættar kjarabætur
Rétt er að minna á að 1. apríl komu einnig til fram-
kvæmda fyrstu aðgerðirnar sem ríkisstjórnin
tilkynnti um við síðustu áramót og hafa verið í
undirbúningi síðan. Þær fela í sér margvíslegar
kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum, meðal
annars um algjört afnám tekjutenginga við maka,
umtalsverðar hækkanir frítekjumarka vegna
atvinnutekna, sérstök frítekjumörk vegna fjármagns-
tekna og lífeyrissjóðstekna, beinar hækkanir bóta,
hækkun vasapeninga á dvalar- og hjúkrunarheimilum
og lækkun skerðingarhlutfalls ellilífeyris. Breytingar
þessar öðlast gildi á árinu og afnám skerðingar vegna
séreignarsparnaðar öðlast gildi um næstu áramót. Þá
er unnið að útfærslu kjarabóta til öryrkja sem stefnt
er að því að taki gildi 1. júlí nk.
Það mun taka langan tíma að bæta fyrir vanrækslu-
syndir Framsóknar úr síðustu ríkisstjórnum, en það
verk er hafið.
Svik við elli- og
örorkulífeyrisþega
Fyrrverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði samkomulag árið 2006
við ASÍ, ÖBÍ og aldraða um viðmið almannatrygg-
ingabóta. Þetta var gert eftir að svokölluð Ásmund-
arnefnd skilaði af sér tillögum til ríkisstjórnarinn-
ar. Í þeim var lagt upp með að hækka þá þrjá flokka
tryggingabóta sem mynda lágmarksgrunnlífeyri og
að setja viðmið við dagvinnutryggingu launafólks en
ekki lægstu taxta, enda gefur það mun raunsannari
mynd af raunverulegum launum á vinnumarkaði.
Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
hefur breytt þessu viðmiði í það að miða við lægstu
taxta sem finnast í launatöflum, sem veldur því að
bætur almannatrygginga eru um 10 þúsund krónum
lægri í dag en ef viðmiðið hefði verið óbreytt. Þar
með er allur ávinningur af samkomulaginu síðan
2006 tekinn til baka og gott betur. Fjárframlög til
lífeyrisþega skerðast þannig um 3,6 milljarða króna
á ársgrundvelli. Ofan á kjaraskerðingu ríkisstjórn-
arinnar mun svo vaxandi verðbólga éta snarlega upp
þá hækkun sem þessum hópum var þó úthlutað, sem
var 7,3 prósent.
Ekki kemur á óvart að ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar er tekin án umræðu og samráðs við fulltrúa
þessara hópa.
Staðið verði við samkomulag fyrri ríkisstjórnar
Þessu hafa ASÍ, aldraðir og öryrkjar harðlega
mótmælt ásamt okkur framsóknarmönnum, en
þingflokkurinn sendi frá sér harðorða fréttatilkynn-
ingu miðvikudaginn 23. apríl þar sem skorað er á
ríkisstjórnina að endurskoða afstöðu sína og
ákvörðun.
Það má velta fyrir sér forgangsröðun ríkisstjórn-
arinnar því á sama tíma og þeir sem minnst hafa eru
neyddir til að taka á sig þessa skerðingu, nýtir
ríkisstjórnin svipaða fjármuni til að afnema
tekjutengingar við atvinnutekjur og skerðingar
vegna tekna maka.
Vissulega eru það einnig þjóðþrifamál, en þeir
sem hafa allra minnst og eru mest þurfandi eru
skildir eftir. Teknir eru peningar úr þeim vasa sem
minnst er í og þeir færðir yfir í vasa þar sem meira
er að finna.
Ríkisstjórn í afneitun
Forsætisráðherra svaraði óundirbúinni fyrirspurn
formanns Framsóknarflokksins í þinginu um þessi
mál þannig að ekkert hefði breyst í viðmiðun
varðandi útreikninga á kjarabótum elli- og örorkulíf-
eyrisþega. Það er ekki rétt og auðvelt að sjá það
svart á hvítu. Elli- og örorkulífeyrisþega vantar
10.000 krónur mánaðarlega til að staðið sé við rétta
viðmiðun. Þetta hefur verið staðfest á aukafundi í
félags- og tryggingamálanefnd sem Birkir Jón
Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, bað um
til að yfirfara þessi mál.
Hér er um að ræða stefnubreytingu sem ríkis-
stjórnin þarf að svara fyrir og sem við framsóknar-
menn hörmum. Við munum beita okkur fyrir því að
staðið verði við samkomulagið.
BITBEIN Valgerður Sverrisdóttir spyr:
Ætlar ríkisstjórnin ekki að standa við
niðurstöðu Ásmundarnefndarinnar?
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
Bjarnargreiði
Umburðarlyndi manna er misjafnt.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
fékk tölvubréf í kjölfar aðgerða lög-
reglunnar gegn mótmælendum við
Rauðavatn þar sem hann var hvattur
til að lina sársauka þjóðarinnar með
því að skjóta sig. Einnig var honum
óskað banvæns sjúkdóms sem hann
mætti þjást lengi af. Björn birtir þetta
á síðu sinni en lætur þar við sitja.
Að honum vegið
Árni Johnsen skrifaði grein
í Morgunblaðið í gær um
samgöngumál Eyjamanna
og sagði þar meðal
annars. „Aðaltengiliður
fyrrverandi samgöngu-
ráðherra af hálfu
Vegagerðarinnar var Gunnar Gunnars-
son, lögfræðingur og aðstoðarvega-
málstjóri, sem Sturla hafði skipað í
embætti svo furðu sætti, enda stílbrot.
Hann reyndist þægur.“
Gunnar líður þetta ekki og ætlar að
kæra Árna. Enda kannski starf aðstoð-
arvegamálastjóra í eðli sínu þannig að
þeim þyki oft að sér vegið.
Anarkí á Ísalandi
Birgir Ármannsson sagði í
þættinum í Vikulokin á Rás
eitt að mótmælendur hefðu
ótal leiðir til að koma sjón-
armiðum sínum á framfæri
án þess að brjóta lög. Er
það ekki sú aðferð
sem hópar
sem
þykir að sér vegið í þjóðfélaginu er
sífellt að beita? Árangurinn er iðulega
sá að þeir sem hafa það skítt halda því
áfram. Nú er kannski tími til að taka
sér unga fólkið á Miklubraut sér til
fyrirmyndar og Jónas Kristjánsson sem
var ánægður með aðgerðir þeirra, og
segir á bloggsíðu sinni: ... Unga fólkið
lýsti inn í eymd og volæði venjulegra
íslenzkra borgara. Sem láta hvað sem
er yfir sig ganga og endurkjósa bófana
þar á ofan. Nú er kominn tími til
að auka stjórnleysi í samfélaginu
með meiri borgaralegri óhlýðni.
Fátt fer meira í taugar kerfisfas-
ista en anarkí. Aðgerðir, sem
raska ró manna, taka löggustjór-
ana alveg á taugum. Hér vantar
meira stjórnleysi.
jse@frettabladid.is