Fréttablaðið - 27.04.2008, Síða 14

Fréttablaðið - 27.04.2008, Síða 14
14 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR Ég sá einn skóla um daginn í Mangochi sem í voru 800 börn, tvær skóla- stofur og tveir kenn- arar. Börnin komu aðeins í skólann til að borða því Matvælaað- stoð Sam- einuðu þjóð- anna er með skólamáltíð þarna. Þ egar sést svart á hvítu að árangurinn af starfi okkar er að skila sér getur maður ekki verið annað en ánægð- ur,“ segir Stella Samúels- dóttir, verkefnastjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands í félagslegum verkefnum í Malaví. Staðfest er í nýrri skýrslu frá héraðsyfirvöldum í Mang- ochi að samstarf ÞSSÍ við skólayfirvöld í héraðinu gefi góða raun. Samstarfið hefur skilað sér í betri menntun, auk- inni skólasókn og fleiri kennurum á Monkey Bay-svæðinu, þar sem ÞSSÍ hefur látið mest að sér kveða, en á öðrum svæðum í héraðinu. „Við höfum reynt að mæta óskum heimamanna um hvernig skólarnir eru byggðir. Þeim er skilað fullbúnum með öllu sem til þarf í þeirra hendur,“ segir Stella þegar hún er spurð um hvað búi að baki þessum góða árangri. Hún útskýrir að fullbúnum skólum fylgi kennarahúsnæði, sem laði að góða kennara. Einnig sé leitast við að mæta þörfum stúlkna við gerð hreinlætisað- stöðu. „Það er algengt að stúlkur veigri sér við að sækja skóla þar sem salern- isaðstaða er ekki sem skyldi. Við höfum lagt metnað okkar í að yfirvinna þá hindrun enda hallar talsvert á stúlkur í skólakerfinu. Það er keppikefli skóla- yfirvalda að breyta því,2 segir Stella. Helmingsfjölgun nemenda Mangochi-héraði við suðurenda Malavívatns er skipt upp í sautján svæði og þar eru 241 grunnskóli og 43 framhaldsskólar. Íbúar héraðsins eru tæplega 800 þúsund. Skýrsla mennta- yfirvalda í héraðinu felur bæði í sér mat á núverandi aðstæðum og mark- mið í menntamálum fram til ársins 2012. Nemendum í grunnskólum Mal- aví fjölgaði um helming árið 2004 þegar stjórnvöld þarlendis ákváðu að grunn- menntun yrði ókeypis. Síðan þá hafa stjórnvöld í samvinnu við margar þró- unarsamvinnustofnanir og alþjóðleg samtök reynt að bregðast við þessari skyndilegu fjölgun nemenda með því að bæta við kennslustofum, reisa nýja skóla, fjölga kennurum og treysta kenn- aramenntun í landinu. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt héraðsstjórnina í Mangochi í þessu átaki og byggt nýja skóla og endurbætt aðra. Alls hafa sjö grunn- skólar verið byggðir fyrir íslenskt fé á Monkey Bay-svæðinu. „Skólasóknin er hvergi betri í hérað- inu en í Monkey Bay og skýrslan sýnir að kennarar eru flestir starfandi á þessu svæði,“ segir Stella. „Kennarar berjast um að fá að kenna í skólum þar sem eru kennarabústaðir og krakkarn- ir sækja skóla þegar vel er staðið að skólahaldi.“ Er einhver verulegur munur á verklagi ykkar og annarra sem styðja við skóla- málin í Malaví? „Við höfum unnið í Monkey Bay árum saman og samstarfið við yfirvöld hér- aðsins er gott og stendur traustum fótum. Við hlustum á tillögur frá heima- fólki og þær verða æ metnaðarfyllri, sem er bara ánægjulegt. Til dæmis erum við farin að taka tillit til þarfa fatlaðs fólks og aðgengis þeirra, sem er nýbreytni. Kannski liggur okkar styrk- ur umfram ýmsa aðra í því að við þekkj- um orðið þarfirnar og óskirnar og hlustum á,“ segir Stella. Hún bendir á að í þróunarsamvinnu sé sífellt verið að læra af reynslunni. Nú sé almennt viðurkennt að lítið stoði að byggja skóla þar sem allt er skorið við nögl. Það geri lítið gagn því þegar þröngt sé um börnin í skólunum og þegar aðstæður eru lélegar séu kennar- ar illfáanlegir. Þar sem kennaraskortur sé viðvarandi fáist enginn til að kenna við skóla sem hafa ekki upp á neitt að bjóða, hvorki aðstöðu til kennslu né kennarahús. Það sem við höfum lært er að horfa á heildarmyndina. Annars kemur aðstoðin engum til góða.“ „Ég sá einn skóla um daginn í Mang- ochi sem í voru 800 börn, tvær skóla- stofur og tveir kennarar. Börnin komu aðeins í skólann til að borða því Mat- vælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er með skólamáltíðir þarna. Svona úrræði skilar engu í menntun barnanna og ekki við miklu að búast við slík skilyrði. Bætt aðstaða hvetur fleiri til kennara- náms og ekki veitir af. Í því sambandi ber að nefna að alnæmi er afar útbreitt í Malaví og það heggur einmitt stór skörð í menntastéttir landsins. Í Mang- ochi-héraði einu falla frá þrír kennarar á mánuði, flestir á besta aldri.“ Áttundi grunnskólinn í byggingu Þróunarsamvinnustofnun lét byggja fyrsta skólann í Monkey Bay árið 1995 en undanfarin ár hefur fjármagn til málaflokksins aukist mikið. Að sögn Stellu eru nú hafnar byggingafram- kvæmdir við áttunda grunnskólann. „Þetta eru allt fullbúnir skólar, yfirleitt með átta skólastofum, þ.e. einni stofu fyrir hvern árgang, stjórnunarbygg- ingu og bókasafni, salernum, brunni, kennarahúsum og skólahúsgögnum. Einnig höfum við látið gera upp tólf grunnskóla, byggt við þá og keypt skólahúsgögn. Auk þess hefur verið byggður einn fullbúinn framhaldsskóli og annar gerður upp,“ segir Stella. Stjórn Þróunarsamvinnustofnunar hefur að sögn Stellu sýnt þessum verk- efnum mikinn áhuga og hún nefnir að í undirbúningi sé gerð nýrrar vinnuáætl- unar fyrir grunnskólana. „Einnig erum við að vinna að því að leggja fyrir stjórn ÞSSÍ í fyrsta sinn vinnuskjal um bygg- ingu framhaldsskóla og uppbyggingu þeirra, en aðeins 7,7 prósent nemenda fara í framhaldsskóla. Samkvæmt báðum þessum skjölum verða miklar breytingar og nýjar áherslur sem þarf að taka tillit til ef markmið héraðsins og Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóð- anna eiga að nást.“ Fulltrúar Þróunarsamvinnustofnun- ar í Malaví sjá um útboð á verkum þegar skólar eru byggðir eða endur- bættir, þeir ráða verktaka og annast eftirlit með framkvæmdum. Einnig er af hálfu ÞSSÍ lögð mikil áhersla á stuðning við innra starf skólanna. Íslendingar hafa til dæmis styrkt þjálfun 300 leiðbeinenda sem kenna í skólunum og styrkja enn fremur verkefni á vegum menntamálayfir- valda í héraðinu, sem hefur það mark- mið að vekja athygli á mikilvægi skólagöngu og menntun, ekki síst með það fyrir augum að draga úr brottfalli nemenda. Staðfesting á því að mennta- stefna okkar skilar árangri Íslensku skólarnir í Malaví koma vel út í nýrri skýrslu. Gunnar Salvarsson talaði við Stellu Samúelsdóttur, verkefnastjóra Þróun- arsamvinnustofu Íslands í Malaví um þá sjö grunnskóla sem hafa verið byggðir fyrir íslenskt fé þar úti. Í MALAVÍ Grunnskólamenntun í Malaví er nú ókeypis. ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA Í nýrri skýrslu frá skólayfirvöldum í Mangochi hefur skólastarfið skilað sér í betri menntun og aukinni skólasókn. MYND/STEFÁN KRISTMANNSSON Í SKÓLANUM Börnin í Monkey Bay eru duglegri að sækja skólann en börn í öðrum héruðum. STELLA SAMÚELSDÓTTIR Verkefnastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Malaví. MEÐ BYGGINGAMEISTARANAUM Stella sést hér ásamt Gondwe byggingameistara eins af skólum ÞSSÍ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.