Fréttablaðið - 27.04.2008, Page 16

Fréttablaðið - 27.04.2008, Page 16
16 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR U m alla Berlínarborg hanga uppi auglýs- ingar sem hvetja borgarbúa til að svara annaðhvort nei eða já við spurn- ingunni hvort flugrekstri á hinum fornfræga Tempelhof-velli skuli haldið áfram. Borgarstjórnin ákvað fyrir margt löngu að honum skyldi lokað enda vill hún byggja nýjan risavaxinn flugvöll á grunni hins austur-þýska Schönefeld-vallar, sem er fyrir utan borgina. Ekki þykir henni heldur amalegt að fá eina 360 hektara í miðborginni til ráðstöfunar, þótt offramboð af landrými sé reyndar í borginni. Klaus Wowereit borgarmeistari segir Tempelhof dýran í taprekstri sínum og hann taki spón úr aski hugsanlegra fjárfesta nýja vallar- ins. Völlunum er þannig stillt upp hvorum á móti öðrum. Berlínarbúar ákveða í dag hvort krefjast skuli að borgarstjórn end- urskoði hug sinn, í sérstakri kosn- ingu sem er haldin að kröfu þeirra sem vilja að hætt verði við allt saman og vellinum haldið opnum. Grænt lunga eða gulrót? Flugvallarsinnum má með mikilli einföldun lýsa sem íhaldsmönnum sem vilja halda stóru borgarsvæði fyrir afmarkaðan en afar mikil- vægan hóp flugfarþega; fyrir stjórnendur fyrirtækja, stjórn- málamenn og þá sem ferðast með einkaflugi. Vinir vallarins telja ómetanlegt fyrir borg, sem missti mörg stór- fyrirtæki til annarra borga í kalda stríðinu, að hafa slíka gulrót fyrir stjórnendurna. Þá sýni rannsóknir að mengun frá honum og hávaði sé hverfandi. Það sé og vilji flestra að völlurinn standi, líkt og skoð- anakannanir gefa til kynna. Hinir, sem vilja völlinn feigan, eru – aftur ofureinföldun – á vinstri kanti stjórnmálanna og umhverfisþenkjandi. Þeir eru sagðir blindir fyrir þeim tækifær- um sem felast í flugvelli í hjarta borgarinnar. Þessir andstæðingar flugvallarins telja sig hafa ein- stakt tækifæri til að búa til grænt borgarlunga á besta stað í bænum. Í stað mengandi flugvallar, sem er hálftómur alla daga, komi almenn- ingsgarður, íbúðir og lítil fram- sækin fyrirtæki. Dýrmætar minningar Deilan um Tempelhof nær alla leið upp í ríkisstjórn landsins. Angela Merkel kanslari – og pólitískur andstæðingur borgarstjórans – tjáði sig um málið fyrir stuttu og hvatti fólk til að treysta völlinn í sessi. „Flugvöllurinn og loftbrúin eru minnismerki um sögu borgarinnar,“ sagði hún opinber- lega og vísaði til þess þegar Sovét- menn lokuðu vegum til Vestur- Berlínar og læstu borgina inni í Austur-Þýskalandi um fimmtán mánaða skeið 1948 og 1949. Tempelhof-völlur var þá lífæð borgarinnar og gerði bandamönn- um auðið að koma vistum til borg- arbúa. Þeir lentu 277 þúsund sinn- um á Tempelhof-velli, eða allt að tvisvar á mínútu, með matvæli og aðrar nauðsynjar. Þetta er ástæða þess að mörgum Berlínarbúum, sérstaklega eldri borgurum, þykir svo vænt um völlinn. En þeir sem vilja flugrekstur- inn burt benda á að völlurinn veki einnig upp slæmar minningar og sé afar óhagkvæmur. Adolf Hitler lét jú teikna bygginguna, sem ku vera stærsta hús Evrópu. Það er svo stórt að í kjallaranum var eitt sinn flugvélaverksmiðja. Það kostar sitt að halda slotinu við. Meirihluti vill völlinn áfram Það væri víst með góðum vilja hægt að koma fyrir rúmlega 500 fótboltaleikvöngum á þessum 360 hekturum sem fara undir völlinn. Eða einhverju öðru. Og nú til dags fengist aldrei leyfi til að byggja svona nokkuð í miðri borg, segir Tilmann Heuser, sem er yfirmað- ur umhverfis- og náttúruverndar- samtakanna BUND í Berlín. En þau standa að baki herferðinni gegn Tempelhof. „Flugvöllur sem er svo nálægt íbúunum tilheyrir fortíðinni. Það þekkist vart á byggðu bóli að fimmtíu til hundrað metrar séu milli ytri marka flugvallar og íbú- asvæða,“ segir hann. Til að ákvörðun yfirvalda um að leggja völlinn niður verði endur- skoðuð þurfa um 611.000 stuðn- ingsmenn vallarins, fjórðungur þeirra 2,44 milljóna sem eru á kjörskrá, að mæta á kjörstað og greiða því atkvæði. Heuser vonast til þess að þetta gangi ekki eftir, en játar því aðspurður að skoðana- kannanir gefi því miður til kynna að meirihluti Berlínarbúa vilji halda flugvellinum opnum. „En mikilvægasta könnunin sýndi að 37 prósent íbúa vilja þó loka honum. Og við vonum að við náum að sannfæra fleiri fyrir sunnudaginn,“ sagði hann á fimmtudag. Heuser segist undrast afskipti kanslarans. Erfitt sé að átta sig á því hvað ríkisstjórninni gangi til. Hún hafi hingað til látið eins og hún styddi að Tempelhof yrði lokað í þágu hins nýja Schönefeld- vallar. „Þau virðast ekki hafa neina skýra sýn á framtíð vallarins. Ég skil ummæli kanslarans nú helst sem pólitíska stuðningsyfirlýs- ingu hennar við flokkssystkini sín í CDU í Berlín, sem berjast fyrir því að völlurinn verði áfram,“ segir hann. Borgarstjórnin nötrar Malte Pereira, fjölmiðlafulltrúi ICAT, áhugahópsins sem berst fyrir áframhaldandi flugrekstri, er talsvert bjartsýnni á niðurstöðu kosninganna. En fyrir nokkrum árum þótti barátta hans vonlaus. Vellinum var hafnað út um allt stjórnkerfi ár eftir ár en flug- vallarsinnar gáfust ekki upp og áfrýjuðu sífellt. ICAT var upphaf- lega stofnað af litlum flugfélögum og viðskiptamönnum. Það hefur náð góðum árangri. „Já, síðustu mánuði hafa skoð- anakannanir sýnt ótvírætt að meirihlutinn vill halda vellinum á sínum stað. Þetta eru svona 65 og allt upp í 73 prósent aðspurða. Þannig að við höfum prýðilega möguleika,“ segir Pereira. Spurður hvort ekki sé á bratt- ann að sækja, með borgarstjórn Barist um flugvöll í miðri borg Tempelhof-flugvöllur var lagður árið 1923 og hefur þjónað Zeppelin-förum, nasistum og bandamönnum. Flugstöðina byggðu byggingameistarar Þriðja ríkisins en þekktastur er völlurinn fyrir loftbrúna, sem hélt Vestur-Berlín vestan járntjalds í kalda stríð- inu. Berlínarbúar kjósa um þennan sögufræga völl í dag. Klemens Ólafur Þrastarson ræddi við talsmenn stríðandi fylkinga. Það þekkist vart á byggðu bóli að fimmtíu til hundrað metrar séu milli ytri marka flugvallar og íbúasvæða.“ T. HEUSER ANDSTÆÐINGUR FLUGVALLARINS ÁRÓÐURINN ALLTUMLYKJANDI Höfðað er til lýðræðiskenndar almennings og honum uppálagt að láta ekki borgarstjórann vaða yfir sig eða að samþykkja ekki einhvern VIP-flugvöll á kostnað almenningsgarðs. Kostnaður við þessar herferðir var metinn á allt að 300 milljónir króna um miðjan mánuðinn og hefur hækkað síðan. NORDICPHOTOS/AFP Stjórn- málamenn Berlínar hafa velt vöngum yfir því hvað nýi Schöne- feld-völlurinn, sem tekur við af Tempelhof og Tegel-velli, skuli heita. Verkheiti hans er BBI: Berlin- Brandenburg International og hann er gjarnan kallaður BBI. Þó er talið líklegt að hann verði að lokum nefndur eftir einhverju mikilmenninu. Umræðan hófst með því að einhverjum kom til hugar að minnast mannsins sem reyndi að ráða Adolf Hitler af dögum árið 1944. Sá hét Claus Schenk Graf von Stauffenberg. Þeir voru ekki margir Þjóðverjarnir sem slógust við Hitler og því um að gera að minnast herra C.S.G. von Stauffenbergs. En ekki ómþýðasta nafnið á flug- velli. Jafnaðar- menn hafa síðan stungið upp á gömlu hetjunni sinni, honum Willy Brandt, en hann var borgarstjóri Vestur-Berl- ínar og síðar kanslari Vest- ur-Þýskalands. Upplagt að nefna völlinn eftir honum, segja kratar, en kristilegum demókrötum hugnast víst betur að heiðra vísindamanninn Albert Einstein, söngkonuna Marlene Dietrich, nú eða bara fyrrnefndan Stauffenberg. Vinstri mönnum datt þá í hug að nefna völlinn eftir þekktasta leikskáldi borgarinnar og kalla hann Berthold Brecht International. Þá héldist líka núverandi skammstöfun: BBI. HEIMILD: DER SPIEGEL CLAUS SCHENK GRAF VON STAUFFENBERG-AIRPORT? MARLENE DIETRICH ALBERT EINSTEIN Þetta hefur verið flugvöllur í áttatíu ár og þarna hefur verið athafnasvæði hersins. Jarðvegurinn er því án efa mengaður. M. PREREIRA FLUGVALLARSINNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.