Fréttablaðið - 27.04.2008, Síða 18
ÞAÐ HEITASTA Í ...
HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR
ferðalög kemur út mánaðarlega
með sunnudagsblaði Fréttablaðsins.
Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is
Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir
Forsíðumynd Sony Center í Berlín, mynd GettyImages
Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir
Ljósmyndir Fréttablaðið, Gregory Gerault
Auglýsingar Stefán P. Jones spj@365.is
D
anmörk er þekkt fyrir
nútímahönnun og und-
anfarin ár hefur Kaup-
mannahöfn tekið tölu-
verðum breytingum og skartar
nýjum og glæsilegum arkitektúr.
Viljir þú sökkva þér í undraheim
danskrar hönnunar má alls ekki
missa af Copenhagen Architect-
ure + Design Days sem haldnir
eru í þriðja sinn nú í maí, en þessir
þrír dagar eru fyrir alla sem hafa
gaman af fallegri hönnun, arki-
tektúr og borgarskipulagi. Dag-
ana 16.- 19. maí taka um 130 menn-
ingarstofnanir, einstaklingar og
félög þátt í stórkostlegri hönnun-
arveislu þar sem almenningi gefst
kostur á að heimsækja og fræðast
um alls kyns byggingar og borgar-
svæði. Þar er eitthvað fyrir alla og
þar má til dæmis nefna leiðsögn
um Radisson SAS hótelið sem
Arne Jacobsen hannaði, nýjan
arkitektúr við hafnarsvæðið, báts-
ferðir og hjólaferðir um ný hverfi,
arkitektúr fyrir börn, kvikmyndir,
sýningar og fyrirlestra. Einnig
verður hægt að heimsækja hið
nýja borgarleikhús Kaupmanna-
hafnar og nýja óperuhúsið, en
hvor tveggja þykja sérlega vel
heppnaðar byggingar. Allir við-
burðir eru gestum að kostnaðar-
lausu og dagskrána í heild sinni
má finna á www.cphadd.com - amb
Copenhagen Architecture + Design Days
16.-19. maí 2008
HÖNNUNARVEISLA Í KÖBEN
Þrír dagar tileinkaðir danskri hönnun og arkitektúr í maí
Dönsk hönnun Hringstigi í danska verkfræðingahúsinu.
Í hjarta miðborgarinnar Svarti demanturinn státar meðal annars af
frábærum veitingastað.
Hafnarkúltúr Svarti demanturinn heitir nýi vængurinn á konunglega
bókasafninu og er ein mest spennandi bygging Kaupmannahafnar
um þessar mundir.
Nýr danskur arkitektúr Kaupmannahöfn státar nú af fjölda nútímalegra skrifstofubygginga sem leika sér að einfald-
leika, ljósi og léttleika.
GLÆSILEG HEIMASÍÐA FYRIR ÞÝSKA-
LANDSFARA
Það er vert að minnast á frábært framtak Þýska
ferðamálaráðsins sem nú nýverið opnaði mjög
aðgengilega og efnismikla heimasíðu, sem
meðal annars má lesa á íslensku, um Þýskaland
og allt er viðkemur ferðalögum þangað. Þar er
að finna frábæra lista yfir allt frá dýragörðum,
tónlistarviðburðum, reiðhjólaleigum, bílaleigum
og yfir í hvar gott er að versla og finna fallegar
gönguleiðir. Slóðin er www.tyskalandsferdir.
travel og hægt er að eyða drjúgum hluta úr degi í
að skoða og skipuleggja komandi frí hvar sem er
í Þýskalandi.
Á heimasíðunni er að finna ótrúlegustu hluti, meðal annars lista yfir
skemmtilegar hallir að skoða í Þýskalandi. Þessi er vafalaust sú
frægasta: Höllin í Neuschwanstein.
Þ
að er óneitanlega vor í lofti. En maímánuð-
ur boðar sumar í flestum öðrum hlutum
Evrópu, dásamlegur mánuður þar sem
ekki er orðið of heitt í veðri en sólin oftast
komin hátt á heiðskíran himinn. Maí er tilvalinn til
að skella sér í langa helgarferð og njóta blíðunnar í
erlendum borgum, spóka sig og njóta þess að skoða
söfn, byggingar og aðra túristastaði áður en
ferðamannastraumurinn flæðir um. Borgir eins og
París, London og Barcelona iða af mannlífi í maí, og
þá getur verið yndislegt að setjast á kaffihús eða
njóta lystigarðanna áður en þetta heitasta sumar
Evrópu á að skella á. Í þessu tölublaði skoðum við
meðal annars byggingarlist nútímans en það er
alltaf afskaplega skemmtilegt að uppgötva tíðaranda
og stemningu borga í gegnum arkitektúr hennar.
Menningarstofnanir ýmiss konar hafa oft verið
leikvöllur arkitekta og ein frægasta bygging heims
er til dæmis Óperuhúsið í Sidney. Bæði Ósló og
Kaupmannahöfn skarta nú einkar vel heppnuðum
óperuhúsum og það verður gaman að sjá hvernig
okkar eigið tónlistarhús í hjarta Reykjavíkur mun
koma til með að lukkast. Forvitnir ættu því endilega
að kíkja til Köben nú í maí (sjá annars staðar á
þessari síðu) til þess að upplifa sérstaka daga
tileinkaða arkitektúr nútímans þar í borg. Nú er líka
síðasti séns að fara að panta sumarleyfið ef maður
ætlar ekki að eyða björtustu mánuðunum hér heima.
FORSKOT Á SUMAR-
IÐ
Anna Margrét Björnsson skrifar
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
MAÍ 2008
FRAMTÍÐAR-
GOLF OG MATUR Á NOVA SCOTIA, FRUMLEGT GISTIHEIMILI Í SLÓVENÍU, NEW YORK-BORG
EDDU PÉTURSDÓTTUR FYRIRSÆTU OG SÓL OG SUMAR Á STRÖNDUM MIÐJARÐARHAFS
BORGIR
NÚTÍMALEGUR ARKITEKTÚR UM ALLA VERÖLD
DRAUMAHELGI
Í BARCELONA
BORGIN MATREIDD AÐ
HÆTTI AUÐAR JÓNSDÓTTUR
VEISLA FYRIR
AUGUN Í KÖBEN
ÞRÍR DAGAR TILEINKAÐIR
ARKITEKTÚR OG HÖNNUN Í MAÍ
2 FERÐALÖG