Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 27.04.2008, Qupperneq 18
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Sony Center í Berlín, mynd GettyImages Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir Ljósmyndir Fréttablaðið, Gregory Gerault Auglýsingar Stefán P. Jones spj@365.is D anmörk er þekkt fyrir nútímahönnun og und- anfarin ár hefur Kaup- mannahöfn tekið tölu- verðum breytingum og skartar nýjum og glæsilegum arkitektúr. Viljir þú sökkva þér í undraheim danskrar hönnunar má alls ekki missa af Copenhagen Architect- ure + Design Days sem haldnir eru í þriðja sinn nú í maí, en þessir þrír dagar eru fyrir alla sem hafa gaman af fallegri hönnun, arki- tektúr og borgarskipulagi. Dag- ana 16.- 19. maí taka um 130 menn- ingarstofnanir, einstaklingar og félög þátt í stórkostlegri hönnun- arveislu þar sem almenningi gefst kostur á að heimsækja og fræðast um alls kyns byggingar og borgar- svæði. Þar er eitthvað fyrir alla og þar má til dæmis nefna leiðsögn um Radisson SAS hótelið sem Arne Jacobsen hannaði, nýjan arkitektúr við hafnarsvæðið, báts- ferðir og hjólaferðir um ný hverfi, arkitektúr fyrir börn, kvikmyndir, sýningar og fyrirlestra. Einnig verður hægt að heimsækja hið nýja borgarleikhús Kaupmanna- hafnar og nýja óperuhúsið, en hvor tveggja þykja sérlega vel heppnaðar byggingar. Allir við- burðir eru gestum að kostnaðar- lausu og dagskrána í heild sinni má finna á www.cphadd.com - amb Copenhagen Architecture + Design Days 16.-19. maí 2008 HÖNNUNARVEISLA Í KÖBEN Þrír dagar tileinkaðir danskri hönnun og arkitektúr í maí Dönsk hönnun Hringstigi í danska verkfræðingahúsinu. Í hjarta miðborgarinnar Svarti demanturinn státar meðal annars af frábærum veitingastað. Hafnarkúltúr Svarti demanturinn heitir nýi vængurinn á konunglega bókasafninu og er ein mest spennandi bygging Kaupmannahafnar um þessar mundir. Nýr danskur arkitektúr Kaupmannahöfn státar nú af fjölda nútímalegra skrifstofubygginga sem leika sér að einfald- leika, ljósi og léttleika. GLÆSILEG HEIMASÍÐA FYRIR ÞÝSKA- LANDSFARA Það er vert að minnast á frábært framtak Þýska ferðamálaráðsins sem nú nýverið opnaði mjög aðgengilega og efnismikla heimasíðu, sem meðal annars má lesa á íslensku, um Þýskaland og allt er viðkemur ferðalögum þangað. Þar er að finna frábæra lista yfir allt frá dýragörðum, tónlistarviðburðum, reiðhjólaleigum, bílaleigum og yfir í hvar gott er að versla og finna fallegar gönguleiðir. Slóðin er www.tyskalandsferdir. travel og hægt er að eyða drjúgum hluta úr degi í að skoða og skipuleggja komandi frí hvar sem er í Þýskalandi. Á heimasíðunni er að finna ótrúlegustu hluti, meðal annars lista yfir skemmtilegar hallir að skoða í Þýskalandi. Þessi er vafalaust sú frægasta: Höllin í Neuschwanstein. Þ að er óneitanlega vor í lofti. En maímánuð- ur boðar sumar í flestum öðrum hlutum Evrópu, dásamlegur mánuður þar sem ekki er orðið of heitt í veðri en sólin oftast komin hátt á heiðskíran himinn. Maí er tilvalinn til að skella sér í langa helgarferð og njóta blíðunnar í erlendum borgum, spóka sig og njóta þess að skoða söfn, byggingar og aðra túristastaði áður en ferðamannastraumurinn flæðir um. Borgir eins og París, London og Barcelona iða af mannlífi í maí, og þá getur verið yndislegt að setjast á kaffihús eða njóta lystigarðanna áður en þetta heitasta sumar Evrópu á að skella á. Í þessu tölublaði skoðum við meðal annars byggingarlist nútímans en það er alltaf afskaplega skemmtilegt að uppgötva tíðaranda og stemningu borga í gegnum arkitektúr hennar. Menningarstofnanir ýmiss konar hafa oft verið leikvöllur arkitekta og ein frægasta bygging heims er til dæmis Óperuhúsið í Sidney. Bæði Ósló og Kaupmannahöfn skarta nú einkar vel heppnuðum óperuhúsum og það verður gaman að sjá hvernig okkar eigið tónlistarhús í hjarta Reykjavíkur mun koma til með að lukkast. Forvitnir ættu því endilega að kíkja til Köben nú í maí (sjá annars staðar á þessari síðu) til þess að upplifa sérstaka daga tileinkaða arkitektúr nútímans þar í borg. Nú er líka síðasti séns að fara að panta sumarleyfið ef maður ætlar ekki að eyða björtustu mánuðunum hér heima. FORSKOT Á SUMAR- IÐ Anna Margrét Björnsson skrifar [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög MAÍ 2008 FRAMTÍÐAR- GOLF OG MATUR Á NOVA SCOTIA, FRUMLEGT GISTIHEIMILI Í SLÓVENÍU, NEW YORK-BORG EDDU PÉTURSDÓTTUR FYRIRSÆTU OG SÓL OG SUMAR Á STRÖNDUM MIÐJARÐARHAFS BORGIR NÚTÍMALEGUR ARKITEKTÚR UM ALLA VERÖLD DRAUMAHELGI Í BARCELONA BORGIN MATREIDD AÐ HÆTTI AUÐAR JÓNSDÓTTUR VEISLA FYRIR AUGUN Í KÖBEN ÞRÍR DAGAR TILEINKAÐIR ARKITEKTÚR OG HÖNNUN Í MAÍ 2 FERÐALÖG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.