Fréttablaðið - 27.04.2008, Side 22
www.ultimathule.is
Spennandi ferðir um allan heim
6 FERÐALÖG
FÖSTUDAGUR
Um ellefuleytið á virkum dögum
dríf ég mig með manninum mínum
yfir götuna í líkamsrækt. Á föstu-
dögum er jóga en það er mjög vin-
sælt í Barcelona svo á hverju horni
í gamla verkamanna-innflytjenda-
hverfinu Raval, þar sem ég bý,
hanga auglýsingar um jógakúrsa
og hugleiðslunámskeið.
Í Efra-Raval er jafnframt mikið
af náttúrubúðum og matsölustöð-
um á þeirri línu og gaman að kaupa
í matinn þar – en þaðan eru aðeins
nokkur skref í fræga matarmark-
aðinn Boqueria sem byrjar við
Römbluna.
Á föstudagseftirmiðdögum
kaupum við stundum í matinn á
Boqueria-markaðnum eða á öðrum
minni útimörkuðum – og þykjumst
þá vera miklir fagurkerar meðan
við veljum kjöt og tómata. Á Boqu-
eria er stórgaman að kaupa í mat-
inn og tilvalið fyrir fólk að gera
svo ef það hefur eldunaraðstöðu í
borginni.
Föstudagskvöld eru yfirleitt
rólegheitakvöld hjá okkur, stund-
um laumumst við jafnvel til að
vinna eftir matinn, sérstaklega í
sumarhitunum.
LAUGARDAGUR
Á laugardögum vöknum við
snemma og förum í spinning hjá
snarbrjáluðum Suður-Ameríku-
manni sem pískar fólk áfram svo
eftir tímann neyðist það hreinlega
til að skjögra á ströndina og kæla
sig í sjónum.
Léttmeti í eftirrétt.
Það er vinsæll siður hjá borgar-
búum, ungum sem öldnum, að
borða menú en bestu menú-
staðirnir eru fyrir utan helstu
ferðamannasvæðin. Til að ramba á
þá borgar sig að yfirgefa hring-
iðuna í miðbænum og kíkja frekar
í útjaðra frægu, „trendí“-hverf-
anna (Gotneska hverfisins og El
Born) eða ráfa um í Raval, sem
lumar ennþá á gamalgrónum
alþýðustöðum. Verðið hríðlækkar
um leið og stigið er út úr mesta
ferðamannakraðakinu.
Við borðum reyndar oft á menú-
stað í ræktinni okkar og það er
dæmigert fyrir andstæðurnar á
Spáni að bæði þjónninn og kokkur-
inn keðjureykja og hafa sennilega
bara séð líkamsræktarsali í bíó.
Eftir menúinn förum við inn að
vinna í nokkra klukkutíma eða
tökum ákvörðun um að gefa skít í
allt, helst hætta við að skrifa
bækur og fara í verkfræði. Til að
jafna mig á þeirri hugmynd dreg
ég manninn minn stundum með
mér niður í Paralel-neðanjarðar-
stöðina sem er úti á næsta horni.
Á þessari stöð er hægt að taka
toglest beint upp í fjall á nokkrum
mínútum og stíga út beint fyrir
framan Míró-safnið. Það er frá-
bært safn og svo er líka rosalega
gaman að ganga inn í garðinn við
hliðina á því og krækja fyrir bak-
hliðina, en þar eru miklir skrúð-
garðar sem hafa einhvern veginn
ratað út úr kastljósi ferðamanna.
Skyndilega blasir við göngugörp-
um mikil glæsihöll sem hýsir í dag
þjóðlistasafn Katalana.
Eitt það skemmtilegasta sem ég
geri í Barcelona er einmitt að
standa uppi á fjalli – annað hvort
við Míró-safnið eða hinum megin
við borgina í fjallshlíðinni, sem
skartar Park Güell, og horfa á borg-
ina glitra í sólinni og skipin mjak-
ast áfram á tærbláum sjónum.
Gott er að fá kaffisopa við höllina
áður en við göngum niður tröpp-
urnar að Plaza de España og ráfum
svo í áttina heim, fyrst eftir breið-
götum með litríkar verslanir en
síðan taka við öngstræti gamla bæj-
arins.
Ef við erum í ham eða gestir í
heimsókn er gjarnan farið út að
borða á spænskum tíma á laugar-
dagskvöldum, þ.e.a.s. eftir klukkan
tíu á kvöldin. Úr æði mörgum stöð-
um er að velja í Barcelona.
Þegar margir fara saman út að
borða hittist fólk fyrst á bar og fær
sér tapas og drykk til að hita sig
upp. Það gæti til dæmis verið á
„Silfrinu” (La Plata) í Mercè-götu
númer 28. Þar skolum við niður
grilluðum sardínum með víni húss-
ins, yfirleitt standandi úti á götu
því staðurinn er oft troðfullur.
En við gætum alveg eins farið á
fótboltatapasstaðinn Ramon við
hliðina á Sant Antoni-markaðnum
þar sem ölið er kneifað úr bæversk-
um krúsum og gömul amma býr til
heimsins bestu kjötbollur.
Guð má vita hvar við endum í
mat. Stundum er þjarkað um það
nokkra stund en ef rándýrseðlið
kemur upp í fólki endar það á El
Paraguayo í Carrer del Parc þar
sem eru suður-amerískar stórsteik-
ur á boðstólum. Svo má líka fara í
Hús snigilsins (Can Cargolet) á
Comte Urgel en þar er boðið upp á
ekta katalónskan mat. Á vel heppn-
uðu kvöldi er gjarnan fótboltaleik-
ur í sjónvarpinu og drjúgur hluti
gesta í Barca-bolum, tilbúinn að
öskra í hvert skipti sem boltinn
nálgast markið.
SUNNUDAGUR
Fullkominn sunnudagur hefst á
bókamarkaðnum í kringum Sant
Antoni-markaðinn.
Það þýðir ekkert að sofa frameft-
ir, mesta púðrið fer af bókamark-
aðnum um tvöleytið.
Hér er hægt að fá margt af því
sem hefur verið skrifað á spænskri
og katalónskri tungu síðastliðin
hundrað ár eða svo. Hvort sem það
er glæný skáldsaga eftir höfund
Skugga vindanna eða klámmynda-
sögur um tvítóla leðurmenn frá
tímabilum rétt eftir dauða einræð-
isherrans Franco.
Ef við höfum ekki nennt að fara
út að borða kvöldið áður og þykj-
umst verðskulda dagamun, þá er
tilvalið að borða spænskan dags-
menú eftir hádegi niðri á Barcel-
oneta, gamla strandhverfinu með
sína sjóræningjalegu innviði. Nú
nálgumst við hjarta ferðamanniðn-
aðarins og verðum að fara varlega
meðan skimað er eftir stað sem
lætur lítið yfir sér.
Borðum loks þríréttað fyrir sex-
tán evrur samanlagt áður en við
dröttumst niður á strönd og leggj-
umst í sandinn.
UPPSKRIFT RITHÖFUNDARINS
AÐ BARCELONA-HELGI
Borg full af möguleikum Barcelona er orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga og
helgarferðirnar þá sérstaklega vinsælar.
Spinning á laugardögum Á laugardagsmorgnum fara þau hjón, Auður Jónsdóttir og Þórarinn
Leifsson, í spinning og láta snarbrjálaðan Suður-Ameríkumann þræla sér út.
Markaðir á markaðir ofan í borginni er vart þverfótað fyrir skemmtilegum mörkuðum og á
föstudögum fer fjölskyldan gjarnan á matarmarkaði og elda heima í rólegheitum.
Auður Jónsdóttir rithöfundur hefur um nokkurra ára skeið búið og unnið í talsvert hlýrra loftslagi en við landar hennar eigum að venjast
en í Barcelona hefur hún, ásamt fjölskyldu sinni, borðað Menú del Día, farið í jógatíma og keypt sér í matinn á dásamlegustu matarmörk-
uðum Evrópu. Ferðablaðið fékk Auði til að gera uppskrift að helgi í borginni.