Fréttablaðið - 27.04.2008, Side 31

Fréttablaðið - 27.04.2008, Side 31
ATVINNA SUNNUDAGUR 27. apríl 2008 157 Menntasvið Árbæjarskóli er einn stærsti grunnskóli landsins með um 800 nemendur, 400 á hvoru skólastigi. Hann er staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins, náttúruperlu höfuðborg- arsvæðisins. Skólinn er safnskóli á unglingastigi þar sem til náms í unglingadeild koma nemendur frá Ártúns-, Selás- og Árbæjarskóla en skólastarf á yngra stigi er hefðbundið. Helsti áhersluþáttur skólans er að nemendur og starfsfólk hans nái hámarks árangri í starfi sínu og eru einkunnarorð skólans í há- vegum höfð. Samvinna einstaklinga og starfsandi er góður. Einkunnarorð Árbæjarskóla eru: Ánægja - Áhugi - Ábyrgð - Árangur Lausar eru eftirtaldar stöður við Árbæjarskóla skólaárið 2008 - 2009: • Enskukennari, fullt starf • Leiklistarkennari, fullt starf eða hlutastarf • Kennari í samfélagsfræði og lífsleikni, fullt starf • Bókasafnsfræðingur á skólasafn, fullt starf • Íslenskukennari, full starf Mikilvægt er að umsækjendur hafi skipulagshæfi leika, sam- starfsvilja, jákvætt viðmót og ríka þjónustulund. Forsenda er að umsækjendur hafi áhuga á að vinna með börnum og fjölbreyttum hópi starfsmanna auk þess sem frumkvæði og metnaður er nauðsynlegur. Ráðið er í ofangreind störf frá 1. ágúst 2008. Umsóknarfrestur er til 24. maí 2008. Umsóknum fylgi yfi rlit yfi r nám og störf auk annarra gagna sem málið varðar. Um- sækjendur er vinsamlega beðnir að sækja um starfi ð á heima- síðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is eða senda umsókn til Árbæjarskóla, Rofabæ 34, 110 Reykjavík. Upplýsingar gefur Þorsteinn Sæberg, skólastjóri, í síma 411 7700 eða netfang sberg@arbaejarskoli.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Árbæjarskóli Skólaárið 2008 - 2009 Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.