Fréttablaðið - 27.04.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.04.2008, Blaðsíða 34
ATVINNA 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR180 Bleika slaufan ÁRVEKNISÁTAK UM BRJÓSTAKRABBAMEIN Skemmtilegt og gefandi verkefni fyrir hugmyndaríka! Hefur þú áhuga á hönnun og vilt láta ljós þitt skína til styrktar góðu málefni? NTC og Krabbameinsfélagið leita eftir hugmyndaríkum einstaklingi til þess að hanna myndir á boli, tileinkuðum Bleiku slaufunni þar sem bleika slaufan er í fyrirrúmi. Hugmyndin er að vera með til sölu tvær mismunandi útfærslur af bolum fyrir dömur og herra, annars vegar fyrir yngri kynslóðina og hins vegar þá eldri. Allur ágóði af sölu bolanna rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið inga@ntc.is fyrir föstudaginn 12. maí. NTC laugavegi 91 s. 512-1700 www.ntc.is Skólastjóri Gerðaskóla í Garði Staða skólastjóra Gerðaskóla í Garði er laus til umsóknar. Nemendur Gerðaskóla eru 245 í 1. – 10. bekk. Gott samstarf er við leikskóla og framhaldsskóla og aðgangur greiður að góðri sérfræðiþjónustu. Í skólastefnu Sveitarfélagsins Garðs eru eftirfarandi áherslur lagðar í skóla- og æskulýðsstarfi bæjarins: • Öll samskipti einkennist af gagnkvæmri virðingu. • Fjölbreyttir hæfileikar barna séu viðurkenndir og sjálfsmynd þeirra styrkt. • Aðstæður til náms séu góðar og hvetjandi. • Samvinna heimila, skóla og æskulýðsstarfsemi sé góð og samskiptaleiðir greiðar. • Tengsl við umhverfi, fyrirtæki og stofnanir bæjarins séu virk. • Gleði, metnaður og umhyggja einkenni allt starf með börnum og ungmennum. Leitað er að kraftmikilum og drífandi stjórnanda sem er tilbúinn til að starfa að öflugri skólaþróun. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennarapróf og kennslureynsla. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg og reynsla af skólastjórnun. • Frumkvæði, samstarfsvilji og góðir skipulagshæfileikar. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Hafi áhuga á að leiða þróunarstarf í átt að einstaklingsmiðuðu námi. Umsókn skal fylgja yfirlit yfir menntun og störf umsækjanda og hver þau verkefni sem varpað geta ljósi á færni til að sinna skólastjórastarfi. Við ráðningu í starfið verður tekið tillit til menntunar, kennsluferils, stjórnunarreynslu og umsagna um starfshæfni umsækjanda. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2008. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til 9. maí og skal skila umsókn á bæjarskrifstofu Sveitar- félagsins Garðs að Sunnubraut 4, 250 Garður. Nánari upplýsingar veitir Oddný Harðardóttir bæjarstjóri í síma 4227150, netfang oddny@svgardur.is. þar sem ferskir vindar blása H en na r h át ig n 08 -0 06 2 www.svgardur.is Menntasvið Aðstoðarskjólastjórar Skólaárið 2008 - 2009 Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Lausar eru tvær stöður aðstoðarskólastjóra við Árbæjar- skóla - annars vegar á yngra stigi og hinsvegar á unglinga- stigi. Árbæjarskóli er einn stærsti grunnskóli landsins með um 800 nemendur, 400 á hvoru skólastigi. Hann er staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins, náttúruperlu höfuðborg- arsvæðisins. Skólinn er safnskóli á unglingastigi þar sem til náms í unglingadeild koma nemendur frá Ártúns-, Selás- og Árbæjarskóla en skólastarf á yngra stigi er hefðbundið. Helsti áhersluþáttur skólans er að nemendur og starfsfólk hans nái hámarks árangri í starfi sínu og eru einkunnarorð skólans í há- vegum höfð. Samvinna einstaklinga og starfsandi er góður. Einkunnarorð Árbæjarskóla eru: Ánægja - Áhugi - Ábyrgð - Árangur Mikilvægt er að umsækjendur hafi skipulagshæfi leika, samstarfsvilja, jákvætt viðmót og ríka þjónustulund. Forsenda er að umsækjendur hafi áhuga á að vinna með börnum og fjölbreyttum hópi starfsmanna auk þess sem frumkvæði og metnaður er nauðsynlegur. Leitað er eftir einstaklingum með: • Leiðtogahæfi leika • Stjórnunarreynslu í skólastarfi eða framhaldsmenntun á sviði stjórnunar • Yfi rgripsmikla þekkingu á skólastarfi • Metnað til að veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Kennaramenntun Ráðið er í ofangreindar stöður frá 1. ágúst 2008. Umsóknarfrestur er til 24. maí 2008. Umsóknum fylgi yfi rlit yfi r nám og störf auk annarra gagna sem málið varðar. Umsækjendur er vinsamlega beðnir að sækja um starfi ð á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is eða senda umsókn til Árbæjarskóla, Rofabæ 34, 110 Reykjavík. Upplýsingar gefur Þorsteinn Sæberg, skólastjóri, í síma 411 7700 eða netfang sberg@arbaejarskoli.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Skógarbær er hjúkrunarheimili fyrir eldri og yngri einstaklinga sem þarfnast umönnunar allan sólarhringinn. Starfsmenn óskast til sumarafl eysinga við umönnun Við leitum að traustu og hressu fólki til að vinna með okkur í sumar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugaverð störf með skemmtilegu fólki. Sveigjanlegur vinnutími. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Jónbjörg Sigurjónsdóttir í síma 510-2101 jonbjorg@skogar.is Einstakt tækifæri TVÆR STÖÐUR VIÐ MENNTASKÓLA BORGARFJARÐAR ERU LAUSAR TIL UMSÓKNAR // UMSJÓN MEÐ SÉRDEILD 100% STAÐA // UPPLÝSINGATÆKNI OG UMSJÓN MEÐ DREIFNÁMI 100% STAÐA Menntaskóli Borgarfjarðar er nýr framhaldsskóli sem tók til starfa haustið 2007 í Borgarnesi. Skólinn er í eigu einkahlutafélags sem er að mestu í eigu heima- manna í Borgarfi rði. Öll aðstaða til náms og kennslu er til fyrirmyndar. Skólinn er í samstarfi við Menntamála- ráðuneytið og Sveitarfélagið Borgarbyggð um breytta kennsluhætti og skipulag skólastarfs á grunn- og fram- haldsskólastigi. Áhersla er m.a. lögð á notkun upplýs- ingatækni í staðbundnu námi og dreifnámi, heildræns námsmats og hópa- og verkefnavinnu. Við erum að leita að öfl ugum einstaklingum, sem eru tilbúnir til að taka þátt í að móta nýjan framhaldsskóla og öfl ugu þróunarstarfi . Viðkomandi þurfa að vera frjóir í hugsun, tilbúnir til þátttöku í skapandi þróunarstarfi , hafa gaman af vinnu með ungu fólki og vera liprir í samskiptum. Kennslu- réttindi á framhaldsskólastigi eru nauðsynleg. Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. ágúst 2008. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Ársæli Guðmundssyni, skólameistara, Borgarbraut 54, 310 Borgarnes, eða á netfangið: arsaell@menntaborg.is fyrir laugardaginn 11. maí 2008. Nánari upplýsingar veitir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í síma 895 2256.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.