Fréttablaðið - 27.04.2008, Page 66

Fréttablaðið - 27.04.2008, Page 66
Ferðalangar geta lent í því að task- an týnist um stundarsakir eða sé jafnvel send á rangan flugvöll. Þeir sem eru með kreditkort eru tryggðir að nokkru leyti fyrir slíku. Bæði Visa og MasterCard eru með góðar heimasíður þar sem nálgast má allar upplýsingar um hvers kyns ferðatryggingar. Þær geta margborgað sig þegar haldið er af stað út fyrir landstein- ana. Hjá VISA má nálgast nákvæm- ar upplýsingar um hvers konar tryggingar eru í boði á valitor.is. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér kosti og galla hvers greiðslukorts. Besta tryggingin er hjá Platin- um-korti TM, en þar eru korthafar tryggðir fyrir allt að áttatíu þús- und krónum. Algeng- ast er að tryggingin sé 24 þúsund krónur, en VISA-korthafar geta haft samband við SOS-International sem er hluti af ferða- tryggingu VISA-kred- itkortsins. Korthafar Master- Card eiga einnig völ á þjónustu SOS-Inter- national sem er alþjóðleg stofnun. Á heimasíðu MasterCard, borgun.is, má nálgast allar upplýsingar um tryggingar á farangurstöf, en Plat- inum-kortið býður bestu kjörin eða 80 þúsund krónur. Ferðalang- ar ættu þó að hafa það í huga að sjálfsábyrgð er alltaf einhver. 38 FERÐALÖG Farangurstrygging Þeir sem lenda í því að tapa ferðatöskunni um stundarsakir ættu að kynna sér vel hvort greiðslukortafyr- irtæki þeirra bæti þeim stundartapið að einhverju leyti. Ó, Æ, AUMINGJA ÉG ANDALÚSÍUFEGURÐ Andalúsía hefur löngum þótt einn fegursti hluti Spánar, enda allt sem talið er spænskt í dag, flamengódansinn og nautaatið, upprunnið þaðan. Í dag bjóða Heimsferðir farþegum sínum upp á alla vinsælustu staðina við strendur Andalúsíu á Costa del Sol, svo sem Torremolinos, Fuengirola og Marbella. Sumarferðir og Plúsferðir fljúga einnig til Costa del Sol og stutt er frá þessum stöðum til höfuðborgar Andalúsíu, Sevilla. Fullkomin ferð til að sameina sól og falleg styttri ferðalög um héraðið. Allt sem spænskt er Andalúsía státar af því og eignar sér flamengódansinn, nautaatið og hina klassísku spænsku matargerð. MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.