Fréttablaðið - 27.04.2008, Page 68

Fréttablaðið - 27.04.2008, Page 68
40 FERÐALÖG Í Halifax, höfuðstað Nova Scotia á austurströnd Kanada, bland- ast saman evrópsk og amerísk menning. Áhrifa Frakkanna og síðar Bretanna sem þar bjuggu á öldum áður gætir enn í rólegu og yfirveguðu borgarlífinu. Fyrsta flokks veitingastaður upp á franska mátann og amerískur „diner“ í húsinu á móti eru lítil dæmi um hvernig íbúarnir hafa valið það besta úr hvorum menn- ingarheimi fyrir sig. Halifax iðar af lífi, enda fjöl- margir háskólar í borginni sem fólk alls staðar að úr heiminum sækir. Háskólasamfélagið er svo skemmtileg andstæða við mikla hafnsækna starfsemi, sem sést á tíðri skipaumferð og stórum vöru- skemmum við hafnirnar. Borgin er fámenn á kanadískan mælikvarða en nokkuð fjölmenn samanborið við Ísland. Íbúar eru um 400.000 en tæp milljón býr í héraðinu. Munið eftir varaboltunum Á haustdögum bauðst nokkrum íslenskum blaðamönnum að kynna sér golfvelli á Nova Scotia og prófa eldhúsið í leiðinni. Óhætt er að mæla með hvoru tveggja. Leikið var á nokkrum skemmti- legum en ólíkum golfvöllum sem ýmist lágu meðfram ströndinni eða inni í stórum skógum. Við Íslendingar þekkjum strand- vellina mætavel frá Hafnarfirði, Keflavík og Vestmannaeyjum, en skógarvellirnir eru önnur Ella. Fyrir þá sem ekki hafa þeim mun meira vald yfir kylfu og kúlu er betra að hafa fleiri en færri vara- bolta í pokanum þegar skógar- breiður umlykja hverja braut. Nægt ætti plássið að vera því ekki þarf að fylla öll hólf af drykkjum. Um þá sjá vallarstarfsmenn sem aka á milli brauta og svala þorsta kylfinga. Vatn, gos, bjór, kaffi og koníak, allt er á boðstólnum. Eins og víðast hvar í útlöndum er mælt með því á Nova Scotia að kylfingar fari um velli á golfbíl- um. Slíkur lúxus flýtir fyrir leikn- um og gerir auk þess það að verk- um að eftir hringinn eru menn óþreyttir. Flott föt - alls kyns sveiflur Skammt utan við Halifax er einn af bestu golfvöllum Kanada. Fyrir aðeins tíu árum var Glen Arbour búinn til í skógi vöxnu landi með það að markmiði að skapa glæsilegan og krefjandi völl. Það tókst. Brautirnar eru hver annarri skemmtilegri en eins og gefur að skilja og áður var getið er betra að vera beinn. Bolti í skógi er tapaður bolti. Víti og vesen. Völlinn sækja efnaðir íbúar Halifax og nágrennis, þar klæðast menn hátísku golffatnaði og eru með græjur af dýrustu og bestu sort, en þar sannast hið forn- kveðna; merkin segja ekkert til um hæfnina. Góðir jafnt sem síður góðir kylfingar geta leikið á Glen Arbour en munið bara að vera sæmilega til fara og virða reglur og siði. Slappað af úti í sveit Ekki er alveg sama fíneríið á golf- vellinum í Digby Pines sem þó er mjög fínn. Merkin eru ekki jafn mikilvæg og á Glen Arbour, en golfið er jafn mikilvægt. Þar leggja menn sálu sína í að bjóða gestum upp á bestu mögulegu aðstæður til golfiðkunar og afslöppunar af öðru tagi (fyrir þá sem ekki vita er golf mjög afslapp- andi). Kanadamenn og aðrir fara til Digby Pines til að láta líða úr sér. Þangað er um tveggja tíma akstur frá Halifax og spa og fínerí í boði. Golfvöllurinn er afskaplega skemmtilegur og aðstæður og yfir- bragð skemmtilegt. Gott í munn og maga Eldhúsinu á Nova Scotia má lýsa með fáum orðum. Það er ferskt, stuðst er við hráefni úr hafi og haga, og hvort tveggja til fyrir- myndar. Humar, hörpuskel og kræklingar koma úr sjónum en hefðbundin griparækt sér svöng- um fyrir kjöti. Sjávarfangið er aðall Nova Scotia-manna; þeim er mikið í mun að gestir bragði á ólíku konfekti hafsins og bjóða upp á eigið vín með, bæði hvítt og rautt. Vínrækt hefur færst í aukana í héraðinu og eru vínbændur á góðri leið með að gera sig gildandi á heimsmarkaðs- torginu. GOLF OG MATUR Á NOVA SCOTIA Þegar fólk er að leita að stað í útlöndum til að spila golf við bestu aðstæður og borða góðan mat er ekki víst að því detti í hug að fara til Kanada. Að fenginni reynslu getur Björn Þór Sigbjörnsson blaðamaður fyllilega mælt með Halifax og Nova Scotia. Þar eru frábærir golfvellir og kokkar sem kunna sitt fag. Horft yfir eina af flottu holunum á Glen Arbour. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS JÓNSSON Blanda evrópskrar og bandarískrar menningar Frábært sjávarfang og vín frá héraðinu eru aðalsmark Nova Scotia. SAGA OG MENNING Í FRANKFURT VERÐ 61.900 KR. Á MANN Í TVÍBÝLI. 13.–16. JÚNÍ Fararstjóri: Svala Arnardóttir. Sjáðu stærstu skýjakljúfa Evrópu, upplifðu forna sögu og borgarfegurð í Römerberg og Sachsenhausen; og kíktu í Zeil, stórglæsilega verslunargötu. + Nánari upplýsingar eru á www.icelandair.is *Innifalið: flug, flugvallarskattar, gisting í 3 nætur á Inter Continental***, morgunverður, rútuferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn, skoðunarferðir um borgina með fararstjóra. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 21 49 4 /0 8 GLEN ARBOUR www.glenarbour.com DIGBY PINES www.digbypines.ca SEVEN www.sevenwinebar.com DOMAINE DE GRAND PRÉ www.grandprewines.ns.ca NOVA SCOTIA www.destination-ns.com HALIFAX www.destinationhalifax.com

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.