Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2008, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 27.04.2008, Qupperneq 70
42 FERÐALÖG J ames Bond hefur dvalið í Chile síðustu vikur þar sem verið er að taka upp nýjustu myndina hans, Quantum of Solace. Á hverjum einasta degi mátti lesa í blöðunum um það litla sem fréttist af Daniel Craig og félögum á meðan tökur stóðu yfir í Norður-Chile, og þótti til dæmis tíðindum sæta hvað Bond-leikarinn sjálfur var líf- hræddur. Enginn vissi hvar hann gisti og hann hafði her öryggis- varða í kringum sig til að gæta sín öllum stundum. Hitt sem þótti þó öllu verra var að eftir gífurlegan undirbúning af hálfu norðanmanna, sem létu sig dreyma um ómældan hróður á heimsvísu og stöðugan straum ferðamanna alls staðar frá til hásléttu Norður-Chile, kom í ljós að leikararnir frá Chile sem ráðn- ir voru í myndina leika ekki Chile- menn, heldur Bólivíumenn. Leik- ararnir eru með tilheyrandi hatta og ponsjóa og tökustaðnum Antofagasta hefur verið breytt í Bólivíu. Það er lítill munur á hálendinu Chile-megin og Bólivíumegin, og Íslendingar hafa séð mun verri landfræðilegar falsanir í öllum þeim kvikmyndum sem hafa verið teknar upp á íslenskri grund en í raun átt að gerast í Danmörku, Sovétríkjunum, Japan eða jafnvel á tunglinu, en þetta fer mjög fyrir brjóstið á Chile-mönnum. Alda- löng barátta Bólivíumanna fyrir aðgangi að sjó er viðkvæmt ágreiningsmál enn í dag og eru talsverð illindi og fordómar á báða bóga. Biturð Bólivíumanna í garð Chile og Perú er mikil og ár hvert halda þeir upp á Dag hafsins með þátttöku bólivíska sjóhersins sem enn er til. Á Degi dagsins krefjast þeir fyrrum aðgangs síns að hafi sem þeir misstu yfir til Chile í Kyrrahafsstríðinu fyrir 130 árum. Það er því auðvelt að koma auga á kaldhæðnina í því að Chile- mönnum skuli líka illa við að Chile sé líkt við Bólivíu, þar sem fátækt og bágur efnahagur Bólivíu á að miklu leyti rætur að rekja til þess að Chile, sem hefur yfir meira en fjögur þúsund kílómetra strand- lengju að ráða, náði rétti Bólivíu að hafi. Stóra Bond-málið er Mogga- blogg-mál ársins hér í Chile. Að miklu leyti er þetta misskilið þjóð- arstolt og illa dulbúinn rasismi, þar sem fólki er mjög umhugað um hvað vestrænum þjóðum þykir um landið og vill ekki að þær haldi að hér sé fátækt eða að hér búi frumbyggjar, sem fólk tengir við fátækt og liðna tíma. Mikill upp- gangur er í Chile og hefur verið síðustu ár, en þó hefur fátækt ekki minnkað í sama hlutfalli, heldur hefur bilið á milli ríkra og fátækra breikkað. Raunar er þetta bil hvergi meira í allri álfunni en í Chile. Vissulega er mun minna um frumbyggja í Chile en í Bólivíu og hinum löndunum í kring (þeir eru í kringum sjö prósent íbúa) en Chile-menn virðast lítið vilja af frumbyggjunum vita og gera sem minnst úr mikilvægi þeirra í land- inu. Þess vegna eru margir sárir yfir að af chileísku leikurunum hafi aðeins verið valdir leikarar sem eru dökkir á hörund og þeir látnir leika ekki aðeins Bólivíu- menn heldur bólivíska frum- byggja – og það í Antofagasta-hér- aði sem eitt sinn tilheyrði Bólivíu. Bólivíumegin eru menn einnig bitrir og kvarta yfir að land þeirra hafi ekki verið valið fyrir tökurn- ar, en þeim þykir einnig súrt í broti að í myndinni sé Bólivía tengd eiturlyfjasmygli, ímynd sem þjóðin vill ólm losna við. Talsvert hefur verið um mót- mæli vegna þessa í norðurhluta Chile undanfarið. Ferðamálafull- trúar létu hafa eftir sér að þeir hefðu ekki gefið leyfi fyrir tökun- um hefðu þeir vitað af þessu, og bæjarstjóri í litlum bæ í Ant- ofagasta var handtekinn þegar hann ók bíl sínum beint inn á töku- stað og truflaði tökur til að mót- mæla því að bæ hans væri breytt í bólivískan bæ. Kjarni málsins virðist þó vera sá að það sem gamla kappanum Bond hefur tekist er að bregða sér í hlutverk Hróa hattar og færa Bólivíumönnum aftur landið dýr- mæta sem þeir misstu fyrir 130 árum – þó ekki sé nema í nokkrar mínútur í Hollywoodmynd. sli@hi.is BOND TIL BJARGAR BÓLIVÍUMÖNNUM Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir skrifar frá Chile UPPÁHALDSVEITINGASTAÐ- URINN? Dolores á Rosa Lux- emburg Straße eru með mjög góð burritos. Svo er Due Forni á Schönhauser Allee kannski besti pitsustaður í heimi. HVAR ER BEST AÐ FÁ SER ÖL? 8mm Bar á Schönhauser Allee er eflaust ein besta eins herbergis reykfyllta skítahola í heimi. Góð tónlist og hressir eigendur. FLOTTASTI BARINN? Bassy Cowboy Club. Hann er þægilega staðsettur beint við hliðina á 8mm Bar. Innréttingarnar eru svona kúrekalegar með rifflum, hesta- og nautahauskúpum, uppstopp- uðum úlfi og stórri mynd af Lee Hazlewood. BESTU GÖTURNAR TIL AÐ KAUPA FÖT? Svæðið í kringum Hackescher Markt. Svo eru marg- ar búðir á Kastanienallee, ásamt Oranienstraße og Wienerstraße í Kreuzberg. BESTI STAÐURINN EFTIR KLUKKAN TVÖ AÐ NÓTTU? Kaff- ee Burger, sögufrægt og sóðalegt Rússadiskó á Torstraße. RÓMANTÍSKASTI GÖNGUTÚR- INN ? LSD-lengjan í Prenzlauer- berg. Þá gengur maður Raum- erstraße framhjá Helmholzplatz garðinum. Á þeirri göngu þverar maður Lychenerstraße, Schlie- mannstraße og Dunckerstraße. Þannig er nafnið tilkomið. Þetta er einn fallegasti hluti Austur-Berlín- ar, og fór ekki jafn illa út úr stríð- inu og meirihluti borgarinnar. Flest húsin þar eru orðin yfir hundrað ára gömul. Þar lítur borgin út eins og hún eflaust gerði öll á fyrri tímum. HEIMAMAÐURINN Berlín BALDVIN PÁLSSON DUNGAL, BARÞJÓNN OG RÓTARI 24.990 Alicante
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.