Fréttablaðið - 27.04.2008, Síða 72

Fréttablaðið - 27.04.2008, Síða 72
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög DESEMBER 2007 sigtryggur magnason og sonur ÞEGAR ÉG FERÐAST... þá sakna ég alltaf stinningskaldans. PARADÍS FYRIR MÉR... er augnablikið sem ég man hvar ég er en gleymi hvert ég ætla. ÉG FERÐAST ALDREI ÁN... moleskin-stíla- bókar, penna og tannbursta. BESTI STAÐUR SEM ÉG HEF NOKKURN TÍMA HEIMSÓTT... er líklega klaustrið í Montserrat. Í smástund hélt ég að ég myndi frelsast þarna efst í þessu katalónska fjalli. Svo reddaðist það. UPPÁHALDSHÓTELIÐ MITT ER... The Zetter í London. Toppsmart. MINNISSTÆÐASTA MÁLTÍÐ SEM ÉG HEF SNÆTT Á FERÐALAGI... eru sniglarnir á óvæntum veitingastað í litlu þorpi við landa- mæri Spánar og Frakklands, mig minnir að þorpið heiti Latour-de-Carol. SÍÐASTA FERÐIN SEM ÉG FÓR Í... var til London í framhaldsbrúðkaupsferð sem endar aldrei. ÞEIR MINJAGRIPIR SEM ÉG KEM MEÐ ÚR FERÐUM... eru í formi ísskápssegla og minninga. FERÐIR MÍNAR SIGTRYGGUR MAGNASON, RITHÖFUNDUR OG MARKAÐSSTJÓRI RIFF- ALÞJÓÐ LEGRAR KVIKMYNDAHÁTÍÐAR Í REYKJAVÍK HÉLT Í SMÁSTUND AÐ HANN MYNDI FRELSAST Í KATALÓNSKU KLAUSTRI ÞANGAÐ TIL ÞAÐ REDDAÐIST. Ungfrú Ingveld- ur er stödd í leigubíl í Shibu- ya-hverfinu í Tókýó. Hún veif- ar rauðlökkuð- um nöglum að bílstjóranum sem virðist ekki skilja eitt auka- tekið orð. „Four Seasons Hotel! You know, FOUR,“ segir hún hækkandi og taugaveikluðum rómi á meðan hún horfir á endalaus götuskilti skrif- uð upp á kanji. Hvílík mannmergð fyrir utan, og ekkert nema undar- legt ungt fólk með bleikt hár og í pönkaralegum fötum. Ingveldur er að fara að hitta nýja kærastann á hótelinu. Hann er ljósmyndari og er að mynda einhvern risa tísku- viðburð í borginni. „Ahhhhh! Fosí- son hótel, Haj!“ jánkar allt í einu bílstjórinn brosandi. Þegar hún loks veltur inn um anddyrið með nýja svarta ferðatöskusettið sér hún hann í fjarska umkringdan sex feta háum og mjóum fyrirsæt- um. Ingveldur dæsir. Hún bjóst líka alveg við því að þetta yrði eins og kvikmyndin Lost in Translat- ion. Hún er búin að horfa á hana þrisvar í röð og finnst hún vita allt um Tókýó. Auðvitað er bara spurn- ing um að taka Scarlett Johansson á þetta og lifa á hótelbarnum í viku. Kærastinn kyssti hana á ennið áður en hann þaut út en hún er að reyna að botna í öllum þess- um tökkum á klósettinu. Hún ýtir á einn og heitur blástur geysist upp úr skálinni. Sá næsti sendir vatnsbunu beint upp í loftið og eyðileggur hárið. Hún ákveður að skella sér í heilsulind hótelsins og gera sig sæta, enda stór veisla fram undan í kvöld og um að gera að slá í gegn. Japönsku konurnar líta hana hornauga þegar hún afklæðir sig. Eins og hún sé með smitsjúkdóm. Það er æpt á hana þegar hún ætlar að stinga sér til sunds í ólýsanlega fallegri laug- inni. Maður veifar hryllilega ljótri sundhettu og bendir reiður á hárið á henni. Voðalega er þetta fólk nojað eiginlega. Tveimur tímum síðar er Ingveldur stödd á gífur- lega „trendí“ bar klædd í stuttan kímonókjól frá Alexander McQueen (hún kann sig meðal framandi þjóða). Kæró hefur skil- ið hana eftir aleina eina ferðina enn og allir brosa afskaplega mikið til hennar. Ingveldi finnst ekki töff að brosa. Hún er með frosinn stút á meðan hún skellir í sig þriðja kampavínsglasinu. Glöt- uð rokkhljómsveit byrjar að spila og einhver maður er alltaf að benda á gólfið fyrir neðan hana og brosa. Hún pírir niður gegnum kampavínsskýið og verður þess vör að gólfið er... spegill. Lífsseigt trend í Tókýó. Skelfingu lostin horfir hún aftur upp. Hún hefði betur ekki tekið Paris Hilton á þetta í kvöld. UNGFRÚ INGVELDUR... Fer til Tókýó Það voru mikil gleðitíðindi að sjá Forseta Íslands handsala á Bessastöðum samkomulag við Mahmoud Abbas forseta palestínsku þjóðstjórnarinnar um friðarfund á Íslandi. Reyndar kom frumkvæðið ekki frá Ólafi Ragnari Grímssyni sem hefur því miður hefur verið seinn til að taka undir áskorun Friðar 2000 að Virkja Bessastaði til friðarmála og setið á forsetastóli í nær 12 ár aðgerðarlítill hvað friðarmálin varðar. Árið 2004 í aðdraganda forsetakosninga birtist á www.forsetakosningar.is opið bréf frá Holy Land Trust í Betlehem með áskorun um að embætti Forseta Íslands komi að friðarferlinu. Þetta var aðeins einn af þeim fjölmörgu sem ég ræddi við árið 2001 þegar ég dvaldi fimm vikur í Ísrael og Palestínu til að kynna hugmyndafræði Friðar 2000 fyrir stjórnmálamönnum og félagasamtökum beggja þjóða. Hér varð til Alþingi Jerúsalem sem ég skora á bæði almenning, þingmenn og stjórnvöld að kynna sér á vefnum www.althing.org en hugmyndin að Alþingi Jerúsalem hefur víða fengið athygli og fjölda meðmæla bæði frá Palestínu og Ísrael. Forseti Íslands gæti gegnt forystuhlutverki í friðarmálum á alþjóðavettvangi og lagt grunninn að nýjum og betri heimi fyrir komandi kynslóðir. Fái hugmyndafræði Friðar 2000 aukinn meðbyr á næstu árum og áratugum gæti á Íslandi risið þróunarstofnun lýðræðis og stjórnstöð alþjóðlegs friðargæsluliðs sem gerði þjóðum mögulegt að leggja niður heri sína og gera varnarsamninga við hið alþjóðlega friðargæslulið. Þótt margir hafi verið til að fordæma mig og hugmyndir mínar um að Virkja Bessastaði til friðarmála hefur hugmyndafræðin byrjað að skila sér í þjóðarvitundina: Stofnar samtökin Friður 2000. Flýgur með hjálpargögn og jólapakka með kveðjum frá Íslenskum börnum fórnarlamba Chernobyl og stríðhrjáðra barna í Sarajevo. Hugmyndin verður öðrum hvatning og og bílalestir með hjálpargögn og slíka jólapakka berast næstu árin til Chernobyl og á stríðshrjáð svæði með bílalestum frá ýmsum stöðum. Gefur út bókina “Virkjum Bessastaði” dreift á öll heimili landsins. Skorar á frambjóðendur að taka upp friðarmálin. Þegar enginn þeirra bregst við áskoruninni lýsir Ástþór sjálfur yfir framboði og notar síðan beinar sjónvarpsútsendingar til að fá Ólaf Ragnar Grímsson til að gefa kjósendum loforð um að beita embættinu í friðarmálum verði hann kjörinn. Forsetinn sveik kosningaloforðið í 12 ár. Í aðdraganda kosninga tók Ástþór við Gandhi mannúðarverðlaunum og afhenti Clinton bandaríkjaforseta eintak af Virkjum Bessastaði. Skorar á heimsbyggðina frá Baghdad að mótmæla fyrirhugaðri árás á Írak. Ástþóri tókst að koma skilaboðunum í gegnum CNN, ABC, CBS og nær alla heimspressuna í 5 daga samfleitt og margsinnis sem aðalfrétt og forsíðufrétt í erlendum stórblöðum! 1998 er Ástþór sæmdur Heilögum Krossi Grísku Réttrúnaðarkirkunnar að útnefningu UNESCO eftir að Clinton hætti við innrásina í kjölfar mikilla mótmæla. Ráðamenn vilja að Icelandair flytji vopn og hermenn fyrir Bush í Írakstríð. Ástþór sendir út viðvörun um hættulegt óðagot sem geti dregið Íslensk flugfélög inní hryðjuverkastríð. Þá fangelsaður en sýknaður af Hæstarétti. Hætt við að nota Icelandair flugvélar til vopnaflutninga. Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri stofnar Friðarstofnun Reykjavíkur. (Ástþór kynnti slíka hugmynd fyrir borgarstjóra árið 1995) Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar undirritar samning um stofnun alþjóðlegs háskóla á Keflavíkurflugvelli er starfi að friðarmálum, kenni alþjóða- og öryggismál. (Ástþór kynnti hugmyndir að friðarháskóla á Íslandi árið 1997 eftir að fá stuðning við hugmyndina hjá fjölda fræðimanna erlendis, síðan í forsetaframboði 2004 og 2006 sendi bæjarstjóranum tillögu að slíkri starfsemi á Keflavíkurflugvelli). Yogo Ono kom frá New York með friðarsúlu til Viðey (Ástþór kynnti Ísland sem land friðar á fjölda fyrirlestra í New York, Tokyo og víðar m.a. hjá Sameinuðu Þjóðunum í New York og í hjá friðarháskóla S.Þ. Costa Rica yfir 9 ára tímabil 1995-2004). Stjórnvöld samþykkja beiðni Palestínumanna um friðarfund á Íslandi og Forseti Íslands handsalar samkomulagið á Bessastöðum. Ástþór kynnti þessar hugmyndir í Palestínu og Ísrael árið 2001 og aftur fyrir nánum samstarfsmönnum Yasser Arafat árið 2004. Þótt mikilvægur árangur hafi nú þegar náðst eigum við Íslendingar nokkuð í land með að laga til garðinn heima hjá okkur til að vera teknir alvarlega á alþjóðavettvangi. Harka stjórnvalda og lögreglu í garð mótmælenda er áhyggjuefni. Það olli t.d. almennri hneykslan víða um heim og meira en tíu þúsund mótmælabréf bárust stjórnvöldum frá þingmönnum og félagasamtökum í meira en 30 löndum þegar ég var fangelsaður og átti að dæmast í 16 ára fangelsi að beiðni Ríkislögreglustjóra fyrir friðsamleg mótmæli með tölvupósti gegn því að Íslenskar flugvélar tæku þátt í vopnaflutningum til ólögmæts stríðsreksturs í Írak. Slagsmál lögreglu við vörubílstjóra síðustu daga minna á að tvo þarf til að deila og að hugsanlega þurfi dómsmálaráðherra, lögreglan og fleiri landsmenn að endurskoða vinnubrögðin. Ég hef t.d. aldrei á minni lífsævi lent í slagsmálum þrátt fyrir að hafa oft notað ögrandi aðferðir við að koma málstaðnum á framfæri svo sumum þykir of um. Þá hefur að undanförnu verið alvarlega vegið að lýðræði á Íslandi. Ummæli oddvita yfirkjörstjórnar stærsta kjördæmis landsins um mitt framboð í fjölmiðlum eru enn til umfjöllunar hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík. Áður en tekið hefur verið á því máli af hálfu stjórnvalda í samræmi við stjórnarskrá væru forsetakosningar í raun sviðsett lýðræði – sjá nánar á www.forsetakosningar.is. Hagsmunagæsla einstakra fjölmiðla fyrir sitjandi forseta hefur verið með þeim hætti í aðdraganda kosninga að hætt er við að framboð mitt á sama tíma og undirbúningur er hafinn hjá Stjórnvöldum og Forsetaembættinu um friðarfund á Íslandi gæti skaðað málstaðinn. Skemmst er að minnast aðför Stöðvar2 í byrjun árs gegn hugsanlegu mótframboði og 2004 þegar hingað komu heimsþekktir fræðimenn í friðarmálum. Þeir voru úthýstir frá Stöð2 og aðrir klipptu úr viðtölum boðskapinn um mitt framboð til að Virkja Bessastaði til friðarmála. Önnur fjölmiðlun var með svipuðum hætti undir bumbuslætti af endalausum lygaþvælum í DV og þannig útilokað að koma boðskap forsetaframboðsins óskekktum til þjóðarinnar. Við ofangreindar aðstæður tel ég heillavænlegast fyrir málstað Friðar 2000 að taka ekki þátt í forsetakosningum í sumar. Ég skora á Ólaf Ragnar Grímsson að nota nú það einstaka tækifæri sem honum hefur borist á silfurfati frá Palestínu til að Virkja Bessastaði! Ástþór Magnússon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.