Fréttablaðið - 27.04.2008, Page 74
18 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR
SILJA BÁRA ÓMARSDÓTTIR STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR
...atvik þegar ég var átta ára
gömul. Pabbi var úti á sjó og
allir lágu í flensu nema ég. Ég
ákvað að reyna að færa fólk-
inu eitthvað að borða og eitt
af því sem ég kunni að elda
var spælt egg. Ég tek fram
eggin og byrja að steikja, og
úr einu þeirra vellur hálfmót-
aður ungi. Ég þarf varla að
taka það fram að mér varð
mikið um og dró mömmu
fárveika fram úr rúminu til
að reyna að skafa ungann af
pönnunni. Ég borða mikið af
eggjum í dag og finnst þau
mikill herramannsmatur en
ég borðaði ekki egg lengi vel
eftir þetta og það tók nokkur
ár að venjast þeim aftur.
HEIÐAR JÓNSSON SNYRTIR
...hellingur af kólesteróli. Ég var
nefnilega mikill eggjamaður á
yngri árum, en ég hef aðeins
vanið mig af því. Ég er náttúru-
lega alinn upp í sveit þar sem
hænur verptu eggjum, ég þurfti
að sækja eggin út í hænsnakofa
og egg léku því stórt hlutverk í
æsku minni. Ég uppgötvaði það hins
vegar strax í æsku að ef þú setur
strá fyrir framan hænu þá fer hún
ekki yfir það, því hún veit ekki hvað
er hinum megin. Og ef það er eitt-
hvað sem hefur alltaf farið í taugarn-
ar á mér þá er það þröngsýni og
heimska hjá fólk. En hænan, já – hún
toppar það allt.
ÓMAR R. VALDIMARSSON UPPLÝSINGAFULLTRÚI
…frjóvgað egg kon-
unnar minnar. Í dag,
laugardaginn 26. apríl,
eru liðnar 40 vikur
frá þessum örlagaríka
hittingi erfðaefna
okkar og lítið bólar á
frumburðinum. Fram
að þessum degi höfum
við verið sannfærð um
að ófædd dóttir okkar
myndi koma í heim-
inn á undan tímanum
– að hún kæmi okkur
svolítið á óvart – en allt
kemur fyrir ekki. Svo
nú bíðum við og bíðum.
Biðin býður þó upp á
margt skemmtilegt.
Við erum til dæmis
búin að fara ítrekað yfir þá hluti sem við ætlum
að taka með okkur á fæðingardeildina og þá
höfum við fundið upp 99 nýjar leiðir til þess að
segja vinum og vandamönnum að „það sé ekkert
að gerast“ og að þetta „sé allt að koma“. Ennþá
erum við þó róleg. Við erum nefnilega bæði viss um að
á endanum muni þetta egg klekjast.
ÓLAFUR GUNNARSSON RITHÖFUNDUR
...risavaxin amerísk páskaegg. Þegar
ég var tíu ára gamall giftist systir
mín manni sem hafði búið um nokk-
urt skeið í Bandaríkjunum. Hann
gegndi síðar herþjónustu uppi á
velli og var um tíma túlkur hjá
bandaríska hernum. Hann hafði
aðgang að þessum líka tröll-
auknu páskaeggjum sem voru
sextíu til sjötíu sentímetrar á
hæð. Yfir eina páskahátíðina
fékk frændi minn að gista hjá
okkur, en þá var það ekki siður
að leitað væri að páskaeggj-
um heldur var þeim stillt upp
fyrir framan rúmið þannig að
þau voru það fyrsta sem maður
sá þegar maður vaknaði. Þegar
ég opnaði augun um morguninn
beið mín tröllaukið, „monster“-egg
við rúmstokkinn en frændi minn, sem var utan af landi, fékk
sígilt íslenskt egg í minna lagi. Hann leit á sitt og sagði: „Helvítis skíta
litla egg er þetta“. Hann leit síðan á mitt og stundi: „Þitt egg er rosa-
legt.“ Og svo sofnuðum við báðir aftur, misjafnlega sáttir.
VALDÍS GUNNARSDÓTTIR ÚTVARPSKONA
...Ella í húsinu á móti, en það er hún Elín María Björnsdóttir
sem er verslunarstjóri hjá versluninni Egg. Þar fyrir utan
dettur mér auðvitað í hug eggjakast vikunnar þar sem Lára
Ómarsdóttir missti vinnuna sem mér finnst auðvitað skelfilegt, sá
frábæri fréttamaður sem hún er. Sem fjölmiðlakona veit ég að á
svona ögurstundum lætur maður eitthvað út úr sér sem maður
meinar ekki eða getur lent í óheppilegri atburðarás. Get ég til
dæmis nefnt það þegar ég var send niður í bæ á fyrsta degi
bjórsins á Íslandi til að fara á milli kráa í beinni útsendingu
og kanna stemninguna. Fyrir utan staðina var svo bíll með
tæknimönnum og ég var með víra, míkrafón og allt það
innan á mér. Hvert sem ég fór var mér auðvitað réttur
bjór og þótt ég hafi ekki drukkið nema nokkra sopa á
hverjum stað þurfti ég auðvitað að fara reglulega á
klósettið. Og ég fór auðvitað inn á klósett með vírana og
allt saman án þess að fatta neitt – strákunum í bílnum,
Sigga tæknimanni og fleirum, til mikillar skemmtunar.
Ég fattaði svo ekki neitt fyrr en í lok kvölds.
ÚLFAR FINNBJÖRNSSON MATREIÐSLUMAÐUR
...alveg heill hellingur. Egg hafa fylgt mér
alla tíð. Til dæmis var þetta það fyrsta
sem ég eldaði í gamla daga þegar mamma
fór að vinna úti og skildi mig, átta ára
guttann, eftir heima, þá spældi ég þau,
gerði ommelettur og alls kyns kúnstir.
Svo er ég í dag með einar sex varpteg-
undir í garðinum, þar á meðal lynghænur
sem verpa einu kólesterólfríu eggjunum
í heiminum, þannig að við fjölskyldan
sitjum oft á kvöldin og borðum þau egg
í bunkum, enda eru lynghænueggin
mjög lítil. Þess vegna er svolítil vinna að
borða þetta. Annars hef ég
alltaf verið mikill eggja- og
fuglamaður og í sveitinni í
gamla daga var hreinlega
allt tínt og borðað
- jafnvel lóu- og
mávsegg.
Verslunarstjórar og heimskar hænur
Matvæli vikunnar voru klárlega egg, þótt öllu jafna sé þjóðin frekar í því að steikja þau og sjóða en kasta uppi á Norðlingaholti.
Af því tilefni hringdi Júlía Margrét Alexandersdóttir í nokkra góða menn og konur og fékk þau til að segja sér hvað þeim dytti í
hug þegar þau heyrðu orðið egg.
Þegar ég
heyri orðið
egg dettur
mér í hug...
Þegar ég
heyri orðið
egg dettur
mér í hug...
Þegar ég
heyri orðið
egg dettur
mér í hug...
Þegar ég
heyri orðið
egg dettur
mér í hug...
Þegar ég
heyri orðið
egg dettur
mér í hug...
Þegar ég
heyri orðið
egg dettur
mér í hug...