Fréttablaðið - 27.04.2008, Síða 80

Fréttablaðið - 27.04.2008, Síða 80
24 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Enska úrvalsdeildin: BIRMINGHAM CITY - LIVERPOOL 2-2 1-0 Mikael Forssell (34.), 2-0 Sebastian Larsson (55.), 2-1 Peter Crouch (63.), 2-2 Yossi Benayoun (76.). CHELSEA - MANCHESTER UNITED 2-1 1-0 Michael Ballack (46.), 1-1 Wayne Rooney (56.), 2-1 Michael Ballack (86.). MANCHESTER CITY - FULHAM 2-3 1-0 Stephen Ireland (10.), 2-0 Benjamin Mwaruwari (21.), 2-1 Diomansy Kamara (70.), 2-2 Danny Murphy (79.), 2-3 Diomansy Kamara (92.). SUNDERLAND - MIDDLESBROUGH 3-2 0-1 Tuncay Sanli (4.), 1-1 Danny Higginbotham (6.), 2-1 Michael Chopra (45.), 2-2 Alfonso Alves (73.). TOTTENHAM - BOLTON WANDERERS 1-1 0-1 Stelios Giannakopoulos (46.), 1-1 Steed Malbranque (52.). WEST HAM UNITED - NEWCASTLE UNITED 2-2 1-0 Mark Noble (10.), 2-0 Dean Ashton (23.), 2-1 Obafemi Martins (42.), 2-2 Geremi (45.) STAÐAN: Man United 36 25 6 5 74-21 81 Chelsea 36 24 9 3 62-25 81 Arsenal 35 21 11 3 66-29 74 Liverpool 36 19 13 4 64-28 70 Everton 35 18 7 10 50-29 61 Aston Villa 35 16 10 9 67-45 58 Portsmouth 35 16 9 10 48-36 57 Man City 36 15 10 11 44-44 55 Blackburn 35 13 13 9 45-43 52 West Ham 36 13 9 14 39-44 48 Tottenham 36 10 13 13 65-59 43 Newcastle 36 11 10 15 44-60 43 Sunderland 36 11 6 19 36-56 39 Wigan Athletic 36 9 10 17 32-49 37 Middlesbro 36 8 12 16 33-52 36 Bolton 36 8 9 19 33-53 33 Reading 36 9 6 21 37-65 33 Birmingham 36 7 11 18 42-59 32 Fulham 36 6 12 18 35-60 30 Derby County 35 1 8 26 17-76 11 ÚRSLIT Bandaríkjamaðurinn Geof Kotila mun ekki verða þjálfari Snæfells næsta vetur. Þessi snjalli þjálfari hefur tekið þá ákvörðun að flytja aftur til Danmerkur eftir tvö ár í Hólminum, þar sem Kotila náði mjög eftirtektarverðum árangri með Snæfellsliðið. „Fjölskyldan tók þessa ákvörðun saman. Við söknum fjölskyldu okkar í Danmörku ef ég á að segja eins og er. Við hjónin erum með tvö lítil börn sem sakna afa og ömmu sem og hundsins okkar. Við erum bara með heimþrá,“ sagði Kotila en heyra mátti á honum að ákvörðunin væri erfið, enda hefur fjölskyldunni liðið vel í Hólminum. „Það er farið með okkur eins og konungborið fólk hér í Hólminum. Þetta hefur verið frábær tími hérna. Þessi ákvörðun hefur ekkert að gera með körfubolta, félagið eða bæjarfélagið. Konan mín er þess utan að klára mastersnám og hún gat ekki gert það hér eins og til stóð heldur þarf hún að fara til Danmerkur í það. Eftir að hafa skoðað heildarpakkann tókum við þessa ákvörðun.“ Gengi Snæfells hefur verið frábært síðan Geof kom til liðsins og í ár vann liðið báðar bikarkeppnirnar og komst þess utan í úrslitarimmu deildarinnar, þar sem Snæfell tapaði fyrir Keflavík. „Ég óttast ekkert um afdrif liðsins. Ástandið á félaginu er mjög gott og betra, að mér finnst, en þegar ég kom hingað fyrir tveimur árum. Það er kraftmik- ið fólk að vinna fyrir félagið og sá sem tekur við starfinu tekur við góðu búi, innan sem utan vallar. Ég er mjög stoltur af mínu starfi og tel mig skila góðu búi,“ sagði Kotila en hann sér ekki eftir því að hafa tekið slaginn og flutt til Íslands. „Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa komið hingað. Alls ekki. Þetta er fallegt land og körfuboltinn á þessu landi á möguleika á því að blómstra enn meira. Ég á samt ekki eftir að sakna vindsins,“ sagði Kotila og hló dátt. „Það var búið að segja mér frá veðurfarinu áður en ég kom en ég hefði ekki trúað því að óreyndu hvað það getur orðið hvasst hérna. Ég meina - þök fjúka af húsum hérna. Þetta er alveg lygilegt.“ GEOF KOTILA: KVEÐUR STYKKISHÓLM EFTIR TVÖ FARSÆL ÁR MEÐ KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ SNÆFELLS Fjölskyldan er einfaldlega með heimþrá FÓTBOLTI Birmingham varð af tveimur mikil- vægum stigum gegn Liverpool í gær. Sveinar Alex McLeish, stjóra Birmingham, komust yfir 2-0 en Liverpool jafnaði og tók eitt stig. Það má búast við grimmri baráttu í næstu viku þegar Birmingham mætir Fulham, sem er enn á lífi eftir góðan útisigur gegn Man. City. „Ég er gríðarlega vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Ég hefði tekið jafntefli fyrir leik en úr því sem komið var er þetta grátlegt. Við urðum aftur á móti bara bensínlausir á meðan leikmenn Liverpool voru ferskir í síðari hálf- leik. Stigið er samt vel þegið og hver veit nema það bjargi okkur frá falli á endanum,“ sagði McLeish. Liverpool gulltryggði fjórða sætið í úrvals- deildinni með stiginu og stjóri þeirra, Rafa Benitez, var nokkuð sáttur. „Ég var sáttur við síðari hálfleikinn. Að skora tvö mörk og fá færi til þess að vinna leikinn var mjög jákvætt. Ég breytti liðinu mikið vegna Meistara- deildarinnar og það var ánægjulegt að sjá hversu vel þetta lið spilaði,“ sagði Benitez. Fulham vann svakalegan 2-3 úti- sigur á Man. City. Fulham var undir 2-0 þegar 20 mínútur lifðu leiks en lokakaflinn var svakalegur hjá drengjum Roy Hodgson. „Þetta leit út fyrir að vera ómögulegt verkefni. Það var sagt við mig að við værum fallnir á ákveðnum tímapunkti en við grip- um líflínu með þessum magnaða sigri,“ sagði Hodgson glaðbeittur eftir leik. Bolton nældi í miklvægt stig gegn Tottenham þar sem Grétar Rafn Steinsson lagði upp mark Bolt- on. Grétar og félagar mæta Sunderland næst í leik sem verður að vinnast, enda bíður Chelsea þeirra í lokaumferð- inni. - hbg Það var hart barist í öðrum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær og botnbaráttan í algleymingi: Birmingham glutraði niður unnum leik SVEKKTUR Andriy Voronin, framherji Liverpool, var ekki alveg nógu sáttur við sjálfan sig í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Það var mikil dramatík á Stamford Bridge þegar toppliðin Chelsea og Man. Utd mættust. Með sigri eða jafntefli var United svo gott sem orðið meistari og því varð Chelsea að sigra til þess að halda lífi í baráttunni. Það tókst Lundúnaliðinu í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Chelsea lék frábæran fótbolta í fyrri hálfleik sem var algjörlega eign þeirra. Markið lá lengi í loft- inu en kom ekki fyrr en í uppbót- artíma er Michael Ballack stang- aði sendingu Didiers Drogba í netið. United mætti talsvert sterkara til leiks í síðari hálfleik, og eftir tíu mínútur komst meiddur Wayne Rooney inn í sendingu Ricardos Carvalho, hann hljóp að marki og lagði boltann laglega í markið. Hrikaleg mistök hjá Carvalho. Rooney var svo þjáður eftir að hafa skorað að hann afþakkaði fögn félaga sinna. Leikurinn var opinn í báða enda eftir það en úrslitastundin kom fimm mínútum fyrir leikslok, þegar vítaspyrna var dæmd á Michael Carrick er boltinn virtist fara í hendi hans. Ballack tók vítið og skoraði örugglega. United sótti grimmt eftir markið og Chelsea mátti þakka fyrir að fá ekki á sig jöfnunarmark, því í tví- gang björguðu þeir á línu. Nær komst United ekki og fögnuður Chel- sea í leikslok var einlægur. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir síð- ustu tvo leikina. Við þurfum að sjálfsögðu að vinna þá og vonast til þess að United tapi einhverjum stigum. Ég verð að vera bjartsýnn því við eigum mjög góða möguleika á að verða meistarar,“ sagði Avram Grant, stjóri Chelsea, eftir leikinn. Grant er ekki þekktur fyrir að sýna mikil svipbrigði í leikjum en hann gaf tilfinningunum lausan taum- inn í gær. „Mínir menn vildu virki- lega vinna þennan leik og elska svona úrslitaleiki. Við berjumst hatrammlega í öllum leikjum. Við gerðum það í dag sem og gegn Ars- enal. Við töpuðum leiknum gegn Arsenal á mistökum og ég vil helst ekki rifja upp leikinn á Old Trafford sem dómarinn vann fyrir Man. Utd. Ég vona hans vegna að þau úrslit muni ekki ráða úrslitum í þessu móti,“ sagði Grant en hann taldi sitt lið hafa átt sigur- inn skilið. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var fjúkandi reiður yfir vítaspyrnunni í leiks- lok. „Þetta var djöfulleg ákvörðun og engin smá ákvörðun hjá dómar- anum. Boltinn fór í höndina á stráknum en hann var ekki að teygja hana út eða setja hana yfir höfuð sér. Boltinn var á leiðinni beint til Rio Ferdinand og það hefði dómarinn átt að sjá. Ef við fáum svona ákvarðanir gegn okkur verður pressan mikil,“ sagði Ferguson heitur og bætti við: „Það var svo í anda dagsins að þegar Ronaldo kemur inn á þá er hann rifinn niður af Ballack í teignum en ekkert dæmt. Það var klár vítaspyrna. Svo fór Drogba með hnéð í andlitið á Vidic með þeim afleiðingum að hann missti tönn sem og það þurfti að sauma hann. Það var heldur ekkert dæmt þá,“ sagði Fergie. henry@frettabladid.is Það verður barist allt til enda Tvö mörk frá Þjóðverjanum Michael Ballack sáu til þess að baráttan um enska meistaratitilinn er hvergi nærri búin. Chelsea vann leikinn 2-1 og er nú jafnt Man. Utd. að stigum. United heldur aftur á móti topp- sætinu með betra markahlutfalli. Aðeins tvær umferðir eru eftir af ensku deildinni. HETJAN Michael Ballack fagnar hér öðru marka sinna í gær. GETTY IMAGES HÆTTIÐI ÞESSU STRÁKAR Ricardo Car- valho gengur hér á milli þeirra Drogba og Ballacks sem rifust eins og smábörn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES TILFINNINGUNUM SLEPPT LAUSUM Avram Grant fagnaði eins og enginn væri morgundagurinn þegar leikurinn var flautaður af. Grant hefur ekki verið þekktur fyrir að sýna svipbrigði hingað til en hann réð ekki við tilfinningarnar í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Snæfell heldur stóru bitunum Þó svo Geof Kotila sé horfinn á braut er engin upplausn í Hólminum. Daði Heiðar Sigurþórsson, formaður körfu- knattleiksdeildar Snæfells, tjáði Fréttablaðinu í gær að þeir Hlynur Bæringsson, Sigurður Þorvaldsson og Magni Hafsteinsson yrðu allir áfram í herbúðum liðsins næsta vetur. Hann sagði þá Justin Shouse og Slobodan Subasic einnig til í að vera áfram en það kæmi í hlut næsta þjálfara að ákveða hvort hann vilji halda þeim. Anders Katholm heldur aftur á móti aftur heim til Danmerkur. Daði sagði líklegt að Snæfell myndi horfa út fyrir landsteinana með arftaka Geof. Ken Webb, þjálfari Skallagríms, hefur verið orðaður við starfið en Daði sagðist ekki hafa talað við hann. FÓTBOLTI Látunum á Stamford Bridge lauk ekki fyrr en nokkru eftir að áhorfendur yfirgáfu svæðið. Það sló nefnilega í brýnu á milli leikmanna Man. Utd og vallarstarfsmanna Chelsea eftir að leik lauk. Leikmenn United voru að hlaupa sig niður þegar eitthvað gerðist og fjandinn varð laus. Rio Ferdinand hefur aftur á móti beðið kvenkynsstarfsmann vallarsins afsökunar á að hafa sparkað óvart í hana er Ballack skoraði sigurmark leiksins. Hann sparkaði þá í stein og fór aðeins utan í konuna. Nemanja Vidic meiddist snemma í leiknum og fór blóðugur af velli eftir að hafa fengið hnéð á Drogba í andlitið. Vidic missti tönn við höggið og einnig þurfti að sauma undir vörina á honum. - hbg Leikmenn United í látum: Slógust við vall- arstarfsmenn HASAR Evra og Park sjást hér í átökum við vallarstarfsmenn. NORDIC PHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.