Fréttablaðið - 27.04.2008, Qupperneq 82
26 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR
KÖRFUBOLTI Það er talsvert óvissu-
ástand í herbúðum Njarðvíkinga
þessa dagana. Stjórn körfuknatt-
leiksdeildar ákvað frekar óvænt á
föstudagskvöldið að reka Teit
Örlygsson úr starfi þjálfara eftir
aðeins eins árs setu í stólnum
heita. Teiti hafði áður fengið skila-
boð um að hann fengi að þjálfa
liðið áfram.
Þess utan hefur Brenton Birm-
ingham gert munnlegt samkomu-
lag við Grindavík um að spila með
þeim næsta vetur og heyrst hefur
að Grindvíkingar vilji einnig fá
Damon Bailey til sín, en hann lék
með Njarðvík í vetur.
„Það var hringt í mig á föstu-
dagskvöldið. Stjórnin hélt víst ein-
hvern neyðarfund eftir að Brent-
on ákvað að fara til Grindavíkur
og í kjölfarið var ég boðaður á
fund þar sem mér var sagt upp,“
sagði Teitur við Fréttablaðið, en
hvaða ástæður gaf stjórnin fyrir
uppsögninni?
„Ég fékk eiginlega enga alvöru
ástæðu upp úr þeim. Þeir sögðu að
það væri ekki árangurinn. Ég hef
samt heyrt af því síðan að ég hafi
ekki fullan stuðning einhverra
leikmanna sem hafa ekki fulla trú
á því að ég geti farið með liðið í
hæstu hæðir.
Svo held ég að fólk í stjórn sem
og ráðgjafar þeirra hafi heldur
ekki haft trú á mér. Ég held reynd-
ar að sumir hafi ekki haft trú á
mér frá byrjun og ég fann fyrir
því. Það eru ekki allir að vinna af
heilindum þarna. Það er sagt eitt
við mig og annað við næsta mann,“
sagði Teitur en umræða um óheil-
brigt vinnuumhverfi í Njarðvík
kom einnig upp fyrir ári síðan
þegar Einar Árni Jóhannsson fékk
að fjúka.
„Einar og fleiri voru búnir að
vara mig við því að þetta væri
dálítið skítugt umhverfi. Því miður
eru menn að grafa undan hver
öðrum þarna. Ég var mjög sár og
svekktur í fyrstu og spurði af
hverju ég hefði ekki fengið að
sitja fundinn?
Ég sé mikil tækifæri fyrir
Njarðvík fyrst að Brenton er far-
inn. Brotthvarf hans losaði um
mikla peninga enda Brenton lang-
dýrasti leikmaður liðsins. Ég hefði
viljað nýta þessa peninga vel og
taldi þarna hafa opnast sóknar-
færi á meðan aðrir óttuðust brott-
hvarf hans,“ sagði Teitur.
Valur Ingimundarson er sterk-
lega orðaður við starfið núna.
Ásgeir Guðbjartsson, varaformað-
ur körfuknattleiksdeildar, segir
leitina að arftaka Teits nýhafna og
sé ekki lengra komin en að nokkur
nöfn séu á blaði. henry@frettabladid.is
Teitur rekinn og Brenton
farinn til Grindavíkur
Það er hasar í Njarðvík þessa dagana. Það er búið að reka Teit Örlygsson sem
þjálfara og Brenton Birmingham er á leið til Grindavíkur. Teitur segir að vinnu-
umhverfið í Njarðvík sé skítugt þar sem grafið sé undan mönnum.
TEITUR ÖRLYGSSON Var sár og svekktur í fyrstu yfir að vera rekinn frá Njarðvík. Hann
gagnrýnir vinnuumhverfið í Njarðvík harkalega og segir að grafið sé undan mönnum
í stað þess að styðja þá. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KÖRFUBOLTI Hinn 35 ára gamli
körfuknattleiksmaður, Brenton
Birmingham, hefur ákveðið að
söðla um og yfirgefa Njarðvík og
flytja sig yfir til Grindavíkur.
„Grindavík gerði mér tilboð
rétt eins og þeir hafa gert síðustu
ár. Ég er góðvinur Friðriks
þjálfara og eftir að hafa sofið á
þessu ákvað ég að slá til og prófa
eitthvað nýtt. Ég var til í nýja
áskorun,“ sagði Brenton en
Njarðvíkingar gerðu honum
einnig tilboð.
„Ég hef spilað með
Grindavík áður og naut
þess að spila þar. Það
eru engin leiðindi
út í Njarðvík
sem er félag
sem ég elska.
Ákvörðunin
var erfið en á
endanum ákvað ég
að prófa eitthvað
nýtt,“ sagði Brenton
en hann segir laun
ekki hafa skipt
aðalmáli í ákvörð-
un sinni. - hbg
Brenton til Grindavíkur:
Vildi prófa eitt-
hvað nýtt
KÖRFUBOLTI Það ríkir talsverð
óvissa um framtíð Páls Kristins-
sonar, leikmanns Grindavíkur.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins stefndi hann á að snúa
aftur til Njarðvíkur en í ljósi
síðustu atburða hefur hann
frestað þeirri ákvörðun sinni.
„Það er allt óákveðið hjá mér.
Ég get verið áfram í Grindavík,
hef heyrt í Njarðvíkingum og svo
kemur einnig til greina að hætta
bara, enda er vinnan mín þess
eðlis að ég á erfitt með að iðka
körfuboltann af fullum krafti,“
sagði Páll við Fréttablaðið. - hbg
Páll Kristinsson:
Framtíðin
óráðin
FORMÚLA 1 Kimi Räikkönen átti
rosalegan síðasta hring í tímatök-
unni í Barcelona í gær og stal
ráspólnum af heimamanninum
Fernando Alonso. Felipe Massa
ræsir þriðji á rásröð. Lewis
Hamilton varð aftur á móti að
sætta sig við fimmta besta
tímann, en Robert Kubica náði
örlítið betri tíma en hann.
„Ég er hæstánægður enda er
bílinn og liðið að taka miklum
framförum. Annað sætið er
talsvert betra en við áttum von á.
Við munum halda áfram að bæta
okkur,“ sagði Spánverjinn Alonso
en Renault-bíllinn hefur virkað
hálfkraftlaus í upphafi tímabils-
ins.
Räikkönen er efstur í keppni
ökuþóra og hann var ánægður
með ráspólinn í gær.
„Ég hef verið að reyna að ná
ráspól og það er góð tilfinning að
það hafi loksins gengið,“ sagði
Räikkönen en tölfræðin er með
honum þar sem ökuþórinn á
ráspól í Barcelona hefur unnið
síðustu sjö árin. - hbg
Formúlan í Barcelona:
Räikkönen á
ráspól
KÁTUR Räikkönen fagnaði ráspólnum
vel í Barcelona. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
HANDBOLTI Haukar fengu Íslands-
meistarabikarinn afhentan eftir
sigur liðsins á Aftureldingu, 32-29.
Haukar kvöddu þá Jón Karl
Björnsson og Halldór Ingólfsson
sem leggja skóna á hilluna eftir
farsælan og sigursælan feril. Aron
Kristjánsson, þjálfari Hauka,
sagði undirbúning fyrir næsta
tímabil hafinn.
„Tryggi Haraldsson og Haf-
steinn Ingason leysa Jón Karl og
Halldór af hólmi og svo erum við
að vinna í því að framlengja við
okkar leikmenn. Við stoppum í
þau göt sem við þurfum.“
Aron vildi ekki segja hvaða leik-
menn væru til skoðunar en Birkir
Ívar Guðmundsson landsliðsmark-
vörður er líklega á heimleið og því
ekki úr vegi að spyrja hvort
Haukar hafi sett sig í samband við
hann. „Ég frétti að Viggó væri allt-
af að hringja í hann. Hann er
Haukamaður og fór héðan út í
góðu. Við höfum alltaf átt í góðu
sambandi við hann og það hefur
ekki breyst,“ sagði Aron sem segir
Hauka ætla að reyna að halda
Elíasi Má Halldórssyni.
Það var ekki eins bjart yfir
Bjarka Sigurðssyni, þjálfara Aft-
ureldingar, í leikslok enda liðið
fallið. „Ef stjórn HSÍ og liðin í
deildinni vilja halda þessu fyrir-
komulagi sem er, sem ég skil
engan veginn, þá leikum við í 2.
deild á næsta tímabili. - gmi
Jón Karl Björnsson og Halldór Ingólfsson hættir:
Kvöddu með góðum sigri
ÞJÁLFARI ÁRSINS Aron Kristjánsson
hefur unnið frábært starf á sínu fyrsta
ári með Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KVEÐJA SEM MEISTARAR Þeir Jón Karl Björnsson og Halldór Ingólfsson eru hættir og
fögnuðu bikarnum vel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL