Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2008, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 27.04.2008, Qupperneq 86
30 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Það er allt á fullu. Ég er að klára fyrsta árið mitt í grafískri hönnun í Listaháskólanum og var að frumsýna myndina Konfektkassann sem ég leik í í vikunni. Augnlitur: Grænn. Starf: Plötusnúður og verðandi hönnuður. Fjölskylduhagir: Góðir. Hvaðan ertu? Héðan og þaðan, aðallega héðan. Ég er fædd í Danmörku, alin upp í Bandaríkjunum og í Hlíðun- um. Ertu hjátrúarfull? Já, frekar. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég er búin að gefast upp á sjónvarpinu eins og er, en Dexter var í uppáhaldi hjá mér. Ég þori varla að viðurkenna hversu mikil sjoppa ég er í rauninni en ég er líka veik fyrir amerískri vellu eins og Bachelor. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur, fiskur, marsípan og ís. Og Hamborgarabúllan. Fallegasti staðurinn: Ísland. iPod eða geislaspilari? iPod, geislaspilarinn minn er ónýtur. Hvað er skemmtilegast? Að hlæja og hafa gaman. Hvað er leiðinlegast? Leiðinlegt fólk. Helsti veikleiki: Ís. Helsti kostur: Mér finnst gaman að vera til. Helsta afrek: Að komast inn í LHÍ og leika í Kon- fektkassanum! Mestu vonbrigðin: Ég nenni ekki að velta mér upp úr þeim. Hver er draumurinn: Að ná tökum á því að vera til í núinu. Hver er fyndnastur/fyndnust? Davíð bróðir, hann er ótrúlega skemmtilegur og fyndinn. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Svartsýni og neikvæðni. Hvað er mikilvægast? Ást og hamingja. HIN HLIÐIN ANNA RAKEL RÓBERTSDÓTTIR, NÁMSMAÐUR OG PLÖTUSNÚÐUR Veik fyrir ís og amerískri vellu „Ég er montin og stolt og hún er falleg að innan sem utan. Ég fer varla út úr húsi nema að skarta höfuðskrauti eftir hana.“ Margrét Sigtryggsdóttir sjúkraliði um dóttur sína Thelmu Björk Jónsdóttir. Hönnun Thelmu verður áberandi í brúð- arblaði franska dagblaðsins Le Figaro í næsta mánuði. Ballhljómsveitin Dísel hefur gefið út rokkútgáfu af hinu sígilda lagi Bubba Morthens, Stál og hnífur. „Við vorum búnir að æfa kassagít- arútgáfuna af Stáli og hníf og fannst hún engan veginn virka. Við höfum kallað þetta Rammstein-útgáfu. Hún er rosalega einföld og þétt,“ segir Magnús Ingi Sveinbjörnsson, trommari Dísel. „Þessi útgáfa gefur laginu dálítið nýjan blæ. Það er fyrir löngu búið að taka það út af listum á útvarpsstöðvum og þessi útgáfa gefur því nýtt spark í rass- inn.“ Dísel, sem var stofnuð í lok síð- asta árs, hefur miklar mætur á Bubba, enda með þrjú önnur Bubb- alög á tónleikadagskrá sinni; Hiros- hima, Fjöllin hafa vakað og Rómeó og Júlía. „Þetta þrælvirkar enda eru þetta frábær lög. Í hvert einasta skipti sem við spilum þau verður allt vitlaust,“ segir Magnús. Hann segir hljómsveitina ekki hafa beðið um leyfi hjá Bubba til að taka upp lagið. „Þú mátt endurút- gefa lag ef það kemur fram hver á upprunalegu útgáfuna og ef þú breytir ekki uppröðuninni á laginu. En ég held að við eigum samt eftir að hringja í hann eftir helgi og rabba við hann til að hafa hann góðan.“ Bubbi hefur ekki heyrt lagið en er engu að síður ánægður með framtak Dísel. „Það er fínt að menn nenni að spila lög eftir mig og ekk- ert nema gott um það að segja,“ segir hann og er ekkert ósáttur þótt Dísel hafi ekki beðið um leyfi hjá sér. „Lögin mín eru ekki heilög. Ég er bara ánægður svo lengi sem menn eru ekki að breyta lögum og textum.“ Útgáfu Dísel af Stáli og hníf má heyra á síðunni www.myspace.com/ diselspace. -fb Bubbi í Ramm- stein-útgáfu DÍSEL Hljómsveitin Dísel hefur gert nýja útgáfu af Bubba-laginu Stál og hnífur. BUBBI Bubbi er ánægður með framtak ballsveitar- innar Dísel. „Já, staðurinn mun hugsanlega heita Gleðibankinn. Eða jafnvel Rússneski bankinn því uppi eru hugmyndir um að setja þarna upp rússneskan veitingastað. En allt er þetta óljóst á þessu stigi,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson veitinga- maður – betur þekktur sem Geiri á Goldfinger. Geiri er aftur á leið í miðbæinn með sinn oft á tíðum umdeilda veitingarekstur. Hann mun taka við helmingi húsakynna þar sem nú er aðalútibú Kaupþings við Austurstræti 5. Þetta sætir tíðind- um, meðal annars því Geiri var nánast flæmdur úr borginni á sínum tíma eftir að borgin setti fram reglur um að rekstur súlu- staða væri ekki leyfilegur þar en þá rak Geiri veitingastaðinn Max- íms í Hafnarstræti. Áður rak hann Hafnarkrána þar. Síðan hefur Geiri haldið til í Kópavoginum með Goldfinger. „Nei, það verður ekkert stripp. Hvað sem menn halda þá fer ég nú eftir lögum og reglum. En þetta gengur út á að ég tek helminginn af Búnaðarbankanum á leigu. Tæpir 600 fermetrar á þremur hæðum. Hinn helmingurinn verð- ur áfram lagður undir bankastarf- semi eftir því sem ég best veit,“ segir Geiri. Húsið sem Geiri kallar Búnað- arbankann eru aðalútibú Kaup- þings við Austurstræti 5. Bankinn er að draga saman starfsemi sína þar. En Geiri er hins vegar að færa út kvíarnar. Hann er nú í óða önn við að innrétta glæsilegan sport- bar við Grensásveg þar sem áður var Bóhem. Stefnt er að því að þeim framkvæmdum ljúki 1. júní og þá vonast Geiri til þess að hafa teikningar, sem reyndar á eftir að samþykkja, og gengi hans geti snúið sér að breytingum á húsa- kynnum við Austurstræti. Að sögn Svala Björgvinssonar starfsmannastjóra hefur Kaup- þing smátt og smátt verið að flytja starfsemi sína úr miðborginni og er það einkum vegna aðgengis við- skiptavina sem var orðið erfitt vegna bílastæðamála, meðal ann- ars. „Þetta eru skipulagsbreyting- ar. Aðalútibú bankans verður nú við Laugaveg 120. Þar verður langstærsta útibú bankans. En við verðum áfram með starfsemi í gamla góða salnum í Austurstræti sem svo margir þekkja af afar góðu. Útibússtjórar verða áfram þeir sömu, Jón Emil Ólafsson aðal- útibússtjóri og Þorsteinn Ólafs sem nú er á Laugavegi 120.“ jakob@frettabladid.is SVALI BJÖRGVINSSON: KAUPÞING FLYTUR AÐALÚTIBÚ SITT Geiri opnar Gleðibankann GEIRI FYRIR UTAN BANKANN Þar sem áður var bankastarfsemi verður í framtíðinni veitingahús í eigu Geira. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Mjólkurbílstjórinn okkar var meira að segja spurður út í hvernig væri hægt að ná sambandi við okkur og hvernig kettirnir væru í raun og veru,“ segir Jón Egill Indriðason, kúabóndi og kattarækt- andi með meiru. Eftir að Fréttablaðið greindi frá því að hann og eiginkona hans, Sigríður Þóra Storms- dóttir, ræktuðu svokallaða Maine Coon-ketti, varð hreinlega allt brjálað, fólk hringdi norður og vildi vita meira um þetta risakyn. Á barnalandi.is spunnust miklar umræður um kattarkynið og er ljóst að Maine Coon-kettir gætu orðið stjörnur ársins í kattasamfélaginu. Jón Egill verður hins vegar að hryggja áhugasama með því að það er langur biðlisti og nú sé hann að bíða eftir því að rauði högninn í Hrísey losni úr vist sinni. „Ég er með tvær læður á heimilinu en það verður örugg- lega ekkert got fyrr en með haustinu. Ég veit ekki hvernig staðan er fyrir sunnan en mér skilst að hún sé eitthvað svipuð,“ útskýrir Jón Egill. - fgg Langur biðlisti eftir risaköttum SKORTUR Á MAINE COON Langur biðlisti er eftir risaköttunum og ásóknin hefur ekki minnkað eftir umfjöllun Fréttablaðsins. 26.09.1978
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.