Fréttablaðið - 27.04.2008, Qupperneq 88
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Davíðs Þórs
Jónssonar
Í dag er sunnudagurinn 27. apríl.
118. dagur ársins.
5.13 13.25 21.40
4.46 13.10 21.36
Þegar allt kemur til alls erum við Íslendingar býsna heppnir.
Við búum við tiltölulega siðlegt
lýðræði. Þrátt fyrir að öðru hverju
verði vart vægrar spillingar í
stjórnkerfinu þurfum við ekki að
hafa áhyggjur af mjög víðtækri
valdníðslu eða handahófskenndri
frelsissviptingu borgaranna. Við
njótum þrátt fyrir allt nokkuð
áreiðanlegs réttaröryggis. Svona
er þetta ekki alls staðar. Sorglega
víða á lýðræðið í vök að verjast og
ráðamenn svífast einskis í valda-
brölti sínu.
ALÞJÓÐLEG samvinna eykst
sífellt og alþjóðalög og reglugerð-
ir verða stöðugt umfangsmeiri.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
til laga um breytingu á almennum
hegningarlögum sem varða
hryðjuverk. Með því er stefnt að
því að uppfylla skilyrði til að unnt
sé að fullgilda Evrópuráðssamn-
ing um varnir gegn hryðjuverk-
um. Þar segir m. a. að fyrir hryðju-
verk „skuli refsa með allt að
ævilöngu fangelsi hverjum sem í
þeim tilgangi að ... þvinga með
ólögmætum hætti íslensk ... stjórn-
völd ... til að gera eitthvað eða láta
eitthvað ógert ...“ fremur ákveðin
brot.
LAGAMÁL er mikið torf og ég
hef tekið út aukasetningar til að
draga fram þennan kjarna máls-
ins. Alþjóðleg mannréttindasam-
tök hafa látið í ljós efasemdir um
að orðalag þessa Evrópuráðs-
samnings standist alþjóðlegar
mannréttindakröfur og tryggi rétt
fólks til lögmætrar andstöðu við
stjórnvöld sem er varin af alþjóð-
lega viðurkenndum mannréttinda-
reglum. Nýlegir atburðir hérlend-
is sýna hve brýnt það er að ráða
bót á þessu, en lög hafa einmitt
verið brotin í þeim tilgangi að
þrýsta á stjórnvöld að „gera eitt-
hvað“ (að lækka álögur á elds-
neyti) eða „láta eitthvað ógert“ (að
virkja fljót).
VIÐ Íslendingar erum heppnir.
Við þurfum sennilega ekki að
hafa áhyggjur af því að stjórn-
völd misbeiti þessum lagabók-
staf, skilgreini vörubílstjóra og
umhverfisverndarsinna sem
hryðju verkamenn og hafi þá á
bak við lás og slá eins lengi og
þeim sýnist án dóms og laga, án
þess að birta þeim kæru eða gefa
þeim kost á málsvörn, eins og
sums staðar væri gert. En hvað
með rússnesk, georgísk, aserba-
ídsjönsk eða moldavísk stjórn-
völd, svo ég nefni fjögur aðildar-
ríki Evrópuráðsins þar sem
lýðræðishefðin er veik en hefðin
fyrir valdníðslu og pólitískri
spillingu þeim mun sterkari?
Alþjóðalög
með ánægju
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Í sumar verður flogið frá Akureyri tvisvar í viku, á föstudögum og
sunnudögum og alla laugardaga frá Egilsstöðum.
Einnig er í boði fjöldi framhaldsfluga frá Køben um alla Evrópu.
Kynntu þér úrvalið á www.icelandexpress.is/framhaldsflug
Bókaðu flug á www.icelandexpress.is
Farðu stystu leið!
Beint flug frá Akureyri og Egilsstöðum til Køben hefst 16. og 17. maí.
Akureyri:
16. maí–31. ágúst
Egilsstaðir:
17. maí–30. ágúst
Egilsstaðir
Akureyri
Kaupmannahöfn
*
V
eg
al
en
gd
ir
er
u
m
ið
að
ar
v
ið
lo
ft
lín
u