Fréttablaðið - 04.06.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 04.06.2008, Síða 6
MARKAÐURINN 4. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A K S Ý R I N G Hækkandi fóðurverð hefur gefið kjúklingarækt byr undir báða vængi, ef þannig má að orði kom- ast. Helsti styrkur Stork Food Systems, sem nú hefur runn- ið saman við Marel Food Syst- ems, er einmitt tæki til kjúkl- ingavinnslu. Í nýrri skýrslu greiningar- deildar Morgan Stanley er mælt með fjárfestingum í kjúklinga- iðnaði enda spáð örum vexti í þeim geira næstu ár. Samkvæmt útreikningum greiningardeild- arinnar var hlutfall almennrar neyslu á kjúklingakjöti í saman- burði við annað í fyrra 34,7 pró- sent. Árið 2017 gerir bankinn hins vegar ráð fyrir því að hlut- fallið verði komið í 57,2 prósent. Nokkrir þættir eru þarna ráð- andi, svo sem áframhaldandi fólksfjölgun í heiminum, aukin kjötneysla með bættum efnahag í fátækari löndum sem og ann- ars staðar, hækkandi fóðurverð vegna aukinnar korneftirspurn- ar með aukinni framleiðslu á lífrænu eldsneyti, auk annarra umhverfisþátta sem ýta undir hærra verð. Fóðurverð vegur þungt í fram- leiðslukostnaði kjötvara og því ekki að undra þótt því sé spáð að kjúklingur nái yfirhönd- inni, enda víðast hvar ódýrari en annað kjöt. Þannig þarf sjö kíló af fóðri til að búa til eitt kíló af nautakjöti, fimm kíló á móti kílói af svínakjöti, en ein- ungis 1,6 til tvö kíló af fóðri til að framleiða eitt kíló af kjúkl- ingakjöti. Einungis eldisfiskur er með betri fóðurnýtingu, þar sem kíló kemur á móti kíló. Þar er framleiðslan hins vegar mun flóknari og hættara við áföllum en í kjúklingaræktinni. Eldislax tekur allt að þrjú ár að komast á markað á meðan framleiðslu- ferli kjúklings nemur ekki nema fimm til sjö vikum. - óká VIÐ FLÆÐILÍNUNA Fjárfestar og aðrir gestir kynntu sér kjúklingaverksmiðju Emsland Frischgeflügel í Þýskalandi í byrj- un síðustu viku. MARKAÐURINN/ÓKÁ Framtíðin er í kjúklingi Morgan Stanley spáir breyttum neysluháttum. Marel og Stork hafa í tæpan áratug átt í nánu sam- starfi og er það meðal annars þess vegna sem búist við að samruni fyrirtækjanna gangi átaka- lítið fyrir sig, enda skarast starfsemi fyrirtækj- anna lítið. Þetta er ólíkt erfiðum samruna Marels við Scanvægt í Danmörku þar sem fyrirtækin áttu í harðvítugri samkeppni. Óvíða kemur betur fram samstarf fyrirtækj- anna en í einni fullkomnustu kjúklingaverksmiðju heims sem er í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi. Í Emsland Frischgeflügel er vinnslulínan frá Stork Food Systems, en hugbúnaður, gæðaeftirlit og fleiri þættir frá Marel. Í heimsókn fjárfesta og annarra gesta til Emsland fór Frans-Josef Rothkötter, framkvæmdastjóri og einn eigenda, yfir ferlið sem er einstakt bæði hvað varðar afköst og öryggi. Verksmiðjan, auk fóður- framleiðslu og annarrar starfsemi, er í eigu fjöl- skyldufyrirtækisins Rothkötter Kraftfutterwerk GmbH. Reynt er eftir fremsta megni að haga slátrun kjúklinganna þannig að þeir verði ekki fyrir óþarfa óþægindum, enda skilar vanlíðan slátur- dýra sér í verra kjöti. Kjúklingunum er slátrað með gasi og svo færðir upp á króka sem bera þá í gegnum alla verksmiðjuna. Hraðinn er slíkur að á sekúndu eru unnir 6,66 kjúklingar, eða 24.000 á klukkustund. Á um það bil fjórum tímum eftir slátrun fer kjúklingurinn í gegnum fiðurhreins- un, kælingu og eftirvinnslu þar sem hann er bút- aður niður og er á endanum kominn í neytenda- pakkningar og tilbúinn til flutnings í verslun. Í Emsland er í raun um að ræða tvær verk- smiðjur sem keyrðar eru hlið við hlið og skila frá sér 320 þúsund kjúklingum á dag, en fjórðungur seldra kjúklinga í Þýskalandi kemur frá þessari einu verksmiðju. - óka DÁLEIÐANDI STREYMI Tvískipt verksmiðjan í Emsland skilar af sér 320 þúsund kjúklingum á sólarhring. MARKAÐURINN/ÓKÁ Samstiga í tæknilausn Tækjabúnaður frá Marel Food Systems og frá Stork Food Systems er grunnurinn að einni fullkomnustu kjúklingaverksmiðju í heimi. FARIÐ YFIR FERLIÐ Lars Gruntvig, sem varð einn af stærstu hlut- höfum Marels við sam- runann við Scanvægt, ræðir hér við Frans-Josef Rothkötter, fram- kvæmdastjóra og einn eigenda kjúklingaverk- smiðjunnar í Emsland. MARKAÐURINN/ÓKÁ Í kjölfar kaupa Marel Food Syst- ems (MFS) á Stork Food Syst- ems í Hollandi hefur fyrirtækið skipað nýja fram- kvæmdastjórn. Hana skipa Hörð- ur Arnarson for- stjóri, Theo Hoen aðstoðarforstjóri (áður forstjóri Stork Food Systems), Erik Kaman fjármálastjóri og Lárus Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Eftir sameiningu fyrirtækjanna í byrjun síðasta mánaðar hefur MFS borist liðstyrkur úr röðum stjórnenda Stork. Auk Eriks Kam- ans, sem var áður hluti af stjórn- endateymi Stork Aerospace, taka á næstu vikum við nýjum störf- um hjá MFS stjórnendur á sviðum fjármála, skattamála, innkaupa og upplýsingatækni. ERIK KAMAN N Ý F R A M K V Æ M D A S T J Ó R N M A R E L F O O D S Y S T E M S Á morgun hefst hlutafjárútboð Marel Food Systems vegna fjármögnunar á kaupum á Stork Food Systems í Hollandi. Samruni fyrirtækjanna gekk í gegn í byrjun síðasta mán- aðar. Útboðið sem er sölutryggt af Lands- banka Íslands lýkur svo á föstudag. Alls stendur hluthöfum Marels til boða hlutafé fyrir 117 milljónir evra, eða sem nemur ná- lægt 13,5 milljörðum íslenskra króna. Þá er einnig heimild til þess að bjóða fagfjárfest- um 30 milljónir evra (ríflega 3,5 milljarða króna) til viðbótar, en þá næmi heildarfjár- hæð útboðsins 147 milljónum evra, eða ná- lægt 17 milljörðum króna. Verð hluta í útboðinu er ákvarðað á síð- ustu stundu af stjórn Marel Food Systems og verður væntanlega birt í dag, um leið og út- boðslýsing verður birt í Kauphöll Íslands. Aðstæður eru erfiðar á fjármálamörkuð- um og segjast sérfræðingar sumir hverjir á fjármálamörkuðum búast við einhverjum af- slætti frá markaðsverði í Kauphöll, en aðrir telja að markaðsverð verði látið ráða. Miðað við þetta gæti útboðsgengið hlaupið á bilinu 90 til 95 krónur á hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur síðustu daga fundað með fjárfestum og fjár- málafyrirtækjum og kynnt útboðið, en í síð- ustu viku bauð Marel Food Systems jafn- framt fjárfestum og fleirum til Hollands að skoða höfuðstöðvar Stork Food Systems í Boxmeer og kynna sér framleiðsluferlið þar, auk þess sem búnaður bæði Marel Food Systems og Stork var sýndur að störfum í Emsland-kjúklingaverksmiðjunni í Neðra- Saxlandi í Þýskalandi (sjá hér til hliðar). Erik Kaman, nýr fjármálastjóri Marel Food Systems, sem áður var fjármálastjóri hjá Stork Aerospace, flugiðnaðargeira Stork-samstæðunnar í Hollandi, hélt erindi þar sem hann fór yfir helstu verkefni sem fram undan eru í samþættingu og endur- bótum hjá Marel. „Fegurðin við samrun- ann við Marel er hins vegar að nánast engin skörun er í þeim lausnum sem fyrirtækin bjóða,“ segir hann. Samlegðaráhrifin segir Erik Kaman hins vegar geta verið meiri en nemur stærðarhagræði og meira vörufram- boði. Hann boðar til dæmis innleiðingu verk- ferla hjá Marel Food Systems sem þróaðir hafa verið hjá Stork, svo sem við fjárhags- uppgjör og reikningsskil. „Með bættum að- ferðum er hægt að draga úr þeim tíma sem eytt er í að gera upp fortíðina og auka ráð- rúm til að horfa fram á veginn,“ segir hann og bætir við að því fyrr sem rekstrarupplýs- ingar liggi fyrir, þeim mun betur gangi að stýra fyrirtækinu. Uppgjörskerfi Stork verður því á næstu vikum innleitt í samstæðunni allri og tekin upp mánaðarleg innri reikningsskil með helstu tölum til stjórnar. „Þegar við byrjuð- um árið 2000 að innleiða þetta kerfi hjá Stork tók um það bil fimm vikur að fá samstæðutöl- urnar, núna fáum við þær upplýsingar, ásamt rekstrarreikningi á sex virkum dögum, og það frá 180 einingum. Munurinn er því tals- verður.“ Erik Kaman segist, í viðtali við Markaðinn, hafa verið spenntur að hefja störf hjá Marel Food System, en hann lét af störfum hjá einu elsta og virtasta iðnfyrirtæki Hollands. „Fyrir tækin eru svipuð að stærð,“ segir hann, en kveður um leið hafa verið spenn- andi að fá að koma að uppbyggingu hjá Marel eftir samrunann við Stork Food Systems. „Þá er líka meiri pólitík tengd rekstrinum í flug- iðnaðinum og þá sér í lagi tengt því hverjum er selt og það er nokkuð sem mér fellur ekki alls kostar. Ég kann hins vegar vel við mig í samkeppnisumhverfi þar sem áherslan er á bestu framkvæmd á öllum sviðum, hvort sem það er í tækni, skipulagi, upplýsinga- gjöf, sölu og öðrum sviðum.“ Nýr fjármálastjóri Marels segist gera ráð fyrir því að um hálft ár taki að innleiða bestu reikningsskilaaðferðir hjá félaginu öllu, en tvö til þrjú ár að koma á bestu framkvæmd á öllum sviðum. „Reikningsskilin eru hins vegar grunnurinn sem við byggjum á.“ HÖRÐUR ARNARSON OG THEO HOEN Forstjóri og aðstoðar- forstjóri Marel Food Systems samkvæmt nýju skipuriti. MARKAÐURINN/GVA Marel sækir það besta frá Hollandi Erik Kaman, nýr fjármálastjóri Marel Food Systems, ætlar að innleiða uppgjörsreglur sem tíðkast hafa hjá Stork í Hollandi. Í haust verða komin mánaðarleg innri reikningsskil hjá samstæðunni allri. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér breytingar sem fyrir dyrum standa hjá Marel og hlutafjárútboð sem hefst á morgun. VIÐ HÖFUÐSTÖÐVAR STORK FOOD SYSTEMS Nýr fjármálastjóri Marel Food Systems, Erik Kaman, slær á létta strengi með Árna Oddi Þórðarsyni, stjórnarformanni félagsins, fyrir utan höfuðstöðvar Stork Food Systems í Boxmeer í Hollandi. MARKAÐURINN/ÓKÁ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.