Fréttablaðið - 04.06.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 04.06.2008, Qupperneq 8
MARKAÐURINN 4. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T A tvinnuhorfur nýútskrifaðra háskóla- nema hafa töluvert breyst nú á milli ára. Fyrir ári var uppsveifla þjóðfé- lagsins í algleymingi og stúdentar gátu oft á tíðum jafnvel valið milli þriggja til fjögurra starfstækifæra. Þrengingar á fjármálamarkaði hafa breytt þessu ástandi töluvert en þó er það álit flestra við- mælenda Markaðarins í þessari úttekt að afleið- ingarnar séu ekki að fullu farnar að sjást á vinnu- markaði. Stúdentar fái kannski ekki drauma- starfið sitt strax en þó fái allir vinnu. Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hag- vangs, hefur áratuga reynslu af þessum markaði en hún hefur verið eigandi Hagvangs frá árinu 1986. Að hennar mati eru tækifæri þeirra sem nú eru að útskrifast ekki jafn spennandi og þau voru fyrir ári. Atvinnuleysi sé þó ekki byrjað að koma í ljós í miklum mæli og þrengingarnar séu almennt ekki farnar að hafa varanleg áhrif. Hins vegar segir hún að ef þetta haldi svona áfram sé mjög líklegt að atvinnuleysi muni auk- ast á haustmánuðum. Atvinnuleysi mælist nú 2,3 prósent samkvæmt mælingum Hagstofunnar en greiningardeild Kaupþings hefur sem dæmi spáð því að það fari í 5,2 prósent á næsta ári. ÞRENGINGAR KOMA Á 6-8 ÁRA FRESTI Katrín segir að þær þrengingar sem nú steðji að vinnumarkaði komi alltaf á nokkurra ára fresti. Nefnir hún sem dæmi að ástandið hafi verið mjög slæmt á árunum 1993-94 þegar atvinnuleysi var mikið og vinnumarkaður var að ganga í gegn- um miklar skipulagsbreytingar. Þá var fjármála- markaðurinn að verða til og þá voru fyrirtæki að segja upp mikið af eldra fólki til að koma á svo- kallaðri breytingastjórnun. Svo hefðum við upplifað þetta aftur upp úr 2000 þegar miklar breytingar urðu og upplýs- ingatæknigeirinn varð einna verst úti. „Núna má segja að þetta sé þriðja lægðin en við erum þó ekki farin að sjá miklar breytingar enn þá. Með haustinu óttast maður að það verði miklu þyngra á vinnumarkaðinum heldur en verið hefur undan- farin ár,“ segir Katrín. Varðandi ráðleggingar til þeirra sem nú eru að útskrifast með BS- eða BA-gráðu segir Katrín að ef stúdentar eru ekki komnir með starf á vinnu- markaði sem þau telja ákjósanlegt geti verið skynsamlegast að halda beint áfram í meistara- nám til þess að gera sig samkeppnishæfari. Það hjálpi alltaf til á vinnumarkaði. Að hennar mati á ungt fólk í dag að velta meira fyrir sér hvar atvinnumöguleikarnir liggja og horfa meira á hvar vaxtamöguleikarnir eru í framtíðinni. Horfa meira af skynsemi heldur en hefur verið undanfarið þar sem allir hafi meira og minna stefnt í eina átt og menntað sig á sviði viðskipta. Það sé nú ljóst að þar séu kannski ekki um beinlínis ný tækifæri að ræða næstu árin. ÁHERSLUR MENNTAYFIRVALDA Hún segir margar aðrar greinar líða fyrir það að þar skorti fólk. Nefnir hún þá sérstaklega að skortur sé á verk- og tæknifræðingum. „Fólk á að fara í raunhæft mat á því hvað komi sér best á vinnumarkaði þannig að það gefist einhver tæki- færi að loknu námi. Fólk á ekki allt að horfa í sömu áttina og sérstaklega ekki ef áhuginn liggur kannski allt annars staðar,“ segir Katrín. Hún beinir því til menntayfirvalda að þau skoði svolítið stefnu sína á hvað eigi að leggja áherslu á í framtíðinni. Hún nefnir sem dæmi að lítil áhersla hafi verið lögð á iðntækninám þar sem allir hafi verið að keppast við að komast inn í viðskiptaumhverfið. Viðskiptamenntun sé allra góðra gjalda verð en það þurfi að gæta ákveð- ins jafnvægis til að störf séu til staðar fyrir allan þann stóra hóp. Spurð hvar hún sjái samdrátt vera í störf- um sem Hagvangur er að ráða í segir hún að enn vanti gríðarlega mikið af fólki í upplýsinga- tæknistörfin og nefnir að enn vanti mikið af for- riturum. „Skortur er á fólki sem hefur góða menntun í bókhaldslegum skilningi, þ.e. reikningshald og endurskoðun. Öll endurskoðendafyrirtæki geta bætt við sig mannskap. Það er skortur á fólki á verkfræðistofum því þær hafa verið að bæta við sig mikið af stórum verkefnum,“ segir hún. VINNUMARKAÐUR VAR KOMINN Í RUGL Varðandi ástandið sem var á vinnumarkaði fyrir ári nefnir Katrín að það sé rétt að það hafi verið orðið hálfgert rugl og nefnir skipulagsleysi hjá fyrirtækjum. „Það var svo mikill hjartsláttur hjá öllum og það átti að gera svo mikið. Það skorti svo mikið raunsæi í hugsun og okkur hefur fundist um- ræðan á villigötum og þessar miklu væntingar sem voru búnar til. Bara hvað við ætluðum að gera svo stóra hluti sem hefur tekið aðrar þjóðir mannsaldra að framkvæma. Það ætluðum við að gera á nokkrum mánuðum. Þá var ráðið inn fólk í stórum stíl. Síðan voru oft og tíðum ekki verkefni til staðar fyrir þetta fólk,“ segir Katrín. Hún leggur áherslu á að fólk horfi á störf út frá því sem það langar að gera og út frá eigin styrk- leikum en ekki út frá einhverjum tískustraum- um. Katrín nefnir að opinber fyrirtæki séu ekki síður góður starfsvettvangur til að öðlast góða starfsþjálfun eða til að hasla sér völl sem fram- tíðarstarfsvettvang. „Eins og við höfum sagt við fólk; ef þú stendur þig vel færðu það orðspor allt- af með þér hvert sem þú ferð svo áfram,“ segir hún. Katrín nefnir að ungt fólk sé orðið meðvitaðra um það hvar það sjái sjálft sig eftir svona tíu ár. Mikil áhersla sé lögð á stjórnun og fólk horfi til þess að það ætli sér að verða stjórnendur. „En fólk á bara gríðarlega langt í land og marg ólært áður en það getur tekist á við það hlutverk. Ég vonast til þess að það verði meiri skynsemi sem fái að ráða förinni núna en ekki bara óskhyggja og væntingar.“ Þrengingar verða á vinnumarkaði í haust Háskólar landsins eru nú í óða önn að fara að útskrifa nýstúdenta. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Þrengingar á vinnu- markaði hafa mikið verið í umræðunni síðustu mánuði og má búast við að þær komi enn betur í ljós nú á haustmán- uðum. Annas Sigmundsson ræddi við nokkra viðmælendur um stöðu nýstúdenta og hvað þeim stæði nú til boða. KATRÍN S. ÓLADÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI HAGVANGS Hún beinir því til menntayfirvalda að þau skoði svolítið stefnu sína á hvað eigi að leggja áherslu á í framtíðinni. Viðskiptamenntun sé allra góðra gjalda verð en það þurfi að gæta ákveðins jafnvægis til að störf séu til staðar fyrir allan þann stóra hóp. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gestur Steinþórsson, formaður Mágusar, félags viðskiptafræðinema við HÍ, segir að þónokkur fjöldi nemenda sem nú séu að útskrifast hafi verið í hlutastarfi hjá fyrir- tækjum með námi og fari nú að vinna hjá þeim við útskrift. Hann segir að útskrif- aðir nemendur í viðskiptafræði sem fengu vinnu fari nú meira til bókhalds fyrirtækja heldur en til bankanna. Bankarnir séu lítið sem ekkert að ráða inn. Gestur segir að allir virðist fá vinnu þar sem viðskiptafræðinámið sé fjölbreytt og boðið sé upp á fjórar mismunandi áhersl- ur í sérhæfingu. ,,Það virðist enginn vera atvinnulaus við útskrift og ég þekki ekki dæmi um að fólk fari að starfa við neitt óskylt í neyð,“ segir hann. Varðandi launakröfur hefur hann ekki heyrt um að fólk sé að taka á sig launa- lækkun en teldi það ekkert óeðlilegt að fólki byðist ekki sömu kjör og buðust fyrir ári síðan. Nú í vor útskrifar Háskólinn í Reykja- vík í fyrsta skipti nemendur í verkfræði. Agla Friðjónsdóttir, formaður Pragma, félags verkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, segir að útskriftarnemendur séu nú að fara í útskriftarferð og að ekki séu allir komnir með vinnu. Henni finnst það mjög skrýtið þar sem það mikil eftir- spurn var eftir þessu fólki þegar HR byrj- aði að bjóða upp á verkfræðinám fyrir þremur árum. ,,En nú þegar samdráttur hófst er orðið aðeins erfiðara að fá vinnu en fólk hélt. Þannig að nemendur finna alveg fyrir því að samdráttur sé á atvinnumarkaði. Það eru einhverjir nemendur sem eru að út- skrifast núna sem eru ekki komnir með vinnu,“ segir Agla. Hún segir að flestir hafi fengið sumar- vinnu í fyrra og sumir af þeim fari þangað til starfa nú en aðrir fái ekki fastráðningu hjá fyrri vinnuveitendum. Hún segir þó engan svartsýnistón vera í nemendum. Enginn að vinna við neitt óskylt í neyð AGLA FRIÐJÓNSDÓTT IR Formaður Pragma, félags verkfræðinema við Háskólann í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GESTUR STEINÞÓRS- SON Formaður Mágusar, félags viðskiptafræðinema við Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON F J Ö L D I Í N Á M I 20.000 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 ´75 ´77 ´79 ´81 ´83 ´85 ´87 ´89 ´91 ´93 ´95 ´97 ´99 ´01 ´03 ´05 F J Ö L D I V I Ð S K I P T A - O G H A G F R Æ Ð I N E M A ´75 ´77 ´79 ´81 ´83 ´85 ´87 ´89 ´91 ´93 ´95 ´97 ´99 ´01 ´03 ´05 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 ´80 ´82 ´84 ´86 ´88 ´90 ´92 ´94 ´96 ´98 ´00 ´02 ´04 ´06 ´08 ´10 6 5 4 3 2 1 0 A T V I N N U L E Y S I S E M H L U T F A L L H E I L D A R M A N N A F L A

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.