Fréttablaðið - 04.06.2008, Síða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008
S K O Ð U N
Skjálfti
Skjálfti er á fleiri stöðum en á
Suður landi. Sjálfur tók ég lítið eftir
honum. Var þannig staddur í til-
verunni að annað hafði forgang.
Þegar konan spurði hvort ég
hefði fundið fyrir honum kyngdi
ég og svaraði, svolítið másandi: „Ja
…á.“
En það var nú allt um mína
skjálftavirkni.
Virknin er mun meiri utan minna
prívatvera. Hún er mikil á hluta-
bréfamörkuðum. Svo mikil að síð-
ast þegar ég lagðist til svefns yfir
Bloomberg sá ég í svefnrofunum
borða renna yfir skjáinn. Þetta voru
varnaðarorð til fjárfesta, falleg
ábending frá fjármálastöðinni þar
sem sagði eitthvað á þá leið að fjár-
festar ættu að hafa varann á, renna
ekki blint inn í hríðina eftir þeim
leiðarvísi sem finna má í verðmöt-
um banka og fjármálafyrirtækja.
Gengi hlutabréfa geti lækkað. Nú
jæja, það fannst mér ekki merki-
leg ábending til þeirra sem á annað
borð horfa á stöðina.
Það hefði mátt benda á þetta fyrr,
segjum í júlí eða ágúst í fyrra. Enda
sitja nú margir með sárt ennið og
snæða skóreimar með botnum og
möl í hvert mál líkt og Chaplin í
Gullæðinu.
Það er að segja þeir sem höfðu
ekki vit á öðru, lásu efsta hlutann
á greiningum og verðmötum og
héldu í alvöru að það sem færi upp
kæmi aldrei niður.
Segjum Jesú og Vilhjálmi Bjarna
það en annar þeirra hefur séð á
eftir nokkrum bílum hverfa úr
eignasafninu. Ódýrir bílar það,
nema ef vera skyldi Hummer, sem
ég reyndar sakna af götum borg-
arinnar.
Eftir Jesú bíð ég enn og reyndar
búinn að veðja gegn því að hann
láti sjá sig.
En hvað um það. Greiningardeild-
um getur skjátlast. Þetta eru bara
menn og konur af holdi og blóði – á
háum launum. Lítum á verðmat frá
í haust sem ég fann í skrifborðs-
skúffu um helgina. Þar er mælt
með kaupum á bréfum í Bakka-
vör, Existu, Kaupþingi og Össuri.
Skemmtilegt frá því að segja en
Össur reyndist öflug hækja þegar á
reyndi. Þá var næstum guðsgjöf að
halda í bréf Icelandic Group. Já og
halda þeim fast – á genginu sex. Og
þá er ég ekki að tala um aura líkt
og verðið á bréfunum stefnir á með
dágóðum fallhraða.
Já, hlutabréf geta lækkað.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
Netverslun ishusid.is
Er of hátt hitastig?
Loftkæling fyrir:
-Netþjóna
-Skrifstofur
-Veitingastaði
-Verslanir
Netversl ishusid.is
„Hann Ingólfur er geysilega
snjall bankamaður, en er lítið
fyrir sviðsljósið,“ er setning sem
virðist standa upp úr hjá mörg-
um þegar talið berst að Ing-
ólfi Helgasyni, forstjóra Kaup-
þings á Íslandi. Og það er að
mörgu leyti rétt að miðað við þá
ábyrgðarmiklu stöðu sem Ingólf-
ur gegnir í samfélaginu hefur
honum tekist merkilega vel að
halda sér og sinni persónu utan
við kastljós fjölmiðlanna.
Ingólfur er fæddur 1967,
alinn upp á Akranesi og nam
við Samvinnuskólann á Bifröst.
Foreldrar hans eru þau Sigríður
Gróa Kristjánsdóttir, sjúkraliði
og fyrrverandi bæjarfulltrúi, og
Helgi Ingólfsson rafvirki. Síðar
lá leiðin upp í Háskóla Íslands,
þaðan sem hann útskrifaðist sem
viðskiptafræðingur árið 1993.
Ári síðar fékk Ingólfur leyfi sem
löggiltur verðbréfamiðlari, en
hann hafði þá þegar hafið störf
hjá Kaupþingi; fyrst í einstakl-
ingsráðgjöf og síðar í miðlun.
Ingólfi er lýst sem hæglátum
manni, sem sé þó ákaflega
skemmtilegur í góðra vina hópi.
Fjölskyldumaður mikill, en hann
er kvæntur Hönnu Birnu Björns-
dóttur og á einn son, áhuga samur
veiðimaður í meira lagi og mikið
fyrir útivist. Undirmenn hans
bera honum vel söguna; segja
auðvelt og gott að leita til hans
og hann „fari ekki á taugum“
þótt ýmislegt gangi á.
Almennt er talið mjög náið
milli Ingólfs og Hreiðars Más
Sigurðssonar, forstjóra Kaup-
þings-samstæðunnar. Sömuleið-
is segja viðmælendur blaðsins
að Sigurður Einarsson, starfandi
stjórnarformaður félagsins, hafi
miklar mætur á forstjóranum á
Íslandi, ekki síst því að hann hafi
þorað að segja nei við óraun-
hæfum lánabeiðnum stórra við-
skiptavina þegar allt lék í lyndi.
Slík skynsemi hafi ekki verið of
vinsæl þá, en skili sér auðvitað
vel við núverandi aðstæður.
Ingólfur hefur verið allan sinn
starfsferil hjá Kaupþingi, hann
gegndi stöðu framkvæmdastjóra
markaðsviðskipta frá 1997 til
2003, þegar hann varð fram-
kvæmdastjóri markaðsviðskipta
hjá sameinuðum banka Kaup-
þings og Búnaðarbankans.
Hinn 1. september 2005 var
Ingólfur ráðinn forstjóri Kaup-
þings banka á Íslandi.
Traustur bak við tjöldin
S A G A N Á B A K V I Ð . . . I N G Ó L F H E L G A S O N , F O R S T J Ó R A K A U P Þ I N G S Á Í S L A N D I