Fréttablaðið - 18.06.2008, Page 2

Fréttablaðið - 18.06.2008, Page 2
MARKAÐURINN 18. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R „Við gerum ráð fyrir því að innan fárra ára verðum við byrjaðir að framleiða marga tugi megavatta í Þýskalandi,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Geysis Green En- ergy og stjórnarfor- maður Exorku. Ásgeir vísar þar til raforkuvera sem framleiða rafmagn með svonefndri Kal- ina-tækni. Fyrsta orkuver þessarar tegundar var reist við Húsavík fyrir átta árum. Ásgeir segir að það hafi gengið vel. Fjallað er um annað orkuverið þessarar tegundar í heiminum í langri grein í Der Spiegel. Siemens hefur látið reisa orku- ver í litlu þorpi skammt frá München. Fullyrt er að það geti fært tíu þúsund heimilum raf- orku. Þar verða framleidd ríf- lega þrjú megavött. Spiegel segir 80 millj- óna evra fjárfestingu verða fljóta að borga sig, ekki síst í ljósi hækkandi olíuverðs. Ásgeir Margeirs- son segir bjart fram- undan í þessum efnum í Þýskalandi. „Sam- anlagt eru Enex og Exorka langstærsti leyfishafi þessar- ar tækni í Bæjara- landi.“ Geysir Green Energy er stærsti hluthafinn í hvoru fé- lagi um sig. Exorka stefnir að því að hefja orkuframleiðslu í Kalina-orku- veri í Bæjaralandi, skammt frá München, á næsta ári. Orkuframleiðslan fer þannig fram að jarðhitavatn, sem er á bilinu 120 til 150 gráðu heitt, er látið leika um lokað kerfi, þar sem blanda af vatnsgufu og ammóníaki fer af stað og knýr hverflana. - ikh Húsavíkurtækni vekur athygli í Þýskalandi ÞJÓÐHOLLIR BÆJARAR Þessir kappar kunna fljótlega að njóta íslenskrar frum- kvöðlastarfsemi þegar þeir kveikja ljósin. Annas Sigmundsson skrifar Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri alþjóðasviðs Glitnis, segir að gríðarleg breyting sé að verða í jarðvarmageiranum. Hann telur mikilvægt að stíga gætilega til jarðar og að vissulega geti myndast bólur á þessum markaði eins og öðrum. Það velti auð- vitað mikið á verðmati fyrir- tækjanna sem um ræðir. Í því sambandi skipt- ir máli að fjár- málafyrirtæki sem starfa á þessu sviði hafi innan sinna raða starfs- menn með sérfræðiþekkingu í jarðhita sem geti greint hvort ein- staka jarðvarmaverkefni séu arð- bær eða ekki. Nefnir hann að í Bandaríkjun- um, þar sem Glitnir hefur hasl- að sér völl á sviði jarðvarma, sé meira fjármagn að leita inn á þennan markað sem augljóslega leiði til þess að verð fyrirtækja hækkar. Hins vegar sé það mikilvægt að fjármagn leiti inn í geirann, án þess væri ekki hægt að koma verk- efnum af stað. Að sögn Magnús- ar er stærð þeirra verkefna sem Glitnir kemur að í Bandaríkjun- um flest á bilinu ellefu til fimmt- án milljarða króna og á milli 10-50 megavött að stærð. Segir hann að það sé stefna bandarískra stjórn- valda að tvöfalda fjölda mega- vatta í jarðvarma á næstu fjórum til fimm árum. Aðspurður hvort hann finni fyrir einhverjum álíka vandamál- um í Bandaríkjunum líkt og á Íslandi vegna aðkomu opinberra aðila að orkuiðnaði segir hann að jarðhitageirinn þar sé fyrst og fremst keyrður áfram af einka- geiranum. Í könnun KPMG voru tekin við- töl við fleiri en 200 stjórnend- ur alþjóðlegra orkufyrirtækja í Ameríku, Evrópu og Asíu. Andy Cox, sérfræðingur hjá KPMG í Bretlandi, bendir á að kaup- endur borgi margfalt verð fyrir eignir í þeirri von að vera á undan straumnum þegar yfirvöld hefji að skera niður losun gróð- urhúsalofttegunda. Bendir hann á að þessi iðnaður sé óþroskað- ur og eigi eftir að ganga í gegn- um breytingar. Ráðleggur hann fjárfestum að fá góða greiningu á fyrirtækjum á þessu sviði áður en þeir fjárfesti. Benedikt K. Magnússon, for- stöðumaður á fyrirtækjasviði KPMG, segir það jákvætt að mikil viðskipti séu í orkugeiranum. Í könnuninni var meðal annars bent á að áætlað heildarvirði samruna og yfirtöku á sviði endurnýjan- legrar orku hafi numið 55,7 millj- örðum dollara árið 2007 sem er 47 prósenta aukning frá árinu 2006. „Sérfræðingar á markaðnum hafa áhyggjur af því að ekki sé verið að verðleggja þá áhættu sem tengd er orkugeiranum. Áhætt- an er fyrst og fremst pólitísk og stafar af því hvað ríkið er ná- tengt þessari grein. Einnig þykir ríkja mikil óvissa um hvaða tækni verður ofan á í þessum geira þar sem tækniþróun er mikil,“ segir Benedikt. Bendir hann á að samkeppni um yfirtökur eigi eftir að aukast á næstu árum meðal stóru orkuris- anna sem hafa verið að kaupa sig lengra upp virðiskeðjuna. Ástæð- una má rekja til spár sérfræð- inga um mikinn skort á túrbín- um, meðal annars til vindmyllu- framleiðslu, og vilja stóru félögin tryggja hlutdeild sína í framboð- inu. Óttast orkubólu Könnun KPMG sýnir að helmingur stjórnenda leiðandi orkufyrirtækja hefur áhyggjur af bólu á sviði endurnýjan- legrar orku. Magnús Bjarnason segir þetta lítil áhrif hafa. JARÐVARMI Athygli stóru orkufyrirtækj- anna er hvað minnst á jarðvarmann og því er hætta á orkubólu ekki jafn mikil þar, FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MAGNÚS BJARNASON G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -4,2% -34,9% Bakkavör -3,8% -45,7% Exista -6,5% -55,9% Glitnir -3,8% -25,7% Eimskipafélagið -28,2% -58,6% Icelandair -17,4% -47,0% Kaupþing -0,3% -13,9% Landsbankinn -2,9% -33,8% Marel -1,7% -12,7% SPRON -13,2% -58,2% Straumur -3,9% -33,0% Teymi -27,3% -64,6% Össur -1,9% -5,6% *Miðað við lokagengi í Kauphöll á mánudag. Stjórnendur Landsbankans minntust þess á dögunum að nú eru tíu ár frá því Halldór J. Kristjánsson réðst til starfa hjá bankanum. Landsbankinn var þá í eigu ríkisins. Halldór, sem hafði verið ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytum, var skipaður bankastjóri hinn 14. apríl 1998 og hefur gegnt því starfi síðan, m.a. gegnum einkavæðingarferli þegar Björgólfsfeðgar í eignar- haldsfélaginu Samson eignuðust ráðandi hlut í bankanum. Síðar var Sigurjón Þ. Árnason ráðinn bankastjóri við hlið Halldórs. Bankastjóri Landsbankans í tíu ár GLAÐBEITTIR Á TÍMAMÓTUM Kjartan Gunnarsson og Björgólfur Guðmundsson, varaformaður og formaður bankaráðs Landsbankans, ásamt bankastjórunum Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni. Kreditkort hf. hóf fyrir stuttu að bjóða upp á American Express- kreditkort hérlend- is. Viktor Ólason, for- stjóri Kreditkorta, lof- aði af því tilefni að ef fyrirtækinu tækist að fá 3.000 korthafa fyrir afmælisdaginn sinn myndi hann láta hárið fjúka. Það tókst og af því tilefni hélt fyrir- tækið grillveislu á föstudaginn var. Þrjár fyrrverandi hárgreiðslu- konur sem starfa hjá fyrirtækinu tóku sig til og rökuðu af honum hárið. - as Forstjórinn lætur hárið fjúka FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Krónubréf að nafnvirði fimmtán milljarða króna falla á gjalddaga í þessari viku. Þar af gjaldfellur fimm milljarða króna útgáfa Toy- ota og tíu milljarða króna útgáfa Þróunarbanka Ameríkuríkja, segir í morgunkorni Glitnis. Hingað til hefur þeim krónu- bréfum sem fallið hafa á gjald- daga oftast nær verið mætt með nýrri útgáfu í grennd við gjald- dagann. Ólíklegt er hins vegar að það gerist nú þar sem vænt- ur ávinningur af útgáfu krónu- bréfa hefur dregist verulega saman. - bþa Krónubréf á gjalddaga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.