Fréttablaðið - 18.06.2008, Side 4

Fréttablaðið - 18.06.2008, Side 4
MARKAÐURINN 18. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Björn Ingi Hrafnsson skrifar Norska Vinnumála- og trygg- ingastofnunin (NAV) hefur skrif- að undir samning við Sirius IT, dótturfyrirtæki Skipta hf., um þróun og viðhald á upplýsinga- kerfinu Arena, sem er kjarna- kerfi stofnunarinnar. Áætlað verðmæti samningsins er liðlega 200 milljónir norskra króna, um þrír milljarðar íslenskra króna. Samningurinn nær til næstu fjögurra ára, með möguleika á eins árs framlengingu. „Við erum mjög stolt af því að NAV skuli velja Sirius IT til að sjá um og þróa þetta mikil væga upplýsingakefi,“ segir Hreinn Jakobsson, stjórnarformaður Sirius IT. Samningurinn nær yfir allt viðhald og þróun sem tengist Arenu en gert er ráð fyrir að á næstu árum eigi sér stað um- talsverð þróun og uppfærsla á kerfinu. „Við lítum á það sem heiður og viðurkenningu að NAV hafi valið að vinna með okkur,“ segir Carsten Boje Möller, fram- kvæmdastjóri Noregsdeildar Sirius IT, sem telst nú vera stærsta hugbúnaðar hús í eigu Íslendinga. Fyrirtækið var stofnað síðla árs 2006 þegar Skipti, ásamt nokkrum lykilstjórnendum, keypti viðskiptaeiningu sem sér- hæfði sig í þjónustu við opinbera aðila á finnska hugbúnaðarris- anum TietoEnator. Skipti á nú 92 prósent í Sirius en þrír lykil- stjórnendur eiga samtals átta prósent. Sirius er með starf- semi í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð og hjá félaginu starfa um 420 starfsmenn. Rekstur félags- ins hefur gengið afar vel frá upphafi og á seinasta ári nam velta félagsins 7,2 milljörðum ís- lenskra króna. SiriusIT er með höfuðstöðvar í Hellerup í Kaupmannahöfn. Skipti dk. og Hreinn Jakobs- son, sem stýrir starfsemi Skipta á Norðurlöndunum, eru þar til húsa. Á fyrsta ársfjórðungi 2008 komu um 28 prósent af tekjum Skipta af erlendri starfsemi. Hreinn, sem er einn helsti hug- myndafræðingurinn að baki hinu nýja fyrirtæki, segist strax hafa fallið fyrir hugmyndinni. Hann var áður forstjóri Skýrr á Íslandi og kveðst hafa þekkt viðskipta- módelið sem slíkt frá fyrri tíð. „Reksturinn hefur gengið mjög vel. Í Danmörku hefur gengið verulega vel, en nokkurt verk- efni var að koma rekstrinum í Noregi og Svíþjóð í betra horf. Sirius sérhæfir sig í hönnun, þróun, rekstri og viðhaldi á hvers kyns hugbúnaðarlausnum fyrir opinbera aðila og stærri fyrir- tæki. Viðskiptamódelið byggir á því að byggja upp mjög náið samband til langs tíma við við- skiptavininn þannig að starfs- menn Sirius verði í raun hluti af teymi viðskiptavinarins í því sem snýr að upplýsingatækni. Viðskiptavinir félagsins eru stórir opinberir aðilar og stærri fyrirtæki. Í Svíþjóð má nefna að Stokkhólmsborg er viðskipta- vinur Sirius IT en borgin hefur sett sér það markmið að verða leiðandi sveitarfélag í heimin- um þegar kemur að þjónustu við þegnana á sviði upplýsinga- tækni. Í Noregi vinnur Sirius IT m.a. að því að þróa hið nýja lífeyrissjóðskerfi Norðmanna sem byggir á Olíusjóðnum svo- kallaða. Í Danmörku er danska þingið meðal viðskiptavina auk sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Upplýsingakerfi fyrir þrjá milljarða Sirius IT er stærsta hugbúnaðarhús í eigu Íslendinga. Nýr risasamningur við norsk stjórnvöld liggur nú fyrir. Actavis í Búlgar- íu hreppti verðlaun stofnunarinnar Super brands fyrir að vera sterkasta vörumerkið í lyfja- iðnaði í Búlgaríu. „Aðeins fjórum árum eftir að skipt var um nafn á sam- stæðunni hefur okkur tekist að byggja upp sterka ímynd Actavis sem leiðandi fyrir- tækis í lyfjaiðnaði. Þessi viður- kenning sýnir árangur mikils og öflugs markaðsstarfs og við erum mjög stolt af þessum verðlaun- um“ segir Nikolay Hadjindonchev, framkvæmdastjóri Actavis í Búlgaríu. Superbrand starf- ar í sextíu löndum og veitir árlega verð- laun fyrir sterkustu vörumerkin á hverj- um markaði. Óháð dómnefnd velur þau vörumerki sem skara fram úr og hefur til hliðsjónar skoðanakönn- un sem framkvæmd er af óháðu fyrirtæki. - bþa Actavis hlýtur verðlaun Rússneska fyrirtækið SPI, hefur ráðið bandaríska bankann Lehman Brothers til að finna kaupanda að einu af dótturfyrirtækjum þess. Fyrirtækið framleiðir hinn heims- þekkta Stolichnaya-vodka sem er Íslendingum að góðu kunnur. Skoska dagblaðið The Scots- man segir vodkaframleiðsluna og dreifinguna geta farið á allt að þrjá milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 240 milljarða ís- lenskra króna. Meðal þeirra sem sagðir eru hafa hugsanlegan áhuga á dropan- um dýra eru Brown Forman, sem framleiðir Southern Comfort, Ba- cardi-Martini og Campari. Franski áfengisframleiðandinn Pernod Ricard, sem framleiðir samnefnt vín, sýndi vodkanum áhuga undir lok síðasta árs. Ekki liggur fyrir hvort Frakkarnir hafi áhuga á að taka tappann úr flöskunni nú en fyrirtækið keypti framleiðslu Absolut-vodkans af sænska ríkinu í lok mars. - jab VODKI FYRIR ALLRA AUGUM Talið er líklegt að nokkur áhugi verði á Stolichnaya-vodkanum sem nú er til sölu. MARKAÐURINN/AFP Stolinn til sölu Evrópsk farsímafélög ætla ýmist að láta viðskiptavini sína fá „frían“ iPhone-farsíma frá Apple eða „selja“ þá mjög ódýrt. Deila má um aðferð- ina en viðskiptavinirnir verða að greiða fyrir dýrustu áskriftina til að eiga kost á síma. Nýju símarnir, sem styðja við þriðju kynslóð í farsíma- tækni, koma á markað 11. júlí næstkomandi. Fram kom í Fréttablaðinu í síðustu viku að ekki liggi fyrir hvenær sím- arnir koma hingað til lands, að minnsta kosti opinber- lega. Breska farsíma- fyrirtækið O2 ætlar þessu sam- kvæmt að „gefa“ hverjum kúnna farsíma gegn langtímasamn- ingi. Svipaða sögu er að segja í öðrum löndum. Þjóðverjar verða hins vegar að greiða eina evru, jafnvirði rúmra 123 króna. Ekki liggur fyrir hvert áskriftar verðið verður. Ætla mætti að símafyrir- tækin tapi á athæfinu. Það er hins vegar ekki raunin, að mati bandaríska vikuritsins Fortune. Blaðinu reiknast til að hagnað- ur símafyrirtækjanna af hverj- um síma geti numið allt að 74 pró- sentum þegar yfir lýkur. - jab Fyrirtæki „gefa“ iPhone-farsímana ÞEIR STÝRA STÆRSTA HUGBÚNAÐARHÚSI ÍSLENDINGA Hreinn Jakobsson (til vinstri) og Carsten Boje Möller. ACTAVIS HLÝTUR VERÐLAUN Super brand starfar í sextíu lönd- um og veitir árlega verðlaun fyrir sterkustu vörumerkin á hverjum markaði. MARKAÐURINN/ACTAVIS Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir þriðjudaginn 24. júní með því að senda tölvupóst á netfangið sagacapital@sagacapital.is eða hringja í síma 545 2600. Saga Capital Fjárfestingarbanki heldur morgunverðarfund með Eugen Weinberg, helsta hrávörusérfræðingi Commerzbank, fimmtudaginn 26. júní, frá kl. 8:30-10:00 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Weinberg, sem stýrir rannsóknum og greiningu á hrávörum hjá Commerzbank, er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum víða um heim og tíður fréttaskýrandi t.d. hjá Bloomberg, CNBC og Financial Times. Olíuverð hefur aldrei verið hærra en nú og þetta háa verð hefur bein áhrif á rekstur fjölmargra fyrirtækja, svo sem samgöngufyrirtækja og sjávarútvegsfyrirtækja. Heimili landsins finna líka fyrir hækkandi eldsneytisverði og þessi verðhækkun hefur m.a. áhrif á verðbólgu og verðtryggingu húsnæðislána. Er olíuverðshækkunin komin til að vera eða er þetta bóla sem springur? Hvar liggja fjárfestingartækifæri framtíðarinnar? Weinberg mun í fyrirlestri sínum svara þessum spurningum ásamt því að fjalla almennt um hrávörumarkaði og þá kosti og galla sem fylgja fjárfestingum í hrávöru. Weinberg mun að auki fjalla um markaði með landbúnaðarvörur sem margir spá að muni fylgja í kjölfarið á olíunni og öðrum hrávörum og hækka á næstunni. Ó! 1 16 46

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.