Fréttablaðið - 09.07.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 09.07.2008, Síða 2
2 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR Sóley, sér ríkisstjórnin ekki ljósið? „Ég vona að það sé að fæðast einhver glæta.“ Femínistinn Sóley Tómasdóttir hefur talað máli ljósmæðra sem krefjast bættra launakjara. EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins veltu síðustu hindruninni fyrir evruvæðingu Slóvakíu úr vegi í gær. Lúbomír Jahnátek, viðskipta- ráðherra Slóvakíu, segir í samtali við Markaðinn að sátt sé um upptöku evrunnar í Slóvakíu enda hafi verið stefnt að henni allt frá því að landið gekk í ESB fyrir fjórum árum Evra verður tekin upp í Slóvakíu um næstu áramót. Vegna aðstæðna í efnahagslífi annarra Evrópuþjóða stefnir allt í að Slóvakía verði síðasta landið til að evruvæðast á þessum áratug. - jab / sjá Markaðinn Slóvakar evruvæðast 2009: Fengu grænt ljós hjá ESB í gær TVEIR VIÐSKIPTARÁÐHERRAR Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ásamt kollega hans frá Slóvakíu. FRÉTTABLAÐIÐ/MAREL SKIPULAGSMÁL Á Laugarvatni er nú ekki starfrækt gufubað líkt og verið hefur um áratugaskeið. Aðstaða við gamla gufubaðið var rifin í fyrra því ætlunin er að reisa nýja og glæsilega heilsulind á svæðinu. Þorsteinn Kragh, einn talsmanna verkefnisins, sagði við Fréttablaðið árið 2006 að jafnvel yrði hægt að opna nýju aðstöðuna í september árið 2007. Framkvæmd- ir eru ekki hafnar. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir gufubað vera eitt af sérkennum staðarins. „Við bíðum eftir að þetta rísi og heilsulindin verði að veruleika. Ég hef fulla trú á verkefninu,“ segir Valtýr. Spurður hvort menn hafi verið of fljótir á sér að rífa gömlu aðstöð- una segir hann að það hafi verið gert miðað við fyrirliggjandi plön þá. „Menn voru að vinna miðað við áætlanir þess tíma. Fyrirtækið verður að svara fyrir framkvæmd- irnar, við höfum ekki fengið neina dagsetningu frá þeim. En þjónust- una vantar.“ Fyrirtækið Gufa ehf. stendur að framkvæmdunum. Byggingarfélag námsmanna á stóran hlut í fyrir- tækinu. Fyrrverandi framkvæmda- stjóri þess, Benedikt Magnússon, sat í stjórn þess. Hann sætir nú rannsókn efnahagsbrotadeildar lögreglu. Kristján Einarsson, fram- kvæmdastjóri Gufu, segir að margt skýri þær tafir sem orðið hafi á framkvæmdunum. Nefna megi Gjábakkaveg, en framkvæmdir á Laugarvatni hafi átt að haldast í hendur við þá samgöngubót. „Við vonumst til þess að geta boðið verkefnið út í haust. Þetta er heil- mikil framkvæmd og gangi allt vel ættum við að geta hafið starfsemi vorið 2010.“ Þá verða fjögur ár frá því gamla aðstaðan var rifin. Hollvinasamtök Smíðahúss og gufubaðs á Laugarvatni beittu sér fyrir stofnun Gufu ehf. Samtökin hafa fengið níu milljónir króna frá Húsafriðunarnefnd vegna gufu- baðs og smíðahúss á Laugarvatni, þar af fimm og hálfa milljón af fjárlögum. Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, segir tafirnar ekki skaða fyrirtækið. Hann segir að um fjárfestingu upp á 200 til 300 milljónir sé að ræða og rekstur upp á 100 til 150 milljónir króna á ári. Nokkuð hefur borið á óánægju heimamana með tafir og frágang á verkefninu. Svæðið er girt af, en engar merkingar er að finna um hvað sé væntanlegt og hvenær. kolbeinn@frettabladid.is Ekkert gufubað við Laugarvatn næstu ár Heilsulind Gufu ehf. við Laugarvatn verður líklega tilbúin 2010. Aðstaða við gamla baðið rifin í fyrra. Deilur um Gjábakkaveg töfðu. Óánægja er meðal heimamanna með frágang á svæðinu. Byggingarfélag námsmanna er hluthafi. ENGIN GUFA Engin aðstaða hefur verið við gufubaðið að Laugarvatni í tvö ár. Heima- menn lauma sér þó stundum í gufu, því sjálft gufubaðshúsið stendur enn. MYND/EGILL STÓRHUGA ÁÆTLANIR „Reksturinn hættir í núverandi mynd 15. ágúst næstkomandi. Í kjölfarið verður allt rifið svo hægt verði að reisa þarna japönsk böð og tyrknesk, eim- böð og alls konar laugar. Hins vegar höldum við eftir gamla gufubaðinu og það verður reynt að halda því í sem upprunalegastri mynd, þannig að eimi enn eftir af gömlu nostalgíunni.“ Þorsteinn Kragh í samtali við Fréttablaðið 8. apríl 2006. Þorsteinn situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að innflutningi á um 190 kílóum af kannabisefnum til landsins með Norrænu. LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Framandi matur, önnur flóra, óvenju- legir matmálstímar, annað hitastig, vökvatap – allt þetta getur sett meltinguna úr skorðum, truflað ónæmiskerfið, valdið maga- kveisu og vanlíðan. Dragðu úr áhættunni og taktu LGG+ með þér í ferðalagið, það hefur mikið mótstöðuafl. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA Ertu að fara í ferðalag? FÉLAGSMÁL „Ég veit ekkert hvað hann er að hugsa,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra um ummæli Árna Matthie- sen fjármálaráðherra sem birtust í Fréttablaðinu á laugardaginn. Formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði á föstudag að tímasetning Íbúða- lánasjóðsaðgerðanna hefði verið óheppileg í ljósi aðgerða Seðla- bankans gegn verðbólgu. Árni Matthiesen sagði að þessi ummæli væru ótímabær og breytingar á Íbúðalánasjóði væru „ekki nema brot af þeim aðgerðum sem eru fyrirhugaðar gagnvart Íbúðalána- sjóði“. Jóhanna segir engin önnur áform vera uppi en þau sem þegar hafa komið fram. „Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í þessu,“ segir Jóhanna. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ályktað um að ríkisstyrkt starfsemi Íbúðalánasjóðs brjóti í bága við ríkisstyrkjareglur EES- samningsins. „Við erum væntanlega knúin til að skipta sjóðnum í almenn lán og svo félagsleg lán. Ég hefði gjarn- an viljað sjá sjóðinn óbreyttan,“ segir Jóhanna. Hún segir að byrjað sé að setja sig í þær stellingar að þurfa að breyta þessu í haust. - vsp Frekari breytingar á Íbúðalánasjóði ekki fyrirhugaðar, segir félagsmálaráðherra: Veit ekki hvað Árni er að hugsa JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Segist ekki vita hvað Árni Matthiesen hafi fyrir sér í ummælum um Íbúðalánasjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FJARSKIPTI Neyðarlínan fær á hverju ári um tíu þúsund hringingar úr símum í vösum fólks þar sem númerið 112 hefur fyrir slysni slegist inn. Þetta segir Kristján Hoffmann, yfirmaður varðstofu Neyðar- línunnar. „Þetta er í sjálfu sér algengur hlutur. Neyðarlínan er eins opin fyrir hringingum og hægt er,“ segir Kristján. Hægt er að slá inn númer Neyðarlínunnar þó að lyklaborð síma sé læst og það er ókeypis fyrir hringjandann. - gh Óvart hringt í Neyðarlínuna: Tíu þúsund hringja óvart SVEITARSTJÓRNARMÁL Samfylkingin í Grindavík hefur slitið meiri- hlutasamstarfi sínu við Sjálfstæð- isflokkinn. Oddviti Samfylkingar- innar, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gærkvöld. Þá var hún á leið á fund þar sem bæjarfulltrúar Samfylk- ingar funduðu með framsóknar- mönnum um myndun nýs meiri- hluta í bænum. Hún sagðist eiga von á því að eftir fundinn yrði ein- hverra tíðinda að vænta. Engin tíðindi höfðu enn borist af fundin- um þegar Fréttablaðið fór í prent- un. Að sögn Jónu Kristínar, sem er forseti bæjarstjórnar auk þess að vera oddviti Samfylkingarinnar, voru brestir í samstarfinu. „Í rauninni get ég bara sagt að það hefur verið skortur á trúnaði og meira samráði í málum sem hafa, finnst mér, skipt miklu máli.“ Hún vildi ekki telja upp nákvæmlega um hvaða mál væri að ræða, en sagði aðspurð að málefni Hita- veitu Suðurnesja væru þeirra á meðal. „Hitaveitan er alltaf innan seilingar,“ sagði hún. Þar hefði verið skoðanaágreiningur, eða „meiningarmunur“ á milli flokk- anna. Umdeild landakaup við Bláa lónið í upphafi kjörtímabils voru samkvæmt heimildum einnig ástæða meirihlutaslitanna. Jóna Kristín staðfesti að þessi umdeildu landakaup hefðu haft sitt að segja, en að þau væru aðeins eitt margra mála sem urðu til þess að ákveðið var að slíta samstarfinu. - þeb Samfylkingin ræðir við Framsókn um myndun nýs meirihluta í Grindavík: Meirihluti í Grindavík sprakk JÓNA KRISTÍN Oddviti Samfylkingarinnar og forseti bæjarstjórnar fundaði ásamt samflokksmönnum sínum og bæjarfull- trúum Framsóknarflokksins um myndun nýs meirihluta í Grindavík. KJARAMÁL „Já, ég er vongóð, það fer að styttast í yfirvinnubann og því meiri pressa á báða aðila því nær sem dregur,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundi félagsins með samninga- nefnd ríkisins var frestað í gær, en þráðurinn verður tekinn upp að nýju í dag. Elsa segir ekkert eitt ágrein- ingsatriði standa upp úr, verið sé að setja saman góðan heildar- samning sem allir geti sætt sig við. Yfirvinnubann hjúkrunar- fræðinga skellur á klukkan 16 á fimmtudag, að öllu óbreyttu. - kóþ Viðræður hjúkrunarfræðinga: Styttist óðum í yfirvinnubann KÍNA Enn er of mikil loftmengun í Peking, höfuðborg Kína, aðeins mánuði áður en Ólympíuleikarnir verða haldnir þar, samkvæmt mælingum sem breska ríkisút- varpið BBC framkvæmdi. Mengunin mældist yfir viðmiðunarmörkum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar sex daga af sjö. Einn daginn var hún sjöföld viðmiðunarmörkin. Yfirvöld í Kína segjast þó örugg um að loftgæðin verði komin í lag fyrir leikana. - gh Loft enn of mengað í Peking: Menguð Peking UMFERÐIN Lögregla stöðvaði konu með því að keyra á bíl hennar við hringtorg í íbúðarhverfi í Áslandi í Hafnarfirði. Konan er ríflega tvítug og mun hafa verið mæld á ofsahraða á Hafnarfjarðarvegi og ekki stansað þegar lögregla gerði vart við sig. Hún er sögð hafa keyrt á flóttanum, langt yfir löglegum hraða, í gegnum íbúðahverfið. Lögregla segir stúlkuna lítillega meidda og var hún færð til yfirheyrslu. Ekki var búið að færa til bókar í gærkvöld hvort hún var ölvuð eða ekki. - kóþ Lögreglan elti ökuníðing: Kona keyrði útaf í Áslandi AÐ LOKNUM LEIK Konan er rúmlega tvítug og var færð til yfirheyrslu. Farþeg- inn var einnig festur í járn að loknum eltingarleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.