Fréttablaðið - 09.07.2008, Page 4

Fréttablaðið - 09.07.2008, Page 4
4 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR FLÓTTAMENN Íslensk yfirvöld nýta sér endursendingarréttinn í Dyfl- innarsamningnum meira en allar aðrar norrænar þjóðir. Nærri tvisvar sinnum oftar en Finnar og ríflega fjórum sinnum oftar en Norðmenn, okkar næstu nágrann- ar. Alls sendu íslensk yfirvöld 38 prósent flóttamanna í annað land með tilvísan í ákvæðið. Norðmenn sendu 8,6 prósent og Finnar 21,68. Hafa ber í huga að mikill munur er á fjölda þeirra sem sækja um hér og erlendis. Þannig sóttu 6.528 um hæli í Noregi en 42 á Íslandi. „Við hjá Flóttamannastofnun leggjum áherslu á að samkvæmt Dyflinnarsamningnum þurfa lönd alls ekki að senda fólk til ríkisins sem tók fyrst við því,“ segir Hanne Mathiesen, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Svíþjóð. „Ríkin þurfa ekki að beita samn- ingnum, hvert ríki getur séð um umsóknirnar sjálft. Sérstaklega á þetta við, ef ástæða er til að ætla að hælisleitandinn fái ekki rétt- láta málsmeðferð í landinu sem hann er sendur til. Einnig ef ein- staklingurinn er veikburða og ef fjölskyldutengsl koma til,“ segir hún. Mathiesen segir stofnunina hvetja til þess að meðferð mála sé samræmd milli Evrópulanda. „Svo þetta verði ekki lotterí. Fólk ætti ekki að fá mismunandi meðferð, eftir því í hvaða landi það sækir um hæli. Það á ekki að skipta máli. Þetta á að snúast um hvort fólkið þurfi á því að halda að vera veitt staða flóttamanns eða ekki,“ segir hún. Allsherjarnefnd alþingis fjall- aði um mál Pauls Ramses í gær. Atli Gíslason, þingmaður VG, segir að þar hafi fulltrúar Útlend- ingastofnunar viðurkennt að full harkalega hafi verið farið í mál Pauls Ramses frá Kenía, eftir á að hyggja. Að Útlendingatofnun hefði ekki kannað aðstæður á Ítalíu: „Það þarf að finna lausn á þessu strax. Þá er ég fyrst og síð- ast að hugsa um velferð barns- ins,“ segir Atli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar sagði fréttamönnum í gær að henni virtist „harðneskjulegt“ að tvístra kenísku fjölskyldunni. klemens@frettabladid.is GENGIÐ 08.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 155,0526 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 76,85 77,21 151,73 152,47 120,70 121,38 16,183 16,277 15,053 15,141 12,814 12,890 0,7202 0,7244 124,97 125,71 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR BANDARÍKIN, AP Bandarísk þingnefnd mælir með því að þingið setji lög, sem geri forseta skylt að leita samþykkis þingsins áður en hann lýsir yfir stríði á hendur öðru ríki. Formenn nefndarinnar eru repúblikaninn James Baker og demókratinn Warren Christopher, en þeir eru báðir fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna. Í skýrslu nefndarinnar, sem kynnt var í gær, segir að núgild- andi lög um stríðsrekstur séu meingölluð vegna þess að þar er ekki gert ráð fyrir að forseti og þing fari saman með stríðsyfir- lýsingavald í Bandaríkjunum, heldur sé það vald alfarið á hendi forseta. - gb Bandarísk þingnefnd: Samþykki þings þurfi fyrir stríði Vísum mest til Dyflinnar Af Norðurlöndunum sendir Ísland hlutfallslega flesta aftur til fyrsta móttökuríkis. „Þetta á að snúast um hvort fólk þurfi á hælinu að halda eða ekki,“ segir talsmaður Flóttamannastofnunar SÞ í Svíþjóð. FRÁ FUNDI ALLSHERJARNEFNDAR „Já, að sjálfsögðu finnst mér sjálfsagt að málið sé skoðað,“ segir Ellert B. Schram þingmaður. Allsherjarnefnd fundaði um málið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Umsækjendur: Svíþjóð: 36.207 Noregur: 6.528 Danmörk: 2.226 Finnland: 1.434 Ísland: 42 Sendir heim á grundvelli Dyflinnar: Svíþjóð: 3.709 Noregur: 560 Danmörk: 358 Finnland: 311 Ísland: 16 Hlutfall: Svíþjóð: 10,24% Noregur: 8,57% Danmörk: 16,08% Finnland: 21,68% Ísland: 38,09% ÍSLAND Í SAMANBURÐI VIÐ NÁGRANNALÖNDIN: VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhoven Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 20° 25° 22° 20° 20° 19° 19° 20° 22° 20° 25° 23° 24° 27° 30° 28° 22° 13 Á MORGUN Hæg, vestlæg átt. FÖSTUDAGUR Hæg, breytileg átt. 13 14 16 11 16 13 20 14 16 14 20 2 5 5 6 12 15 15 15 20 12 11 12 13 12 14 VÆTA UM HELGINA Um helgina má búast við nokkrum breytingum á veðr- inu. Er að vænta að það verði víðast fremur skýjað og sumstaðar dálítil væta, einkum sunnan og vestan til og þá meiri úrkoma á sunnu- dag en laugardag. Hitinn verður þá um 10-15 stig. 20 5 4 4 1 1 1 1 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Forstjóri Útlendingastofnunar hefur ekki viljað svara spurningum um mál. stofnunarinnar. Hvorki sértækum spurningum um mál Pauls Ramses, né almennum um stefnu yfirvalda og starfsemi stofnunarinnar. Nokkrar spurningar sem hann svarar ekki: ■ Er ekki venja hjá Útlendingastofnun að láta fólk vita hvenær því verður vísað úr landi? Að minnsta kosti í mánuðum talið? ■ Hvernig skýrir þú hátt hlutfall brottvísana frá Íslandi, á grundvelli Dyflinnarsamningsins, miðað við hin Norðurlöndin? ■ Sendir Útlendingastofnun ekki þau gögn, sem umsækjendum um hæli fylgja, til þess lands sem tekur við þeim? ■ Hafið þið kannað aðstæður flótta- manna á Ítalíu? Dómsmálaráðherra svaraði heldur ekki. SVARA ALLS EKKI STJÓRNSÝSLA „Óvissan er slæm en við treystum því að unnið sé fag- lega að málinu,“ segir Halldór H. Backmann, lögmaður veitingastað- arins Óðals sem í meira en hálft ár hefur beðið niðurstöðu lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi nektardansleyfi. Borgarráð veitti í nóvember nei- kvæða umsögn um umsókn veit- ingastaðanna Óðals, Bóhems og Vegas um leyfi til nektardanssýn- inga. Þá réði Tjarnarkvartettinn svokallaði ríkjum í borgarstjórn. Í ágúst 2007, þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks var við völd, hafði borgarráð hins vegar veitt jákvæða umsögn vegna nektardansleyfanna. Lög- reglustjóri sendi þá málið aftur til umsagnar hjá borginni og fékk þá hina neikvæðu umsögn Tjarnar- kvartettsins sem var borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokks ekki að skapi. Tóku þeir undir með lög- mönnum veitingastaðanna að borg- arráð færi út fyrir hlutverk sitt sem umsagnaraðili með því að bera við sjónarmiðum um mansal og mann- réttindi. „Þetta er alger geðþóttaákvörð- un,“ sagði Gísli Marteinn Baldurs- son í Fréttablaðinu 24. nóvember í fyrra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tók í svipaðan streng: „Við verðum að gæta okkar að fara að lögum.“ sagði hann. Þótt sjálfstæðismenn séu nú við stjórn telur Halldór það litlu breyta því ótrúlegt sé að lög- reglustjóri óski í þriðja sinn eftir umsögn borgarinnar. - gar Eigendur nektardansstaða bíða enn eftir niðurstöðu lögreglustjóra um leyfi: Nektardansstaðir enn í óvissu HALLDÓR H. BACKMAN Lögmaður Óðals er ósáttur við stöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL H EI M IL D : FL Ó TT A M A N N A ST O FN U N S Þ JAMES BAKER Formaður þingnefndar sem vill takmarka völd forseta til að lýsa yfir stríði. NORDICPHOTOS/AFP Eldur í bíl á gatnamótum Eldur kviknaði í bifreið á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar um klukkan hálfeitt í fyrrinótt. Vel gekk að slökkva eldinn og hafði hann verið slökktur um fimmtán mínútum eftir að slökkvilið kom á vettvang. Reykur og ólykt frá potti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að húsi í Sundahverfi í Reykjavík seint í fyrrinótt vegna reyks og ólyktar sem stafaði frá potti á eldavél. Engin eldur var í íbúðinni en slökkvilið reykræsti íbúðina. LÖGREGLUFRÉTTIR PERSÓNUVERND Allir starfsmenn dvalarheimilisins Grundar munu undirrita sérstakan samning þess efnis að þeir samþykki að tilkynna fjarvistir sínar til Heilsuverndarstöðvarinnar. Þetta er gert í kjölfar úrskurð- ar Persónuverndar í apríl. Þar komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að með skráningu upplýsinga um veikindi sautján ára gamallar starfsstúlku á Grund, án samþykkis forráða- manna, hefði Grund brotið fyrrgreind lög. Heilsuverndarstöðin hefur nú eytt öllum upplýsingum um stúlkuna úr gagnagrunni. - þeb Heilsuverndarstöðin bregst við: Upplýsingum um veikindi eytt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.