Fréttablaðið - 09.07.2008, Page 18
[ ]Fornbílar eru vísir með að vekja athygli. Sérstakur fornbíla-klúbbur er starfræktur á Íslandi og halda félagsmenn úti öflugri starfsemi. Nánar á www.fornbill.is.
Hjá Lundavespum er hægt að
leigja sér vespu í styttri eða
lengri tíma.
„Hugmyndin var að gefa fólki
færi á að kynnast vespum án þess
að þurfa að kaupa sér græju upp á
300 til 400 þúsund krónur,“ segir
Ásgeir Þórðarson sem stofnaði
nýverið vespuleigu ásamt kær-
ustu sinni, Soffíu Jóhannesdóttur.
Leigan kallast Lundavespur og er
staðsett fyrir neðan Hamborgara-
búlluna við Reykjavíkurhöfn.
Ásgeir kveðst vera búinn að fá
sig fullsaddan af fólki á fjallajepp-
um innanbæjar. „Reykjavík er
ekki nema fimmtán mínútur yfir-
ferðar á reiðhjóli. Það „meikar
ekki sens“ að keyra á átta tonna
jeppa til að fara úr Þingholtunum
niður í Glitni í Lækjargötu og eyða
svo hálfum deginum í að leita að
bílastæði.“
Ásgeir hefur búið í London síð-
astliðin tíu ár og segir fólk erlend-
is mun meðvitaðra um náttúruna
heldur en hérlendis. „Þú getur
ímyndað þér ef allir Rómarbúar
væru á jeppum. Þar keyra allir um
á vespum, meira að segja níræðar
konur. Það er fínt veður hérna sex
mánuði á ári; þetta ætti að sjálf-
sögðu að vera málið hér líka.“
Ásgeir telur vespur umhverfis-
vænni og hagkvæmari kost heldur
en bíla. „Maður er að horfa á fólk
grenjandi yfir bensíndælunum á
meðan ég fer flissandi út eftir að
hafa fyllt á tankinn fyrir 500 kall.
Á því kemst ég 80 kílómetra og er
helmingi fljótari að komast um,
því ég get lagt hvar sem er.“
Lundavespur eru bæði ætlaðar
erlendum ferðamönnum og Íslend-
ingum. „Það eru allir blankir og
krónan ömurleg. Af hverju fer
fólk ekki bara í ferðalag innan-
bæjar og uppgötvar Reykjavík
upp á nýtt í stað þess að fljúga til
London? Fólk getur komið hingað
og leigt sér hjól í klukkutíma,
tekið einn rúnt og þóst vera í
útlöndum á Íslandi.“
Í Lundavespum er mestmegnis
að finna 50 cc kínverskar vespur
en ekki þarf annað en bílpróf til að
keyra þær. „Síðan erum við að
bíða eftir hjólum frá Piaggio sem
Gunnar Hansson er að flytja inn.“
Hægt er að leigja vespurnar frá
klukkustund upp í heila viku og
kostar ódýrasta hjólið 1.900 krón-
ur í klukkutíma. Sjá www.lunda-
vespur.com. mariathora@frettabladid.is
Flissandi á bensíndælunni
Ásgeir Þórðarson og
Soffía Jóhannesdótt-
ir eiga vespuleiguna
Lundavespur.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
FJAÐRIR OG GORMAR
Í FLESTAR GERÐIR
JEPPA
Japan/U.S.A.
HPI Savage X 4,6
öfl ugur fjarstýrður bensín
torfærutrukkur
Eigum til bíla á gamla verðinu