Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 1
12 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 23. júlí 2008 – 30. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Annas Sigmundsson skrifar „Það er ólöglegt að henda fiski. Ef það reynist rétt að frystitogari hafi hent miklu magni af þorski er það ekki gott. Við erum með Fiskistofu til að kanna það og það eru eftirlitsmenn um borð í þessum skipum og viðurlög eru við þessum brotum. Það er þá eitt- hvað að eftirlitskerfinu ef verið er að henda fiski,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. „Ef ekki er hægt að rannsaka svona sögusagnir og fá í þær botn þá er sjávarútvegurinn og Fiskistofa í vondum málum og þarf þá að endurskoða alla verk- ferla í eftirlitskerfi sjávarútvegsins.“ Heimildir Markaðarins herma að vegna skerð- ingar á aflaheimildum og þar sem stutt sé eftir af kvótaárinu hafi frystitogari gripið til þess að henda nokkrum hölum af þorski. Hvert hal getur oft farið vel yfir tíu tonn og jafnvel tugi tonna. Því er um að ræða margra milljóna aflaverðmæti sem fer for- görðum. Umræðan um brottkast hefur oftast verið bund- in við smærri útgerðir. Það að útgerðir sem geri út stóra frystitogara séu farinn að grípa til brottkasts eru því nýmæli. „Ef einhver útgerð er að stunda þetta þá er það refsivert. Það er þá gott að það komi fram. Ef þetta er gert með vilja útgerðar þá verður tekið á henni og hið sama á við ef þetta er bundið við áhöfnina. Hið sama á við um þetta eins og önnur lögbrot,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Hrafnkell Eiríksson, hjá veiðieftirliti Hafrann- sóknastofnunar, segir að togarar sem hafi verið að veiða ýsu og ufsa hafi í einhverjum tilvikum átt í erfiðleikum með að forðast þorsk. Hins vegar segist hann ekki hafa heyrt af brottkasti þeirra á þorski. „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum frá veiðieftirlitsmönnum sem hafa verið um borð í tog- urum hafa ekki verið nein stórtæk vandamál,“ segir Hrafnkell. „Við stýrum okkar skipum inn á þau svæði þar sem við getum veitt þær tegundir sem við eigum kvóta fyrir,“ segir Eggert Benedikt Guðmunds- son, forstjóri HB Granda. Hann segist hafa heyrt orðróm um að einhver skip hendi þorski í sjóinn en segir slíkt ekki stundað hjá sinni útgerð. „Staðan er orðin erfið þar sem þorskkvótinn er það lítill. Það er ekki þar með sagt að menn eigi að leysa vandann með því að henda þorski. Við hjá HB Granda erum til í að leggja okkar af mörkum til að gera brottakast ómögulegt og þar með að slá á þennan orðróm,“ segir Eggert. Frásagnir eru af stórfelldu brottkasti Hermt er að vegna aflaskerðingar eigi útgerðir í erfiðleikum með að forðast veiðar á þorski. Sama á við um brottkast og önnur lögbrot, segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Aukin áhættufælni á markaði veikir krónuna. Við sjáum það einnig að aðrar hávaxtamyntir hafa verið að gefa eftir að undanförnu,“ segir Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningu Landsbankans. Bankinn birti í gær gengisspá þar sem segir að krónan muni haldast veik en langtímahorfur séu jákvæðar „Vaxtamunur er til staðar en aðgengi að honum er takmarkað,“ segir Lúðvík og bætir við að þetta leysist ekki fyrr en fjármálakrísan líður yfir. Mikill vaxtamunur við útlönd gerir það að verkum að fjár- magn flæðir til landsins og styrkir krónuna þar sem erlendir fjárfestar sjá færi á að fjárfesta hérlendis og fá hærri vexti en tíðkast erlendis. Hann segir að sveiflurnar muni verða miklar á næstunni en að hún muni frekar styrkjast en hitt. Í spánni er bent á að jöklabréf fyrir 112 milljarða króna falli á gjalddaga á seinni hluta þessa árs og 132 milljarðar króna á fyrsta fjórðungi 2009 sem geti aukið þrýsting á krónuna til veikingar á tíma- bilinu. - bþa Krónan verður veik næsta árið Landsbankinn spáir miklum gengissveiflum þótt horfur teljist jákvæðar. Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Aðgerðir í efnahagsmálum: Ákveðin mistök hafa verið gerð Niður með tolla Evrópusam- bandið býðst til þess að skera niður landbúnaðartolla um 60%. Um þetta er meðal annars rætt á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar í Genf. Þar eru nú fulltrúar 35 ríkja samankomnir. Betri afkoma Tap Bank of America, stærsta viðskiptabanka Bandaríkjanna, á öðrum fjórðungi ársins 2008 var töluvert minna en gert hafði verið ráð fyrir. Fjórir af fimm stærstu bönkum í Banda- ríkjunum hafa skilað betri afkomu en búist hafði verið við. Hlutabréf í bönkunum hafa að sama skapi hækkað. Upp á ný Hlutabréf hækkuðu á ný í Asíu og var hækkunin sú mesta í fjóra mánuði. Það voru fjármála- fyrirtæki og hrávöruframleiðend- ur sem leiddu hækkunina. Riddarinn slær met Frumsýn- ingarhelgi Dark Knight lauk með því að myndin sló met Spider- man 3 frá því í fyrra sem aðskókn- armesta opnunarhelgi sögunnar. Helgin skilaði 155,34 milljónum dollara í kassann hjá Warner en fyrra metið var 151,1. Fannie Mae og Freddie Mac: Saga og núverandi staða Útgáfufélag Nyhedsavisen í Dan- mörku sendi í gær tilkynningu til danska fyrirtækjaeftirlitsins um að hlutafé félagsins hefði verð aukið um helming, eða 10 millj- ónir danskra króna. Þar með er eigið fé fé- lagsins orðið jákvætt. Samkvæmt viðskipta- vef Berlings- ke Tidende var skuld- um félags- ins breytt í hlutafé. Ekki er hægt að segja til um hvort að við það hafi Stoðir Invest afskrif- að skuldabréfið sem hvílir á út- gáfunni og er í þeirra eigu eða hvort nýir fjárfestar séu komnir inn í spilið. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Stoða Invest, neitaði að tjá sig um málið. Frest- ur til að skila inn ársreikningi ársins 2007 rann út í gær en hann hefur ekki enn borist dönsku árs- reikninganefndinni. -ghh Skuldum breytt í hlutafé 2 Veiðir í Hítará: Lagskonur með veiðidellu 14

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.