Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 O P N U V I Ð T A L FARIÐ YFIR EFNA- HAGSMÁLIN Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, ræða hér hugmyndir sínar um framvindu efna- hagsmála við Björn Inga Hrafnsson viðskiptarit- stjóra á Markaðnum. Þeir segja útséð um framtíð krónunnar náist ekki að hemja sveiflurnar í gengi hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR AFLÉTTA LEYND AF RAFORKUVERÐI En hvað með gagnrýni á niðurgreidda stóriðju. Höfum við ekki selt raforkuna allt of ódýrt? Bjarni: „Menn hafa auðvitað sitthvað til síns máls í því að í gegnum árin voru gerðar sérstakar ráð- stafanir til þess að laða að erlenda fjárfestingu, meðal annars á skattasviðinu. Það átti fullan rétt á sér á þeim tíma, enda nánast engin erlend fjár- festing í þessu landi. Nú er umhverfið annað. Fyrir skemmstu sóttist ÍSAL eftir því að komast inn í al- menna skattkerfið því það var orðið hagstæðara en þær sértæku ráðstafanir sem gerðar voru fyrir fyr- irtækið á sínum tíma. Þetta segir sína sögu. Varð- andi raforkuverðið þá er það mín skoðun að það væri langheppilegast að raforkuverð til stóriðju væri uppi á borðum en ekki sveipað leyndarhjúp, en hér þarf líka að taka tillit til viðskiptahagsmuna.“ Illugi: „Það er eðlilegt að þetta fyrirkomulag hafi sætt gagnrýni, enda er þarna um að ræða opinber fyrirtæki sem verðleggur náttúruauðlindir okkar. Ég vil því nota tækifærið og draga úr umsvifum ríkisins og nýta afl einkageirans, ekki síst við stór- ar áhættufjárfestingar af þessu tagi. Þar tel ég að ný orkulög komi að gagni, nú þegar lögfest hefur verið að orkulindirnar sjálfar verði áfram í opin- berri eigu. Þá ætti kannski að vera pólitískt mögu- legt að breyta til. Hvað varðar rafmagn til stóriðju liggur fyrir að verðið hefur hækkað mjög á undan- förnum árum, enda er það meðal annars tengt ál- verði. Sumir telja að alls ekki eigi að virkja núna, því orkuverð muni hækka svo mikið í framtíð- inni, en samkvæmt því ættum við aldrei að virkja á meðan orkuverð fer hækkandi. Það er munur á takmörkuðum orkuauðlindum og endurnýtanlegum í þessu sambandi. Þorri íslenskar orku er endur- nýtanlegur og þar höfum við forskot og þekkingu, sem við eigum að nýta og koma á framfæri, líkt og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er óþreyt- andi við að nefna. Við sjálfstæðismenn höfum talað mjög skýrt fyrir ákveðinni nýtingu innan skyn- samlegra marka. Vissulega viljum við sýna var- kárni, en nýting og náttúruvernd eru ekki and- stæðir pólar. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar verður að haldast í hendur við virðingu fyrir náttúrunni. Okkur sjálfstæðismönnum þykir ekki síður vænt um náttúru landsins en þeim sem hafa reynt að eigna sér náttúruvernd í landinu. En þetta tvennt, vernd náttúrunnar og nýting hennar á að fara saman og verður að fara saman.“ Eru erfiðleikarnir í efnahagslífinu ekki mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem fer nú með for- ystu í ríkisstjórn og hefur verið mjög lengi við völd? Varla áttuð þið von á þessari stöðu þegar þessi rík- isstjórn tók við, með svo sterkan þingmeirihluta? Illugi: „Já og nei. Við áttum ekki von á að staðan yrði jafn erfið og raun ber vitni, enda þótt ýmsir hafi fyrir löngu verið búnir að benda á að fram- undan gætu verið erfiðir tímar. Alls kyns hættu- merki blöstu vissulega við, mikil skuldsetning ís- lenskra fyrirtækja erlendis, það má segja að eigið fé hafi dottið úr tísku og viðskiptahallinn var mik- ill. Í baráttunni við verðbólguna leiddi vaxtastefna Seðlabankans til þess að inni í landið var dælt fleiri hundruð milljörðum og þar með styrktist gengið um of. Of sterkt gengi dró máttinn úr útflutningsat- vinnuvegunum en fjármagnaði útrásina með gjald- eyri á lágu verði og eins tryggði sterkt gengi ódýrt verðlag á innfluttum vörum og bjó þannig til falsk- an kaupmátt. Jafnframt var ekki nægjanlega þétt samband á milli peningamálastefnunnar og ríkis- fjármálanna. Það hlaut því að koma einhver leið- rétting og sú leiðrétting er harkaleg. Vandinn hefur síðan magnast upp vegna alþjóðlegu lánsfjárkrepp- unar og vaxandi verðbólgu í heiminum. Á hinn bóginn verður að muna að á undanförnum áratug og hálfum hefur náðst mikill árangur í efnahags- málum þjóðarinnar, lífskjör Íslendinga hafa batn- að gríðarlega, grundvöllur efnahagsstarfseminnar er miklu breiðari og sterkari en áður og Sjálfstæð- isflokkurinn hefur veitt forystu í þeim málum. En eins og alltaf þegar kreppir að í efnahagsmálun- um verða afleiðingarnar sérstaklega sárar fyrir þá sem minnst hafa á milli handanna og græddu ekki peninga í allri þessari bólu, auðvitað er sárt fyrir þá einstaklinga að þurfa nú að þola verðbólgu og okurvexti. Við þurfum eins og hægt er að gæta að hlut þeirra á sama tíma og tekist er á við efnahags- vandann. Þetta er því erfitt próf sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir, en ég hef alla trú á að ríkis- stjórnarflokkarnir standist það.“ Bjarni: Það er ekki heldur hægt að horfa fram hjá því að önnur ríki glíma líka við miklar efna- hagslegar þrengingar. Við sjáum ástandið í Banda- ríkjunum. Víða í Evrópusambandinu er efnahags- legt óveður og þung undiralda. Við þurfum ekki að leita lengra heldur en til Danmerkur, en þar eru blikur á loftir í efnahagslífinu, vandi í fjármála- kerfinu, minnkandi hagvöxtur og vaxandi verð- bólga. Þannig að aðstæður eru alls ekki einstæð- ar hér á landi, enda þótt staða okkar sé erfið og sérstök í ljósi smæðar hagkerfisins og alþjóðlegra kringumstæðna. Við verðum sem þjóð og sem sjálfstætt hagkerfi að geta brugðist við slíkum atburðum.“ KRÓNAN HEFUR VALDIÐ MIKLUM VANDRÆÐUM Íslenska krónan á sér orðið fáa formælendur. Jafn- vel sjálfstæðismenn sem eru á móti Evrópusam- bandinu, virðast skynja að sjálfstæður gjaldmið- ill kunni að vera of dýru verði keyptur. Hver eru ykkar skilaboð til þeirra sem glíma við þessar gengissveiflur og eru að berjast við að reka fyrir- tæki og heimili? Illugi: „Þau eru þessi: Staðan er erfið og það verða allir að taka höndum saman. Á næstu tólf til átján mánuðum þarf sameiginlegt átak allr- ar þjóðarinnar og mjög mun reyna á íslenskt hag- kerfi á þessum tíma. Við munum ekki geta leyst þann vanda með því að stefna á upptöku annars gjaldmiðils, eðli vandans er einfaldlega þannig. Ég tel að reynt hafi verið að koma því inn hjá þjóð- inni að til sé einhver einföld, sársaukalaus leið út úr vandræðunum og þá verði allt í himnalagi. Það finnst mér vera mikill ábyrgðarhlutur. Bank- arnir verða að gera allt til að auðvelda hagstjórn- ina, Seðlabankinn og ríkisstjórnin verða að gera sitt, atvinnurekendur verða að stilla verðhækkun- um í hóf og verkalýðshreyfingin að sýna áfram þá ábyrgð sem forystumenn þar á bæ hafa sýnt á und- anförnum árum. Allir þessir aðilar verða að vinna náið saman á næstu mánuðum. En það er eðlilegt að þessi umræða komi upp um gjaldmiðilinn okkar. Sveiflurnar á krónunni hafa verið alltof miklar og takist okkur ekki að vinna bug á því, takist ekki að koma fótunum undir trúverðuga peningamála- stefnu, og ég trúi að við getum gert það, þá verður að skoða aðrar leiðir.“ Bjarni: „Það sjá allir og við verðum bara að viður- kenna að krónan hefur valdið okkur miklum vand- ræðum vegna þess hve óstöðug hún hefur verið. Hún sveiflaðist mikið árin 2001, 2006 og tók aftur dýfu á þessu ári. Fyrri sveiflurnar gengu hratt yfir en þetta eru of miklar sveiflur á svo stuttu tíma- bili. Við vitum að sjálfstæð lítil mynt mun sveiflast en kostirnir við sjálfstæða peningamálastjórn og sveigjanleikann sem henni fylgir verða að vega upp ókostina af þessum sveiflum. Eins og málum er nú háttað er vafasamt að svo sé. Þess vegna er brýnt að við förum yfir veikleikana á núverandi fyrirkomu- lagi og skoðum hvernig við getum styrkt peninga- málastjórnina. Þá niðurstöðu má síðan bera saman við aðra valkosti sem hafa verið í umræðunni eins og nýja mynt eða mynttengingu. Á hinn bóginn verður enn og aftur að minna á að það er ekki til neinn gallalaus valkostur við krónuna. Írar, Ítalir og fleiri ESB-þjóðir telja evruna til vandræða fyrir sig í dag vegna aðstæðna í þeirra hagkerfi. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta þannig að sá sveigjanleiki sem fylgir krónunni kallar á meiri aga í hagstjórn og fyrirtækjarekstri held- ur en við höfum búið við undanfarin ár. Í umræðu um ESB kemur oft fram að menn hafa misst trúna á því að við getum beitt þessum aga og þess vegna sé best að hann komi einfaldlega að utan með evr- unni. Þessu er ég ósammála en við þurfum vissu- lega að þétta þessa hluti mjög hjá okkur. Það er athyglisvert hversu hratt tónninn hefur breyst í at- vinnulífinu í þessum gjaldmiðilsmálum. Mér sýnist að margir hafi gert upp hug sinn án þess að umræð- an um styrkingu á núverandi fyrirkomulagi hafi verið kláruð.“ Hvernig sjáið þið haustið og veturinn fyrir ykkur í stjórnmálunum. Þarf ekki að skera niður í fjárlaga- gerðinni, standa fast á bremsunni? Illugi: „Á undanförnum árum hefur ríkisrekstur- inn þanist út og það hefur skapað vandamál í hag- kerfinu. Nú blasir við að geta okkar til að auka við útgjöld til velferðarmála hefur veikst mjög, fjár- lagagerðin verður þess vegna erfið. Við þurfum líka að líta betur á fjárlögin og þátt þeirra í hag- stjórninni. Við nefnum til dæmis gjarnan að að- haldsstig þeirra sé hátt vegna þess að afgangur- inn hefur verið mikill. En hluti af þessum afgangi hefur orðið til vegna skatttekna sem komu til vegna starfsemi íslenskra fyrirtækja erlends og hefur því lítið að gera með aðhaldið hér heima. Tekjuafgang- urinn getur því verið nokkuð blekkjandi. En þó það séu skaflar fram undan og mörg erfið verkefni bíði, þá er engin ástæða til að örvænta. Það eru allar for- sendur fyrir því að við getum leyst þann vanda sem steðjar að, við eigum miklar auðlindir, við búum við rótgróið lýðræði og við erum framtakssöm og úr- ræðagóð. En allt sem dregur athyglina frá þessu verkefni er til bölvunar. “ Bjarni: „Í mjög einfölduðu máli snýst verkefn- ið um að verja kaupmátt og atvinnustigið á Íslandi eins vel og við getum og á næstu mánuðum þurf- um við að snúa vörn í sókn. Fjárlagagerðin þarf að styðja við þá vinnu. Það hefur skort á samhæfingu á milli ríkisfjármálanna og peningastefnunnar og við höfum ekki efni á því lengur. Við Íslendingar stönd- um frammi fyrir vanda, sem varðar alla þjóðina, og eins og áður munum við vinna okkur út úr honum. Það mun kosta þolinmæði, áræði og framsýni en við höfum góðan grunn að byggja á. Ég kvíði engu í þeim efnum og er sannfærður um að verkefnið leysist farsællega.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.