Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 23. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Þ að er eins með myll- ur markaðarins og guðs. Þær mala hægt en örugglega. Smátt og smátt fara uppgjör fyrirtækja að endurspegla þann beiska veruleika sem nú blasir við í efnahagslífinu. Fall krón- unnar hefur nánast þurrkað út eigið fé skuldsettra fyrirtækja sem flýðu stýrivextina til að hafna í gini gengisáhættunnar. Er nema von að Geir næli sér í öflugan efnahagsráðgjafa? Þó fyrr hefði verið. Nú eru tímar þeirra svartsýnu, og veisla þeirra sem sjá skratt- ann í hverju horni og telja fólk flest fól. Slíkir kunna sér lítið hóf í svartagallsrausi og hefja sig til flugs í einhvers konar blöndu af heifúðugri bræði og ofsakæti yfir óförum þeirra sem hæst flugu á tíma hinna bjart- sýnu. DÓMSDAGSSPÁR RIFJAÐAR UPP Því verður auðvitað ekki neit- að að þegar best lét, þá kom- ust menn upp átölulítið með alls konar vitleysu, rugl og óráðs- síu. Sumir virðast telja að ruglið sé séríslenskt fyrirbæri og nýtt undir sólinni. Svo er auðvitað ekki. Við höfum á skömmum tíma séð skýr einkenni klass- ískrar uppsveiflu í hagkerfi og á mörkuðum og nú erum við einfaldlega að nálgast klassíska, fremur djúpa niðursveiflu með þeim leiðindum og jafnvel hörm- ungum sem slíku fylgja. Enn sem fyrr erum við okkar eigin gæfu smiðir. Meðal þess sem rifjað hefur verið upp síðustu vikurnar eru dómsdagsspádómar erlendra greiningaraðila um íslenskt efna- hagslíf og fjármálakerfi. Í því samhengi halda einhverjir því fram að til að mynda greining- araðilar Danske Bank hafi haft rétt fyrir sér í svartri skýrslu fyrir tveimur árum. Þetta er í meira lagi vafasöm fullyrðing. Við erum því miður í vondum málum þessa dagana, en til þess þurfti bæði leiðréttingu hagkerf- is úr ofurbjartsýnum þenslu- tímum og alþjóðlega lánsfjár- kreppu sem á vart sína líka frá því í kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar. Ef Danske hefði haft rétt fyrir sér, þá hefði fjár- málakerfið hér sennilega farið á hliðina löngu áður en Hróars- keldubankinn hefði fundið fyrir nokkrum vanda. Þar hefðu Danir mátt líta sér nær. KREPPAN VARÐ OFAN Á Svar við þessari skýrslu var skýrsla Frederics Mishkin og Tryggva Þórs Herbertssonar um íslenskt efnahagslíf. Sú skýrsla dró fram sveigjanleika og styrk efnahagslífsins og taldi líkur ekki miklar á fjármálakreppu. Í skýrslunni var bent á tvær for- sendur sem gætu aukið líkur verulega á fjármálakreppu. Önnur var að álag á skuldabréf banka færi að lyftast vel upp eftir þriggja stafa tölurófinu og hin að aðgengi að lausafé myndi skerðast verulega og langvar- andi. Enda þótt slíkt væri ólíklegt, þá varð það raunin og afleiðingin er fjármálakreppa. Tryggvi Þór og Mishkin höfðu því í raun rétt fyrir sér, en Danske Bank rangt, jafnvel þótt myndin sem draga má upp í dag af ástandinu sé lík- ari því sem birtist hjá Dönunum. Kaldhæðnin liggur í því að þeir eru í lítið betri málum sjálfir. Það er fínt að Tryggvi Þór skuli nú takast á við að greina leiðir út úr efnahagsvandanum og von- andi hefur ríkisstjórn með sterk- an meirihluta kjark til að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka til að komast farsællega inn í betri tíð. Við getum enn gert eitt og annað til að draga úr líkum á að allt fari á versta veg. VITRÆNS UNDANHALDS ER ÞÖRF Það þurfa fleiri að taka erfið- ar ákvarðanir. Ég vona líka að bankarnir taki fast á í afskriftum og lengi ekki í hengingarólum að óþörfu. Það verður þegar upp er stað- ið sársaukaminnst að klára hlut- ina hratt og horfast í augu við töpuð útlán. Þegar áhlaupi er hrundið er besta leiðin að kalla liðið heim, sleikja sárin og safna kröftum í næsta áhlaup. Eins er með út- rásina. Hún hefur skilað mikl- um hagnaði, en nú eru aðrir tímar. Fyrir bankana væri skyn- samlegt að hörfa og minnka til að tryggja rekstur sinn. Selja erlendar eignir, fara í tiltekt heimafyrir og hagræða með því að sameina sparisjóðina bönk- unum. Slíkt er óhjákvæmilegt. Taki menn skipulega og vitrænt á undanhaldinu ættu möguleik- arnir til að vinna ný lönd og lausa aura að vera þó nokkuð góðir þegar bjartari dagar taka við á ný. Það er nefnilega hægt að tapa mörgum orrustum, en vinna stríðið. H A F L I Ð I H E L G A S O N F A M K V Æ M D A S T J Ó R I H J Á S J Á V A R S Ý N Tryggvi Þór og Mishkin höfðu því í raun rétt fyrir sér, en Danske Bank rangt, jafnvel þótt myndin sem draga má upp í dag af ástandinu sé líkari því sem birt- ist hjá Dönunum. Kaldhæðnin liggur í því að þeir eru í lítið betri málum sjálfir. Að tapa orrustum og vinna stríð Mikið magn tækja og tóla var flutt í nýtt framleiðsluhús Ice- landic Water Holdings í Hlíðar- enda í Ölfusi við Þorlákshöfn í síðustu viku. Fyrirtækið hefur í um fjög- ur ár framleitt þar átappað lind- arvatn á flöskum undir merkj- um Icelandic Glacial, sem selt er víða um heim, var meðal annars boðið gestum á Óskarsverðlauna- hátíðinni í Bandaríkjunum í vor. Flutningarnir hófust á þriðju- dag og fóru samtals 36 vöruflutn- ingabílar með tækin frá Reykja- vík austur yfir fjall það sem eftir lifði vikunnar. Að sögn Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns fyrirtækis- ins, er stefnt að því að uppsetn- ing tækjanna ljúki í ágúst og muni starfsemi hefjast af fullum krafti skömmu síðar. Um 35 til 40 manns munu starfa við fram- leiðsluna. Nú þegar er unnið allan sólar- hringinn við átöppun fyrirtækis- ins í Þorlákshöfn en um hundrað gámar af átöppuðu vatni í flösk- um eru fluttir til útlanda í hverj- um mánuði. Bandaríski drykkjavörufram- leiðandinn Anheuser-Busch keypti fimmtungshlut í fyrir- tækinu fyrir ári og hófust fram- kvæmdir í Ölfusinu um svipað leyti. Anheuser-Busch varð fyrir skömmu hluti af InBev, umsvifa- mesta drykkjavöruframleiðanda í heimi. - jab Senn rennur meira vatn úr Ölfusinu TÆKIN Í HÚSI Stefnt er að því að átöppun hefjist af fullum krafti í Hlíðarenda fyrir haust- ið. Markaðurinn/iwh TEKIN AF PALLI Fjöldi tækja kom í hús austan fjalls í síðustu viku. Markaðurinn/Egill KOMIÐ AÐ HÚSI Trukkarnir renndu einn af öðrum í hlað í Hlíðarenda. Markaðurinn/Egill HLASS Á LEIÐ ÚR BÆNUM Stærstu tækin fóru áleiðis frá Reykjavík til Þorlákshafnar á þriðju- dag og miðvikudag. Markaðurinn/Stefán Annas Sigmundsson skrifar „Það hefur verið alveg ævintýraleg ávöxtun á ís- lenska hlutabréfamarkaðinum í alþjóðlegum sam- anburði. Hún er það ennþá þrátt fyrir að úrvalsvísi- talan hafi lækkað um helming frá því í fyrra,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Há- skóla Íslands. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur á síðustu tuttugu árum skilað 17,9 prósenta raunávöxtun á ári. Svo há ávöxtun er líklega einsdæmi í saman- burði við nágrannalönd okkar. Raunávöxtun Dow Jones vísitölunnar hefur á sama tíma verið 7,4 pró- sent. „Þegar bréf hafa verið verðlaus þar sem enginn markaður er fyrir þau verður mikið svigrúm til þess að þau hækki mikið í fyrstu. Það er hins vegar ekki svigrúm til þess að markaðurinn skili fimmt- án til tuttugu prósenta raunávöxtun til lengri tíma,“ segir Gylfi. Nokkur ár eru með yfir 50 prósenta ávöxtun. Gylfi segir að það sem skýri það sé að þá hafi mark- aðir verið í mikilli uppsveiflu og fyrirtæki skil- að góðum hagnaði. Væntingar um vöxt hafi þá líka verið miklar. Varðandi ævintýralega ávöxtun á árunum 2003 til 2005 segir hann meginskýringuna liggja í einka- væðingu ríkisbankanna. „Einnig það mikla fjármagn sem streymdi inn á markaðinn og þá sérstaklega erlent lánsfé. Miklar væntingar voru líka til stóriðju. Margt spilaði því saman,“ segir Gylfi. Hann telur að íslenski markaður- inn sé farinn að fylgja meira þeim erlendu undanfarinn ár. Sú var ekki raunin í fyrstu þegar markaðurinn hófst hér í lok níunda áratugarins. „Þegar netbólan sprakk í Bandaríkj- unum fylgdi sá íslenski. Hið sama á við núna. Hins vegar er niðursveifl- an núna mun meiri en víðast annars staðar,“ segir hann. Hann telur að íslenski hlutabréfa- markaðurinn eigi eftir að vera tölu- vert sveiflukenndur áfram. „Það eru það margir óvissuþættir. Sagan segir að þegar markaðir hafa verið í mikl- um sveiflum séu þeir lengi að róast aftur,“ segir Gylfi. Hann telur ólíklegt að uppsveifla verði á markaðinum næstu mánuði og jafnvel lengur. „Það er það mikið sem á eftir að greiða úr og ekki víst hvern- ig spilast. Það blasir við að mörg fyr- irtæki eru illa stödd. Við eigum eftir að sjá meira af gjaldþrotum og af- skriftum. Atvinnuhorfur eru heldur ekki góðar. Fyrirtæki verða fyrir áföllum vegna þess að viðskipta- vinir fara á hausinn. Það sér ekki fyrir endann á þessu ferli. Líkleg- ast erum við rétt farin að sjá byrj- unina,“ segir Gylfi. Hann segir ómögulegt að segja hvenær fyrirtæki verði búin að klára að hreinsa til í sínum rekstri. „Það er lítil von til þess að hluta- bréfamarkaðurinn fari eitthvað að glæðast fyrr en við förum að sjá fyrir endann á þessum vandræð- um,“ segir Gylfi. Það sem skapi ef til vill meiri vandræði hér sé mikill fjöldi af lánum í erlendri mynt. „Gengi krónu hefur svo sterk áhrif á stöðu lántakenda. Það hefur vald- ið verulegum vandræðum. Síðan erum við með þessa gífurlega háu stýrivexti,“ segir hann. Þessi staða sé hvorki uppi í Bandaríkjunum né Evrópu. „Þetta setur okkur þrengri skorður,“ bætir hann við. Ævintýraleg ávöxtun hlutabréfa Íslenski hlutabréfmarkaðurinn stendur á tímamótum. Þrátt fyrir að úrvals- vísitalan hafi lækkað um helming á einu ári hefur ávöxtun hvergi verið eins góð og hér á síðustu tuttugu árum. GYLFI MAGNÚSSON Hann segir ávöxt- un hérlendis ævintýralega í alþjóðlegum samanburði. Gylfi telur ólíklegt að upp- sveilfa verði á markaðinum næstu mánuði. MARKAÐURINN/GVA Á V Ö X T U N 1 9 8 7 - 2 0 0 7 Nafnhækkun Ísland Dow Jones 1987 91% 2% 1988 64% 12% 1989 27% 27% 1990 78% -4% 1991 7% 20% 1992 -10% 4% 1993 -12% 14% 1994 25% 2% 1995 34% 33% 1996 59% 26% 1997 15% 23% 1998 10% 16% 1999 47% 25% 2000 -19% -6% 2001 -11% -7% 2002 17% -17% 2003 56% 25% 2004 59% 3% 2005 65% -1% 2006 13% 16% 2007 2% 5% Heimild: Rannsóknir á ísl. hlutabréfamark- aði. Gylfi Magnússon.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.