Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 13
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Vaxandi viðskipti hafa átt sér stað í öðrum gjaldmiðlum og má búast við að fjölmyntavæðingin aukist um leið og aðgengi að er- lendu fjármagni verði betra á ný og á meðan krónan er ekki sam- keppnishæf. Megindrifkraftur- inn fyrir fjölmyntavæðingunni hér á landi hefur verið háir vext- ir og sveiflur í gengi. Það er ólíkt því sem gerist í öðrum löndum þar sem mikil verðbólga er yfir- leitt aðalástæða fjölmyntavæð- ingar, samanber á Kúbu. Þróun fjölmyntavæðingar síðustu ár hefur að mestu leyti verið mark- aðsdrifin og val atvinnulífsins að nota frekar aðra gjaldmiðla en krónu. HLUTDEILD KRÓNU Á NIÐURLEIÐ Hlutdeild krónunnar hefur minnkað í lánaviðskiptum á und- anförnum árum en heimili og fyrirtæki hafa flúið hið háa inn- lenda vaxtastig með lántöku í er- lendum gjaldmiðlum. Í lok árs 2007 námu gengisbundnar skuld- bindingar í lánakerfinu í heild um 50 prósentum heildarútlána. Þar af var hlutdeild atvinnulífs- ins 70 prósent sem er 40 pró- senta hækkun á tíu árum. Dæmi eru einnig um að verðlagning í samningum milli innlendra fyrirtækja sé bundin erlendum gjaldmiðli. EVRULAUN Eftir að almenningur fór að taka lán í erlendum gjaldmiðlum til að fjármagna húsnæðis- og bíla- kaup varð meiri hvati fyrir launa- fólk að semja um að hluti launa- greiðslna væri tengdur erlend- um gjaldmiðli til að lágmarka gengisáhættuna. Applicon sér- hæfir sig í viðskiptahugbúnaði sem heldur utan um laun í mis- munandi gjaldmiðlum. Guðjón Karl Þórisson, sölustjóri Applic- on, segir að eftirspurn viðskipta- vina þeirra hafi leitt til þess að þeir hafi farið út í þróun á hug- búnaðinum. „Við settum hugbún- aðinn á markað um áramótin og við finnum fyrir vaxandi áhuga. Í dag þjónustum við mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.“ UPPGJÖR OG HLUTAFÉ Í ERLENDRI MYNT Félög sem eru með meirihluta tekna og gjalda í erlendri mynt hafa í auknum mæli tekið upp erlenda uppgjörsmynt meðal annars til að auðvelda aðgang að erlendum fjármálamörkuðum en heimild til þess fékkst árið 2002. Langflest félög gera upp í doll- ara en þróunin bendir til að fleiri fyrirtæki muni gera upp í evru. Í dag eru átta félög í Kauphöllinni sem gera upp í evru, til dæmis Exista, Eimskip og Straumur- Burðarás. Vaxandi áhugi meðal skráðra íslenskra fyrirtækja hefur einn- ig verið að skrá hlutafé í starf- rækslumynt sinni. Nokkur félög hafa tekið ákvörðun um slíka breytingu. Verðbréfaskráning Íslands hefur unnið að því í sam- starfi við Seðlabanka Finnlands að annast uppgjör viðskipta í evrum. Hægt verður að hefja viðskipti með hlutabréf í evrum í nóvember. Færsla bókhalds og ársreikn- inga og skráning hlutafjár í er- lendum gjaldmiðlum og vaxandi viðskipti milli fyrirtækja með tengingum við erlenda gjald- miðla munu stuðla að minnk- andi hlutdeild krónunnar í við- skiptalífinu og næra fjölmynta- væðinguna. ÓHINDRUÐ ÞRÓUN Nefndin spáir ekki fyrir að við- skipti milli fyrirtækja og neyt- enda í erlendum gjaldmiðli muni eiga sér stað á næstunni vegna kostnaðar verslana við að hafa tvíþætt verð. Hins vegar eigi að auka sveigjanleika atvinnulífs- ins hvað varðar gjaldmiðlanotk- un og greiða götu þess að við- skipti og notkun erlendra gjald- miðla geti þróast óhindrað eftir óskum markaðsaðila. Þá segir einnig að eftir því sem hag- kerfið verður fjölmyntavædd- ara léttist álagið á krónuna. Við slíkar aðstæður og ef fjármál hins opinbera eru í góðum far- vegi og hamla gegn þenslu ættu ekki að vera sérstök verðbólgu- tilefni í hagkerfinu umfram við- skiptalöndin. Við fjölmynta- væðingu væri hugsanlegt að ekki væri þörf að stuðla að inn- streymi erlendra gjaldmiðla til fjárfestinga í fjárskuldbinding- um í krónum og því myndu vext- ir Seðlabankans lækka. Krónan yrði þá ekki áhugaverður fjár- festingarkostur fyrir aðila sem stunda vaxtamunarviðskipti. Ef uppbygging eigna og skulda í erlendum gjaldmiðlum fer saman þá ætti fjölmyntavæðing ekki að stuðla að veikingu geng- is krónunnar. Krónan á undanhaldi Lán, laun og viðskipti í erlendum gjaldmiðlum. Möguleg hægfara þróun í átt að evru. Sérfræðinganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur tekið saman skýrslu um fjölmyntavæðingu atvinnulífsins. FJÖLMYNTAVÆÐINGIN Möguleg hægfara þróun í átt að evru. FRÉTTABLAÐIÐ/MUELLER 1960 Viðreisnarstjórnin setur ný lög um innflutnings- og gjaldeyris- mál. 1979 Ný lög um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála sem rýmkuðu heimildir gjaldeyrisviðskipta- banka til afgreiðslu á gjald- eyris umsóknum. 1979-1993 Skömmtunar- og tak- mörkunarkerfi gjaldeyrismála. Algengt að gengishagnaður fyrirtækja væri gerður upp- tækur, takmarkanir væru á kaupum á gjaldeyri og kaup á erlendum verðbréfum var ekki leyfður. 1993 Breytingar á lögum um gjald- eyrismál. Gjaldeyrisviðskipti óheft. Gjaldeyrismarkaður settur á laggirnar. Enn höft á viðskiptum; innlendum aðilum óheimilt að taka lán í erlendri mynt ef það var ótengt við- skiptum. Hámarksfjárhæðir við lýði. 1994 EES-samningurinn gerður. Frelsi í utanríkisviðskiptum og skuldbinding um fjórfrelsið. 1995 Eins árs aðlögunarfresti gagn- vart EES-samningnum lýkur. Síðustu takmarkanir falla niður. Þ R Ó U N G J A L D E Y R I S - V I Ð S K I P T A Á Í S L A N D I Á við þegar íbúar ríkja nota erlendan gjaldmiðil samhliða eigin gjaldmiðli eða í stað hans. Slíkt er hægt án opinberrar íhlutunar og lagasetn- ingar. Dæmi um þetta er Kúba þar sem stjórnvöld gefa út sinn eigin gjaldmiðil, kúbverskan pesó, en allir nota dollara. „ D O L L A R I Z A T I O N “ Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evr- ópufræðaseturs Háskólans á Bif- röst, segir sjálfkrafa evruvæð- ingu vera verstu tegund evru- væðingar sem völ er á. Hún hafi alla sömu ókosti og einhliða upp- taka evru en til viðbótar þá hafi stjórnvöld engin áhrif á með hvaða hætti umskiptin ættu að vera og enga áætlun um umskipt- in. „Ef þróunin er farin ákveðið langt af stað þá gæti verðgildi ís- lensku krónunnar hrunið og orðið að engu, yrði ekkert að gert. Það getur verið að fjölmyntavæð- ing sé á einhvern hátt heppileg fyrir fyrirtæki en fyrir heimil- in í landinu gæti þetta orðið gríð- arlegt efnahagslegt áfall. Stjórn- völd verða að koma í veg fyrir þessa þróun. Svona þróun gerist bara í ríkjum þar sem efnahags- lífið er algjörlega í rúst, svo sem á Kúbu. Efnhagslífið á Íslandi er ekki í rúst. Það er þrátt fyrir allt mjög sterkt þrátt fyrir tíma- bundna erfiðleika”. Efnahagslegt áfall fyrir heimilin EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Segir að stjórnvöld verði að grípa inn í þróun fjölmyntavæðingar á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDICPHOTOS „Ef þróunin er farin ákveð- ið langt af stað þá gæti verðgildi íslensku krónunn- ar hrunið og orðið að engu. Það getur verið að fjöl- myntavæðing sé á einhvern hátt heppileg fyrir fyrirtæki en fyrir heimilin í landinu gæti þetta orðið gríðarlegt efnahagslegt áfall.“ Eiríkur Bergmann Einarsson „Verðbólga er á uppleið í heimin- um vegna hækkunar á hrávörum sem á einn eða annan hátt tengist hækkun olíuverðs,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræð- ingur hjá greiningardeild Lands- bankans. Björn telur að aukin eftirspurn frá Asíu og öðrum nýmarkaðs- hagkerfum sé farin að hafa verð- hækkunaráhrif þar sem fleiri og fleiri vilja nota olíu en á sama tíma eykst framboð ekki jafn- hratt. Hann bendir jafnframt á að olía er notuð við framleiðslu margra afurða og þegar olíuverð tvöfaldast á jafnskömmum tíma þá hefur það víðtæk áhrif á hag- kerfi heimsins. Spurður um stöðu Ís- lands segir Björn að hagkerfið hafi fengið óvenjusnöggan við- snúning í efnahagslíf- inu og þá sérstaklega á gjaldeyrismarkaði sem hefur haft mikla verð- bólgu í för með sér sem kemur til viðbótar al- þjóðlegum verðhækk- unum á hrávörum. Markaðsaðilar virð- ast tengja Ísland og verðbólgu saman um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveit- an setti Ísland nýverið á lista ásamt Úkraínu, Víetnam og Ungverja- landi yfir lönd þar sem fjárhagslegum stöð- ugleika er ógnað af stjórnlausri verðbólgu. Tólf mánaða verð- bólga mældist 12,7 prósent í júní og hefur ekki mælst meiri frá því í ágúst árið 1990. Hagstofa Íslands gefur út nýjar tölur um verð- bólgu á föstudaginn næstkomandi. Grein- ingardeildir bankanna gera ráð fyrir því að verðbólga muni halda áfram að aukast hér innanlands fram á haustið en muni gefa eftir í lok þessa árs og byrjun þess næsta. Í samanburði við ríki heims- ins kemur í ljós að verðbólga á Íslandi er nær því sem tíðkast í Mið-Austurlöndum. Af stærri ríkjum heimsins býr Rússland einungis við viðlíka verðbólgutöl- ur og Ísland um þessar mundir. -bþa Víðfeðm verðbólga Verðbólga er ekki séríslensk. Verðbólga hefur ekki mælst meiri á evrusvæðinu í sextán ár og ellefu í Kína. AUKIN EFTIRSPURN FRÁ ASÍU Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá grein- ingardeild Landsbankans, segir að eftirspurn frá nýmarkaðshagkerfum sé farið að hafa verðhækkunaráhrif á markaði. MARKAÐURINN/ANTON V E R Ð B Ó L G A Venesúela 29,3% Argentína 23,0% Katar 14,75% Rússland 14,0% Ísland 12,7% Óman 12,4% Kína 8,5% Indland 7,8% Frakkland 3,7% Ítalía 3,7% Evrusvæðið 3,7% Bretland 3,3% Þýskaland 3,1% Kanada 1,7% Japan 1,2%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.